Morgunblaðið - 25.04.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1999 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Dagur umhverfisins er
haldinn í fyrsta sinn í dag,
en hér eftir verður 25. apríl ár
hvert helgaður umhverfinu.
Ríkisstjórn Islands ákvað í
janúar sl. að ástæða væri til að
halda upp á sérstakan dag
helgaðan umhverfismálum á
Islandi og er sú ákvörðun til
marks um þá auknu áherslu,
sem lögð er á umhverflsmál og
umhverfísvernd. Þeirrar
áherslu sér til dæmis stað í
málflutningi allra stjórnmála-
flokka fyrir komandi alþingis-
kosningar, en hvatningin til
þessa er frá landsmönnum
sjálfum komin.
Dagur umhverfisins á að
vera hvatning til skólafólks og
almennings að kynna sér bet-
ur samskipti manns og nátt-
úru, en hann er ekki síður
hugsaður sem tækifæri fyrir
stjórnvöld, félagasamtök og
fjölmiðla að efia opinbera um-
ræðu um umhverfismál. Al-
þjóðlegur dagur umhverfisins,
samkvæmt yfirlýsingu Sa-
meinuðu þjóðanna, er 5. júní,
en íslensk stjórnvöld töldu þá
dagsetningu ekki henta ís-
lenskum aðstæðum, þar sem
mikilvægt þótti að hvetja
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
skólafólk til að vinna að verk-
efnum tengdum umhverfis-
málum. Þar tók ríkisstjórnin
áreiðanlega réttan pól í hæð-
ina, enda skiptir öllu fyrir
framtíð náttúruperlunnar ís-
lands að æska landsins læri að
bera virðingu fyrir umhverfi
sínu og leggi sitt af mörkum
til umhverfisverndar.
Full ástæða er til að telja að
Dagur umhverfisins festi sig í
sessi hér á landi. Einstakling-
ar, félagasamtök og stofnanir
víða um land hafa tekið
ákvörðun ríkisstjórnarinnar
vel og efna í dag til ýmiss kon-
ar viðburða. Þar er af mörgu
að taka, enda eru umhverfis-
mál víðfeðmur málaflokkur.
í Morgunblaðinu í dag eru
rakin tvö dæmi um breytt viðj
horf í umhverfismálum. í
fyrsta lagi hvetur sveitarfélag-
ið Arborg íbúa sína til að skilja
bílinn eftir heima og leiða hug-
ann að ábyrgð sinni í mengun
heimsins. Sú hnattræna hugs-
un er að festa sig í sessi á Is-
landi sem annars staðar. Sveit-
arfélagið hefur einnig merk
áform á prjónunum um
friðland fugla vestur af Eyrar-
bakka, þar sem saman gæti
farið merk nýjung í náttúru-
vernd hér á landi, um leið og
farnar væru nýjar leiðir í þjón-
ustu við ferðamenn.
I öðru lagi er sérstaklega
nefnd til sögunnar umhverfisá-
ætlun til fimm ára í Hvalfirði.
Þar hafa umhverfisverndar-
samtökin Sól í Hvalfirði, Norð-
urál, íslenska járnblendifélag-
ið við Grundartanga og sveit-
arfélögin við Hvalfjörð tekið
höndum saman um að móta
umhverfisstefnu, sem miðar að
því að sætta sjónarmið stór-
iðju, mannlífs og náttúru
svæðisins. Verksmiðjurnar
tvær sýna viljann í verki með
því að taka á sig ýmsar skuld-
bindingar umfram þær, sem
starfsleyfi þeirra krefst af
þeim, skuldbindingar sem eru í
samræmi við væntingar um-
hverfisverndarsinna.
Dagur umhverfisins, 25. apr-
íl, er fæðingardagur náttúru-
fræðingsins Sveins Pálssonar,
en í dag eru 237 ár liðin frá
fæðingu hans. Sveinn, sem síð-
ar varð landlæknir, lauk fyrst-
ur manna náttúrufræðiprófi
frá Kaupmannahafnarháskóla
og var hugsanlega fyrstur
manna í Evrópu til þess að
ljúka slíku prófí. Hann var
merkur fræðimaður, gerði til
dæmis uppgötvanir á hreyf-
ingu skriðjökla og var langt á
undan sinni samtíð í umhverf-
ismálum. Sveinn varð líklega
fyrstur til að vekja máls á
sjálfbærri þróun, þótt það hug-
tak væri þá óþekkt. Hann
vakti meðal annars athygli á
eyðingu skóga, sem hann sagði
verða „hinum liðnu til ævar-
andi skammar en niðjunum til
skaða“.
