Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN BERGSSON + Sveinn Bergs- son fæddist í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á sjúkrahúsi í Bodö í Noregi aðfaranótt 15. aprfl síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Bergur Páll Sveinsson vélstjóri og Ágústa Guð- laugsdóttir hús- móðir. Þau voru ógift. Þau eru bæði látin. Sveinn ólst upp hjá móður sinni á Frakkastíg 5 í Reykja- vík. Hálfbræður Sveins voru Jón Guðmundur Bergsson, f. 26.1. 1933, og Sig- urður Bergsson, f. 5.12. 1944. Sveinn var tví- giftur. Fyrri kona hans var Valgerð- ur Hauksdóttir. Hún átti dóttur, Kolbrúnu Hildi Gunnarsdóttur. Hún er látin. Seinni kona Sveins var Randí, fædd Eriksen, norsk kona. þeim varð ekki barna auðið. Útför Sveins fór fram við Dverbergkirkju á Andöy í Noregi 22. aprfl síðastliðinn. Þegar litið er yfír farinn veg kemur margt upp í hugann. Sveinn fæddist með lamaða vinstri hönd og að hluta vinstri fót en þrátt fyr- ir fötlun sína starfaði hann árum saman sem símavörður hjá Haf- skip, einnig verslunarmaður í leð- urverslun Jóns Brynjólfssonar við Laugaveg. Leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman í KFUM við Amtmannsstíg þar sem við vorum í kristilegum félagsskap ungi-a manna. Upp frá því vorum við miklir vinir enda hálfbræður en fram að þeim tíma höfðum við ekk- ert þekkst en vissum þó hvor af öðrum. Við Sveinn vorum sam- feðra, en kynntumst lítið föður okkar sem bjó á Akureyri. Sveinn hafði þó meiri kynni af föður okkar en ég. Arin liðu og við vonim mikið saman við tómstundaiðkun okkar sem var ljósmyndun. Sveinn átti líka marga pennavini úti um allan heim sem hann skrifaðist á við. Sveinn var ljúfur maður að eðlis- fari. Það sýndi sig best þegar Sveinn gekk Kolbrúnu dóttur Val- gerðar í föður stað. Hún varð strax hænd að Sveini og kallaði hann pabba, sem sýnh- best hvernig lundemi Sveins var. Valgerður var lömuð og bundin við hjólastól. Þau Brekkustigrur 14 — opið kús Falleg 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu steinhúsi á þess- um eftirsótta stað í vesturborginni. Nýlegt eldhús. Eikarparket. Rúmgóð herb. Vestursvalir. Áhv. 4,6 millj. Verð 10,7 millj. Steingrímur og Sigrún taka á móti ykkur á milli kl. 14.00 og 16.00 í dag. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. Opið hús í dag frá kl. 13—15 Þincjkoltsstræti 33 — sérkýli Skemmtilegt hús, sunnantil í Þingholtum, kjallari, hæð og ris alls 185 fm. Mikið endurnýjað. Fallegur sólríkur garður og sér- bílastæði. Suðursvalir. Möguleiki á vinnustofu eða einstakl- ingsíb. í kjallara. Áhv. 6,7 millj. þ.a. 4,0 millj. í húsbréfum. Skipti mögul. á 3ja—5 herb. íbúð miðsvæðis. Verð 18,9 millj. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. (c—... ...... ....... " s\ Við Sundahöfn Neðangreindir hlutar fasteignarinnar Köllunarklettsvegur 4, eru til sölu. Húseignin er vel staðsett á nýja Sundahafnarsvæðinu og fær fljótlega nýja utanhússklæðningu og lóðafrágang. 1. Vörugeymsla 506 fm (límtrésskemma). Verð 20.240.000. 2. Vörugeymsla 236 fm í n-hluta steinhúss. Verð: 9.440.000. 3. Vörugeymsla 678 fm (stálgrindarskemma). Verð: 30.510.000. VAGN JÓNSSON EHF., fasteignasala, Skúiagötu 30, sími 561 4433. * /j Fréttir á Netinu <||)mbl.is bjuggu á Baldursgötu en fluttu þaðan á Austurbrún 6 og var það mikil breyting á högum þeirra til hins betra. Seinni kona Sveins var Randí, fædd Eriksen, norsk kona. Randí var einnig lömuð og bundin við hjólastól. Hinn 17. nóvember 1972 giftu þau sig í Bústaðakirkju í Reykjavík. Þau byrjuðu búskap á Frakkastíg 5, æskuheimili Sveins, en bjuggu í nokkur ár í Hátúni 10, húsnæði Sjálfsbjargar. Sveinn og Randí fluttust síðan búferlum til Noregs og bjuggu í nágrenni við fjölskyldu Randíar á Andöy í fal- legu einbýlishúsi sem var sniðið að þeirra þörfum. Mikið ástríki var með þeim hjónum alla tíð sem þeim auðnaðist samvistin. Nú var það svo að við höfðum sama áhugamálið sem voru radíó- amatöra-fjarskipti. Sveinn og Randí tóku radíóamatörpróf sem gaf þeim réttindi