Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 49
48 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JNtaguiiIftjifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 1. MAI FYRSTI maí, hátíðisdagur verkalýðsins, er í dag. Hann er nú haldinn hátíðlegur við þær aðstæður, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aldrei verið meiri. Kaupmáttaraukn- ingin er áætluð yfír 20% á þeim þriggja ára samningstíma, sem rennur út 15. febrúar nk. á almennum vinnumarkaði. Kaupmáttur jókst á sl. ári um 9% og horfur eru á 5,5% aukn- ingu í ár. Verðbólga hefur verið í lágmarki undangengin 2 ár eða á bilinu 1,7 til 1,8%, en spár gera ráð fyrir aukningu í 2,5% á þessu ári. Það er fagnaðarefni hve kjör fólks hafa almennt batnað á síðustu árum, þótt vissulega megi benda á hópa fólks sem enn búa við kröpp kjör. Þessi góða afkoma hefur byggst á mikilli aukningu þjóðarframleiðslu. Hún jókst um 5% á sl. ári og spáð er 4,8% aukningu á þessu ári. Aukningin nam 6,4% árið 1996 og 5,2% árið 1997, mun meiri en í helztu við- skiptalöndum okkar. A þessari stundu eru engin merki um að þessi hagstæða þróun sé að snúast við. Kjarasamningar voru gerðir á út- mánuðum 1997 og voru almennt til þriggja ára í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þeir treystu grunninn að þeirri miklu kaupmáttaraukningu, sem hefur orðið síðan. Samningar opinberra starfsmanna verða ekki lausir fyrr en í október árið 2000. Aðeins einn kjarasamningur, milli Sambands íslenzkra bankamanna og bankanna, verður laus á þessu ári, en gildistími hans er til 1. september. I flestum samningunum eru ákvæði þess efnis, að aukizt kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki marktækt meir hérlendis en í við- skiptalöndunum, skuli leita leiða til að ná samkomulagi um viðbrögð. Nú er einsýnt að þetta ákvæði mun ekki taka gildi á samningstímanum, því að kaupmátturinn hefur aukist mun meir hérlendis en í öðrum löndum. Morgunblaðið óskar launamönnum öllum til hamingju með daginn. EFLING GRUNNRANNSÓKNA ÞAÐ ERU ÆVINTÝRI að gerast í rannsóknum hér á landi ekki síður en í heimi popptónlistar,“ sagði Vil- hjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, á ársfundi þess. Kynntar voru áfanganiðurstöður könnunar á stöðu grunnrannsókna á íslandi. Þar kemur fram, að íslenzk- ir vísindamenn standa framarlega í samanburði við erlenda starfsbræður, þegar tekið er tillit til afkasta, áhrifa og ár- angurs í rannsóknum, ekki sízt í lyfjafræði, læknisfræði og jarðfræði. Könnunina annast Inga Dóra Sigfúsdóttir og Þórólfur Þórlindsson. „Þegar litið er á tengslin milli raunvísinda og hagnýtra vísinda kemur í ljós, að skilin eru ekki skörp. Það er hins vegar ljóst, að í grunnvísindum er unnið með nokkrum öðr- um hætti, þar sem einstaklingurinn ákveður sjálfur, hvað hann ætlar sér að rannsaka og hefur frelsi til að gera það á grundvelli stöðu sinnar í sinni fræðigrein. Þannig er sköpun- armátturinn og frumkvæði einstaklingsins virkjað og í því liggur kannski helzt mannauður okkar í vísindum," segir Þórólfur. Inga Dóra bendir á, að mat á vísindstarfi sé flókið og skilin milli hagnýtra rannsókna og grunnrannsókna séu ekki skýr og verði stöðugt óljósari. Framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs telur hættu á því, að grunnrannsóknir til uppbyggingar á þekkingu og færni verði á næstunni einn helzti flöskuhálsinn í nýsköpun á Islandi og því verði lögð áherzla á það við stjórnvöld, að þau mæti auk- inni fjárþörf. Hann telur skipulag og starfshætti í vísinda- umhverfinu hér veikleika vegna fjölda smárra rannsóknar- eininga og stöðu þeirra, sem helga sig grunnrannsóknum, erfiða. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, benti á í ávarpi sínu, að í háskóla starfi menn ekki í vernduðu umhverfi held- ur í harðri samkeppni. Ekki skipti síður máli á þeim vett- vangi, að fyrirkomulag og stjórnarhættir tryggi að kraftar allra nýtist sem bezt. „Þeir tapa, sem hræðast breytingar í stað þess að gríp tækifærin, sem í þeim felast,“ sagði ráð- herrann. Hann sagði að breyta mætti opinbera kerfinu ætti að nýta takmarkað fé betur og hafa umgjörðina einfaldari og hagkvæmari. Markmiðið væri ekki að reka opinberar rann- sóknarstofnanir þeirra sjálfra vegna heldur að beina opin- beru fé til rannsókna og þróunar. Enginn vafi er á því, að efnahagsleg velferð Islendinga mun í vaxandi mæli byggjast á vísindarannsóknum og því er nauðsynlegt, að styðja myndarlega við grunnrannsóknir. Þurfi jafnframt að breyta fyrirkomulagi á stuðningi ríkisins við þær eigi að gera það hiklaust. Morgunblaðið/Ásdís Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf. Rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja ekki okkar sérgrein Sala Olíufélagsins hf. á eignarhlut þess í sjávarútvegsfyrirtækjum er ekki á döfínni, þar sem félagið telur að raunvirði eignar- hluta þess sé mun meira, í sumum tilvikum margfalt meira, en markaðsvirði bréfa í fyr- irtækjunum. Þetta m.a. kom fram í samtali Agnesar Bragadóttur við Geir Magnússon, forstjóra Olíufélagsins, þegar þau ræddu um framtíðaráform ESSO að því er varðar eign félagsins í sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa verið að tapa miklum fjármunum á und- anförnum misserum og árum. OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur verið öflugt fyrirtæki áratugum saman og í a.m.k. 40 ár samfieytt hefur fyrirtækið verið rekið með hagnaði, sem ekki verður sagt um mörg íslensk fyrirtæki. Á undanfómum árum hefur Olíufélagið eignast umtalsverðan hlut í sjávarút- vegsfyrirtækjum og nú er málum þannig komið að íyrirtækið á hlut í íyrirtækjum sem samtals ráða yfir á fjórða tug þúsunda þorskígildistonna í aflaheimildum. Hvernig stendur á því að þau sjávarútvegsfyrirtæki, sem Olíufélagið á stærstu hlutina í, eins og Vinnslustöðin Vestmannaeyj- um, Básafell á ísafirði og Borgey á Höfn eru að tapa stórfé? Kunnið þið ekkert fyrir ykkur í sjávarútvegi? Sláumst fyrir peningunum í gegnum reksturinn „Það má nú byrja á því að spyrja hvers vegna Olíufélagið á í þessum fyrirtækjum sem þú nefnir. Olíufé- lagið á hlut í þessum sjávarútvegsfyr- irtækjum, vegna þess að það átti útistandandi verulega stórar upp- hæðir hjá þessum fyrirtækjum, lítt tryggðar eða ótryggðar. Þegar kvóta- kerfið var sett á varð hagræðing í greininni sem þýddi að svo og svo margir gáfust upp og hættu eða fóru á hausinn. Bankar og lán- ardrottnar, þar með Olíufé- lagið, hafa af þeim sökum þurft að afskrifa mikið af útistandandi skuldum. Á ákveðnu stigi ákváðum við, frekar en afskrifa skuldimar, eða lána áfram illa tryggð lán, að breyta skuldunum í hlutafé í viðkomandi fyr- irtækjum og slást fyrir peningunum