Það var vel til fundið að
minnast Sveins Pálssonar með
því að gera fæðingardag hans
að Degi umhverfisins. Breytt
viðhorf í umhverfismálum
verða landsmönnum og niðjum
þeirra áreiðanlega til góðs.
DAGUR
UMH YERFISIN S
BRANDUR
• byskup hefði
aldrei hætt rykti sínu
með því að skrifa lyk-
ilsögu um Svínfellinga.
Hrafnkatla kemur úr
allt annarri átt. En
hann getm' verið höfundur Hall-
freðs sögu vegna þess hún er dæmi-
saga um fólsku vondra trúarbragða
á trylltri öld til eilífrar áminningar
ribböldum og vígamönnum. Eg segi
þetta ekki sem nútímamaður heldur
í stellingum sturlungaaldar-manns,
enda eina leiðin til að skilja ritverk
frá þeim tíma, einsog Hermann
Pálsson segir réttilega.
Við getum samt ekki gengið
framhjá því sem aðrir eins fræði-
menn og Sigurður Nordal og Jón
Jóhannesson hafa sagt um Hrafn-
kels sögu, en þeir telja að veraldleg-
ur höfðingi hafí skrifað söguna en
ekki klerklærður maður, en þó er
hitt öllu merkilegra að þeim kemur
saman um, að sagan sé ekki yngri
en frá aldamótum 1300. En þá hefur
Brandur Jónsson hvflt í gröf sinni
um nær fjögurra áratuga skeið.
Mannlýsingar í Svínfell-
• ingasögu eru einhverjar
þær eftirminnilegustu sem um get-
ur i fornum ritum. Sumt í sögunni
minnir á Njálu og önnur rit Sturl-
unga-safnsins. Hún er skrifuð með
trega vegna vígaferla aldarinnar en
gleði yfir mönnum einsog Brandi
ábóta sem „var ágætur höfðingi,
klerkur góður, vitur og vinsæll, rík-
ur og góðgjarn" og hafði „mesta
mannheill þeirra manna, er þá voru
á Islandi“. Gleðin nær einnig til
Orms Jónssonar sem var „vin-
sælastur af öllum óvígðum höfðingj-
um á Islandi í þann tíma, því að
hann leiddi mest hjá sér allra þeirra
hemað og óöld þá,
sem fíestir vöfðust í,
en hélt hlut sínum
óskertum fyrir öllum
þeim“. Ekkert þykir
höfundi eftirsóknar-
verðara þótt hann tí-
undi harmleik þeirra Svínfellinga
með þeim hætti einum sem til var
stofnað. Það þykja ekki sízt mikil
tíðindi þegar Steinunn húsfreyja
deyr um páskaleytið að Kirkjubæ
og stendur Brandur ábóti, bróðir
hennar, við gröfina ásamt fjölda
annarra manna, „því að hún var öll-
um hugþekk, meðan hún lifði“. Það
fer að vísu lítið fyi-ir Steinunni I sög-
unni en hlutverk hennar er þeim
mun meira sem hún er fyrirferðar-
minni. Eftir dauða hennar lætur
Ögmundur Helgason til skarar
skríða gegn Ormssonum. Sá þáttur
er svo harmsögulegur og vel skrif-
aður að hann hefði sómt sér í hvaða
Islendinga sögu sem væri. Þar er í
hnotskurn allt það orðfæri fornra
sagna sem hefur öðru fremur gefið
þeim líf og lit:
Þá mælti Sæmundur: „Hvað skal
fyrirsát þessi, Ögmundur? - Eg
hugði, að vér værum menn sáttir."
Ögmundur segir: „Þú skalt deyja
og svo Guðmundur, bróðir þinn...“
Ennfremur: „Síðan varp Sæ-
mundur af sér yfirhöfninni og féll á
kné og laut í gaupnir sér og bað guð
almáttugan sér miskunnar. Hann
varð bæði við dauðann harðlega og
hjálpvænlega...
