Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 60
fíO LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Margrét Katrín
Jónsdóttir var
fædd í Strandhöfn í
Vopnafirði 1. febrú-
ar 1937. Hún lést 23.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hrafnhildur
Helgadóttir, f. 25.
júní 1917, d. 23. júní
1991, gift Jörgen
Sigmarssyni, f. 29.
mars 1913, d. 18.
^ mars 1999, og Jón
Björnsson málara-
meistari, f. 30. júh'
1903, d. 30. júlí
1980, kvæntur Gretu Björnsson
listmálara, f. 25. janúar 1903, d.
14. október 1985. Eftirlifandi
systkini Margrétar sammæðra
eru: 1) Laufey, f. 27. mars 1942.
2) Sverrir, f. 7. maí 1943, maki
Sigurbjörg Guðmundsdóttir. 3)
Sigmar, f. 12. maí 1945, maki
Jónheiður Bjömsdóttir. 4) Helgi,
f. 12. febrúar 1947, maki Stein-
unn Gunnarsdóttir. 5) Hjalti, f.
10. september 1951, maki Anna
Birna Sigurðardóttir. 6) FIosi, f.
10. september 1951, maki Helga
- Ólafsdóttir. 7) Jónína Sigríður, f.
21. janúar 1956. Systkini Mar-
grétar samfeðra eru: 1) Margrét
Betty, f. 9. september 1930, d.
15. maí 1997, maki Bragi Einars-
son, d. 9. desember 1994. 2) Kar-
in, f. 24. júlí 1933, maki Jón Þor-
varðarson. 3) Sigurbjörg, f. 20.
desember 1937, maki Jóhannes
Ingibjartsson. 4) Guttormur
Jónsson, f. 13. maí 1942, maki
Emilía Petrea Ámadóttir.
Margrét ólst upp hjá hjónun-
um Hildi Sigurðardóttur og
Guðjóni Jósefssyni í Strandhöfn
í Vopnafirði fram yfir fermingu,
en fiuttist þá til Reykjavíkur til
föður síns og konu hans. Hjá
þeim átti hún heimili alla tið þar
til þau létust.
Fyrir tæpum mánuði hringdi ég í
Möggu frænku og sagði: „Sæl
Magga mín, ég ætlaði bara að
hringja til að þakka þér fyrir dúk-
inn sem þú sendir á gamla borð-
stofuborðið sem þú gafst mér. Dúk-
urinn er dásamlega fallegur en ég
er reyndar búin að gefa Grétari
frænda borðið. Hann langar að
nota plötuna til að smíða sér stofu-
4borð og hefur betra pláss fyrir það
heldur en ég.“ „Jæja,“ svaraði
Magga. „Það er stórfínt, Grétar er
svo laginn að hann á eftir að smíða
sér gott borð úr þessu. Það á ef-
laust eftir að reka á þínar fjörur
annað borð og þá verð ég ekki í
vandræðum með að finna í dúka-
safninu mínu fallegan dúk á það. Þú
veist líka jafnvel og ég að allt sem
maður gefur í hvaða formi sem það
er, kemur til manns aftur, einhvern
tímann í einhverri mynd.“
Þetta samtal lýsti á margan hátt
lífssýn Möggu frænku á Löngu-
mýri. Á tímum þar sem eigingirni
og sérhagsmunahyggja eru allsráð-
andi, ræktaði hún með sér kærleika
og umburðarlyndi gagnvart mönn-
um og málleysingjum. Hún kom
fram við fólk af siðferðilegri virð-
ingu sem er inntak þess að geta
sýnt öðrum kærleika. Slík fram-
koma kallar á heiðarleg svör og
þannig skapast grunnur til tjá-
skipta sem einkennist af hrein-
skilni, sanngirni og víðsýni. Sam-
skipti á þessum nótum höfða til
fólks á öllum aldursstigum og voru
að mínu áliti ástæða þess að Magga
var í huga okkar systkinanna miklu
meira en föðursystir og frænka,
jlún var vinur. Vinur sem gaf böm-
um öðruvísi gjafir, unglingnum í
okkur tækifæri á að ræða um trú-
arbrögð og pönk á opinskáan hátt,
námsmanninum í okkur tækifæri til
að ræða um gagnsemi menntunar,
foreldrinu í okkur tíma til að ræða
um uppeldi og samfélagsgildi. En á
þann hátt voru umræðurnar að
■ lafnvel þó að hún væri á öndverðri
Hún gekk í kvöld-
skóla KFUM. Vetur-
inn 1956-57 var hún
í húsmæðraskólan-
um á Varmalandi.
