Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hausinn í sandinn? „Þeir kannast ekkert við þær röksemdir að réttarvitund sé að breytast og mannrétt- indi geti nú loks skákað keilögum fullveld- isreglum þegar siðuðu fólki er nóg boðið. “ HVERS vegna að taka upp hanskann fyrir Kosovomenn en ekki alla aðra sem eru ofsóttir, hvarvetna í heiminum? Margir spyrja þannig í einlægni en að mörgu er að gæta. Og athyglis- vert framfaraskref er að Vestur- veldin verja að þessu sinni ekki augljósa peningahagsmuni eins og með stríðsrekstrinum í Persaflóa heldur mannhelgina. Eiginhagsmunagæsla ræður að sjáifsögðu einhverju en fyrst og fremst reiði vegna framferðis Serba. Eiginhagsmunir? Reyndar. Hrakmenni þjóðernisöfganna geta fetað í fótspor Milosevic, t.d. gegn ung- VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson verskum minnihluta í Rúmeníu og Slóvakíu, gegn grískum minni- hluta í Albaníu, albönskum minnihluta í Makedóníu o.s.frv. Þá mun flóttamannastraumurinn vestur á bóginn mælast í millj- ónum áður en yfir lýkur. Vestur- Evrópa yrði að fást við þann vanda. Hernaður getur verið ill en fyrirbyggjandi nauðsyn. Ef Vesturveldin sætta sig nú við smánarlega málamiðlun skulum við ekki halda að þjáningum al- mennings á Balkanskaga og grennd sé lokið. Þá eru þær rétt að byrja. En það er bent á að sums staðar í heiminum sé ástandið jafnslæmt eða verra en í Kosovo. Auðvitað væri best að geta alltaf gripið inn þegar fólskan fær út- rás einhvers staðar en öllu eru takmörk sett. Lítill vandi er að segja í sífellu með þjósti að ekki sé gert nóg en þá er hlaðið undir sektarkennd sem á endanum getur lamað alla viðleitni til að stöðva neyð og illvirki. Tökum dæmi. Ef venjulegur Reykvíkingur rekst á sveltandi barn við útidymar sínar gæti hann sagt því að hann geti því miður ekkert gert. í þriðja heiminum svelti böm unnvörp- um. Hann geti ekki hjálpað öll- um og hafí því ákveðið að láta eitt yfir alla ganga, gera ekki neitt. Heilbrigð manneskja gæti varla „rökstutt" afskiptaleysi sitt með þessum hætti. En af- staðan til átakanna á Balkanskaga gefur tilefni til þess að við stundum dálitla naflaskoðun. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það barnið við útidyrnar sem við að- stoðum á undan hinum. Kosovo er nær okkur en Rúanda. Þótt sjóndeildarhringur okkar víkki smám saman er nálægð við þann sem líður illa, hvort sem hún er af landfræðilegum, menningar- legum eða öðmm toga, mikil- væg. Svona eram við flest - og ég gruna þann um hræsni sem vísar þessu alveg á bug. Kosovo kemur okkur við og við getum ekki stungið hausnum í sandinn eða notað brandarann um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði átt að samþykkja aðgerðimar gegn Milosevic. Það er fyrirsláttur. Kína og Rússland hafa þar neitunarvald, hvorttveggja ríki er á bólakafi í mannréttindabrotum og þau halda ráðinu í gíslingu. Þau myndu aldrei sætta sig við afskipti af innanlandsmálum Jú- góslavíu í nafni slíkra réttinda. Fordæmið væri of hættulegt. Ef maffan á Italíu ætti ráðherra í ríkisstjóm þarlendra myndi hann heldur ekki gi-eiða atkvæði með hertum aðgerðum gegn fíkniefna- smygli. Það væri andstætt hags- munum hans. Kína, Rússland, Búrma og Norður-Kórea áttu að fá að tjá hug sinn til sérstakra morðrétt- inda Milosevic og fá að hafna loks öllum aðgerðum gegn hon- um. Fullyrt er að betra hefði verið að halda áfram að reyna að semja. Atti að gera það meðan Serbar undirbjuggu sókn sína gegn íbúum héraðsins í friði, átti aftur að segja „Skainmist ykk- ar!