Sæmundur féll þá til jarðar og
hafði hendur fyrir augum sér. Ámi
hjó þá á hálsinn, svo að öxin stóð í
sandinum, en höfuðið hné af honum.
En það undruðust menn, er ekki
blæddi líkamanum. Guðmundur
Ormsson og prestamir lásu þá sjö
sálma og fann enginn maður, að
hann brygði sér nokkuð við þessi
tíðindi - annan veg en hann kvað
nokkuð harðara að orðunum en áð-
ur. Þá var hann 18 vetra.
Guðmundur mælti til Ögmundar,
þá er þeir höfðu lesið sálmana:
„Gott væri enn að lifa, og vildi eg
grið, fóstri."
Ögmundur leit frá og mælti:
„Eigi þoram vér nú það, fóstri
minn,“ segir hann. Var hann þá
rauður sem blóð.
Guðmundur svarar þá: „Sá liggur
héðan nú skammt í brott, að eigi er
betra að sæma við yður og lifa eftir
hann dauðan."
Gekk Ögmundur frá eftir það og
settist niður og var þrútinn mjög í
andliti.
Jón Karl mælti: „Slíka fór skaltu
fara, Guðmundur, sem bróðir þinn.“
Jón kvaddi þá til nokkra menn að
vega að Guðmundi... Guðmundur
mælti enn sem fyrr að gott væri að
lifa, en enginn svaraði honum. Hann
lagðist þá niður nær brosandi... Þá
gekk að Brandur Guðmundarson og
tók hendi sinni ofan í sárið og vildi
vita, hversu djúpt var, og leitaði
með fingi-unum. Síðan mælti hann
við Ögmund og Jón, son hans: „Eigi
viljið þér Guðmund feigan, ef ekki
skal meira að vinna.“ ... Þorsteinn
reiddi þá upp öxina hart og hátt og
hjó á hálsinn svo að af tók höfuðið...
Þá var af nóni.“
Menn sem höfðu slíkan efnivið úr
samtíð sinni þurftu í raun og vera
ekki að skrifa neinn skáldskap.
Samt leituðu þeir huga sínum full-
nægingar í skáldskap úr sama efni.
Það er eitt út af fyrir sig með ólík-
indum.
Og þó ekki.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 24. apríl
NÚ ERU TVÆR
vikur til kosninga
og enn sem komið
er fer lítið fyrir
kosningabarátt-
unni. Það eru helzt
auglýsingar stjórn-
málaflokkanna í
dagblöðum og Ijósvakamiðlum, sem minna
á, að alþingiskosningar eru í nánd. Á fund-
um einstakra frambjóðenda, sem blaða-
menn Morgunblaðsins hafa sótt hefur lítið
fréttnæmt komið fram. I umræðuþáttum í
sjónvarpi hefur lítið farið fyrir nýjum upp-
lýsingum eða sjónarmiðum um máleftii
lands og þjóðar. Hlutverk fjölmiðla verður
svolítið erfitt, þegar svo er. Þeirra hlutverk
og skylda er að endurspegla kosningabar-
áttuna með margvíslegum hætti svo að
skoðanir og sjónarmið frambjóðenda og
flokka komist til skila til kjósenda. En það
er ekki frá mörgu að segja, enda eru kjós-
endur sjálfir flestir þeirrar skoðunar, að
kosið sé um menn fremur en málefni.
Þessi staða er stjórnarflokkunum hag-
stæð. Kosningabarátta þeirra, án þess að
það hafi verið sagt beram orðum, byggist á
því að segja við kjósendur: þið hafið aldrei
haft það svona gott, eins og MacMillan
sagði forðum daga og rifjað var upp í
Reykjavíkurbréfi fyrir viku. Sjálfstæðis-
flokkurinn leggur augljóslega áherzlu á, að
enginn ófriður verði í kosningabaráttunni
og að gefa hvergi færi á sér. Þessi baráttu-
aðferð hefur dugað flokknum vel eins og
staða hans í hverri skoðanakönnun á fætur
annarri sýnir. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur
óumdeilanlega mikils trausts kjósenda.
