Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r Ég skil þó Steingrím, en ég botna ekkert í Samfylkingunni. Davíð Oddsson. SVONA verið þið til friðs ormarnir ykkar meðan hr. Davíð reynir að fatta Samfylkingar-djókið. izpitsz kr. 399 500 á 12 hjóibör&um Þúsparar a.m.k. iSO.QOOkr* innifalið í verði: Sjálfvirk miðstöð Gluggatjöld Kælibox Gaseldavél Gaskútur. i'Staðall Trappa 48 lítra vatnskútur Varadekk m/festingum Rafgeymabox i, Gasviðvörunarkerfl . Undirstððutjakkaré hverju horni (4) Raflelðslur f kapli '. 50 mm kúlutengi o.m.fi. ^ M Sérhönnuð fortjöld WL á aðeins kr. 49.500. Tökum pantanir núna. Nú fer hver að verða sfðastur að ná sér f fellihýsi ð þessu frábæra verðl. ódýrustu feUihýsin með sambærUegum búnaöi kosta a.m.k. 150.000 kr. meira. Afgreitfslutími: Virka daga frá kl. 11-19. Lauprdaga frá kl, 10-18 Sunnudaga frá kl. 10-18, Netsalan ehf. — *i* »r, ■ XthtK" 1 :;v~ ■-‘Æ Landssamband íslenskra rafverktaka 50 ára Menntamál efst á baugi Fyrir röskum fimm- tíu árum var Landssamband ís- lenskra rafverktaka stofnað í húsi Verslunar- mannafélags Reykjavík- ur við Vonarstræti. Til- gangur félagsins var að safna saman í eitt sam- band öllum rafverktökum á landinum sem þá höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur. Fyrsti formaður Landssam- bands íslenki’a rafverk- taka var Jón Sveinsson en núverandi formaður er Omar Hannesson. Hann var spurður hvað efst væri á baugi í starf- semi félagsins á þessum tímamótum. Frá mínum bæjai’dyr- um séð er það sú breyt- ing sem fyrirhuguð er í haust, þegar ráðgert er að Vinnuveitendasamband Islands verði breytt í Samtök atvinnu- lífsins. Þessi breyting felur það í sér að bein aðild fyrirtækja að VSÍ hverfur og aðild fyrirtækja þarf að vera í gegnum atvinnu- rekendasamtök. - Hvernig kemur það rafverk- tökum til góða? Þá sjáum við fyrir okkur að fleiri fyrirtæki gangi til liðs við Landssamband íslenskra raf- verktaka, til að komast á þann hátt inn í VSÍ. - Vantar mörg fyrirtæki í Land- sambandið núna? Já, það eru fyrirtæki eins og t.d. öryggisfyrirtæki og tölvufyr- irtæki sem við teljum að eigi tví- mælalaust heima í okkar sam- tökum. -Hver eru hclstu baráttumál ykkarnúna? Það eru réttindamál varðandi löggildingu okkar. Það sem er búið að vera baráttumál undan- farinna ára era gildistaka nýrra laga þar um. Um áramótin 1996 til 1997 varð mikil breyting á fyr- irkomulagi rafmagnsöryggsimála hér á landinu eftir langt tímabil óvissu. Rafmagnseftirht ríkisins var lagt niður og yfirstjóm raf- magnsöryggismála færð til nýrr- ar stofnunar sem heitir Löggild- ingarstofa og ríkið rekur. Dregið var úr opinbera eftirliti en það jafnframt gert skilvirkara. Óháð- ar faggiltar skoðunarstofur sjá nú um framkvæmd rafmagnseft- irlits í umboði Löggildingarstofu. Eftirlitið er unnið samkvæmt skilgi-eindum verklags- og skoð- unarreglum sem Löggildingar- stofa setur. Rafveitur og löggiltir rafverktakar eru að koma sér upp öryggisstjómunarkerfi með eigin starfsemi og er -------- það gert til þess að auka öryggi raforku- virkja og neysluveitna. Fagmenn og húseig- endur bera nú aukna ábyrgð á rafmagnsöryggi um leið og ábyrgð rafveitna á eftirliti raf- mangsöryggis er felld niður. Til langframa er það farsælli leið en að halda úti umfangsmiklu og dýru opinberu eftirliti. Opinbert eftirlit verður aldrei jafn skil- virkt og sú aðgæsla sem ábyrgir einstaklingar og forráðamenn geta sjálfir haft með höndum. - Er fræðsla um þessi mál nægi- ieg meðal aImennings? Nei, auka þarf fræðslu til al- mennings og fagmanna um raf- magnsöryggismál. Jafnframt er þess vænst að byggingarfulltrú- ar sinni þeim verkum sem kveðið Ómar Hannesson ► Ómar Hannesson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann lauk námi í rafvirkjun frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1968 og fékk meistararéttindi 1972. Ómar fékk löggildingu frá Tækniskóla íslands 1976. Hann var formaður Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík á árun- um 1992 til 1997 og tók þá við formennsku Landssambands Is- lenskra rafverktaka. Ómar er kvæntur Önnu Karlsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þijú börn. Miklar kröfur eru gerðar hér til fagmanna er á um í byggingarreglugerð um varðveislu og samþykktir sér uppdrátta. - Eru rafverktakar almennt búnh' að koma sér upp öryggis- stjómunarkerfi? Já, að mestu leyti. Við höfum haldið námskeið á vegum Raf- iðnaðarskólans um allt land og hafa um það bil 200 rafverktakar sótt þessi námskeið. - Er Rafíðnaðarskólinn rekinn á ykkarvegum? Já, Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarsam- band Islands eiga og reka Raf- iðnaðar- og Tölvuskóla íslands. Hlutverk skólanna er að við- halda þekkingu fagmanna sem standa að skólanum og eru nú í boði um það bil sjötíu námskeið á hverjum vetri og almenn þátt- taka fagmanna í skólanum mikil. -Breytti stofnun Landssam- bands íslenskra rafverktaka miklu fyrir þróun þessara mála á íslandi? Þegar litið er yfir fimmtíu ára sögu þessara samtaka kemur í ljós að Landssamband okkar hefur víða haft áhrif gagnvart hinu opinbera og sér- staklega í menntamál- um. Menntunarstig rafvirkja og rafeinda- virkja er mjög gott hér á landi, miklar kröfur eru gerðar hér til fag- manna um alhliða kunnáttu og þjónustukrafan er mikil. - Er ráðgert að gera eitthvað sérstakt til þess að minnast fímmtíu ára afmælis Landssam- bands íslenskra rafverktaka? 1 tilefni af fimmtíu ára afmæl- inu verður efnt til hátíðarfundar í Sunnusal Hótels Sögu laugar- daginn 1. maí klukkan 14. Þar mun formaður LÍR Ómar Hann- esson minnast afmælisins, veitt- ar verða viðurkenningar og gest- ur fundarins, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, flytur ávarp.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.