okkar í gegnum reksturinn. Hingað til höfum við ekki tapað nema einu fyrirtæki í gjaldþrot, en það var Ha- föminn á Akranesi. Flest þessi hluta- félög, þó að illa hafi gengið í rekstri, hafa margfaldast í verðgildi að teknu tilliti til upplausnarvirðis, frá því að við ákváðum að fara þessa leið, þannig að við höfum ekki verið að tapa fjármunum. Við eigum alltaf þann möguleika að selja og hirða upp- lausnarvirðið, sem er hærra en mark- aðsvirðið og þar með rekstrarvirði fyrirtækisins." - Nú velta menn fyrir sér stöðu Vinnslustöðvarinnar, eftir að upplýst- ist hvert tap fyrirtækisins var á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi reikningsárs, þ.e. frá 1. september í fyrra til 28. febrúar sl. þegar fyrir- tækið tapaði samtals 605 milljónum króna. Sum á barmi gjaldþrots „Ég hef alltaf vitnað til þess að Vinnslustöðin varð til fyrir sjö ámm. Hún varð til úr sex fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, að kröfu Islands- banka. Öll sex fyrirtækin vom illa stödd og sum vora komin á barm gjaldþrots, ef ekki gjaldþrota. Á þeim sjö ámm sem síðan era liðin, er fyrir- tækið orðið tiltölulega öflugt. Áilar greinar fyrirtækisins eru vel reknar nema landvinnslan, ef utanaðkomandi áföll verða ekki, eins og í loðnunni í ár. Við höfum gert grein fyrir því á að- alfundi liðinna ára, a.m.k. tveggja, að okkur gengur illa að ná tökum á land- vinnslunni og þar eram við ekki einir á báti.“ - Hvað gerið þið í því? „Því ætlum við að svara á næstunni, einhvern tíma fyrir lok maímánaðar." - Er ekki heiðarlegast að lýsa því strax yfir að þið ætlið að hætta land- vinnslu, bæði í Þorlákshöfn og í Vest- mannaeyjum? „Þú ferð ekki fram fyrir mig í því sem eftir er að taka ákvörðun um. Það hefur engin ákvörðun verið tekin í þessum efnum og við ætlum okkur maímánuð til þess. Við ákváðum fyrir rúmu ári að bolfiskvinnslan, þ.e. þorskur, ufsi og ýsa yrði í Þorlákshöfn en karfavinnslan í Vestmannaeyjum. Það hefur ekki skilað þeim árangri sem við væntum, en hvort það er full- reynt, skal ég ekki segja á þessu stigi. Við höfum verið að glíma við rekst- ur Vinnslustöðvarinnar í sjö ár. Við tókum við henni á hausnum. Við tók- um við henni með loðnubræðslu sem var ónýt. Það er búið að endurbyggja hana. Við tókum við húsi í Vest- mannaeyjum sem hafði verið byggt eftir efnum og ástæðum í gegnum tíð- ina, en var ekki með leyfi til fisk- vinnslu og stóð til að taka leyfið af. Það er búið að endurbyggja húsið. 1996 tókum við Meitilinn í Þorláks- höfn inn, sem var búið að endur- byggja og er fyrsta flokks hús í vinnslu, sem vantar bara meira hrá- efni. Þannig að í dag erum við með til- tölulega góðan flota, góðan húsakost, góðan rekstur í loðnu, hvort sem er bræðsla, frysting eða hrognataka, svo fremi sem loðnan gefur sig og mark- aðurinn er í lagi.“ Upplausnarvirði á milli Qórir og fimm - Samt sem áður - tapið er skelfi- legt og þið getið ekki þolað sllkt enda- laust, eða hvað? „Ég vitna til þess að við erum búnir að vera í þessari baráttu í Vinnslu- stöðinni í sjö ár og það tók íslands- banka sjö ár að skila samlegðarár- angri undir sameiningu fjögurra banka, sem allir vora vel reknir og all- ir skiluðu hagnaði." - Hvað á Olíufélagið á hættu að tapa miklum fjármunum vegna hluta- fjáreignar sinnar í Vinnslustöðinni? „Bókfært virði Oh'ufélagsins í