Hann er flokkurinn, sem leitt hefur þjóðina
úr einni dýpstu kreppu á þessari öld til ein-
hvers mesta góðæris, sem við höfum búið
við og það hefur gerzt á tæpum áratug. At-
hygli vekur, að Davíð Oddsson, formaður
flokksins, teflir samstarfsmönnum sínum
mjög fram í kosningabaráttunni og lætur
þar með á það reyna til hvers þeir duga.
Framsóknarflokkurinn hefur þurft að
hafa meira fyrir því, að njóta ávaxtanna af
góðæri síðustu ára. Forystumenn flokksins
og kosningastjórn hans hafa bersýnilega
gert sér grein fyrir því fyrir alllöngu.
Framsóknarflokkurinn rekur mjög skipu-
lega kosningabaráttu, sem greinilega er vel
fjármögnuð og er sá stjómmálaflokkanna,
sem er mest áberandi í kosningabaráttunni.
Þar er hlutur Halldórs Ásgrímssonar aug-
ljóslega mikill. Svo virðist sem kosninga-
baráttan hvíli mest á hans herðum. Fram-
sóknarmenn hafa greinilega haft töluverðar
áhyggjur af pólitískri stöðu sinni, ekki sízt á
höfuðborgarsvæðinu. Þær áhyggjur endur-
speglast í kraftmikilli kosningabaráttu.
Kosningabarátta Samfylkingarinnar hef-
ur komið einna mest á óvart að því leyti, að
hún virðist óskipulögð og ekki markviss. I
ljósi sjö áratuga sögu vinstri hreyfingarinn-
ar á Islandi er það umtalsvert afrek að ná
fjórum stjórnmálaflokkum og flokksbrotum
saman í eina fylkingu. Þeim árangri hefur
Samfylkingunni hins vegar ekki tekizt að
fylgja eftir í kosningabaráttunni. Það er
enn mjög á reiki hver stefnumál hennar
eru. Kannski er það vísbending um, að
þrátt fyrir sameiningu hafi ekki tekizt að
stilla saman strengi í málflutningi fi'am-
bjóðenda á þann veg, að stefna Samfylking-
arinnar komizt til sldla til kjósenda.
Halldór Ásgrímsson hefur gefið sterklega
til kynna, að honum lítist ekki á Samfylking-
una sem samstarfsaðila í ríkisstjóm vegna
þess, að þar sé á ferðinni ósamstæður hópur
stjómmálamanna, sem erfitt yrði að eiga
samstarf við. Þess gætir í samtölum manna
á milli, að margir kjósendur séu sömu skoð-
unar. Þeir vilji ekki kjósa Samfylkinguna,
þótt þeir af málefnalegum ástæðum telji sig
eiga samleið með henni, vegna þess að þeim
finnist forystusveit hennar of sundurleit.
Sumir frambjóðendur Samfylkingarinnar
eru sérfræðingar í upphlaupum í fjölmiðlum
en þau upphlaup era ekki traustvekjandi í
augum þessa kjósendahóps. Þá hefur það
vakið athygli á vinnustöðum, þar sem fram-
bjóðendur Samfylkingarinnar koma, að
sumir þeirra a.m.k. og þá m.a. Ágúst Ein-
arsson gefa til kynna, að þeir telji að hin
stóra stund Samfylkingarinnar verði ekki í
þessum kosningum heldur þingkosningum
að fjórum árum liðnum. Þegar á heildina er
litið verður því ekld annað sagt en Samfylk-
ingin standi frammi fyrir alvarlegum vanda
í kosningabaráttu sinni, þegar aðeins tvær
vikur eru til kosninga.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð nýtur
annars vegar þessara vandamála Samfylk-
ingarinnar og hins vegar þess, að Stein-
grímur J. Sigfússon er baráttuglaður for-
ystumaður. Margir Samfylkingarmenn líta
á vinstri hreyfinguna, sem hættulegasta
andstæðinginn í kosningunum, að það
skipti meira máli að halda henni niðri en að
komast í ríkisstjóm. Út af fyrir sig þarf
engum að koma á óvart, að Steingrímur
hafi sterka stöðu í kjördæmi sínu eins og
fram hefur komið í skoðanakönnunum. Það
er ekkert nýtt, að þekktir stjórnmálamenn,
sem fara fram á vegum nýs flokks fái góða
útkomu í eigin kjördæmi.