til að hafa sam- bönd við aðra radíóamatöra um allan heim. Eg var búinn að vera radíóamatör síðan 1979 svo við gátum talað saman, stundum um hverja helgi. Þegar ég var í sumar- bústað okkar hjóna í sumarfríum kom fyrir að við töluðum saman á hverjum degi. Síðast höfðum við talsamband kl. 12 á hádegi á ný- ársdag núna á þessu ári 1999. Sveinn gat lítið talað þá vegna sjúkleika, sem hann hafði kennt nokkrum mánuðum áður sem leiddu til þess að hann átti erfítt um mál. Afleiðingar þessa sjúk- dóms leiddu hann svo til dauða á sjúkrahúsi í Bodö eins og áður er sagt. Sveinn var góður drengur og hvers manns hugljúfi. Við sendum konu hans Randí innilegustu sam- úðarkveðjur og óskum henni Guðs blessunar. Jón G. Bergsson, Guðrún Björnsdóttir. Látinn er ástkær fósturfaðir minn, Sveinn Bergsson. Pabbi, eins og ég kallaði hann alltaf, kom inn í líf mitt og móður minnar heitinnar, Valgerðar Hauksdóttur, þegar ég var um tveggja ára. Þau giftu sig og stofnuðu heimili á Austurbrún 6 í Reykjavík. Þeim varð fárra ára auðið saman, því móðir mín lést 1969. Þá var ég sex ára. Það var mikil sorg hjá okkur pabba, en hann reyndist henni svo vel í mikl- um veikindum hennar. Pabbi flutt- ist á Frakkastíginn og ég til ömmu og afa á Hólsveginn. En Sveinn var yndislegur maður og tryggur. Hann tók mig til sín um helgar og sinnti mér betur en margh' blóð- feður gera við sín eigin böm. Hann var óþreytandi við að taka mig með sér á sýningar og öll bamaleikritin svo_ fátt eitt sé nefnt. Ég bý að natni hans og ástúð í dag, því raunverulegan foður minn þekkti ég lítið. Þegar ég var tíu ára kynnti pabbi mig fyrir Randí, yndislegri norskri konu sem hann hafði kynnst í gegnum bréfaskrift- ir. Hún var í mörgu mjög lík mömmu. Svarthærð hnellin kona, mikið fyrir hannyrðir og í hjóla- stól, eins og móðir mín. En Randí fékk lömunarveiki sem bam og var bundin við hjólastól eftir það. Ég man að mér var ekkert um hana gefið íyrst. Innst inni fannst mér hún vera að taka pabba frá mér, þótt Randí sýndi mér aldrei annað en velvild og hlýju. Síðar átti ég eftu* að þakka Guði fyrir þessa heilsteyptu og ástúðlegu konu sem kom inn í líf föður míns. Síðar skildi ég að pabbi átti svo skilið að eignast góða konu og samferðafélaga í gegnum lífíð. Undanfarin 14 ár hef ég búið á Húsavík ásamt börnum mínum, en pabbi og Randí í norðvesturhluta Noregs, svo ekki vora tækifærin til að hittast. En bréfaskriftir urðu stór hluti samskiptanna. Fyrir nokkram áram komu afi Sveinn og amma Randí, eins og bömin köll- uðu þau ævinlega, til Islands. Þá urðu fagnaðarfundii'. Öll árin sem við sáumst ekkert rannu upp fyrir mér og hvað ég hafði saknað þeirra mikið. Ég er þakklát fýrir að böm- in mín fengu að hitta afa sinn, sem hafði ætíð verið mér svo góður. Elsku pabbi, ég veit að það er vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig. Elsku Randí. Þú varst honum stoð og stytta og söknuður þinn er mikill. Þið bjugguð ykkur fallegt heimili í Noregi sem bar vitni hlýju og ást- úð. Þakka þér fyrir alla alúð og hlýju, mér og bömum mínum til handa. Öðram ættingjum og vinum sendum við, ég og börnin mín, Val- gerður Laufey, Sverrir Bjöm, Stefán Björn og Alda Björk. Þín fósturdóttir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir. + IIalldóra Svein- björnsdóttir fæddist á Akureyri 7. júní 1911. Hún Iést á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Oddsson prentari, f. 29. sept. 1886, d. 2. apríl 1959, og Vikt- oría I. Pálsdóttir, f. 4. maí 1879, d. 22. aprfl 1962. Halldóra fluttist ung ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Systur Hall- dóru voru Ragnheiður, f. 7. júní 1911, d. 20. nóv. 1918, Kristjana, f. 9. mars 1913, d. 22. apríl 1986, Hulda, f. 27. apríl 1916, d. 17. okt. 1997, og Ragnheiður Lilja, f. 13. maí 1922, d. 1. júni 1922. Hinn 30. nóv. 1935 giftist Hall- dóra Hafliða Helgasyni prent- smiðjustjóra, f. 3. júlí 1898, d. 23. mars 1973. Þau eignuðust eina dóttur, Ásdisi, f. 19. febrúar 1940. Það var þungbúinn morgun að ég fékk