Vinnslustöðinni er ekki hátt en upp- lausnarvirði Vinnslustöðvarinnar er á milli fjórir og fimm. Þannig að fyrir hluthafa Vinnslustöðvarinnar annars vegar og hluthafa Olíufélagsins hins vegar, þá höfum við ekki tapað nein- um fjármunum, á meðan við eigum flóttaleið út, á genginu fjórir til fimm. I bili er því bæði hluthöfum Vinnslu- stöðvarinnar og Olíufélagsins óhætt, þótt okkur sé að sjálfsögðu ekki óhætt að búa við svona tap að jafnaði. Það eru aðilar sem hafa haft áhuga á að fá Vinnslustöðina í samstarf, en ég tel að Vinnslustöðin sé þeirrar gerðar og hafi þann möguleika, að hún eigi sjálf að velja sér samstarfs- aðila, en það sé ekki einhver að velja Vinnslustöðina eins og eitthvert hræ. Mitt mat er enn, þrátt fyrir þessi áfoll, að hún sé í þeirri stöðu, vegna staðsetningar, uppbyggingar, sam- setningar á kvóta, árangurs í loðnu- vinnslunni og skipaflotans." Ábyrgð okkar er gagnvart hluthöfunum - Er nokkur möguleiki á því að ákvörðun stjórnar Vinnslustöðvarinn- ar um framtíð fyrirtækisins, og þá sérstaklega landvinnslunnar, geti nokkurn tíma verið tekin í sátt við Geir Magnússon heimamenn í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum? „Við beram ábyrgð á Vinnslustöð- inni gagnvart eigendum hennar, hlut- höfunum, og þurfurn að vei’a í sátt við þá. Að vera í sátt við heimamenn í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn, er auðvitað markmið, rétt eins og að vera í sátt við sitt starfsfólk, en ábyrgð okkar er fyrst og fremst gagnvart hluthöfunum. Fyrst verða fyrirtækin að vinna fyrir sér og geta verið til með þeim hætti, áður en við höfum efni á einhverju öðra. Auðvitað höfum við viljað halda landvinnslunni gangandi bæði í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum, en einhvers staðar hlýtur að skilja á milli skyldunnar, að halda vinnslunni áfram, eða að fara á hausinn með hana. Ef niðurstaða okk- ar í maí verður sú, að sjófrysting sé sú leið, sem heldur lífinu í fyrirtæk- inu, þá verðum við að fara þá leið. Vissulega væri það kúvending á þeirri stefnu sem við höfum starfað eftir og einnig kúvending gagnvart því sem við höfum verið að byggja upp innan fyrirtækisins." Hættan á tapi ekki mikil í bili - Hvað á Olíufélagið á hættu að tapa miklum fjáiTnunum í sjávarút- vegsfyrirtækjum þess? „Hættan á tapi á miklum fjár- munum er ekki mikil í bili. Ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur því til sönn- unar, en get þó sagt, að Olíufélagið telur að mark- aðsvirði hlutabréfaeignar þess í heild, sé um tveir milljarðar umfram bókfært verð.“ - Ertu með þessu að segja að það sama eigi við um Básafell - eigið þið ekki á hættu að tapa einhverjum fjár- munum á þeirri hlutafjáreign? „Það sama á við um Básafell. Vandi Básafells í dag era miklar skuldir. Skuldir fyrirtækisins eru yfir fjórir milljarðar króna, en upplausnarvirði fyrirtækisins er fjór- til fimmfalt. Við + eigum bókfært virði um 200 milljónir króna, sem er á genginu rúmlega einn, þannig að það væri auðvitað ekkert vit fyrir okkur að selja okkar hlut að sinni.“ - Hvað um nýja hluthafann, Guð- mund Kristjánsson frá Rifi? Er hann í samstarfí við ykkur? „Já, hann ætlar að vera í samstarfí við okkur.“ - Mun eignarhluti hans verða stærri? „Ef hann fær keyptan meiri hlut, þá verður hans hlutur auðvitað stærri, en við hjá Olíufélaginu ætlum ekki að selja honum, ef þú ert að spyrja um það.