Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 2

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís STJÓRNANDA gröfunnar var bjargað á þurrt um hálfri klukkustund eftir að grafan festist, en hann hafði komist upp á þak hennar í gegnum þaklúgu og beið björgunar. 32 tonna grafa á bólakafi 32 TONNA ný grafa í eigu Reiss ehf. verktaka í Njarðvík festist í Arnarnesvogi í gær þegar stjórn- andi hennar ók á henni út á fjör- una til að skola óhreinindi af gröfunni í sjónum, en verið var að grafa ræsi með henni í nágrenni íjörunnar áður en óhappið varð. Stjórnandi gröfunnar hringdi í starfsfélaga sína í landi, þegar ljóst var að grafan sat sem fastast og gerðu þeir lögreglunni í Hafn- arfirði viðvart sem fékk tilkynn- ingu um atburðinn um klukkan 13.30. Fljótlega eftir að grafan festist flæddi að og fór grafan á kaf í sjó á skömmum tíma. Slökkvilið Reykjavíkur sendi tvo kafara og gúmmíbjörgunarbát á vettvang og tókst að bjarga stjórnanda gröfunnar á þurrt um hálfri klukkustund eftir að graf- an festist, en hann hafði komist upp á þak hennar í gegnum þaklúgu og beið björgunar. Að sögn stjórnanda gröfunnar átti að gera tilraun til að ná gröf- unni á þurrt með tveim 45 tonna gröfum skömmu eftir hádegi í dag á háfjöru. Valdimar Jóhannesson stefnir sjávarút- vegsráðherra vegna synjunar á veiðileyfí Akvörðun Fiski- stofu verði lýst ólögmæt VALDIMAR Jóhannesson hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur sjávarút- vegsráðherra og krafist þess að lýst verði ógild og ólögmæt synjun Fiskistofu á því að veita stefnanda aflahlutdeildir sem hann sótti um til sjávarútvegsráðuneytisins í des- ember 1996. Héraðsdómur hefur fallist á að veita málinu flýtimeð- ferð. Þess er einnig krafist að viður- kennt verði með dómi að stjómvöld- um beri að veita stefnanda heimild til að veiða sjávarafla án þess að hann þurfi að leita til þeirra sem þegar hafa fengið til þess rétt. Valdimar Jóhannesson segir til- efni málshöfðunarinnar það að stjómvöld hafi ekki virt dóm Hæsta- réttar frá 3. desember 1998. „Ég skil dóminn þannig að rétturinn hafi fall- ist á það álit mitt að það brjóti í bága við grundvallarreglur samfélagsins að binda aðgang að íslenskum fiski- miðum við forréttindi þeirra sem mér er í raun vísað á til að kaupa rétt af til að nota veiðileyfi," segir Valdimar. Hann segir því nauðsyn- legt þrátt fyrir dóm Hæstaréttar að dæmt verði um kröfur sínar nú. Valdimar segir að stjórnvöld hafí, eftir að dómur Hæstaréttar gekk, beitt sér fyrir því að löggjaf- arvaldið héldi til streitu skipulagi sjávarútvegsmála í grundvallarat- riðum. „Það er því enn ranglega komið í veg fyrir að ég og aðrir sem ekki njóta til þess forréttinda geti stundað atvinnu við fískveiðar nema að uppfylltum ólögmætum skilyrðum," segir Valdimar enn- fremur. Eldur í feiti SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kvatt að íbúðarhúsi við Óðinsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöld, þar sem kviknað hafði í feiti í potti og viftu í eldhúsi. Tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn í tæka tíð áður en hann breiddist út, en að sögn varðstjóra slökkviliðsins má litlu muna í tilvikum sem þessum, að tjón hljótist af. Hundrað ár liðin frá fæð- ingu Jóns Leifs ÞESS er minnst á margan hátt í dag, 1. maí, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Jóns Leifs. Afmælisdagskráin hefst kl. 10 með því að tónskáld leggja blómsveig að leiði Jóns í F ossvogskirkjugarði. I Þjóðarbókhlöðunni hefst dagskrá kl. 11, þar sem Björn Bjamason menntamálaráðherra opnar heimasíðu Jóns Leifs, sem tónlistardeild Ríkisútvarpsins og Islensk tónverkamiðstöð hafa sett upp. Þá hefst þar einnig sýning á handritum Jóns Leifs, auk þess sem þeir Árni Heimir Ingólfsson og Carl-Gunnar Áhlen munu halda stutta fyrir- lestra um Jón og tónlist hans. Kammersveit