Staða Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs eins og hún er nú eftir síðustu
skoðanakönnun DV leiðir hins vegar af sér
forvitnilega stöðu á taflborði stjómmál-
anna. Fyrr á þessu ári töldu margir, að
Framsóknarflokkurinn væri í lykilstöðu,
þegar kæmi að stjórnarmyndun og gæti
ráðið því hvers konar ríkisstjórn yrði
mynduð að kosningum loknum. Þeir sem
töluðu á þennan veg virtust líta fram hjá
því, að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar er að sjálfsögðu ekki úti-
lokað. En miðað við núverandi stöðu er ekki
fráleitt, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti átt
þriðja kost, sem er samstarf við Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð. Sjálfsagt
kemur það mörgum á óvart en þeir Sjálf-
stæðismenn era til, sem mundu telja það
bezta kostinn. Framsóknarflokkurinn gæti
hugsanlega myndað þriggja flokka stjórn
til vinstri en ekki er líklegt, að Halldór Ás-
grímsson teldi það eftirsóknarvert.
Frjálslyndi flokkur Sverris Hermanns-
sonar hefur ekki náð fótfestu í kosninga-
baráttunni. Kannski er of mikið sagt að lýsa
Frjálslynda flokknum sem klofningsbroti
úr Sjálfstæðisflokknum en þó koma tveir
fyrrverandi þingmenn og ráðhen'ar flokks-
ins þar við sögu. Söguleg reynsla er fyrir
því, að flokkar sem stofnaðir eru í jaðri
Sjálfstæðisflokksins eiga erfitt uppdráttar.
Þannig efndi nokkuð öflugur hópur kaup-
sýslumanna til stofnunar stjórnmálaflokks,
sem bauð fram í alþingiskosningunum 1953
og nefndist Lýðveldisflokkurinn. Hann náði
ekki manni á þing. Borgaraflokkur Aiberts
Guðmundssonar náði meiri ái-angri, eins og
menn muna. Þar kom tvennt til: Albert
naut sérstöðu sem stjómmálamaður og
færa má rök að því að aðgangsharka for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins á þeim
tíma hafi skapað honum vígstöðu. Vandi
Sverris Hermannssonar er tvíþættur: hon-
um tókst ekki að fá frambjóðendur til liðs
við sig sem höfða til kjósenda og helzta bar-
áttumál hans, kvótamálið, er komið í annan
farveg en gera mátti ráð fyrir á síðasta ári.
Öðrum flokksbrotum, sem bjóða fram í
þingkosningunum hefur ekki tekizt að ná
öðrum árangri en þeim að vera til ama í
sjónvai'psumræðum og trufla eðlilegar mál-
efnalegar umræður á þeim vettvangi en að
sjálfsögðu er það lýðræðislegur réttur
hvers og eins að efna til slíkra framboða og
þess vegna rangt að amast við því.
Þegar horft er yfir svið stjórnmálanna
tveimur vikum fyrir kosningar verður því
niðurstaða sú, að staða stjómarflokkanna
tveggja er mjög sterk, stjórnarandstæðing-
um hefur ekki tekizt að finna alvarlegan
höggstað á þeim. Þetta er staða sem ekki
þarf að koma á óvart í Ijósi þess mikla góð-
æris sem ríkir í landinu.
MEÐ HVERJUM
kosningum verður
augljósara að bar-
átta stjórnmála-
flokka fyrir kosn-
ingar er að breyt-
ast. Tvennt er mest áberandi: auglýsingar
skipta stöðugt meira máli og kosningabar-
Kosninga-
baráttan er
að breytast
áttan færist í auknum mæli í ljósvakamiðl-
ana. Þetta er eðlileg þróun og hið sama
sem gerzt hefur í öllum nærliggjandi lönd-
um.
Tæknin í ljósvakamiðlun hefur leitt til
þess, að þeir hafa að verulegu leyti tekið
við hlutverki stjómmálafunda, sem haldn-
ir voru í byggðum landsins á áram áður.
