Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Getraun um
Formúlu 1
á mbl.is
SÉRSTÖK getraun hefur
göngu sína í dag á íþróttavef
mbl.is þar sem gestir vefjarins
geta leyst nokkrar spumingar
og átt möguleika á að vinna sér
inn vikuferð á Formúlu 1-
kappaksturinn í Barcelona í lok
maí.
Efnt er til leiksins í sam-
vinnu við Sjónvarpið sem sýnir
beint frá Formúlu 1. Á mbl.is
er sérstakur vefur sem fjallar
um Formúlu 1 og allt sem
íþróttinni viðkemur. Greint er
frá því hvað Formúla 1 er, upp-
lýsingar em um keppnisliðin
og ökuþórana, yfirlit yfir úrslit
fyrri ára, meistara, svo og mót
ársins. I þessum upplýsingum
er að finna svörin við spurning-
unum í Formúlu-leiknum.
Geðhjálp tekur nýtt húsnæði í notkun í Reykjavík
.. Morgunblaðið/Arnaldur
FJOLDI gesta heimsótti Geðhjálp í gær þegar því var fagnað að nýja húsið við Túngötu var tekið í notkun.
Nýir stjórnendur ráðn-
ir að Islensku óperunni
Morgunblaðið/Arnaldur
GERRIT Schuil, nýráðinn listrænn stjórnandi og aðalhijómsveitar-
stjóri Islensku óperunnar, Bjarni Daníelsson, nýráðinn framkvæmda-
sljóri, og Garðar Cortes, fráfarandi óperustjóri.
BJARNI Daníelsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri íslensku
óperunnar og Gerrit Schuil listrænn
stjómandi og aðalhljómsveitar-
stjóri. Stjórn Islensku ópemnnar
greindi frá ráðningunum í gær og
segir Guðrún Pétursdóttir, foi-mað-
ur stjómarinnar, að alger einhugur
hafi verið um þá ákvörðun hjá
stjóm og varastjóm Ópemnnar.
„Við ráðum Bjarna Daníelsson
sem framkvæmdastjóra, sem mun
sjá um allan rekstur óperannar sem
fyrirtækis og allar fjárhagsáætlan-
ir, samninga við aðrar menningar-
stofnanir, Evrópu- og alþjóðasam-
starf, starfsmannahald o.s.frv. Svo
ráðum við Gerrit Schuil sem list-
rænan stjómanda og aðalhljóm-
sveitarstjóra. Hann leggur listræna
línu, bæði varðandi verk og flytj-
endur, og vinnur alla tónlistarvinnu
með flytjendunum, æfir með þeim
fyrir sýningar og er að jafnaði
hljómsveitarstjóri í uppfærslunum,"
segir hún.
Mikil áskorun
Gerrit segir það mikla áskoran að
fá að takast á við hið nýja starf og
kveðst vera sér þess meðvitandi að
verkefnið verði alls ekki einfalt.
Hann segist hlakka mikið til að
starfa með Bjama og söngvuram og
hljóðfæraleikuram Operannar. „Ég
hef lært það á þeim þrjátíu árum
sem ég hef verið atvinnutónlistar-
maður hvað það er mikilvægt að
hlusta og vinna saman,“ segir Ger-
rit. Hann hefur haslað sér völl í ís-
lensku tónlistarlífi á undanfömum
áram sem stjómandi tónlistarhátíða
í Garðabæ og með samstarfi við
fjölda íslenskra söngvara og hljóð-
færaleikara. Hann hefur störf við
Islensku óperana 1. júlí nk.
„Ég held að þetta verði skemmti-
legt viðfangsefni. fslenska óperan
stendur á vissum krossgötum og
það mun reyna á það á næstunni
hvert hlutverk hennar verður, hvort
hún öðlast fastan sess í reykvísku
menningarlífi,“ segir Bjami, sem
gerir ráð fyrir að mæta til starfa
eigi síðar en 1. október nk. Hann
hefur undanfarin ár verið yfirmaður
menningarmálasviðs Norrænu ráð-
herranefndarinnar í Kaupmanna-
höfn og áður framkvæmdastjóri
Norræna menningarsjóðsins.
