Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daníel Ólafsson ehf. fékk hæstu einkunn 1 könnun meðal félagsmanna í VR Minnstu fyrirtækin að jafnaði með bestu einkunn PRÁ afhendingu viðurkenninga Verslunarraannafélags Reykjavíkur síðdegis í gær. Frá vinstri Einar Örn Einarsson og Erla Einarsdóttir frá Danól, Magnús L. Sveinsson formaður VR, Páll Samúelsson, Toyota umboðið, og Ólafur B. Thors fyrir Sjóvá-Almennar. Einkunnir 10 efstu fyrirtækjanna j sem voru með,15eða fleiri starfsmenn í VR ,ab^' 1. Daníel Ólafsson ehf. 8,83 9,4 8,5 7,9 9,0 9,4 2. Halldór Jónsson ehf. 8,47 9,5 7,0 7,7 8,8 9,0 3. ELKO sf. 8,35 9,0 7,2 7,5 8,7 9,4 4, Össurhf. 8,25 8,5 8,1 7,3 8,3 9,1 5. Merkúrhf. 8,16 8,7 7,6 7,4 7,9 9,1 6. Strengurhf. 8,13 8,5 8,1 6,9 7,9 9,4 7. Heilsa ehf., Reykjavík 8,04 8,7 7,6 6,7 8,2 9,0 8. P. Samúelsson ehf. 7,96 8,9 8,2 7,3 6,5 8,9 9. KPMG endursk. hf. 7,92 9,0 7,6 7,2 7,3 8,4 10. Kreditkort hf. 7,82 8,2 6,8 7,1 8,1 8,8 Meðaleinkunn í könnun 6,87 7,4 5,7 6,4 6,5 8,4 DANÍEL Ólafsson ehf. fékk hæstu einkunn í vali sem Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur stóð fyrir á fyrir- tæki ársins 1999 samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði meðal félagsmanna VR. Næstu fyrirtæki voru Halldór Jónsson ehf., ELKO sf., Össur hf., Merkúr hf., Strengur hf. og Heilsa ehf. Urslit könnunarinnar voru kynnt í gær og þá voru þeim fyrir- tækjum sem best komu út úr könn- uninni veittar viðurkenningar. Verzlunarmannafélag Reykjavík- m- hefur síðustu þrjú ár staðið fyrir vali á fyrirtæki ársins og síðustu tvö árin hefur Félagsvísindastofnun Háskóla Islands gert könnun meðal félagsmanna VR og beðið þá um að svara spumingum sem snúa að fyr- irtækjum þeirra. Metin eru launa- kjör, starfsskilyrði, starfsandi á vinnustað, samskipti við yfirmenn og stjómunaraðferðir þeirra, en einnig em metnir þættir eins og vinnuálag og starfsþrot. Félagsvís- indastofnun gerði póstkönnun með- al félagsmanna VR í mars 1999 að beiðni félagsins, og vora öllum fé- lagsmönnum VR, 12.929 talsins, sendir spurningalistar, en alls bár- ust 3.877 svör, eða frá 30% félags- manna. Meginmarkmið könnunar- innar var annars vegar víðtæk launakönnun meðal félagsmanna VR og hins vegar val á fyrirtæki ársins, en einnig var spurt um við- horf til næstu kjarasamninga og vinnuviðhorf. Upplýsingar frá 116 fyrirtækjum I skýrslu þar sem niðurstöður um íyrirtæki ársins era kynntar kemur fram að aðeins vora metin fyrirtæki með 15 eða fleiri VR-menn í hópi starfsmanna og lágmarksfjöldi svara úr einstökum þátttökufyrir- tækjum var fimm félagsmenn í VR. Unnið var með upplýsingar frá 116 fyrirtækjum við greiningu á fyrir- tæki ársins og byggjast niðurstöður á svöram 2.113 starfsmanna þeirra. Fram kemur að í þeim tilvikum sem hlutfall svarenda af heildar- fjölda er lágt verði að líta á tölumar með þeim fyrirvara að um vísbend- ingu sé að ræða en ekki mat allra VR-félaga í viðkomandi fyrirtæki. Hugsanlegt sé að svarendahópurinn þar sem svöran er minnst sé lítt dæmigerður að einhverju leyti, þannig að svarendur séu jákvæðari eða neikvæðari en aðrir VR-félagar í því fyrirtæki. Svöran í hverju fyr- irtæki var á bilinu 11% til 50%, en pftast var hún á bilinu 25% til 40%. í langflestum tilvikum ættu svar- endur því að gefa góða mynd af af- stöðu VR-félaga til viðkomandi fyr- irtækis. Minnstu fyrirtækin að jafnaði með bestu einkunn I skýrslunni kemur fram að með- aleinkunn íyrirtækjanna hafi verið á bilinu 6,81 til 6,93, en helmingur fyrirtækjanna fékk 7,00 eða hærra í einkuniy frá starfsmönnum sínum. Daníel Ólafsson ehf. fékk einkunn- ina 8,83, Halldór Jónsson ehf. fékk einkunnina 8,47, ELKO sf. fékk 8,35, Össur hf. 8,25, Merkúr hf. 8,16, Strengur hf. 8,13, og Heilsa ehf. fékk einkunnina 8,04. Þau fyrirtæki sem hafa 15-49 VR-starfsmenn