Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eiginmanni íslenskrar stúlku í Banda- ríkjunum ráðinn bani með hamri Odæðismaður- inn laus gegn tryggingu BANDARÍKJAMAÐURINN sem lést í Bristol í Pennsylvan- ínu á þriðjudag af völdum áverka eftir hamarshögg hét David Al- bert og var tuttugu og sex ára gamall. David starfaði sem tónlistar- maður og var meðlimur í rokk- hljómsveitinni Plug Ugly. Eigin- kona hans er íslensk, Bima Blöndal Albert, og eignuðust þau einn son, Michael Gísla. Ódæðismanninum sleppt Gísli Blöndal, faðir Birnu, seg- ir að manninum sem handtekinn var í kjölfar þessa voðaverks og kærður fyrir manndráp, hafi ver- ið sleppt lausum að nýju eftir að seinni hluti tryggingarfjár íyrir hann var greiddur. „Tryggingar- féð virðist ekki hafa verið hækk- að, sem við undrumst mjög, en svona virkar kerfið. Foreldrar hins ákærða virðast hafa fengið lán fyrir tryggingarfénu og sett eitthvað að veði fyrir afgangin- um,“ segir Gísli. Hann segir að fundur hafi verið haldinn með saksóknara í Bristol í gær og megi búast við að fram- hald málsins hafi skýrst á honum, en þó sé Jjóst að búast megi við að málareksturinn taki 8-12 mánuði. „Hið opinbera mun án efa höfða mál á hendur manninum og trúlega mun fjölskylda Davids höfða einkamál, enda situr Bima eftir tekjulaus með ungt bam á sínu framfæri. Þó er ekki verið að hugsa um peninga í augnablikinu og líklegt má teljast að skaða- bótakrafa verði ekki sett fram, heldur verði dómaranum látið eft- ir að úrskurða hvað honum finnst rétt að gera í þeim efiium. Málið snýst auðvitað ekki um peninga heldur að réttvísin nái fram að ganga. Maðurinn er búinn að játa og getur verið að horfa fram á langan fangelsisdóm. Einnig þyk- ir sannað að þessi piltur hefur staðið fyrir ofbeldisverkum áður, en hann hefur hins vegar ekki hlotið dóm af þeim sökum. Vitni era mjög glögg og skýr í málinu og t.d. hlustaði ég á fé- Iaga Davids rekja söguna hjá lögfræðingi og þeir eru mjög trúverðugir og frásögn þeirra skýr og skilmerkileg. Þetta virð- DAVID Albert ásamt syni þeirra Birnu, Michael Gísla. ist því liggja ljóst fyrir, en klækirnir í lagaefnum hér í Bandaríkjunum eru ótrúlegir og erfitt að vita hvað gerist,“ segir Gísli. Mikil hlýja og stuðningur Hann segir að Birna hafi feng- ið mikinn stuðning og miklu meiri en hann hafi gert sér vonir um fyrirfram. „Stuðningurinn sem hún hefur fengið hefur kom- ið mér sérstaklega á óvart í þessu samfélagi sem virðist gríð- arlega ofbeldishneigt. Hann er hreint með ólíkindum og hlýjan mjög mikil. Ótrúlegasta fólk hef- ur gefið sig fram til að veita henni stuðning og þegar er hafin söfnun sem lögfræðingur hennar og bræður Davids halda utan um. Því miður var David ekki tryggður og hún stendur því uppi alveg slypp og snauð og með gríðarlega háan sjúkrahúss- kostnað á herðunum, auk mikils útfararkostnaðar. Mér finnst mjög ólíklegt að söfnunin geti náð að greiða allan þann kostnað og því miður em meiri líkur en minni á að engar skaðabætur fá- ist frá ódæðismanninum. Þá þurfti fjölskyldan að ráða mann til starfa, nokkurs konar einkaspæjara, til að hafa uppi á öllum hugsanlegum vitnum og ná í eins miklar upplýsingar og hægt er. Lögreglan gerir slíkt hið sama, en lögfræðingum fjöl- skyldunnar finnst vissara að gera þetta einnig, sagði Gísli.