“ - Verður Guðmundur fram- kvæmdastjóri Básafells? „Það er ekki mitt að ákveða það.“ Stuðlum ekki að því að fyrirtækið fari úr byggðarlaginu - Áhyggjur Vestfirðinga, aðallega ísfirðinga, í þá vera að Básafell verði leyst upp og selt í bútum og pörtum burtu úr byggaðrlaginu - eiga þær við rök að styðjast? „Við munum ekki stuðla að því að fyrirtækið verði tekið í burtu úr byggðarlaginu. Ein aðferðin til þess að kvótinn fari í burtu, er sú að fyrir- tækið búi ekki til peninga. Því þarf að breyta fyrirtækinu, hagræða, endur- skipuleggja og selja, til þess að það verðL rekstrarhæf eining - aðeins þannig mun það lifa. í framtíðinni munu þau fyrirtæki sem tapa pening- um tapa kvótanum, en þau fyrirtæki sem búa til peninga, eignast kvóta. Svo einfalt er það. Okkur hefur greint á um markmið og leiðir í rekstri Básafells og við hjá Olíufélaginu er- um að beita okkar hlut, til þess að hafa áhrif á þær leiðir sem famar verða.“ - Eins og ég nefndi hér í upphafi hefur Olíufélaginu gengið mjög vel í rekstri í áratugi, olíusölu, dreifingu, rekstri verslana o.fl. og skilað um- talsverðum hagnaði. Finnst þér sjálfum ekkert undarlegt að þegar kemur að gengi fyrirtækja sem þið eigið einhvern hlut í, í sjávarútvegi, þá er eins og þið kunnið ekkert fyrir ykkur? „Það viðurkennist alveg eins og skot að rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja er ekki okkar sérgrein. Við höf- um ekki farið út í það að reka þessi fyrirtæki sjálfir. Flest þessi fyrirtæki sem við eigum í í sjávarútvegi era að koma út úr erfið- leikum og hafa orðið til við samrana fyrirtækja. Við eram alls staðar minnihlutaaðilar í stjómum. Árangurinn í Vinnslustöðinni og Básafelli, sem bæði era fyrirtæki sem verða til úr sameiningu fyrirtækja, er samt sem áður umtalsverður og miðað við eðlilegt árferði í veiðum og mark- aði, hefur allt verið lagað í fyrirtæki eins og Vinnslustöðinni nema land- vinnslan.“ Þurft að af- skrifa mikið af skuldum Allt lagað nema land- vinnslan LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 49 --------------;------------------------------------------------------* Stjórnendur IS grípa til aðgerða til að bæta afkomu fyrirtækisins Selja á húsnæði á Kirkjusandi og Holtabakka Stjórn íslenskra sjávarafurða hf. kynnti í gær fjölmargar aðgerðir sem ákveðið hefur verið að grípa til í rekstri félagsins. Selja á húsnæði Þróunarseturs IS á Kirkjusandi og húsnæði Vöruhússins á Holtabakka. Er m.a. verið að kanna möguleika á að fá fyrirtæki til 1,1 ■ — 1 ---------------- ----------r-.. samstarfs um rekstur fískréttaverksmiðja IS erlendis. Þá verður starf aðstoðarforstjóra lagt niður og láta aðstoðarforstjóri IS, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála og framkvæmdastjóri dótturfélagsins í Ham- borg af störfum 1. maí nk. KANNAÐIR verða mögu- leikar á að fá önnur fyrir- tæki til samstarfs um rekstur fiskréttaverk- smiðja IS erlendis með það að mark- miði að efla starfsemi þeirra en draga um leið úr áhættu, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í gær. IS reka tvær slíkar verk- smiðjur erlendis: Gel- mer-Iceland Seafood S.A. í Boulogne-sur-Mer í Frakklandi og Iceland Seafood Corporation í Newport News í Virgin- íu í Bandaríkjunum. „Við höfum fundið fyrir áhuga hjá aðilum og við munum kanna