Þetta er þægilegra fyrir kjósendur, sem
þurfa ekki að fara langar leiðir á fundi til
þess að fylgjast með kosningabaráttunni.
Kjósendur eru orðnir tregir til þess eins
og fram kom á stjórnmálafundi, sem
fréttaritari Morgunblaðsins mætti á fyrir
skömmu til þess að skýra frá umræðum en
þar voru mættir tveir kjósendur auk fund-
arboðenda. Þetta er líka auðveldara fyrir
frambjóðendur. Ríkisútvarpið og ríkis-
sjónvarpið hafa rækt hlutverk sitt í þess-
um efnum mjög vel og er þá ekki gert lítið
úr framlagi Islenzka útvarpsfélagsins.
Stjórnmálafundir, sem útvarpið efnir til
eru líflegir og umræður í báðum sjón-
varpsstöðvunum auðvelda fólki að fylgjast
með því sem er að gerast. Hlutverk dag-
blaðanna verður annað en það var á þeim
áram, þegar þau breyttust alfarið í flokks-
málgögn. Það er liðin tíð. Hlutverk dag-
blaðanna verður fremur að fjalla ítarlegar
um einstök málefni, sem upp koma og á
dýpri hátt um þau en ljósvakamiðlarnir
geta gert. Dæmi um það er, hvernig ein
setning, sem Halldór Blöndal, samgöngu-
ráðherra, lét falla í sjónvarpsumræðum
fyrir viku, varð Morgunblaðinu tilefni til
ítarlegrar umfjöllunar í þessu tölublaði um
Mývatn og Kísiliðjuna.
Auglýsingar gegna í vaxandi mæli hlut-
verki ímyndarsmíðar, hvort sem er fyrir
fyrirtæki eða stjórnmálaflokka og ein-
staka stjórnmálamenn. Þetta er þróun,
sem verður ekki stöðvuð. Gerð auglýsinga
kostar umtalsvert fé, þótt sá kostnaður
hafi lækkað verulega á undanfömum áram
og birting auglýsinga er líka kostnaðar-
söm. Hins vegar eru hugmyndir, sem fram
hafa komið um að takmarka þá fjármuni,
sem stjórnmálaflokkum leyfist að nota í
kosningabaráttu óraunhæfar. Það verður
alltaf farið í kringum slík boð og bönn.
Hins vegar er það umhugsunarefni, hvern-
ig hægt er að tryggja að lýðræðislegur
réttur hvers og eins verði ekki fyrir borð
borinn vegna fjárskorts. í Bandaríkjunum
er fullyrt að fjármagn geti ráðið úrslitum
um niðurstöður kosninga, þótt ekki sé það
einhlítt. Það hefur t.d. ekki dugað Steve
Forbes, auðugum tímaritaútgefanda í
Bandaríkjunum til þess að ná forsetakjöri,
né heldur Ross Perot, sem hefur lagt
óhemju fé í árangurslitla baráttu. Kannski
hafa flokkamir verið feimnir við að not-
færa sér þjónustu auglýsingastofa en ætla
má að í framtíðinni hverfi sú feimni og að
það verði talið sjálfsagt mál, að stjórn-
málaflokkar og frambjóðendur nýti sér þá
þjónustu eins og hver annar.
Netið mun skipta vaxandi máli í fram-
tíðinni. Með tilkomu þess gefst kjósendum
kostur á stöðugt meiri og vandaðri upplýs-
ingum um málefni líðandi stundar. Þótt
dagblöðin geti fjallað mjög ítarlega um
einstök málefni í kosningabaráttunni er
hægt að bjóða fólki aðgang að margfalt ít-
arlegri upplýsingum með milligöngu Nets-
ins. Þess vegna skiptir Netið miklu máli í
lýðræðislegu þjóðfélagi og smátt og smátt
lærir fólk að notfæra sér þá möguleika.
Þótt alls kyns leikir og skemmtun sé áber-
andi á Netinu nú um stundir mun þessi nýi
fjölmiðill í stórauknum mæli nýtast fólki
sem handhægur upplýsingabanki.