Til Noregs fór hún í
bæði biblíuskóla og
handmenntaskóla. Á
þessum árum vann
hún við ýmis störf,
m.a. á vinnustofunni
á Kleppi, í bóka-
verslun o.fl. Ur
handavinnudeild
Kennaraskóla fs-
lands útskrifaðist
hún vorið 1967 og
sama haust hóf hún kennslu við
Húsmæðraskólann á Löngumýri
í Skagafirði. Þar kenndi hún til
ársins 1972 er hún tók við skóla-
stjóm. Þeirri stöðu gegndi hún
á meðan skólinn starfaði og tók
si'ðan við forstöðu Löngumýrar
fyrir þjóðkirkjuna. Hún tók
virkan þátt í menningar- og fé-
lagsstarfi í Skagafirði. Var m.a.
í stjóra Félagsheimilisins Mið-
garðs og Menningarsjóðs Mið-
garðs, í byggðasafnsnefnd,
Soroptimistaklúbbi Skagafjarð-
ar og í Kvenfélagi Seyluhrepps.
Hún var m.a. einn af stofnend-
um „Englakórsins“ sem var
einskonar undanfari Rökkur-
kórsins. Hún var meðhjálpari í
Víðimýrarkirkju, safnaðarfull-
trúi Glaumbæjarsóknar og sat í
16 ár sem fulltrúi Norðurlands
vestra á kirkjuþingi. Hinn 24.
apríl 1997 var hún sæmd riddar-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir vel unnin störf að félags-
og velferðarmálum.
Minningarathöfn um Mar-
gréti verður í Sauðárkróks-
kirkju í dag og hefst klukkan
13. TJtför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 3.
maí og hefst athöfnin klukkan
10.30.
skoðun, lokaði hún aldrei á með ein-
hliða fullyrðingum. Þannig spurði
ég hana í fyrra hvort hún hefði trú-
að því, þegar ég ræddi við hana fyr-
ir fimmtán árum um hvað kirkjur
höfðuðu lítið til mín, að í dag væru
fallegar kirkjur með mínum uppá-
haldsstöðum. Hún sagði: „Já, ég
trúi því vel, svona ferli er bara hluti
af því sem felst í að vera hugsandi
manneskja.“
Þessi sérstaka umhyggja fyrir
velferð fólks var í mínum huga
sönnun þess að Magga náði framar
öðrum sem ég þekki að varðveita
kristin lífsgildi í breytni sinni. Hún
var óeigingjarnasta manneskja sem
ég hef kynnst um ævina. Lífssýn
hennar hefur eflaust hjálpað henni
við að hafa nennu til að ýta á og
styrkja tengsl í ætt okkar, þar sem
margir lifa nokkuð út af fyrir sig.
Einhvern veginn hef ég það á til-
finningunni, að fréttir af meðlimum
og málefnum innan fjölskyldunnar
eigi eftir að minnka meira en h'tið
við fráfall hennar. Hluti af þessu
tenglastarfi Möggu voru tvö ættar-
mót sem hún stóð fyrir, annað var
haldið á Löngumýri og hitt á Laug-
um í Dalasýslu síðastliðið sumar, þá
skynjaði maður sterkt stöðu henn-
ar og hlutverk innan fjölskyldunn-
ar. Og þó að hún væri ekki hluti af
hefðbundinni kjarnafjölskyldu, var
hún örugglega stór hluti af mörg-
um fjölskyldum. Ég vona bara að
við höfum látið hana fínna það sem
skyldi.
Magga var í senn heimskona og
sveitakona. Þessi blanda finnst mér
endurspeglast í því sérstaka and-
rúmslofti sem er að finna á Löngu-
mýri. Staður sem geislar af friði,
hlýju og látleysi, er í hugum
margra og ólíkra hópa orðinn að
sérstakri vin í tilverunni. I raun er
þetta kennslubókardæmi fyrir
landsbyggðina um á hvern hátt má
byggja upp staði sem draga til sín
fólk og líka sýnishorn af því að
stemmning verður aldrei keypt,
hvorki með auglýsingum eða dýr-
um innréttingum. Hún skapast með
innréttingu þess fólks sem þar
starfar. Þó að Magga bæri titil for-
stöðukonu, gerði hún sér grein fyr-
ir að starfsemi sem þessi grundvall-
ast á sveigjanleika og því vann hún
sem altmuligt-starfsmaður sem
gekk í þau störf sem þurfti að
vinna.