“ við þá sem hæddust opin- skátt að jarmi linkindarinnar - vona að mennirnir sem gengu harðast fram í morðæðinu í Bosníu fyrir nokkram árum tækju nú ekki upp á því að haga sér illa á ný? En lagalega réttlætingin á loftárásum NATO er auðvitað óljós. Sumir segja að fullveldi ríkja, hvert sem stjórnarfarið sé, hljóti alltaf að vega þyngra en ákvæði mannréttindasáttmála SÞ. Við eigum sem sagt að sitja uppi með það til eilífðarnóns að Milosevicar og Pinochetar þessa heims geti skákað í skjóli alþjóð- legra kurteisisreglna sem krefj- ast þess að harðstjórar hafi alltaf veiðileyfi á eigin landa. Gera má ráð fyrir að sama fólk vilji sleppa Pinochet við að fara fyrir dómstóla í Evrópu þar sem óhæfuverk hans hafi öll verið framin innan landamæra Chile. Gamla hatrið á NATO, stein- bamið í maganum, brenglar sumum sýn. Það er undarlegt að verstu íhaldskurfarnir í þessum málum eru oft gamlir vinstri- menn. Þeir kannast ekkert við þær röksemdir að réttarvitund sé að breytast og mannréttindi geti nú loks skákað heilögum fullveldisreglum þegar siðuðu fólki er nóg boðið. Vonandi er ég ekki einn um að finnast það merki um skárri heim ef breyting verður á í þessu tilliti. Þá verður hægt að refsa þeim sem misþyrma vopnlausum borg- uram og notfæra sér síðan sam- tryggingu valdsins í heiminum til að sleppa við refsingu. Látum þá gott heita þótt í fyrstu geti sam- skipti diplómata orðið stirðlegri en ella. En þótt málstaður Vestur- landa sé góður má vara sig á að einfalda málin um of. Og alger heilindi eru ekki einkenni al- þjóðastjómmála. Einhver kaldrifjaður hugsuð- urinn í Washington eða London hefur kannski velt fyrir sér að með því að hjálpa múslimum í Kosovo gætu Vesturveldin unnið sér inn prik í Miðausturlöndum. Einhver hefur kannski séð fyrir að Milosevic myndi sverjast í fóstbræðralag við Saddam sem í ofurkappi sínu myndi gleyma því hver fórnarlömbin í Kosovo eru, nefnilega trúbræður araba. A hvaða nótum ætli Iraksforseti ræði þessi mál við fulltrúa Kosovo-Albana? Fagursöngur í pólskri holdtekningu Pólska söngkonan Agnes Wolska hefur vakið verðskuldaða hrifningu fyrir söng sinn og í dag eiga íslenskir söngunnendur kost á að heyra hana syngja í Islensku óp- erunni. Hún býr í Höfn, þar sem Sigrún Davíðsdóttir hitti hana ásamt undirleikara hennar Elsebeth Brodersen. „DÁSAMLEG Zerl- ina,“ skrifaði breska tímaritið Opera um túlkun hennar á þessu hlutverki í Don Giovanni Mozarts. „Glæsileg og heillandi túlkun hennar gjörsigr- aði áhorfendur," sagði í tímariti í Toulouse, þegar hún hlaut önnur verðlaun í viðurkenndri söngkeppni þar í borg. Þetta eru aðeins nokk- ur sýnishorn af þeirri hrifningu, sem pólska söngkonan Agnes Wol- ska hefur vakið á ferli, sem er rétt að byrja. Hrifning, sem ekki beinist aðeins að raddfegurð og tækni, heldur einnig að áhrifamiklum leik og túlkun. Þessi unga söngkona hefur lagt fyr- ir sig fagursöng, „bel canto“, svo sem Italir kalla þennan söngstíl og hefur auk Zerlinu á takteinunum hlutverk eins og Violettu í La Travi- ata, Oscar í Grímudansleiknum og Gildu í Rigoletto Verdis. Þessi hlutverk er hún meðal ann- ars að syngja í vetur hjá Þjóðaróp- erunni í Varsjá. Með henni hefur Wolska meðal annars farið í sýning- arferðir til Belgíu og Hollands og hefur því kynnt sig utan heima- landsins. Sigurinn í Toulouse í haust dró einnig rækilega að henni athygli óperustjóra utan heima- landsins. Auk ópera hefur hún sungið í verkum eins og Stabat Ma- ter Rossinis, meðal annars á tónleikum með finnsku stór- söngvurunum Jorma Hynninen og Matti Salminen. í sumar mun hún syngja Oscar í Grímudansleiknum og á tónleikum á tón- listarhátíðinni i Bregenz. Með danska píanóleikaranum El- sebeth Brodersen hef- ur Wolska sungið heima og heiman. Bel canto sérstök list Wolska brosir glettnislega þegar tal- inu víkur að hvernig hún hafí hneigst að óperasöng. „Ég hafði ekki hlustað á eða haft áhuga á óp- erum,“ segir hún, „en söng stundum með öðru áhugafólki. Þar benti kona mér á að ég hefði háa rödd og það varð til þess að ég fór í tíma og síðan í skóla. I byrjun var þetta eins og stærðfræði, ég þreifaði mig áfram og reyndi að skilja. En áhug- inn vaknaði fljótt, mér fannst söng- urinn spennandi viðfangsefni og fannst að ég yrði að verða söngv- ari.