Netið er nú þegar orðið gagnvirkur fjöl-
miðill, þannig að fólk getur talað saman á
því en í framtíðinni mun gagnvirkni aukast
í fjölmiðlum þannig að kjósandi, sem situr
í stofunni heima hjá sér getur í auknum
mæli tekið þátt í t.d. sjónvarpsumræðum,
sem fram fara í sjónvarpssal.
Samspil
stjórnmála
og íjölmiðla
SMATT OG SMATT
færist kosningabar-
átta og þjóðmálaum-
ræður almennt inn í
fjölmiðlana, með
mismunandi hætti
eftir því, sem hentar hverjum og einum
fjölmiðli. En um leið og það gerist verður
samspil og samstarf fjölmiðla og þeirra,
sem taka þátt í stjórnmálabaráttunni
stöðugt mikilvægara. Þetta samstarf er
komið mun lengra á veg í Bandaríkjunum
heldur en t.d. hér á íslandi.
I Bandaríkjunum laga stjórnmálamenn
sig mjög að þörfum fjölmiðla. Þannig efna
stjórnmálamenn til funda með blaðamönn-
um á þeim tíma dagsins, sem hentar þeim
fjölmiðlum, sem þeir vilja fyrst og fremst
ná til. Þeir laga tímasetningar sínar að
fréttatímum sjónvarpsstöðva eða prentun-
artíma dagblaða. Þeir leggja m.ö.o. mikla
áherzlu á að auðvelda fjölmiðlunum að
rækja sitt hlutverk. Þessi þjónusta stjórn-
málamanna við fjölmiðla tekur að sjálf-
sögðu á sig ýmsar myndir og þarf ekki
endilega að líta á hana í þessu jákvæða
ljósi.
Þannig fer ekki á milli mála, að í Banda-
ríkjunum er líka lögð mikil áherzla á að
„nota“ fjölmiðlana. I Washington hefur
tækni við að leka fréttum í fjölmiðla náð
mjög langt. í þeim efnum má ekki á milli
sjá hver notar hvern. Sagt er að tækni í að
„fjarstýra" fjölmiðlum og fréttaflutningi
þeirra hafi aldrei náð eins langt og í Hvíta
húsi Clintons. Þar leggi menn áherzlu á
t.d. að leka fréttum í fjölmiðla, ef ástæða
sé til að ætla, að andstæðingar forsetans
verði á ferðinni, og þá einhverjum fréttum,
sem líklegar eru til að yfirgnæfa fréttir
andstæðinganna og ná meiri athygli.
Islenzkir stjórnmálamenn gengu langt í
að leka fréttum í fjölmiðla á síðasta áratug
en minna er um það nú orðið enda sannast
sagna minna af fréttum úr heimi stjórn-
málanna hér. Hins vegar hafa íslenzkir
stjórnmálamenn lítið sinnt þörfum ein-
stakra fjölmiðla í sambandi við fréttatíma
eða prenttíma blaða. Þó er þetta að breyt-
ast og oftar er fréttum komið á framfæri
t.d. við Morgunblaðið með þeim orðum, að
viðkomandi sé kunnugt um, að blaðið þurfi
að fá þessar fréttir fyrir ákveðinn tíma
vegna vinnslu þess og prentunar.
Hins vegar er enn ótrúlega mikið um
það, og það á frekar við um aðra en stjórn-
málamenn, að efnt sé til blaðamannafunda
á þeim tímum, sem nánast ómögulegt er
fyrir fjölmiðla að sinna þeim.
Samspil stjórnmála og fjölmiðla skiptir
miklu máli og ástæðulaust að gera lítið úr
því. Það á sífellt meiri þátt í að koma upp-
lýsingum á fi'amfæri við almenning og
kjósendur fyrir kosningar. Þess vegna
verða báðir aðilar að leggja sig fram um að
rækja þessa upplýsingaskyldu vel.
„Þegar horft er
yfir svið stjórn-
málanna tveimur
vikum fyrir kosn-
ingar verður því
niðurstaðan sú, að
staða stjórnar-
flokkanna tveggja
er mjög sterk,
stj órnarandstæð-
ingum hefur ekki
tekizt að fínna al-
varlegan högg-
stað á þeim. Þetta
er staða sem ekki
þarf að koma á
óvart í ljósi þess
mikla góðæris
sem ríkir í land-
inu.“