Miðstöð
réttinda-
baráttu
geðsjúkra
NÝTT húsnæði Geðhjálpar við
Túngötu 7 í Reykjavík var form-
lega tekið í notkun í gær. Ríkið
gaf húsið og úr framkvæmda-
sjóði fatlaðra fékkst 20 milljóna
króna framlag og Kiwanishreyf-
ingin safnaði 15,5 milljónurn og
var féð notað til að endumýja
húsið að innan.
Pétur Hauksson, formaður
Geðhjálpar, sagði húsið verða
miðstöð réttindabaráttu geð-
sjúkra. Á fyrstu hæð er félags-
miðstöð, fræðsluherbergi, mötu-
neyti og fleira, á annarri hæð em
skrifstofur Geðhjálpar og í kjall-
ara er aðstaða fyrir tölvuver,
listasmiðju, smíðaverkstæði og
iðjuþjálfun. í risi er íbúð fyrir tvo
einstaklinga. Þorgeir Jónsson
arkitekt sá um endumýjun húss-
ins.
Ingólfur Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir
félagið annars vegar hagsmuna-
félag í baráttu fyrir geðsjúka og
hins vegar rekur það samkvæmt
samningi við félagsmálaráðu-
neytið stuðningsþjónustu fyrir
sjúklinga. Starfsmenn em alls 16
og kostar reksturinn 13-15 milij-
ónir á ári.
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra flutti ávarp við
opnunina í gær og sagði miklum
áfanga náð.
Jarðgangagerð
á Austurlandi og
Norðurlandi
Ráðherra
útilokar
ekki sam-
hliða fram-
kvæmdir
HALLDÓR Blöndal sam-
gönguráðherra kveðst þeirrar
skoðunar að jarðgöng miili
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
og jarðgöng milli Reyðarfjarð-
ar og Fáskrúðsfjarðar séu
brýnust nú af þeim jarðgöng-
um sem rætt er um á lands-
byggðinni. Hann kveðst ekki
útiloka þann möguleika að
ráðist verði í bæði göngin,
jafnvel samtímis.
„Ef sérstakar ástæður era
eða brýn þörf krefur er unnt
að ráðast í þessar fram-
kvæmdir samhliða. Við höfum
öll tæknileg skilyrði til að gera
slíkt, telji menn á þeim tíma
það vera æskilegan kost,“ seg-
ir Halldór.
Ákvörðun
nauðsynleg
Hann bendir á að í grófum
di-áttum séu forsendur fyrir
jarðgöngunum þær sömu, þ.e.
að færa saman byggðir og
stækka atvinnusvæði. „Ég hef
lagt áherslu á að ráðist verði í
jarðgöng til Siglufjarðar á
næsta kjörtímabili og um leið
geri ég mér grein fyrir að
óhjákvæmilegt er að horfa til
þess, ef stóriðja kemur til
Reyðarfjarðar og raunar
hvort sem er, að í jarðgöng
verður að ráðast milli Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Eg er þeirrar skoðunar að
nauðsynlegt sé að taka
ákvörðun um að hefja undir-
búning fyrir jarðgangagerð af
fullum krafti á báðum stöð-
um,“ segir Halldór.
Hann segir það mat Vega-
gerðarinnar að framkvæmdir
geti ekki hafist fyrr en eftir
þrjú ár. „Að óbreyttu sé ég
það fyrir mér að ráðist verði í
göngin hver á fætur öðra,“
segir ráðherra og minnir á að
á vorþingi hafi verið sam-
þykkt að gerð skuli áætlun um
gerð jarðganga og verkefnum
raðað í forgangsröð. Sérstak-
lega verði horft til fram-
kvæmda sem rjúfi vetrarein-
angrun, stytti vegalengdir eða
stækki atvinnusvæði.
Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir spurningum um rétt landeigenda
Er hægt að banna
myndatöku lands-
lags í einkaeign?
MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segist
hafa verulegar áhyggjur af þeirri vaxandi til-
hneigingu landeigenda að vilja banna afnot,
eins og til dæmis myndatökur, af landslagi í
þeirra eigu.
