Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Framhald í næstu bók ERLENDAR BÆKUR Spennusaga ÚT í GRÁTT „FADE TO GREY“ eftir Jane Adams. Pan Books 1999. 261 síða. ÁHUGI afþreyingariðnaðarins á svokölluðum „snuff'-myndum eða myndum sem eiga að sýna raun- veruleg morð og nauðganir á mynd- bandi, virðist hafa aukist nokkuð hin síðari ár þótt enn hafí ekki sann- ast, að því séð verður, að slíkar myndir séu til. Spennutryllirinn Atta millimetrar með Nicolas Cage, sem sýnd er í Stjörnubíói, segir af einkaspæjara sem leitar „snuff*- myndaframleiðanda en hún kemur upp í hugann þegar lesin er nýjasta saga breska spennusagnahöfundar- ins Jane Adams. Hún segir af leit lögreglunnar að fólki er hverfur með dularfullum hætti og hún segir af nauðgunarárásum á ungar stúlk- ur og hún segir af manni sem býr til „snuff'-myndir. Bókin, sem heitir Ut í grátt, eða „Fade to Grey“ og kom nýlega út í vasabroti hjá Pan- útgáfunni, er hæfílega spennandi og laus við smekklaust ofbeldi, frá- sagnarmátinn hraður, kaflar stuttir og samtölin drífandi. En hún er í heild full yfirborðsleg og því miður fæst lausnin ekki í sögulok. Þeir les- endur sem vilja vita hvernig sagan endar verða að útvega sér fram- haldið, sem mun væntanlegt í bóka- búðir og heitir Lokaramminn eða „Final Frame“; mér skilst að hún sé þegar komin út innbundin í Bret- landi. Saga frá Norwich Maður sér söguna mjög auðveld- lega fyrir sér í formi einhvers af þeim ágætu bresku sakamálaþátt- um sem Ríkissjónvarpið sýnir reglulega. Út í grátt er fjórða saka- málasaga Jane Adams. Fyrsta bók- in, „The Greenway", kom út árið 1995 og var mjög vel tekið og Jane fylgdi henni eftir með „Cast the First Stone“ og „Bird“. Adams er frá Leicester þar sem hún býr í dag og er menntuð I þjóðfélagsfræði. Þrjár af bókum hennar, Út í grátt meðtalin, segir af störfum lögreglu- foringjans Mike Croft og lögreglu- liði hans í borginni Noi-wich og eru þær að því leyti hefðbundnar lög- reglusögur. Jane Adams hrúgar í Út í grátt persónum og atburðum sem við fyrstu sýn virðast ekkert eiga sam- eiginlegt. Lítið þekkt sjónvarpsleik- kona fínnst látin á heimili sínu og þykja kringumstæðurnar grunsam- legar. Ungum stúlkum er nauðgað í borginni, sem eiga það sameiginlegt að vera ljóshærðar. Kveikt er í bif- reið í tvö hundruð og fímmtíu kíló- metra fjarlægð og inni í henni finnst lík. Ung stúlka hverfur frá heimili sínu. Strákur að nafni Terry hverf- ur á sama tíma. I ljós kemur að það getur verið að nauðgararnir séu tveir. Manni er haldið föngnum í kjallara og fangari hans tekur það upp á myndband. Áhersla á spennuna Öllu þessu kemur Jane Adams heim og saman áður en lýkur og býr lesandann undir næstu bók, „Final Frame“, þar sem eltingarleikurinn heldur áfram. Hún leggur mikla áherslu á spennandi frásögn, að leiða lesanda sinn dýpra og dýpra inn í ráðgátuna og fer kannski helst til hratt yfir sögu í þeim tilgangi. Sagan er nokkuð traust svo hún þarf varla að óttast að missa athygli lesandans en flýtirinn verður til þess að atburðir og persónur eiga það til að flækjast fyrir lesandan- um. Hún gefur sér lítinn tíma til þess að undirbyggja atburðarásina eða stoppa við persónusköpun og flókin samskipti persónanna svo sagan verður kannski ekki eins grípandi og ella en hún gætir þess líka að engar upplýsingar sem skipta máli vanti. Hvað sem því líður er Jane Ad- ams efnilegur spennusagnahöfund- ur líkt og landi hennar Tam Hoskyns, annar ungur kvenkyns sakamálahöfundur, sem vakið hefur athygli í Bretlandi. Arnaldur Indriðason Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts Morgunblaðið/Halldór SKÓLALÚÐRASVEIT Árbæjar og Breiðholts æfír dagskrá afmælistónleikanna. UM þessar