“ Samfylking í sókn í Vesturbænum Samfylkingin í sókn í Vesturbænum á mánudaginn. Frambjóðendur eru á ferð um Vesturbæinn mánudaginn 3. maí. Minnum á litla kaffihúsið okkar Við sama borð við Kirkjutorg, opió frá kl. 14. Kosningamiðstöð Ármúla 23, sími 588 4350 Samfylkingin í Reykjavík W" FRÉTTIR SIGLFIRÐINGAR og þeir sem komu að uppbyggingu verksmiðjunnar skoðuðu hana í gær. Hér útskýrir Krist- björn Bjarnason verksmiðjustjóri framleiðsluferlið. Frá vinstri: Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs, Kristbjörn, Bjami Armannsson, forstjóri FBA, og Jóhannes Gíslason, framkvæmdasljóri Genís. Kítín-verksmiðja tekin í notkun á Siglufirði KÍTÍN-VERKSMIÐJA á Siglufirði í eigu Þormóðs ramma-Sæbergs, SR- mjöls og Genís var formlega tekin í notkun í gær. Verksmiðjan framleið- ir kítósan, sem unnið er úr rækju- skel, en það er verðmæt afurð sem notuð er í matvælaiðnaði, snyrtivör- ur og margt fleira. Gæði kítíns sem þegar hefur verið framleitt era meiri en reiknað var með í áætlunum, en þau ráða mjög miklu um verðmætið. Hægt er að framleiða 250 tonn af kítósan á ári, en auðvelt er að stækka verksmiðjuna upp í 500 tonn síðar. Verksmiðjan vinnur úr átta tonnum af rækjuskel í einu og tekur framleiðsluferiUinn fjóra klukku- tíma. Samtals getur verksmiðjan af- kastað 15.000 tonnum af rækjuskel á ári, en það jafngildir 45.000 tonnum af rækju á ári, sem er u.þ.b. það sem veiðist af rækju við Island í dag. Að sögn Unnars Þórs Péturssonar, fjár- málastjóra Þormóðs ramma, en það fyrirtæki hefur annast fram- kvæmdastjórn fýrir Kítín ehf., er sá kostur inni í myndinni að flytja inn rækjuskel, en til að byrja með verði einwgöngu unnin skel frá Þormóði ramma og rækjuverksmiðjum í ná- grenni við Siglufjörð. Hugmyndin að byggingu kítín- verksmiðju á íslandi er komin frá Agústi Sveinbjörnssyni, efnaverk- fræðingi hjá Genís í Bandaríkjunum. Tæknin til að vinna kítósan er fengin frá fyrirtækinu Vanson í Bandaríkj- unum, en of mikil áhætta var talin fylgja því að treysta eingöngu á þekkingu og tækni sem Genís hafði aflað sér. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma, sagði frá því við opnun verksmiðj- unnar í gær, að búið væri að aðlaga þessa tækni íslenskum aðstæðum og nýta þá þekkingu sem væri fyrir hendi í rækjuiðnaðinum á íslandi og hjá Genís. Forráðawmenn Vanson hefðu lýst yfir mikilli ánægju með verksmiðjuna og sýnt áhuga á að kaupa þá útfærslu sem Kítín ehf. hefði þróað. Róbert sagðist hafa svarað Vanson því að hann væri til- búinn til að selja þessa tækni á sama verði og Kítín keypti hina upphaf- legu tækni af fyi-irtækinu. Gordon Sargent, einn af stjórn- endum Vanson, var á Siglufirði í wgær og staðfesti orð Róberts. Hann sagðist vera afar hrifinn af nýju verksmiðjunni, sem væri ein sú fullkomnasta sem til væri í heimin- um. Sú tækni sem notuð væri við gæðaeftirlit og upplýsingasöfnun væri sú besta sem hann vissi um. Mikið