Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRAMTIÐ KISILIÐJUNNAR I MYVATNI ER I BRENNIDEPLI
í KOSNINGABARÁTTUNNI í NORÐURLANDI EYSTRA
Á LÍFRÍKIÐ
EÐA ATVINNULÍFIÐ
AÐ NJOTA VAFANS?
Málefni Kísiliójunnar við
Mývatn eru komin í
brennidepil aö nýju eftir
aö Halldór Blöndal, sam-
gönguráöherra og þing-
maður Noröurlandskjör-
dæmis eystra, lét svo um
mælt í umræðuþætti
frambjóöenda í kjördæm-
inu aö hann teldi sjálfgef-
iö aö námavinnsla úr
Syöriflóa í Mývatni yröi
hafin þegar í staö. Pétur
Gunnarsson kynnti sér
sögu málsins og ræddi
viö fýlgjendur og and-
stæöinga námavinnslu.
KÍSILIÐJAN í Mývatnssveit
starfar nú samkvæmt
námaleyfi, sem gefið var út
af iðnaðarráðherra hinn 7.
apríl 1993 en um leið og það var gef-
ið út var greint frá samkomulagi iðn-
aðarráðuneytis, umhverfisráðuneyt-
is og Náttúruvemdarráðs (nú Nátt-
úruvemdar ríkisins) þar sem fram
kom að skilningur allra sem að því
stóðu væri sá að með útgáfu leyfisins
væri aðeins verið að gefa svigrúm til
að hætta kísilgúrtöku úr Mývatni.
Fram kom að rannsóknir hefðu sýnt
að botngröftur hefði óæskileg áhrif á
undirstöður vistkerfisins í Mývatni
og ekki væri rétt að taka þá áhættu
fyrir lífríki Mývatns, sem fælist f
námavinnslu í Syðriflóa.
Hafí orðið að samkomulagi að
ganga lengra en ráðlegt gat talist út
frá vemdarsjónarmiði í vinnslu í
Ytriflóa til að skapa svigrúm en
námavinnsla í Syðriflóa mundi jafn-
gilda námavinnslu í nýju stöðuvatni.
Að samkomulaginu stóðu Jón Sig-
urðsson iðnaðarráðherra og Eiður
Guðnason umhverfisráðherra og
skyldi hið nýja námaleyfi gilda ekki
iengur en til ársins 2010. Jafnframt
væri Ijóst að líkur væru á að námur
tæmdust fyrr, jafnvel innan 2-3 ára.
Settur var á fót sjóður til að stuðla
að aukinni fjölbreytni atvinnulífs í
Mývatnssveit og fram hefur komið
að í þann sjóð hafi síðan runnið
5-600 þúsund krónur á ári.
Þrátt fyrir þetta hefur Kísiliðjan
nú sótt um nýtt námaleyfi, stækkun
námasvæðisins í Ytriflóa Mývatns og
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
MÝVETNSKAR endur í vetrarstillum á vatninu þar sem eru varpstöðvar og uppeldisstöðvar sjaldséðra andategunda.
til vinnslu á nýju svæði í svokölluð-
um Bolum í Syðriflóa Mývatns.
Sveitarstjóm Skútustaðahrepps hef-
ur m.a. þrýst á um þetta. Að fmm-
kvæði Kísiliðjunnar vinnur verk-
fræðistofan Hönnun í Reykjavík nú
að mati á umhverfisáhrifum vegna
slíkrar vinnslu.
Náttúruvernd leggst eindregið
gegn stækkun námasvæðis
16. janúar sl. greindi Morgun-
blaðið frá því að Náttúruvemd rík-
isins hefði sent verkfræðistofunni
bréf þar sem lagst er eindregið
gegn stækkun námasvæðisins. Um
skeið hefur verið rætt um mögu-
leika á nýrri vinnsluaðferð við kísil-
gúmámið, svonefndan undanskurð,
þar sem skorið væri undan botni
vatnsins, en í yfirlýsingu Náttúru-
vemdar segir að jafnvel slík aðferð
verði ekki samþykkt nema fyrir
liggi ótvíræðar sannanir með rann-
Nýtt umhverfismat vegna
stækkunar væntanlegt frá
Kísiliðjunni á næstunni
sóknum um að aðferðin raski ekki
undirstöðu lífríkis við Mývatn. í
umsögn sinni minnir Náttúruvernd
ríkisins á gildandi lög um vemdun
Laxár og Mývatns, þar sem segir að
á landsvæði, þvi sem lögin ná yfir,
sé hvers konar mannvirkjagerð og
jarðrask óheimilt nema með leyfi
Náttúravemdar ríkisins.
Mest rannsakaða
vatn landsins
„Mývatn er líklega það vatn á
landinu sem hefur verið rannsakað
m.t.t. lífríkis meira en nokkurt annað
vatn hér á landi. Þær rannsóknar-
niðurstöður sem liggja fyrir um
hvers vegna Mývatn er svo lífauð-
ugt, sem raun ber vitni, benda ein-
dregið til þess að það byggist á hár-
fínu jafnvægi milli dýptar vatnsins,
efnainnihalds þess og annarra eðlis-
rænna þátta svo sem hitastigs. Nátt-
úravernd ríkisins telur allt benda til
þess að sú áhætta sem tekin væri
með þeiirí nýju tækni sem hefur
verið kynnt stjóm [Rannsóknastöðv-
arinnar við Mývatn] sé ekki viðun-
andi þar sem miklar líkur séu á að
lífríki vatnsins raskist veralega.
Náttúravemd hafnar því jafnramt
að náttúralegar sveiflur í lífríki
vatnsins geti verið afsökun af neinu
tagi til að taka áhættu á vinnslu kísil-
gúrs í Syðriflóa.“
Deilur frá upphafi
Deilur hafa fylgt starfsemi Kísiliðj
unnar allt frá því hún hóf starfsemi
árið 1966 og enn era skiptar skoðan-
ir um hana, innansveitar sem utan.
Við verksmiðjuna starfa um 40-50
manns, eða um 10% íbúa sveitarinn-
ar. Tengd störf era fleiri. Kísiliðjan
veltir um 700 m.kr. og er uppspretta
um helmings tekna sveitarsjóðs.
Upphaflegt námaleyfi var gefið út
til 20 ára og Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra framlengdi það árið
1985 til ársins 2001 með því skilyrði
að ef breytingar yrðu til hins verra
vegna efnistökunnar á dýralífi eða
gróðri mætti endurskoða málið.
Þessi framlenging var í blóra við
vilja Náttúruverndarráðs, sem taldi
að með þessu hefði Sverrir sniðgeng-