Að nefna hundinn sinn Káta-Kela
lýsir vel lundarfari Möggu, sem var
í mörgu líkt lundarfari afa Jóns.
Hún var hlý, kát, hláturmild og
spontant, sem eflaust hefur auð-
veldað henni lífið á margan hátt.
Gott dæmi um þetta er þegar hún
hringdi í Lalla bróður snemma á
laugardagsmorgni og sagðist hafa
dottið niður á eldgömul sænsk mál-
arablöð og datt í hug að panta bók
um gamlar málaraaðferðir fyrir
hann, hvernig honum litist á það?
Svo las hún á sænsku upp úr mál-
arablöðunum, með hláturrokum inn
á milli, ákvað síðan áður en símtal-
inu lauk að panta bókina, og f síð-
ustu viku kom sendingin til Lalla.
Fráfall Möggu hefur leitt okkur
enn á ný til vangaveltna og hugsana
um lífið og tilgang þess. Magga
frænka barst ekki mikið á í verald-
legum gæðum, hún flaug ekki hátt í
loftbólufrægð hégómans eða stóð á
pöllum til að úthrópa athafnir eða
persónur, þó vissulega hafi margt í
fari samtímans manna farið í taug-
arnar á henni. En með þögulu for-
dæmi sínu og samræmi milli orða
og athafna, sýndi hún okkur hvað
skiptir mestu máli til að hafa áhrif á
hegðun annarra - gott fordæmi.
Við sem stöndum eftir munum
sakna hláturs hennar og hlýju
óendanlega mikið um ókomna tíð.
En ótímabær dauði hennar kallar
líka á að við sýnum lífsstarfí hennar
vfrðingu, með því að axla ábyrgð og
efla siðferðisstyrk okkar og dóm-
greind í þeim verkefnum sem við
tökum okkur fyrir hendur.
Elsku Magga, takk fyiir það sem
þú gafst.
Helena og Lárus Guttormsbörn.
Sviplegt andlát Margrétar hálf-
systur okkar þ. 25. apríl kom eins
og reiðarslag yfir okkur systkinin
frá Bökkum. Við hittumst síðast
fyrir rétt rúmum mánuði er við
fylgdum föður okkar til grafar og
þrátt fyrir raunalegt tilefni áttum
við góða stund saman systkinin að
lokinni athöfn. Síst grunaði okkur
að þar ættum við okkar hinstu
stund með Möggu, svo full af lífi og
krafti sem hún var þá. Hún var
elsta barn móður okkar en ólst ekki
upp með okkur hinum, þar að baki
lá raunasaga sem aldrei var rædd á
okkar heimili. Sem börn höfðum við
lítil kynni en eftir því sem árin liðu
varð sambandið sífellt meira og
nánara og okkur öllum til mikillar
ánægju. Þegar við hugsum um
Möggu systur detta okkur fyrst í
hug orðin „glöð og góð“, þau lýsa
henni betur en flest annað. Það var
hreinlega mannbætandi að vera í
návist hennar. Við gátum rætt um
alla skapaða hluti við hana og víð-
sýni hennar og ótrúleg kímnigáfa
gerðu hvert samtal sérstakt. Við
munum seint gleyma dillandi hlátri
hennar á góðum stundum og ríkri
samúð ef einhver átti bágt. Hún var
Ijóðelsk og tónelsk og oft var sung-
ið saman. Hún hringdi stundum ef
hún var að rifja upp eitthvert lag og
þá var sungið frá báðum endum lín-
unnar og hlegið og skrafað á milli.
Magga var mannvinur og við vit-
um að margir áttu henni gott að
gjalda. Hún uppskar líka á þann
hátt sem best hæfði henni, með vin-
áttu og virðingu fjölmargra. Hún
var mikill dýravinur og fádæma góð
við allar skepnur. Hún gaf smáfugl-
unum og hröfnunum, dekraði hest-
ana sína svo að líklega hefur verið
illmögulegt að temja þá og allir sem
til þekkja vissu hvflíka ofurást hún
hafði á kettinum sínum honum
Nikulási og síðar hundinum Káti
Kela sem nú saknar fóstru sinnar
sárt.