notað í megrunarfæði Framleiðsluferlið gengur út á að einangra kítín úr rækjuskelinni. Hráefninu er dælt úr einum tank í annan þar sem prótein, kalk og fleira er fjarlægt úr hráefninu. Þessar aukaafurðir er hægt að nota m.a. j rækjuverksmiðju Þormóðs-ramma. I lokavinnslunni er kítínið þuirkað og loks breytt í kítósan. Að sögn Jó- hannesar Gíslasonar, framkvæmda- KÍTÍN er notað í snyrtivörur, hreinsivörur, megninarvörur og fleira. stjóra Genís, era miklir möguleikar á ýmiss konar framhaldsvinnslu úr kítósani hér á Iandi. Ef vel tækist til gæti þessi verksmiðja því verið fyrsta skrefið í frekari framleiðslu á þessu sviði. Jóhannes sagði að notkun á kítósani væri sífellt að aukast. Und- anfarið hefði aukningin verið mest í matvælaiðnaði, einkum í megranar- vörum af ýmsu tagi, en kítósan hefur þann kost að það getur dregið til sín meira en fimmfalda þyngd sína af fitu. Hann sagði að efnið væri einnig notað í lyfjagerð, snyrtivörur, hreinsiefni, landbúnað, pappírsiðnað og fleira. Auk þess væri það notað við læknisaðgerðir, s.s. að búa til húð. Kostar 300 milijónir Að sögn Þorsteins Húnbogasonai-, stjórnarformanns Kítíns ehf., verður framleiðslan seld í gegnum Vanson. Samningur hefði verið gerður til þriggja ára um sölu á framleiðslunni á föstu verði gegn sölu á tæknibún- aði. Kostnaður við verksmiðjuna er um 300 milljónir króna. Hluthafar lögðu fram 100 milljónir, en Fjár- festingarbanki atvinnulífsins lánaði 200 milljónir til verkefnisins. Að sögn Þórðar Valdimarssonar, hjá fyrirtækjaþjónustu . FBA, hefur kostnaðaráætlun staðist en Iengri tíma hefði tekið að ljúka uppbygg- ingu verksmiðjunnar en gert var ráð fyrir í upphafi. Fjármögnun verksmiðjunnar er svokölluð verkefnafjármögnun, sem er hliðstæð leið og farin var við upp- byggingu Norðuráls hf. á Grundar- tanga. Bjami Armannsson, forstjón FBA, sagði að bankinn hefði séð um að meta áhættu við alla þætti málsins, þ.e. markaðsáhættu, byggingará- hættu, rekstraráhættu o.sirv. Hann sagðist vera mjög ánægður með hvemig til hefði tekist. Sérstaka at- hygli vekti að hvað vel hefði tekist til við framleiðsluna sjálfa. Gæði vörunn- ar væra meiri en reiknað hefði verið með í áætlunum. Verðmæti kítíns ræðst fyrst og fremst af gæðunum og sagði Bjami að verðmæti eins punds af kítíni sveiflaðist frá 5-32 dollurum eftir gæðum framleiðslunnai-. Nýja verksmiðjan er í gömlu húsi í eigu SR-mjöls sem á sér sérkennilega sögu. Það var reist árið 1937 og átti að nota það til að kæla síld. Árangui’- inn var ekki í samræmi við vonir og var það aðeins notað á einni vertíð. Um þetta hús urðu harðar pólitískar deilur á Siglufii’ði og fékk það fljót- lega wnafnið Síbería. Bjami sagði að húsið hefði hentað ótrúlega vel undir kítín-verksmiðjuna og kostnaður við að endurbæta það og breyta í sam- ræmi við þarfír verksmiðjunnar hefði ekki verið mjög mikill. Tíu menn koma til með að starfa við verksmiðjuna á tveimur vöktum. Þormóður rammi á 40% í Kítím ehf., SR-mjöl 40% og Genís um 20%. Rekstrarstjóri verksmiðjunnar er Kristbjörn Bjai-nason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.