fá hæsta einkunn að jafnaði, eða 7,11. Næst koma þau fyrirtæki sem hafa á bilinu 50-99 VR-starfsmenn með einkunnina 6,89 að jafnaði, en lægsta einkunn fá að jafnaði fyrirtæki með 100 eða fleiri VR-starfsmenn, eða 6,62. Fram kemur að þau sjö fyrirtæki sem fá hæstu einkunnir í flokki minnstu fyrirtækjanna era þau sömu og fá hæstu einkunnir þegar öll fyrirtækin eru talin með. I flokki miðlungsstórra fyrir- tækja, þ.e. með 50-99 VR-starfs- menn, er P. Samúelsson ehf. með hæstu einkunnina, eða 7,96, en næst í röðinni koma Kreditkort hf. með 7,82, Markaðshúsið-Markaðsstofa ehf. með 7,58, Nýherji hf. með 7,56 og Islenska útvarpsfélagið hf. með einkunnina 7,40. í flokki stærstu fyrirtækjanna era Sjóvá-Almennar tryggingar hf. með bestu einkunn- ina, eða 7,45, og næst koma Eim- skipafélag Islands hf. með 7,25, Samskip hf. með 7,19 og Penninn hf. með 7,17. Starfsánægjan mest hjá Halldóri Jónssyni ehf. Þau fyrirtæki þar sem starfs- menn lýsa mestri ánægju með starf- ið sjálft og vinnustaðinn að jafnaði eru Halldór Jónsson ehf., Daníel Ólafsson ehf. og KPMG Endurskoð- un hf. Mest ánægja með launakjör var hjá Daníel Olafssyni ehf., P. Samúelssyni ehf., Streng hf. og Öss- uri hf. Ánægja með stjómun og starfsanda var mest hjá Daníel Ólafssyni ehf., Halldóri Jónssyni ehf., ELKO sf. og Ferðaskrifstofu íslands hf. Ánægja með vinnuálag og vinnutíma var mest hjá Daníel Ólafssyni ehf., Útfararstofu Kirkju- garðanna, Halldóri Jónssyni ehf. og ELKO sf. Mestur metnaður starfs- manna og minnst starfsþrot var meðal starfsmanna hjá ELKO sf., Streng hf., Daníel Ólafssyni ehf. og Lyfju hf. Aukning' iðrasýk- inga vegna baktería IÐRASÝKINGUM af völdum bakt- eríunnar Campylobacter hefur farið mjög fjölgandi hérlendis allt frá ár- inu 1996 og greindust á síðasta ári 220 einstaklingar með slíka sýkingu sem er 137% aukning frá 1997 þeg- ar þær vora innan við 100. Aukning- in er viðvarandi á þessu ári og í apr- fl voru skráð 30 tilfelli. Campylobacter-bakterían veldur bólgu í þörmum með niðurgangi, kviðverkjum, hita, ógleði og upp- köstum. Sýking getur líka verið ein- kennalaus. Hún gengur oftast yfir á viku án meðferðar en fylgikvillai’ geta stundum komið upp. Vegna þessarar miklu aukningar vilja sóttvamalæknir, Hollustu- vernd ríkisins, yfirdýralæknir og sýklafræðideild Landspítala benda neytendum á að forðast að láta hrátt kjöt eða blóðvökva úr því megna önnur matvæli. Einnig er fólki bent á að varast neyslu á illa steiktu kjöti, ógerilsneyddri mjólk, yfirborðsvatni þar sem hætta er á mengun og að viðhafa ýtrasta hrein- læti við matargerð. í frétt frá fram- angreindum aðilum segir að haldist þessi þróun verði tilfelli fleiri á þessu ári en því síðasta. -------------- Varnarliðið greiðir 41% í nýrri sorp- hreinsunarstöð SORPEYÐINGARSTÖÐ Suður- nesja sf., fyrir hönd sveitarfélag- anna á Suðumesjum, hefur náð samkomulagi við vamarliðið um þátttöku þess í kostnaði við upp- byggingu nýiTar flokkunarstöðvar og sorpbrennslu og um kaup þeirra á þjónustu frá nýrri stöð. Varnarlið- ið mun greiða 41% af heildarstofn- kostnaði við framkvæmdina. Áætlaður heildarkostnaður við uppbygginguna er áætlaður á bilinu 440-480 milljónir ki’óna og er gert ráð fyrir að hin nýja stöð geti hafið starfsemi fyrir árslok 2001. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, sem er sameignarfélag sveitarfélag- anna á svæðinu og hefur rekið sorp- brennslu frá árinu 1979. Málefni geðsjúkra barna og fjölskyldna þeirra f heilbrigðiskerfínu Brýnt að finna úrræði sem fyrst ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, sem skipar 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast þeirrar skoðunar að brýnt sé að taka á málefnum geð- sjúkra bama og finna úrræði sem leysi vandann sem sá hópur á við að glíma í heilbrigðiskerfinu. Vilhjálmur kveðst þeirrar skoð- unar eftir að hafa kynnt sér málefni geðsjúkra bama, að mikilvægt sé að tiltekin atriði sem Foreldrafélag geðsjúkra barna leggja áherslu á, verði að veruleika sem fyrst. Forsvarsmenn félagsins hafa lýst því yfir að þeir telji málefni og að- stæður geðsjúkra bama í slæmu horfi og nauðsynlegt sé að finna úr- ræði hið fyrsta. I því sambandi var bent á þörf fyrir bráðamóttöku, sér- hæfðan skóla, langtíma meðferðar- úrræði og að bama- og unglinga- geðdeild verði opin alla daga ársins, ásamt því að geðsjúkum bömum verði tryggð aðstaða í nýjum barna- spítala og að tryggingalöggjöfin verði skoðuð sérstaklega fyrir þennan hóp. Ekki allt gert í einu „Það er Ijóst að ekki verður allt gert í einu, en auðvitað verður að gera meira en gert hefur verið,“ segir Vilhjálmur. „Ég hef þá meðal annars í huga langtímameðferðar- heimili fyrir 6-10 böm og eins hvfldarvistun. Ég lít á slíka aðstöðu sem forgangsverkefni og finnst eðli- legt að þessi aðstaða væri undir einu þaki. Slík hvfldarvistun er nauðsynleg til að fólk nái að lifa því lífi sem það getur ekki undir núver- andi kringumstæðum. Ég er ein- lægur stuðningsmaður þess að bet- ur sé gert í þessum málaflokki en gert hefur verið og tek einnig undir að skoða þurfi allt skipulag varð- andi þennan málaflokk. Hann virð- ist hafa lent á milli og er talsvert umkomulaus,“ segir Vilhjálmur. Hann kveðst hins vegar telja ým- islegt óljóst varðandi skólamál fyrir þennan hóp og erfitt sé að taka ákvarðanir þar að lútandi án frekari athugunar. „Við höfum skóla á Dalbraut fyrir þennan hóp og þegar sveitarfélögin tóku við grannskólunum öllum var samkomulag um að þau tækju líka við honum. Mér finnst að skoða þurfi þessi mál með tilliti til Dal- brautarskóla og hugsanlegra breyt- inga þar. Einnig þeirrar endurskoð- unar sem fara mun fram á samningi sveitarfélaga við ríkið fyrir mitt næsta ár,“ segir Vilhjálmur. Fjölskyldur bundnar Ásta Ragnheiður kveðst telja vanda geðsjúkra barna og aðstand- enda þeirra einn hinn brýnasta sem leysa þurfi úr í heilbrigðiskei’finu. „Það er alveg Ijóst að foreldrar þessara barna fá ekki sambærileg- an stuðning og foreldrar annarra barna sem ekki eru heilbrigð. Til dæmis hafa þau enga skammtíma- vistun og það jafnvel þótt ekki sé hægt að senda þessi börn í pössun. Fólk er gríðarlega bundið, fjöl- skyldan öll undirlögð og önnur börn í henni fá ekki notið sín. Þessar fjöl- skyldur fá nánast engan stuðning og telja algjört úrræðaleysi vera í sínum málum,“ segir Ásta Ragn- heiður. Hún kveðst telja grandvallarat- riði að barna- og unglingageðdeild sé opin alla daga ársins. „Bráðamót- taka er forgangsatriði að mínu viti og einnig skammtímavistun. Fjölga þarf rúmum á BUGL til að hægt sé að sinna þessum hópi og tryggja sjúkrahússtengda heimaþjónustu til að létta aðstandendum lífið. Nú era níutíu böm á biðlista og það er óvið- unandi að svo sé í pottinn búið. Margir þurfa að bíða mjög lengi og það er óviðunandi Því þarf að setja ákveðin tímamörk til að fólk bíði ekki lengi eftir úrræðum,“ segir hún. Hún segir margsinnis búið að benda á vanda geðsjúkra barna á Alþingi og þannig hafi verið utan- dagski’áramræður um stöðu barna- og unglingageðdeildarinnar og bent hafi verið á þörfina fyrir meira fé meðan á fjárlagaumræðu hefur staðið. Blettur á þjóðfélaginu „Það hefur verið talað um of fyrir daufum eyram og kannski eru ákveðnir fordómar í samfélaginu gagnvart sjúkdómum sem þessum, sem þaif að yfuvinna. Ég tel stofnun Foreldrafélags geðsjúkra bama stórt skref í rétta átt til að vekja athygli á vandanum og ýta á að úr honum verði leyst. Þetta er svartur blettur á íslensku þjóðfélagi. Ríkisstjórnin hef- ur bragðist þessu fólki því taka hefði þurft á þessu miklu fyrr,“ sagði Ásta Ragnheiður að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.