þau mál á næstu vikum. Það eru nokkrir aðilar sem koma til greina í því sambandi og ég geri ráð fyrir því að það verði teknar upp viðræður við einhvern aðila fljótlega um þessi mál,“ segir Finnbogi Jónsson, for- stjóri ÍS. Verksmiðjan ekki mjög góð fjárfesting eftir á að hyggja ÍS hefur glímt við mikla erfiðleika í rekstri að undanfórnu. Tap sam- stæðu ÍS á síðasta ári var samtals 668 milljónir króna, samanborið við 310 milljónir árið 1997, og var það nánast að öllu leyti rakið til erfiðleika í rekstri Iceland Seafood Cor- poration í Bandaríkjunum. Að sögn Finnboga er verið að vinna að upp- gjöri fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs en niðurstöður liggja ekki fyrir. „Við sjáum þó að reksturinn í Banda- ríkjunum hefur verið jákvæður fyrstu þrjá mánuði ársins. Þó við sé- um ekki að tala um stóra tölu, þá er- um við þó réttum megin við strikið. Það er veraleg breyting frá því sem var í fyrra. Það er hins vegar jafn ljóst að nú fer í hönd erfiðari tími á næstu mánuðum," sagði hann. „Verksmiðjan er komin á allt ann- að stig og allt upplýsingakerfi í verk- smiðjunni er allt annað en það var í fyrra. Verksmiðjan hefur gengið vel fyrir það litla magn sem hún er með en það sem skiptir mestu er að auka nýtinguna á verksmiðjunni. Tilgang- urinn með þessum athugunum er að kanna hvort aðilar geti komið í sam- starf við okkur með það í huga að auka magnið sem fer í gegnum verk- smiðjuna og að ná sterkari stöðu á markaðinum. Rekstur fiskréttaverk- smiðja almennt er að skila litlum hagnaði sem hlutfall af veltu. Það þykir nokkuð þokkalegt að vera með um 3% að meðaltali yfir langan tíma. Það er því ljóst að ef við getum lækk- að kostnaðinn um eitt prósentustig eða hækkað tekjumar um sama hlutfall með sterkri stöðu á mark- aðnum gætum við hugs- anlega aukið hagnaðinn um 33%. Það er því eftir miklu að slægjast," sagði hann. Nýja fiskréttaverk- smiðja Iceland Seafood í Newport News í Banda- ríkjunum var mikil fjár- festing fyrir félagið eða sem svarar til um tveggja milljarða króna, skv. upplýsingum Finn- boga. „Eftir á að hyggja getur maður séð að þetta var ekki mjög góð fjárfesting miðað við það tap sem við urðum fyrir á síðasta ári en verk- smiðjan er þama og hún getur fram- leitt afurðir með tiltölulega lágum til- kostnaði miðað við eldri verksmiðjur og er því mjög samkeppnishæf sem slík,“ sagði Finnbogi. Starfsemi í Hamborg og Hull undir eina stjóm Ákveðið hefur verið að Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Limited í Hull, verði jafnframt framkvæmdastjóri Iceland Seafood GmbH í Hamborg en Guðni Jónsson, núverandi íramkvæmda- stjóri í Hamborg, lætur af störfum nú um mánaðamótin. Verður fast starf framkvæmdastjóra í Hamborg þá lagt niður. Guðni var sölustjóri hjá Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi 1989-1996, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra söluskrifstofunn- ar í Hamborg. Starfsemi Vöruhúss íslenskra sjáv- arafurða á Holtabakka verður hætt í núverandi mynd og hús- næði þess selt. Vörahúsið er verslun með rekstrar- vörur og umbúðir fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Ákveðið hefur verið að hætta starfsemi rekstrar- vöralagersins og leita tilboða í geymslu og afgreiðslu umbúða fyrir viðskiptavini ÍS. Stjómendur IS hafa einnig ákveðið að efla þróunarstarf á vegum