mundir heldur Skóia- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Af því tilefni heldur sveitin tónleika á morgun, sunnudag, kl. 16 i Fella- og Hólakirkju. Á dagskrá tónleikanna eru bæði innlend og erlend Iög. Fyrir hlé leika byrjendur, 9-12 ára, og seinni hluti er leikinn af þeim sem lengra eru komnir, 11-13 ára. Framfarafélag Árbæjar og Sel- áss átti frumkvæðið að því að sett yrði á laggirnar einhvers konar skólalúðrasveit til að koma börnum og unglingum í kynni við tónlist og tónmenntarþekkingu. Afmælistón- leikar í Fella- og Hólakirkju Fenginn var tii verkefnisins Ólaf- ur L. Kristjánsson, sem hafði nokkru áður fengist við hljóm- sveitarsljórn hjá Lúðrasveit verkalýðsins. Úpp frá því tók Reykjavíkurborg hljómsveitina upp á sína arma og hefur svo verið allar götur síðan, segir í fréttatilkynningu. í dag er Skólalúðrasveit Ár- bæjar og Breiðholts rekin sem tónlistarskóli. Hægt er að stunda nám á ýmis hljóðfæri, s.s. flautu, klarínett, trompett, horn, básúnu, túbu og slagverk. I hljómsveitinni eru nú um 70 börn í námi. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Lilja Valdimars- dóttir, en hún hóf sitt hljóðfæra- nám sem hornleikari við sveitina á upphafsárum hennar. Hún stundaði síðar framhaldsnám í Svíþjóð og er einnig hljóðfæra- Ieikari við Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Karl Sijgurbjörnsson biskup Islands „Á þriðja þúsund einstaklingar þurftu að þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól, og það í mesta góðæri Islandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem ættu samkvæmt viðurkenndum grundvallarsiðgildum okkar þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að. “ o úr nýárspredikun, x janúar 1999. Úr yfirlýsingu Rauða kross íslands: „Við íslendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma, atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara." Desember 1998. Oryrkjabandalag íslands Bræðra- leikur í Múlanum BRÆÐURNIR og píanistarnir Jón og Carl Möller leika í Múlan- um, Sóloni Islandusi, annað kvöld, sunnudag, kl. 21.30. Með þeim leika þeir Birgir Bragason á bassa og slagverksleikarinn Guðmundur Steingrímsson. Þeir bræður, Jón og Carl, hafa leikið um árabil með þekktum hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins og hafa víða komið við á tónlistarferli sínum, segir í frétta- tilkynningu. Carl Möller er starfandi hljóð- færaleikari og tónlistarkennari og hafa verk eftir hann verið flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi ásamt því að frumflutt hafa verið verk eftir hann á undangengnum djass- hátíðum. Jón Möller er einnig starfandi hljóðfæraleikari. Jón hefur að mestu leikið sem „dinnerpíanisti“ síðari misserin. -------------- Skólatönleikar Tónskóla Sigursveins ÞRENNIR vortónleikar á vegum Tónskóla Sigursveins verða um helgina. Tónleikar Suzukideildar verða í Grensáskirkju í dag kl. 11. Þar munu um 70 börn leika verk eftir ýmsa höfunda á fiðlu, selló og píanó, ýmist saman í litlum hópum eða einsömul. A morgun, sunnudag, verða tón- leikar Breiðholtsdeildar Tónskól- ans í sal skólans í Hraunbergi 2 kl. 14. Sama dag verða tónleikar al- mennrar deildar skólans í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar kl. 17. Á efnisskrá eru, auk einleiksverka, mörg samleiksverk, þar á meðal gítarkonsert eftir Vivaldi. -----♦-♦-♦---- Nýjar bækur • LÖGMÁLIN sjö um velgengn- ina eftir Deepak Chopra í þýðingu Gunnars Dal hefur verið endurút- gefín. I bókinni fléttar Chopra saman eðlisfræði og heimspeki, hinu andlega og gagnlega og aust- urlenskri speki og vestrænni vís- indahyggju. Utgefandi er Bókaútgáfan Vöxt- ur. Verð: 2.250 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.