Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 15 Vinstri - grænir í Hampiðjunni Steingrímur J. Sigfússon um byggðatengdar aflaheimildir Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir HULDA Eggertsdóttir, starfsmaður Hampiðjunnar, og Hjörleifur Guttormsson, þriðji maður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, ræðast við í húsakynnum Hampiðjunnar í gær. Hugsanlega erfitt án endurgjalds fyrir kvótann STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segh’ að hugsan- lega yrði erfitt að koma þeirri breytingu á, sem flokkurinn hefur lagt til, að hluti veiðiréttinda verði eftir í byggðarlagi þegar skip er selt frá staðnum, án þess að endur- gjald komi fyrir kvótann. Hann tekur þó fram að honum sé ekki efst í huga hvað þetta varðar að veiðiheimildir sem eftir verða í byggðarlagi færu á uppboð eða að endurgjald kæmi fyrir þær, „enda tel ég að það þurfi að verða almenn niðurstaða hvað það varðar. Eg hef frekar séð þetta fyrir mér sem afnotarétt og öryggisgrunn, tengdan byggðarlögum, sem eru algerlega háð sjávarútvegi. Þetta yrði afnotaréttur þeirra sem eru í útgerð í viðkomandi byggðarlagi en væri ekki söluvara. Eg er ekki í neinum vafa um að hægt sé að þróa þessar hugmyndir," segir hann. í viðtali í Morgunblaðinu í gær kynnti Steingrímur hugmyndir framboðsins um byggðatengingu kvóta. Hann segir aðspurður um framkvæmd þessa að hugmyndin sé ekki ný. Hann og fleiri hafi vak- ið máls á hugmyndum um byggða- tengingu á seinasta áratug. „Eg sá þetta íyrir mér þannig að veiði- heimildirnar væru á skipunum eins og þeim hafði þá verið úthlutað á grundvelli veiðireynslu en einhver hluti þeirra væri eymamerktur á þann hátt að ef skip yrði flutt úr byggðarlaginu yrði sá hluti eftir,“ sagði hann. Skoðað fyrst í samhengi við bátaútgerðina „A þessum tíma var endurgjald fyrir þennan hluta ekki í mínum huga heldur það að eðlilegast og heppilegast væri að það giltu bara einfaldar og skýrar reglur um að þessi hluti kæmi til hlutfallslegrar úthlutunar á þau skip sem eftir yrðu í viðkomandi byggðarlagi," sagði Steingrímur. „Vandinn er kannski núna að sjá það fyrir sér hvernig koma megi upp þessum grunni nema með þróun á einhverju tímabili. Eg hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að byggðarlögin verði að fá ein- hvern slíkan öryggisgrunn. Eg er þeirrar skoðunar að t.d. við að- stæður þar sem kvótinn er að aukast megi nota tækifærið og byrja að byggja upp einhvern svona byggðatengdan grunn með því að taka hluta af aukningunni frá eða sérmerkja þá úthlutun. Af okkar hálfu eru þetta hugmyndir á umræðustigi sem við setjum fram. Við bendum á að nærtækast væri að skoða þetta í samhengi við báta og smábátaflotann og grunn- slóðarútgerðina. Eg hef séð það fyrir mér að byrjað verði að þróa mál í þessa átt á þeim hluta flot- ans en það yrði ekki gert að svo stöddu á stærri skipunum." „Eru að koma kosn- ingar?“ „ERU að koma kosningar?" spurði einn starfsmanna Hamp- iðjunnar sposkur á svipinn þegar íjórir efstu frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík litu við í vöi-ugeymslu Hampiðjunnar í gær til þess að kynna stefnumál sín fyrir alþingiskosningarnar í vor. „Ekki segja mér að það hafi farið framhjá þér,“ svaraði Kol- brún Halldórsdóttir að bragði og hló hressilega um leið og hún rétti starfsmanninum kynningar- bækling Vinstrihreyfingarinnar. Það voru þau Ögmundur Jón- asson, Hjörleifur Guttormsson og Drífa Snædal sem þarna voru stödd auk Kolbrúnar, en Magnús Þórarinsson, sölufulltrúi tog- veiðafæra, leiddi frambjóðend- urna um húsakynni fyrirtækisins. Annar starfsmaður spurði hvort líklegt væri að Vinstri- hreyfingin færi í stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisfiokkinn eftir kosningar og sagði Ögmundur að síðarnefndi fiokkurinn þyrfti að breyta ansi mörgum stefnumál- um sinum til þess að svo gæti orðið. Til dæmis stefnunni í virkjunarniálum og utanríkismál- um. „Mér sýnist þeir allir vera komnir með kaskeitin. Þeir eru farnir að stýra ófriði suður í álfu. En mér finnst að menn þurfi að vera sjálfir sér samkvæmir í því. Þeir sem segjast styðja árásir og ég tala ekki um landher, þeir ættu að spyrja sig að því hvort þeir myndu vilja koma á fót her hér sem lyti forsjá NATO og hvort menn væru reiðubúnir til að fara sjálfir eða senda syni sína, bræður og feður,“ sagði Ög- mundur meðal annars og lýsti yf- ir andúð sinni á loftárásum NATO á Júgóslavíu. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir að því hvað þeir teldu að þeir myndu ná mörgum mönnum inn á þing í R'eykjavík og sagði Ögmundur að vonir stæðu til að ná tveimur en helst fieirum. Þá skýrði hann frá því að fiokkurinn liefði ekki lagt áherslu á auglýs- ingar í þessari kosningabaráttu heldur hefði hann lagt áherslu á að verja tíma sínum í umræðu um málefni eins og ranglætið og hvað hægt væri að gera við því. Frábær gamanmynd sem sló í gegn í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Hvað myndir þú gera til að fá 6 milljónir f Lottóvinning? Myndir þú hjóla nakin/n niður Laugaveginn? Myndir þú giftast hverjum sem er? „Waking Ned“...alveg MILLJÓN. „Dásamleg perla. Ein af bestu myndum ársins.“ Jeffrey Lyons, NBC-TV „Þessa verður maður að sjá sem ailra fyrst.“ PEOPLE MAGAZINE „Slær í gegn. Hefur vinninginn, ekki spurning.“ THE BOSTON GLOBE „...hún er stórkostlega fyndin, úthugsuð og sniðug.“ Gene Siskel, SISKEL& EBERT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.