Á morgunverðarfundi ferðaþjónustuaðila
með frambjóðendum sl. fimmtudag kom fram
að frambjóðendum þætti það undarleg stefna
að banna myndatökur á tilteknum svæðum á
landinu. Sérstaklega var spurt út í þetta
vegna auglýsingar sem birtist í Lögbirtinga-
blaðinu fyrir skömmu frá Sameigendafélagi
landareignarinnar Fells í Austur-Skaftafells-
sýslu. Er þar tilkynnt að hvers konar athafna-
semi á landinu, til dæmis myndataka í at-
vinnuskyni, ferðaþjónusta og byggingarfram-
kvæmdir séu háðar leyfi félagsins. Vekur
þetta athygli þar sem Jökulsárlón er á þessari
tilteknu eign og er því bannað að taka af því
myndir í atvinnuskyni.
Eru slíkar hömlur réttlætanlegar?
„Ég fæ ekki séð hvemig landeigendur geta
bannað myndatökur eða önnur not af lands-
lagi og loftinu í kring,“ segir Magnús sem
segist ekki hafa heyrt neinn aðila taka undir
að slíkar hömlur á afnotarétti geti verið rétt-
lætanlegar, hvað þá framkvæmanlegar.
Magnús segir að honum hafi borist fyrir-
spumir frá landeigendum í auknum mæli
undanfarið um rétt þeirra varðandi afnot al-
mennings af landi, til dæmis varðandi mynda-
tökur af landslagi í einkaeign. „Fyrir örfáum
dögum var athygli mín vakin á þessu sérstaka
dæmi við Jökulsárlón. Ég býst við að það
verði tekið til umræðu í Ferðamálaráði. Ef
þetta fordæmi telst í lagi þá velti ég fyrir mér
hvar þetta muni enda,“ segir Magnús.
Fjölnir Torfason bóndi að Hala II í Suður-
sveit rekur ferðaþjónustufyrirtæki við Jök-
ulsárlón og segist hann ekki geta séð hvemig
þeir aðilar sem standa að auglýsingunni ætli
að framfylgja umræddu banni. Hann segir að
auglýsingin sé merkingai-laus í Ijósi dóms
Hæstaréttar um hver hafi yfirráðarétt yfir
umræddri landareign.
Auglýsing réttlaus
„Ég hef vísað því máli til óbyggðanefndar
samkvæmt tilmælum Hæstaréttar að þau
réttindi verði skilgreind þannig að ljóst sé
hver hefur í raun og veru yfimáð yfir landinu
og Jökulsárlóni," segir Fjölnir. Dómur
Hæstaréttar sem felldur var í desember sl.
féll á þann veg að réttindi Fellsjarðar til Jök-
ulsárlóns væru í höndum rekstraraðila ferða-
þjónustunnar. Að sögn Fjölnis byggði dómur-
inn á samningi sem umræddii- aðilar gerðu
með sér árið 1994 þar sem eigendur að Fells-
jörðinni gerðu samning um afnotarétt rekstr-
araðila af þessu svæði og greiddu fyrir það.
,Á- grundvelli þessa dóms er þessi auglýs-
ing i Lögbirtingablaðinu algjörlega réttlaus.
Það er mín skoðun að hún feli í sér mótmaeh
við dóm Hæstaréttar og sé ekkert annað en
vanvirða við hann,“ segir Fjölnir.
Að sögn Fjölnis hefur Sameigendafélag
Fells hótað því að setja upp skilti á landar-
eigninni sem bendir á að myndataka í at-
vinnuskyni sé háð leyfi félagsins. „Við höfum
látið þessar hótanir sem vind um eyru þjóta
því við gerum okkur grein fyrir þeim réttind-
um og skyldum sem eru í gildi samkvæmt
dómi Hæstaréttar." Fjölnir segir að hann líti
umrædda auglýsingu hins vegar mjög alvar-
legum augum. „Ég lít á þetta sem ógnun við
uppbyggingu ferðaþjónustu á landinu í heild
sinni og menn eiga ekki að láta svona mál
komast jafn langt og þetta mál hefur komist,“
segir Fjölnir.
Ekki náðist í Jónas Runólfsson formann
Sameigendafélagsins Fells í gær.