Við minnumst ljúfra stunda er
við sátum með henni í litlu íbúðinni
hennar heima á Löngumýri með
eitthvað gott í glasi eða súkkulaði á
borði og hlustuðum á góða tónlist
langt fram eftir nóttu. Hún lagði
sig fram um að kynnast bömum
okkar og barnabörnum og nú minn-
ast þau góðrar frænku sem alltaf
var gaman að hitta.
Við eigum erfitt með að sætta
okkur við andlát hennar en vitum
að vegna sterkrar trúar hennar og
manngæsku hefur hennar verið
þörf í landi eilífðarinnar, þar mun
hún eiga góða heimkomu. Við
minnumst hennar með virðingu og
kærleika.
Systkinin frá Bökkum.
Gengin er kær frænka okkar og
vinur og það skyndilega og óvænt.
Hún Margrét á Löngumýri eða
Magga frænka hefur í fjölskyldu
okkar átt sérstakan sess því við átt-
um því láni að fagna að þrátt fyrir
að ævistarf hennar hafi verið norð-
an heiða, hafði hún áhuga fyrir
frændfólkinu fyrir sunnan og rækt-
aði við það vináttu. Hún var gest-
risin og fáir ættingjar fóru svo um
Skagafjörðinn að ekki væri litið inn
hjá henni og öllum ættingjum sín-
um var hún aufúsugestur. Það var
ekki síst hjá Möggu sem við frétt-
um um það sem gerðist innan stór-
fjölskyldunnar og eftir þvf sem árin
liðu og fækkaði í kynslóð foreldra
okkar var eins og það kæmi í henn-
ar hlut að halda utan um fjölskyldu-
tengslin bæði í blíðu og stríðu. Hún
var með hverju og einu okkar í
sorgum jafnt sem gleði.
Ogleymanleg eru okkur ættar-
mótin tvö sem Magga átti stærstan
hlut í að hrinda í framkvæmd en
það fyrra var haldið 1990 á Löngu-
mýri þar sem samankomnir voru
niðjar ömmu okkar og afa, Mar-
grétar Katrínar Jónsdóttur og
Bjöms Stefánssonar. Þar var
Magga ekki aðeins í hlutverki gest-
gjafans heldur naut fjölskyldan list-
rænna hæfíleika hennar til söngs
og undirleiks í stfl ömmu sinnar og
alnöfnu. Síðara ættarmótið var
haldið síðastliðið sumar vestur í
Dalasýslu í minningu langafa okkar
og langömmu, sr. Jóns Guttorms-
sonar prófasts í Hjarðarholti og
konu hans Guðlaugar Jónsdóttur. I
þeim undirbúningi kom fram að
Magga hafði kynnst mun fleiri
frændsystkinum í þes.sum stærra
hópi ættmenna en mörg okkar
hinna. Þarna ríkti mikil gleði þar
sem frændfólk endurnýjaði gömul
kynni og stofnaði til nýrra. Sam-
koman fór fram undir styrkri
stjórn Möggu þótt vissulega legðu
nokkrir henni lið og eins og áður
var fjöldasöngur sjálfsagður liður á
dagskránni, með henni í aðalhlut-
verki. Já, hún var hrókur alls fagn-
aðar hún Magga frænka okkar.
Hún minnti okkur oft á hana
ömmu okkar og alnöfnu sína.
Amma hafði haft þann sið á jólum
svo lengi sem við munum og hennar
naut við að fá fjölskylduna til að
syngja með sér á jólunum Gils-
bakkaþulu eftir sr. Kolbein Þor-
steinsson við gamalt íslenskt þjóð-
lag og spilaði hún sjálf undir. Þess-
ari venju vildi Magga viðhalda og
mátum við það við hana og sungum
þá öll 26 erindin af lífsins list þegar
tækifæri gáfust á jólum. Einnig
þetta eru í minningunni ógleyman-
legar stundir.
Ævistarfi hennar var ekki lokið
og framundan var síðar meir að
eiga heimili sitt hér í Reykjavík þar
sem hún hafði fest kaup á nýrri
íbúð í Grafarvogi. í heimsóknum
sínum hingað suður hafði hún und-
anfarið eytt dijúgum tíma í að búa
þar í haginn fyrir sig.
Sannarlega hefðum við kosið að
njóta samveru við hana lengur, jafn
fastur punktur sem hún var í til-
vera okkar en hér verðum við að
kveðja. Eftir standa margar góðar
minningar. Við þökkum af alhug
allt sem hún var okkur systkinun-
um og fjölskyldum okkar. Systkin-
um hennar og fjölskyldum þeirra
vottum við samúð okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
MARGRET KATRIN
JÓNSDÓTTIR
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Rannveig og Þórarinn Björa.
