Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 34

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 34
34 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeiö fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga f gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. . ■ smmssms Tilboð til 15. maí: Opnir jógatímar, 3ja mánaða kort, kf. 9.900 YOGA^ STU D I O Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOLOF ART I REYKJAVIK HRINGBRAUT I2l • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 5Sl 1990 Vor- og sumarnámskeið 1999 Innritun stendur ytir Myndlistaskólinn í Reykjavík Hringbraut 121 (JL-húsinu) Opið frá 13 -17, símar 5511990 og 551 1938, fax 5511926 Barna og unglinganámskeið Á námskeiðunum munu reyndir kennarar bama- og unglingadeilda skólans leiðbeina og leggja fyrir fjölbreytt verkefni tengd náttúru og menningu ýmissa þjóða. 6 -10 ára kl. 9:00 - 12:00 (vikunámskeið, 5 skipti alls) 10 -12 ára kl. 13:00 - 16:00 (vikunámskeið, 5 skipti alls) 31. maí-4. júní 7. júní-11. júní 14. júní - 18. júní 21. júnf-25. júní 13 -16 ára kl. 13:00 -16:00 (tveggja vikna námskeið, 5 skipti alls) 31. maí -11. júní 14. júní - 25. júní Námskeið fyrin fullorðna Námskeið í fullorðinsdeildum 17. maí - 4. júní (3 vikur). Kennsla þrisvar í viku (mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga). Kennslustundir alls 45. Módelteikning - byrjendur kl. 17:30 - 21:25 Módelteikning - framhald kl. 17:30 - 21:25 Vatnslitir kl. 17:30 - 21:25 Málun/teikning (portrett) kl. 17:30 - 21:25 (ath! 2 vikur 25. maí - 3. maí, þri., mið., fim.) Keramík, rennsla kl. 17:30 - 21:25 Æfingatímar/fyrirlestur Listasaga kl. 20:00 (Þrír fyrirlestrar um sýn miðvikudagana íslenskra myndlistarmanna 19., 26. maí og 2. júní á náttúru landsins frá 1900 - 1999) Porri Hringsson Ingólfur Örn Arnarsson Eggert Pétursson Svanborg Matthíasdóttir Valgerður Bergsdóttir Guðbjörg Káradóttir Aðalsteinn Ingólfsson Skólaárið 1999-2 Barna og unglingadeildir: Nemendur 6-16 ára. Áfangar í myndlistanámi bama og unglinga. Almennar deildir 16 ára og eldri: Áfangar í grunnmenntun sjónlista; víða metnir til eininga innan framhaldsskólakerfísins. Áfangar fyrir lengra komna, áhugamenn og fagfólk. Umsóknareyðublöð vegna skólaársins 1999 - 2000 liggja frammi í eftirtöldum verslunum: Litir og föndur, Skólavörðustíg 14 Pennanum, Hallarmúla 2 Bókabúð Steinars, Bergstaðastræti 7 Bóksölu Stúdenta við Hringbraut Byggingamarkaði Slippfélagsins við Mýrargötu íþróttir á Netinu é§> mbl.is ALLTTAf= GITTHVAO AfÝTT ERLENT 25 ár liðin frá falli einræðisstjórnarinnar í Portúgal N ellíkuby ltingin á „Kúbu Evrópu“ Portúgalar halda nú upp á 25 ára afmæli nellíkubyltingarinnar, nokkrum dögum eftir leiðtogafund NATO í tilefni af 50 ára afmæli bandalagsins. Halldór Sigurðsson fjallar um byltinguna, mestu umrót í sögu Portú- gals, og afmælishátíðina, sem nær hámarki í dag og á að standa til 25. apríl á næsta ári. í SKÁLDSÖGUNNI „Under Westem Eyes“ minnir Sofía Razumov á að „konur, böm og byltingarmenn hafa óbeit á íróníu; hún er afneitun allrar frelsandi eðl- isávísunar og trúar, allrar hollustu og athafnar." Þegar enski rithöfundurinn Jos- eph Conrad, sjálfur af úkraínsku og pólsku bergi brotinn, skrifaði þetta í byrjun aldarinnar var hvorki Ukraína né Pólland sjálf- stætt ríki. Löndin lutu, eins og oft áður, yfírráðum nágrannaveld- anna. Af leiðtogunum 42, sem boðið var til stærsta leiðtogafundarins í sögu bandarísku höfuðborgarinnar um síðustu helgi, var einn sem hafði sérstaka ástæðu til að flýta sér heim aftur. Það var Jorge Sampaio, forseti þess lands í Evr- ópu sem lengst hefur haldið óbreyttum