hringingu og mér sagt að ömmu Dóru hefði hrakað mikið um nóttina. Ég átti að koma. Það var þó ekki fyrr en eftir hádegið þegar sólin var farin að bræða snjóinn að hörkutólið hún amma mín skildi við. Það eitt var dæmigert fyrir ömmu að yfirgefa ekki sviðið fyrr en sólin var farin að skína og feg- urð vorsins hafði ýtt vetrardrung- anum burt hinum megin við glugg- ann. Þegar ég fór líka að hugsa um hvemig kona amma hafði verið komst ég alltaf að sömu niður- stöðu: Glæsileg kona. Hún var harðdugleg, með skoð- anii' sem okkur bamabömunum fannst stundum gamaldags en hún stóð föst á sínu. Hún var t.d. íhalds- söm á stöðu kynjanna, en á sama tíma var það hún sem lærði á bíl hér fyrr á öldinni en ekki afí og fátt fannst henni skemmtilegra en að sigra karla í bridds, en á þeim vett- vangi rakaði hún saman verðlaun- um. Á sextugsaldri fór hún að sýna föt á tískusýningum og margir vora Börn hennar og Skúla Nielsen eru: 1) Hafliði, félagsfræð- ingur, f. 18. apríl 1958, maki Valdís Kristjánsdóttir, bjúkrunarfræðingur, f. 1. júnf 1959, börn þeirra eru Ásdís Rósa og Mímir. 2) Snorri Már, sagn- fræðingur, f. 14. sept. 1965, maki Ragn- heiður Halldórsdótt- ir, verkfræðingur, f. 31. jan. 1966. Börn þeirra eru Hugrún og Freyr. 3) Svava, kennari, f. 20. nóv. 1967, maki Skúli Þórisson, matreiðslumaður, f. 4. apríl 1965. Dætur þeirra eru Agnes Una, Anna Karen og Ama Rún. Seinni maður Ásdísar var Baldur Líndal efnaverkfræðingur, f. 17. ágúst 1918, d. 17. júní 1997. Útför Halldóru fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morg- un, mánudaginn 26. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. á því að hún yrði glæsilegri eftir því sem áranum fjölgaði. Amma var með kímnigáfuna í lagi og hafði húmor fyrir sjálfri sér. Þegar ég heimsótti hana rétt fyrir páskana var hún að velta því fyrir sér hvort hún færi nú ekki bráðum að fljúga og var þá að skírskota til dauðans. Ég kveð ömmu með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur sem stóðum henni næst. Það er ljóst að mikilvægur hlekkur við fortíðina er horfinn en tungutakið og sögurnar hennar lifa með okkur sem eftir stöndum. Til dæmis sag- an um það þegar rafmagnið kom í bæinn og fólkið þusti út á götu til að horfa í andakt á uppljómuð hús- in. Nú er hún komin þangað sem Ijósið skín skærast. Hvíl í friði, amma mín. Snorri Már. Horfín er yfir móðuna miklu Halldóra Sveinbjarnardóttir, há- öldrað vinkona mín og spilafélagi í áraraðir. Ég minnist hennar frá því ég var barn, vora þær systurnar Dóra og Hulda, dætur vinar og sam- verkamanns föður míns. Seinna giftist Dóra Hafliða Helgasyni og vora þau hjónin aufúsugestir á heimili foreldra minna enda áhugamál svipuð, en Hafliði og faðir minn stýrðu hvor sinni prent- smiðjunni og svo var tekið í spil af miklum ákafa og gleymdist þá oft staður og stund. Við Dóra urðum seinna spilafé- lagar í keppnum og þar lét hún sjaldan deigan síga. Dóra var eftirminnilegur per- sónuleiki, hún var óvenjulega snyrtileg í klæðaburði og bar sig vel. Undraði mig oft hve hárið fór vel á henni en hún hafði sérstak- lega fallegt koparrautt hár. Gott var að sækja Dóra heim. Bjó hún sér og fjölskyldu sinni hlýlegt heimili, sem einkenndist af áhugamálum hjónanna. Vora þeir ófáir útsaumuðu stólarnir og púð- amir, sem prýddu heimilið, en Dóra sat sjaldan auðum höndum. Veggir vora þaktir bókaskápum, sem höfðu að geyma margan dýr- gripinn, en Hafliði hafði yndi af að safna gömlum bókum, studdur ótrauður af Dóra og naut ég góðs af. Við Dóra sátum oft að spjalli, var Dóra hreinskiptin í tali, nokk- uð fylgin sér en hlustaði þó á sjón- armið annarra, vildi sá það já- kvæða í flestu og man ég varla eft- ir því að hún lastaði nokkurn mann. Ytri aðstæður urðu til þess að samverastundum okkar fækkaði, en minningin lifir. Innilegar samúðai'kveðjur til Ásdísar, einkadóttur Hafliða, og Halldóra, og fjölskyldu hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristjana. HALLDÓRA S VEINBJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.