Minn Guð og herra, hjartað mitt
þinn helgidóm lát vera,
og dýrstan unað orðið þitt mig alla
daga bera.
Eg geng þá fús í heilagt hús
að hlýða röddu þinni,
og heim svo fer, að eftir er
þitt orð í sálu minni.
(Sr. Björn Halldórsson í Laufási)
Bænaversið, sem hér er haft að
yfirskrift kveðjuorða við leiðarlok
mætrar vinkonu okkar, er sótt í
sálmasjóð sr. Björns í Laufási.
Ekki er það valið óíyrirsynju, held-
ur vegna þess, að bænin lýsir af-
stöðu Margrétar á Löngumýri.
Hún var trú kristnum lífsviðhorfiim
í allri þjónustu. Margþætt störf
hennar í þágu kristni og kirkju
báru fágætu heillyndi fagurt vitni.
Hjarta hennar var helgidómur og
orð Guðs bar henni dýrstan unað
alla daga. Að upplagi var hún fag-
urkeri, enda listir henni hugleiknar.
Um langt skeið kenndi hún hann-
yrðir og var snjöll vefjarlistakona.
En okkur, sem kynntust henni, er
jafnframt sérstaklega í minni,
hversu hún naut fagurbókmennta
og gat hrifið aðra með sér í heill-
andi heim þeirra. Svo hugleikin
voru henni vel gerð ljóð, að allt frá
bernsku og til æviloka lærði hún
urmul ljóða utan að. Var þar ekki
komið að tómum kofum. Gat hún
þulið hvert kvæðið á fætur öðru af
næmum skilningi og einlægri innlif-
un. Slíkar ljóðavökur upplifðum við
í setustofunni að Löngumýri. Já,
þar var mörgum kær áningarstað-
ur. Hvort heldur vom börn, ung-
lingar eða aldraðir, þá þótti öllum
þar gott að vera. Var það sannís-
lenskt mennta- og menningarsetur.
Fullyrða má að margþættir hæfi-
leikar Margrétar og næm tilfinning
fyrir gildi góðrar listar hafi átt
mestan þátt í því að veita Löngu-
mýri þá reisn að staðurinn varð í
hugum allra lifandi kirkjumiðstöð.
Margrét var óþreytandi baráttu- og
hugsjónakona fyrir viðgangi stað-
arins. En því er ekki að neita, að oft
hefur verið á brattann að sækja og
þungt fyrir fæti að fá stuðning við
nauðsynlegt viðhald húsa og aukna
uppbyggingu Löngumýrar. Nú er
þar hljótt. í Skagafirði og víða um
land verður fjölmörgum hugsað
þangað heim með trega. Menn
sakna vinar í stað; hennar, sem með
einlægri glaðværð og sannri alvöru
setti svip á samfélagið, vakti menn
oftar en ekki til hugsunar um
margþætt og brýn framfaramál.
Líklega hugsar margur sem svo:
„Hver mun reisa við merkið? Hver
mun hefja sókn í anda Margrétar á
Löngumýri? Já, hver mun sýna það
þolgæði sem störf hennar bera vitni
um?“ Við spurningum sem þessum
hefði Margrét ekki hikað, en svai-að
að bragði: „Afram liggja sporin!
Guð gefur styrkinn."
Fyrir störf Margrétar Jónsdótt-
ur í þágu kirkjunnar í Hólastifti era
þakkir fluttar. Megi minning henn-
ar lifa í samfélagi okkar.
Matthildur og Bolli á Hólum.
Allar stundir okkar hér,
er mér ljúft að muna.
Hjartans þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
Þetta vísukorn var oft sett á blað
er leiðir skildu á Löngumýri áður
fyrr og stundum blikuðu tár á auga.
Það blikuðu líka tár þegar sú fregn
barst um Skagafjörð laugardaginn
24. apríl, að hún Margrét á Löngu-
mýri væri látin. Við fundum öll hve
mikið við höfðum misst og hve mik-
inn þátt hún hefur átt í mannlífi
hér.
Það var ekki létt verk sem tvær
ungar Reykjavíkurstúlkur, Mar-
grét Jónsdóttfr og Hólmfríður Pét-
ursdóttir, tóku að sér haustið 1967,
að veita forstöðu Húsmæðraskólan-
um á Löngumýri. Heiðurskonurnar