Reykjavíkur leikur fjögur verk eftir Jón MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 4. maí. Leifs á afmælistónleikum í Þjóð- leikliúsinu sem hefjast kl. 14. Tvö verkanna, Helga kviða hundingsbana og Grógaldr, hafa aldrei heyrst áður á tón- leikum. Lesbók helguð minningu tónskáldsins Lesbók Morgunblaðsins í dag er að hluta helguð minningu tónskáldsins, en þar er m.a. end- urbirt samtal sem Matthías Jo- hannessen átti við Jón í tilefni af sextujgsafmæli hans árið 1959. Jón Asgeirsson minnist Jóns Leifs sem ármanns íslenskrar tónlistar og einnig er birt viðtal við sænska plötuútgefandann Robert von Bahr, en útgáfa hans, BIS, vinnur að heildarút- gáfu verka Jóns Leifs. Þá er íjallað um fyrrnefnda afmælistónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu og nýjan vef um Jón Leifs. ■ Lesbók/6-9 og 20 Fulltrúar feröaþjúnustufyrirtækja segja bókanir góðar Besta nýting í apríl á Sögu frá upphafí BÓKANIR hjá íyiirtækjum í ferða- þjónustu fyrir sumarið h'ta vel út að sögn talsmanna nokkurra fyrir- tækja sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Hrönn Greipsdóttir, hótel- stjóri á Radisson SAS Hótel Sögu, segir að nýtingin í apríl hafi verið sú besta á hótelinu frá upphafi eða 75%. „Sumarið verður algjör sprengja," segir Ólafur Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Fosshótela, „og það verður þriðja árið í röð sem mikill uppgangur er í fjölda er- lendra ferðamanna hér.“ Fosshótel reka í sumar 12 hótel og gististaði með milli 600 og 700 herbergjum og segir Ólafur að með nýju bókunar- kerfi sé betur fylgst með bókunum ferðahópa og hægt að tryggja betur að þeir skih sér. Hrönn Greipsdóttir telur útlitið svipað og í fyrra fyrir sumarið í heild. Hún segir apríl hafa verið sérlega góðan, nýtingin sú besta frá upphafi eða 75%. Hún segir meðal- nýtingu hótela á Islandi vera um 61% sem skýrist af því að mánuð- imir frá nóvember og fram í apríl séu sérlega rýrir. Brýnt sé því að auka nýtingu og telur hún raunhæft að meðalnýting geti orðið um 75%. Flug fullbókuð í júlí Hún segir hótel í Reykjavík oft vel bókuð í júní og síðan ágúst og jafnvel september en í júh fari ferðamenn mikið út um land og því sé nýting þá minni. Erfitt sé samt að auka hana þá þar sem allt flug til og frá landinu sé fullbókað á þeim tíma. Telur hún því gistirými í Reykjavík nokkuð fullnægjandi enda hafi herbergjum fjölgað úr um 1.100 árið 1996 í tæplega 1.500 nú sem sé hátt í 30%. Jóhannes Ellertsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Vestfjarðaleið, segir greinilega aukningu verða í sumar. Segir fyrirtækið taka á móti fleiri hópum sem það hefur sjálft skipulagt svo og fleiri hópum á veg- um annarra aðila. Segir hann þessa ferðamenn bæði koma með íslensk- um og erlendum flugfélögum. ,Aukningin kemur bæði fram í fleiri ferðamönnum yfir hásumartímann og ferðaþjónustutíminn nær sífellt lengra fram á haustið og byrjar fyrr á vorin,“ segir Jóhannes og hefur fyrirtækið þegar tekið á móti nokki-um hópum. Hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar sagði Signý Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri að sumar- ið hti vel út miðað við það sem kom- ið væri. Hún sagði 20 til 30% aukn- ingu hafa verið í móttöku erlendra ferðamanna hjá fyrirtækinu í fyrra eftir að tókst að vinna nýja markaði og kvaðst ánægð með að halda því í sumar. Fyrirtækið skipuleggur bæði tjaldferðh’ á hálendinu og ferðir með gistingu á hótelum og gististöðum í öllum verðflokkum. Hún kvaðst ekki vera frá því að mynstrið væri að breytast nokkuð, tjaldferðh’ virtust ekki eins vinsæl- ar og áður, menn gerðu sífellt mein kröfur um góða gistingu og þaeg' indi. Bjarki og Marina val- in leikmenn ársins/DI Ragnheiður Stephensen fékk þrennu/D4 Afturelding í Meistara- deild Evr- ópu/D3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.