Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 30

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 30
30 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hefur fjölskylda þfn fengið Margrét ð ferð um landið Laugardaginn 1. mai Reykjanes - Kópavogur Suðurland - Selfoss Vesturland - Hótel Akranes Mánudaginn 3. maí Reykjanes - Stapinn Reykjavík - Ármúla 23 Þriðjudaginn 4. maí Suðurland - Tryggvaskáli Miðvikudaginn 5. maí Norðurland eystra - Sjallinn Akureyri Fimmtudaginn 6. maí Norðurland vestra - Sauðárkrókur Sumir telja að atvinnulífið hafi ekki „efni á" að búið sé vel að fjölskyldunum í landinu. Það er rangt. Það er fyrirtækjum í hag að öflug velferðarþjónusta og réttlátt skattkerfi geri sem flestum kleift að samrýma fjölskyldulíf og virka þátttöku á vinnumarkaðnum. Til þess þarf að grípa til aðgerða sem ríkisstjórnin hefur vanrækt í góðærí undanfarínna ára. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun sína um bættan hag heimilanna i landinu: Gjörbreytt fæðingarorlof - sjálfstæður rétturfeðra Samfylkingin vill lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og veita feðrum sjálfstæðan 3 mánaóa rétt. Aukinn réttur vegna veikinda barna Samfylkingin ætlar að auka rétt launafólks til leyfis frá vinnu vegna veikinda barna. Hækkun barnabóta og réttlátt skattkerfi Samfylkingin ætlar aó taka mið af hagsmunum fjölskyldunnar og jafnrétti kynjanna með ráðstöfunum i skattamálum. Með hækkun ótekjutengdra barnabóta verður staða barnafólks verulega bætt. Ónýttur persónuafsláttur barna tilforeldra Samfylkingin vilL að foreldrar geti notað ónýttan persónuafslátt barna sinna yngri en 18 ára. Afkomutrygging lífeyrisþega Samfylkingin ætlar sér frumkvæði að nýjum samningi um afkomutryggingu sem grundvelli breyttra almannatrygginga - til að velferðarþjónustan verði einföld og réttlát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.