landamærum, eða í 800 ár. Meðan NATO hélt upp á 50 ára afmæli sitt bjuggu Portúgalar sig undir að halda upp á 25 ára afmæli byltingarinnar sem sópaði burt hálfrar aldar einræði fyrir fullt og allt. Það var portúgalska einræðis- ríkið sem var viðurkennt sem stofnaðili að NATO árið 1949 - án þess að nokkur tæki raunverulega eftir því. NATO hafði gagn af Portúgal Markmiðsgrein og þriðja grein N orður-Atlantshafssamningsins kváðu ótvírætt á um að Atlants- hafsbandalagið snerist um „vöm lýðræðisins". Þess vegna gat til að mynda Spánn ekki fengið aðild að bandalaginu þegar Franco var þar við völd. Það gat hins vegar Portú- gal Salazars, sem var jafnmikið fasistaríki, sama ríkið og hafði stutt Franco hershöfðingja og stuðlað að sigri hans á spænska lýðveldinu á fjórða áratugnum. Skýringin var harla einföld: spænska borgarastyrjöldin leysti krafta vinstriaflanna í Evrópu úr læðingi og því gleymdu menn aldrei. England hafði 600 ára gaml- an samning um vamarsamstarf (Windsor-samninginn) við Portúgal og hafði haft sterk efnahagsleg ítök í Portúgal öldum saman. Bandaríkin höfðu mikla þörf fyrir Lajes-flugvöllinn á Asóreyjum í síðari heimsstyrjöldinni og eftir hana, síðast í Persaflóastyrjöldinni og nú í árásunum á Júgóslavíu. Portúgal, án tillits til stjórnar- farsins, var gagnlegt land. Enginn varð því hissa þegar nokkur vest- ur-evrópsk ríki með Bretland í broddi fylkingar stofnuðu Fríversl- unarbandalag Evrópu, EFTA, sem svar við Evrópubandalaginu, sem heitir nú Evrópusambandið. Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð voru með frá byrjun, Island og Finnland bættust seinna við. Aftur vora það Bretar sem beittu sér í þágu Portúgala; illa gmndað álit Norð- urlandanna varð til þess að lög- regluríkið Portúgal slóst í hópinn. „Kúba Evrópu“ Kaldhæðnin kom fyrst í ljós fyrir alvöm í nellíkubyltingunni í Portú- gal fyrir 25 ámm. Byltingin varð til þess að í hálft annað ár munaði minnstu að Portúgal yrði að „Kúbu Evrópu“. Á þessum tíma var nærtækt að gera ráð fyrir því að þjóðfélagsum- rótið, sem einkenndist af æ meiri róttækni, leiddi til alræðis öfga- kenndustu vinstriaflanna í samfé- lagi sem í raun hafði aldrei kynnst lýðræði. Portúgal, þetta litla land í útjaðri Evrópu, var á þessum tíma forsíðu- efni heimsblaðanna. Portúgalar höfðu verið forystuþjóð í landkönn- unarferðum um stóran hluta jarð- arinnar. Fimm hundmð ámm síðar var Portúgal orðið að stóm graft- arkýli í kalda stríðinu. NATO varð auðvitað að halda að sér höndum og vona það besta. Byltingin og undirbúningur hennar hafði komið öllum nær al- gjörlega í opna skjöldu. Hvorki bandaríska sendh’áðið i Lissabon né bandaríska leyniþjónustan, sem var úti um allt (en hafði verið önn- um kafin í Chile árið áður) gmnaði að bylting væri í aðsigi. Á þessum tíma einkenndist suður- hluti Evrópu af fasískum áhrifum. Franco hershöfðingi stjómaði enn nágrannaríkinu með harðri hendi. I Grikklandi var herfbringjastjómin enn við völd. Á Ítalíu börðust hægriöfgamenn við hermdarverka- hópa vinstrisinnaðra róttæklinga. Nýlendustríðin Portúgal, sem varð fyrst Evr- ópuríkja til að stofna nýlendur í öðmm álfum árið 1415, var á þess- um tíma síðasta evrópska nýlendu- veldið - en það var þeim dýrkeypt. Vonlaus stríðsrekstur landsins í Angóla, Mósambík og Gíneu-Bissá gleypti 40% fjárlaganna. Þessi miklu fjárútlát urðu til þess að ekki var hægt að leggja fé í brýnar fé- lagslegar og efnahagslegar um- bætur í Portúgal, sem var á sama stigi og þróunarlöndin hvað varðar ólæsi og sjúkdóma. Einvaldurinn Salazar lést árið 1970 eftir 40 ára einræði, en eftir- manni hans, Marcello Caetano, tókst ekki að rétta þjóðarskútuna