fyrir- tækisins og marka heilsteypta þróun- arstefnu fyrirtækisins. „Tilrauna- vinnslu verður hætt á vegum Þróun- arseturs IS á Kirkjusandi og húsnæði þess selt. Þar var unnið brautryðj- endastarf í tilraunavinnslu með fiskafurðir í smápakkningar en nú hafa margir framleiðendur ÍS eigin aðstöðu og tæki til slíkrar vinnslu. Leggja á áherslu á að efla bein tengsl markaðarins og framleiðslunnar m.a. með því að færa tilraunastarfsemi út í fiskvinnsluhúsin og fiskréttaverk- smiðjumar í enn ríkari mæli en áð- ur,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Hugsanlega einhver fækkun starfa vegna breytinganna Finnbogi vildi ekki segja til um hvað félagið ætlaði að losa mikið fé með sölu húsnæðisins á Kirkjusandi og Holtabakka. Aðspurður hvort þessar breytingar fælu í sér fækkun starfsfólks sagði Finnbogi að hugs- anlega yrði einhver fækkun starfa í tengslum við þessar breytingar. „En við gerum ráð fyrir að verða áfram með þessa þjónustu og þurfum auð- vitað á starfsfólki að halda til að ann- ast hana,“ sagði hann. Finnbogi sagði að húsnæðið á Kirkjusandi hefði gegnt veigamiklu hlutverki í upphafi við þróun vinnslu í smápakkningar. Margir framleið- endur hefðu hins vegar komið sér upp eigin aðstöðu og tæki til þessa. „Við sjáum því ekki tilgang í að vera^ með þessar tilraunir því við getum unnið að þeim í samvinnu við við- komandi framleiðendur," sagði hann. Stjómunin í Bandaríkjunum var algerlega í molum Jafnhliða þessum breytingum verður unnið að nýju skipulagi ís- lenskra sjávarafurða þar sem gert er ráð fyrir sjálfstæðum rekstri dóttur- félaga en jafnframt verði fjallað um tiltekna þætti starfseminnar á sam- eiginlegum vettvangi samstæðunnar, svo sem fjármögnun og fjárstýringu, hráefnisöflun og flutningamál. Er ennfremur að því stefnt að boðleiðir verði styttri og skilvirkari, rekstur- inn einfaldaður og bein tengsl á milli' framleiðenda og seljenda verði efld. Finnbogi sagði aðspurður að ekki væri um veralegar breytingar að ræða hvað þetta varðar. Þannig yrði áfram gert ráð fyrir sjálfstæðum rekstri dótturfélaga. „Það er hins vegar alveg ljóst að stjómunin, til dæmis á fyrirtækinu í Bandaríkjun- um, var algerlega í molum og við teljum að móðurfyrirtækið þurfi að hafa meira eftirlit með rekstrinum á hverjum tíma, þannig að ef eitthvað kemur upp, þá komi það mönnum ekki algerlega í opna skjöldu mörg- um mánuðum eða heilu ári síðar. Við viljum því efla fjármálaeftirlitið og fjárstýringuna,“ sagði hann. Einn liður í breyttu skipulagi fyr- irtækisins er að starf aðstoðarfor- stjóra verður lagt niður og breyting- ar gerðar á skipulagi sölu- og mark- aðssviðs. Hefur orðið að samkomu- lagi að Sæmundur Guðmundsson að- stoðarforstjóri láti af störfum 1. maí og hefur einnig orðið áð samkomulagi að Aðal- steinn Gottskálksson láti af störfum sem fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála fyrirtækis- ins þann 1. maí. Finnbogi var spurður hvenær stjómendur félagsins teldu að þær aðgerðir sem kynntar voru í gær færa að skila þeim árangri sem að er stefnt. ,Auðvitað tekur þetta ein- hverja mánuði en við vonumst til að á næsta ári verðum við komnir með mjög öflugt og samkeppnishæft fyr- irtæki,“ svaraði hann. , Finnbogi Jónsson Reksturinn í Bandaríkjunum réttum megin við núllið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.