“ Eftir nám í Póllandi lá leið Wol- sku til Kaupmannahafnar í nám 1993 hjá landa sínum André Or- lowitz, sem fyrir löngu hefur getið sér orð sem frábær söngkennari. Hann hefur starfað og kennt í Höfn í um 30 ár og er danskur ríkisborg- Agnes Wolska ari. Hann er mörgum íslenskum söngvurum að góðu kunnur, því undanfarin ár hefur hann komið reglulega til íslands til að kenna og er væntanlegur í haust. Orlowitz er reyndar meira en kennari Wolsku, því þau era nú gift. En Wolska hefur ekki aðeins lagt fyrir sig söng, heldur nánar tiltekið fagursönginn ítalska. „Bel canto er sérstök list, ekki bara söngur. Inn- gangurinn er röddin, en bel canto fylgir líka ákveðinn karakter. Mað- ur breytist við að syngja bel canto, verður að læra hreyfingar, læra allt,“ segir Wolska. „Einmitt læra allt, bel canto er ekki meðfætt, held- ur lært,“ leggur hún áherslu á, „en fyrir mér var þetta náttúruleg leið. Ég þróaðist í þessa átt.“ ftalskar aríur - pólskir söngvar Fyrstu skrefin voru að syngja auðveldar aríur, sem síðan leiddu til annarra hluta, meðal annars ítalskra bel canto ópera eins og verka Bellini og Donnizetti. Um það hvernig röddin þróist segir Wolska enn of snemmt að segja. „Það getur vel verið að röddin verði þyngri og dekkri með árun- um, en aðalatriðið er að vera gætin og ofbjóða sér ekki, fara ekki að syngja of mikið eða hlutverk, sem eru mér of erfið.“ A efnisskránni í dag eru ítalskar óperaaríur og pólskir söngvar frá síðustu öld. „Andinn og efnið í ari- unum og söngvunum er sá sami, andi rómantíkurinnar, en tónlistin ólík,“ segir Wolska. Elsebeth Brod- ersen píanóleikari tekur undir að pólsku söngvarnir séu fallegir, en heyrist sjaldan því þeir njóti sín best á pólsku, svo best fari á að þeir séu sungnir af innfæddum. Broder- sen hefur unnið með fyolsku síðan hún kom til Hafnar. „Ég hitti hana í fyrstu kennslustund hennar hjá Or- lowitz og við höfum unnið saman síðan,“ segir hún brosandi og er greinilega ánægð með samstarf þeirra. Arangurinn getur að heyra í Islensku óperunni í dag. Ljósmynd/Benedikt Gestsson LÓA Sigurðardóttir opnar sína fyrstu einkasýningu hér á landi í Vestmannaeyjum í dag. Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum Lóa Sigurðardóttir sýnir málverk og gjörning Afrískt menningar- kvöld í Kaffí- leikhúsinu SAGNAHEFÐIR að sunnan er yf- irskrift menningarkvölds í Kaffi- leikhúsinu mánudagskvöldið 3. maí kl. 20.30. Akeem, Ida og Kolbrún Vala Jónsdóttir kynna trumbusláttar- og danshefðir frá Vestur-Afríku. Þau útskýra og túlka; segja og sýna sögur með hljóðfæraleik og dansi. Ida Sosseh les einnig og flyt- ur gestum sögur frá heimalandi sínu, Gambíu. M.a. verður leikið á sflófón. Umsjónarmaður dagskrárinnar er Jóhanna Þórdórsdóttir. Suzukitónleikar í Laug-arnes- kirkju TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins heldur hljóm- sveitar- og einleikstónleika í Laug- ameskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 14. Einleikarar á píanó era Hilmar Þorsteinsson, Sigrún Birgisdóttir og Lena Snorradóttir. Á selló leikur Emma Dögg Ágústsdóttir. Strengjakvartettar kennara spila undir og hljómsveit skólans kemur fram. LÓA Sigurðardóttir sýnir 20 ný málverk og nokkur eldri verk á fímmtu sýningu Myndlistarvors Is- landsbanka í Eyjum 1999. Sýning Lóu verður opnuð í dag kl. 14 í gamla áhaldahúsinu á horni Græðis- brautar og Vesturvegar og við opn- unina mun hún fremja gjöming. Sýning Lóu er sú síðasta í röð fimm sýninga sem staðið hefur frá því í byrjun mars undir yfirskrift- inni Myndlistarvor íslandsbanka í Eyjum 1999. „Lóa er yngst þeirra listamanna sem sýnt hafa á Mynd- listarvorinu og er þetta jafnframt fyrsta einkasýning hennar á Islandi, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis og haldið eina einkasýningu," segir í fréttatil- kynningu. Þar kemur einnig fram að Lóa á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Sjálf hefur hún þó ekki búið í Éyj- um, en dvalið lengi erlendis í mynd- listarskólum. Hún var í Finnsk folk- högskola í Helsinki 1993-1994, Svenska konsthögskolan í Nykarle- by 1995-1998 og Edinburgh College of Art í Skotlandi 1998. Hún hefur fengið inni í dönskum trúðaskóla og mun hefja nám þar næsta haust. Sýningin stendur til 9. maí nk. og er opin kl. 14-18 um helgar og kl. 17-18 fimmtudag og föstudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.