Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 TILBOÐ OSKAST ( Nissan Pathfinder 4x4 árgerð '95, Ford Bronco XLT árgerð '93 og aðrar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 . VINNULYFTA OG VINNUPALLUR Ennfremur óskast tilboð í vinnulyftu (lyftihæð 10m) og vinnupall. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 . UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Noreaur Einstakl tækifæri J * I, íf Vikuferð fró 25. júní-2. júlí *Flugsaeti kr. 25,900,-* Hópferð - Beint flug meó íslenskum fararstjóra um hin rómuóu Þrændalög í Noregi. Qist verðuf á völdum hótelum og er kvöldverður innifalinn. ] Fararstjóri verður Theodor Blöndal fgmkvæmdastjóri Stáls á Seyóisfirði. Theöqlor dvaldjj í Noregi á námsárum sínum og undir leiðsögn hans munu þátttakendur fá tækjfæri til ao upplifa hina stórkostlegu 'náttúru og fegurð Þrændalaga. *Verð kr. 89,900,- á mann í tveggja manna herbergi. Innifalið: Flug Keflavík - Þrándheimur - Keflavík. Akstur til og frá fiugvelli I Noregi. Gisting í 7 nætur. Morgunverður og kvöldmatur í ferðinni. Akstur í Noregi samkvæmt leiðarlýsingu og íslenskur fararstjóri. Flugvallarskatur kr. 3,660,-Lágmarksþátttaka 20 manns. Ferbamibstöb Austurlands • Ferðaskrifstofa Símar 587 1919 og 567 8545 • fax 587 0036 Stangarhyl 3a • 110 Reykjavík _________ERLENT_____ Helsti böðull Rauðu khmeranna fundinn Phnom Peiih. Reuters. EINN af helstu forystumönnum Rauðu khmeranna er nú kominn í leitirnar, en hann hafði verið tal- inn af. Hinn 56 ára gamli Kang Kek Ieu, eða Duch eins og hann var kallaður, var einn mesti ódæð- ismaður Rauðu khmeranna en hann frelsaðist til kristinnar trúar fyrú- mörgum árum og vill nú bera vitni gegn fyrrverandi samstarfs- mönnum sínum. Mannréttinda- samtökin Amnesty International óttast hins vegar að þeir síðar- nefndu reyni að hafa hendur í hári hans og drepa hann áður en úr því verður. Duch var yfirmaður í Tuol Sleng fangabúðunum í Phnom Penh í stjórnartíð Rauðu khmeranna, 1975-1979, en þá er talið að um 1,7 milljónir manns hafi verið myi’t. Sérfræðingar segja að um 16.000 manns hafi verið myrtir eftir að hafa þurft að þola pyndingar og yf- irheyrslur í Toul Sleng. Duch hvarf inn í skóglendi Kam- bódíu efth’ að víetnamskar her- sveitir réðust inn í landið og hröktu Rauðu khmerana frá völdum árið 1979. Tímaritið Far Eastern Economic Review skýrði svo frá því í vikunni að Duch hefði nýlega komið í leitirnar í vesturhluta landsins. I blaðinu sagði að Duch hefði frelsast til kristinnar trúar og væri nú reiðubúinn að horfast í augu við réttvísina. Duch sagði aftökur í Toul Sleng hafa farið fram samkvæmt sameig- inlegri tilskipun allra leiðtoga Rauðu khmeranna, en suma þeirra sagði hann lifa góðu lífi í Kambódíu ídag. Demelza Stubbing, talsmaður Amnesty International, sagði vitn- isburð Duch nauðsynlegan ef sækja ætti leiðtogana til saka. „Duch framfylgdi skipunum yfir- manna hans, hann veit hvaðan þær skipanir komu,“ sagði Stubbing. Hafa samtökin varað við því að fyrrverandi samstarfsmenn Duch gætu verið á höttunum eftir honum og vilji hann feigan vegna vilja hans til að bera vitni gegn þeim. Reuters EINN helsti böðull Rauðu khmeranna, Kang Kek Ieu, eða Duch (vinstra megin) sést hér við liliðina á hermanni, en nafn hans er ekki vitað. Amsterdam-sáttmáli ESB-ríkja tekur gildi í dag Þegar farið að ræða um endurskoðun Brussel. Reuters. AMSTERDAM-sáttmáli Evrópu- sambandsríkjanna gengur í gildi í dag en með honum fær sambandið aukið löggjafarvald á ýmsum svið- um. Sem dæmi um það má nefna atvinnu- og heilbrigðismál auk þess sem samvinna ríkjanna í utanríkis-, vamar- og lögreglumálum verður aukin verulega. Með Maastricht-sáttmálanum var lagður grunnur að evrópska myntbandalaginu og fór það ekki fram hjá neinum en líklega mun al- menningur í ESB-ríkjunum lítið verða var við áhrif Amsterdam- sáttmálans nema með tíð og tíma. Með honum fær Evrópuþingið að hafa meira að segja um lagasetn- ingar er varða samgöngu-, um- hvei’fis- og félagsmál og það mun ráða meiru en áður um skipan framkvæmdastjómarinnar. Mun þingið nota þetta aukna vald sitt í fyrsta sinn í næstu viku þegar það greiðir atkvæði um útnefningu Romanos Prodis sem forseta fram- kvæmdastjórnarinnar en hún sagði öll af sér í mars sl. vegna ásakana um spillingu og óreiðu. Aðildarríkin ráða ferðinni Ríkisstjórnir aðildarríkjanna munu þó hafa lokaorðið um það hve hratt verður farið á ýmsum mikil- vægum sviðum, til dæmis hvað varðar aukna ábyrgð á vömum álf- unnar fyrir tilstilli Vestur-Evi’ópu- sambandsins. Þá munu ESB-ríkin fá fímm ár til að samræma stefnu sína í innflytjendamálum. Þótt Amsterdam-sáttmálinn taki gildi í dag þá er þegar komin af stað umræða um, að nauðsynlegt verði að endurskoða hann sem fyi-st. Kemur þar meðal annars til Kosovo-málið en talið er, að það geti orðið til að flýta fyrir stækkun bandalagsins. Pólland, Ungverja- land, Tékkland, Eistland og Sló- venía era næst í röðinni en vegna Kosovo er hugsanlegt, að samtímis verði farið að undirbúa inngöngu Rúmeníu, Búlgaríu og fleiri ríkja í Austur-Evrópu. Sem dæmi um þetta má nefna, að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ræddi fyrir nokkram dögum við stjórnvöld í Albaníu um það hvað þau þyrftu að gera til að komast í ESB-biðröðina. Það hefði verið óhugsandi fyrir nokkram mánuð- um. I dag 1. maí hefsl sumarsveifla á falnaði fqrir alla fjðlshqlduna ð Erensasvegi 7 Opið verður frá hl. 11.00 NE 19.00 allodaga. '^iókr V** oaðut Herraskyrtur *, Dömudragtir Dömublússur fflli þettð Bartlaboijr °9mðr9ffleira á óirúlegu verði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.