við. Æ fleiri liðsforingjar vom sendir í nýlendustríðin. Að bandarískri fyrirmynd vom þeir fræddir um forsendur skærahernaðarins og boðskap Maós, Ho Chi Minh og Che Guevara; menn þurftu að þekkja óvininn til að geta sigrað hann. Þetta hafði þó þveröfug áhrif. Margir liðsforingjanna gerð- ust róttæklingar þar sem þeir sáu ekki lengur „kristna réttlætið" í grimmilegu framferði hersins gagnvart íbúum Afríkulandanna. António de Spínóla, virtur hers- höfðingi og yfirmaður portúgalska heraflans í Gíneu-Bissá, gaf út bók- ina „Portúgal og framtíðin“ í febrú- ar 1974. Þar hvatti hann til þess að Portúgalar veittu nýlendunum sjálfstæði, en þær náðu einnig til Macau og Austur-Tímor í Asíu og Grænhöfðaeyja og Saó Tóme og Prinsípe í Afríku. Ogjörningur var að vinna sigur í stríðinu, skrifaði hann; pólitíska lausnin fólst í ríkja- sambandi undir forystu Portúgala. Einræðið hmndi eins og spilaborg Ungir liðsforingjar höfðu þegar lagt á ráðin um byltingu og bókin flýtti því að samsærinu var komið í framkvæmd. Þeir höfðu komið sér saman um að vinsælt lag yrði leikið í útvarpi til merkis um að byltingin væri hafin. Lagið hljómaði á öldum ljósvakans skömmu eftir miðnætti 25. apríl. Uppreisnarmennirnir héldu inn í Lissabon úr herbúðum í grennd við höfuðborgina, sölsuðu undir sig útvarps- og sjónvarps- stöðvar og náðu mikilvægustu her- stöðvum stjórnarinnar á sitt vald. Traust einræði, sem hafði varað frá 1926, hrundi eins og spilaborg. Einu blóðsúthellingamar urðu síðar um daginn þegar örvænting- arfullir liðsmenn illræmdar leynilögreglu, PIDE/DGS, hófu skothríð á mannfjölda sem safnað- ist saman við höfuðstöðvar hennar í miðborg Lissabon til að fagna uppreisninni. Fjórir biðu bana og um 50 særðust. Blómasali tók upp á því að gefa hermönnum rauðar nellíkur á torgi í miðborginni. Þessum vináttuvotti var brátt fylgt eftir á fleíri stöðum. Hermennimir stungu nellíkunum í hlaup riffla sinna. Uppreisnin hef- ur því verið kölluð nellíkubyltingin. Forystumönnum stjórnarinnar og hersins var leyft að fara í útlegð og flestir fóm til Brasilíu, fyrrver- andi nýlendu Portúgala. Nokkrir yfírmenn PIDE og illræmdustu pyntingameistarar leynilögregl- unnar vora síðar sóttir til saka. Margra mánaða hátiðahöld Portúgal náði fótfestu sem lýð- ræðisríki. Landið fékk aðild að Evrópubandalaginu ásamt Spáni árið 1986. Portúgalar hafa einnig uppfyllt skilyrðin fyrir aðild að myntbandalagi Evrópusambands- ins og tekið upp evruna. Það er ekki furða að Portúgalar skuli tjalda öllu til að halda upp á 25 ára afmæli byltingarinnar eftir- minnilegu. Byltingarinnar var minnst með miklum hátíðahöldum 25. apríl og afmælishátíðin nær aft- ur hámarki í dag, 1. maí. Þann dag árið 1974 fór nánast öll þjóðin út á göturnar til að fagna „Degi gleð- innar“, sem er nú þjóðhátíðardagur Portúgala. Öll sveitarfélögin 308 halda upp á byltingarafmælið. Listsýningum og fleiri viðburð- um í tengslum við afmælið verður fram haldið til 25. apríl á næsta ári. Bókaútgáfur og fjölmiðlar landsins hafa lagt mikið kapp á að fjalla um byltinguna og það sem gerðist fyrir og eftir 1974. í Lissabon einni er dagskráin svo yfirgripsmikil að ágrip af viðburðunum yrði jafn langt og þessi grein. Handhafí Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum á síðasta ári, José Saramago, sem er hallur undir kommúnisma, telur að ekki sé mik- il ástæða til að fagna. Að vissu leyti skilur maður hann vel. Höfundur greinarinnar hefur fjallað um poiiúgölsk málefni frá 1961 þeg- ar hann skrifaði greinar um einræði Salazars sem birtar voru í dagblöð- um beggja vcgna Atlanlshafsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.