Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 61

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L MAÍ 1999 61 MINNINGAR Ingibjörg Jóhannsdóttir og vinkona hennar Björg Jóhannesdóttir, höfðu ákveðið að láta af störfum og flytjast burt úr héraðinu, eftir að Ingibjörg hafði áður gefíð Þjóð- kirkjunni Löngumýrarstað. En þessar ungu konur reyndust vand- anum vaxnar og vel það, tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið og spunnu nýja, oft við erfíðar aðstæð- ur og þeim framandi. En þær létu engan bilbug á sér fínna. Hjá okkur eldri nemendum frá Löngumýri, sem höfðu litið á staðinn sem okkar annað heimili, var nokkur kvíði. Hvernig skyldu þessar ungu konur taka okkur, vildu þær nokkuð með okkur hafa? En sá ótti var ástæðu- laus, því allt frá fyrstu tíð var okkur hinum eldri tekið af stakri ljúf- mennsku og hlýju og við fundum okkur alltaf velkomnar. Fyrir allt það skal þakkað. Aðstæður breyttust. Hólmfríður stofnaði heimili og fluttist burt, en hún Margrét okkar varð eftir og það var mikið lán, ekki bara fyrir Löngumýrarstað, heldur líka fyrir mannlíf hér í Skagafirði. Um þetta leyti voru horfur á að húsmæðrafræðsla í landinu yrði lögð niður í því formi sem verið hafði um árabil. Margrét barðist í lengstu lög fyrh’ sínum skóla og hélt úti kennslu, eins lengi og fært var, en varð að lúta fyrir breyting- um um síðir. En Margrét var ekki sú manngerð, sem leggur árar í bát. Hún fann Löngumýri nýjan starfsvettvang á mörgum sviðum. Hún setti á stofn alls konai- nám- skeið og gefandi starfsemi og síðar það sem hún varð raunar þjóðþekkt fyrir, sumardvöl fyrir eldri borg- ara, starfsemi sem hefur verið á Löngumýri um árabil og notið geysilegra vinsælda eldri borgara um allt land. Þar komu vel í ljós hæfíleikar Margrétar til mannlegi’a samskipta. Hún var elskuð og dáð af öllu því fólki sem dvalið hefur hjá henni og margir komu aftur og aft- ur. Ekki vil ég láta hjá líða að minn- ast á hvernig Margrét reyndist þeim Ingibjörgu Jóhannsdóttur og Björgu, eftir að þær fluttust suður. Þessar konur voru henni í raun áð- ur ókunnugar og vandalausar, en hún var óþreytandi að heimsækja þær í Reykjavík, hringja og segja fréttir úr Skagafirði og eftir að heilsu Ingibjargar fór að hraka og hún missti sjón, tók Margrét segul- bandið og las sögur, söng og sagði fréttir. Enn var þröstur farinn að verpa í garðinum, stóra reynitréð farið að springa út o.fl. o.fl. Ef eldri nemendui- komu í heimsókn sagði hún: „Endilega segðu eitthvað inn á bandið til hennar Ingibjargar, ég er með eitt í tækinu sem ég er að safna á núna.“ Svona var Margrét, nærgætin, hugsunarsöm og trygg. Ég veit að allt þetta gladdi Ingi- björgu mjög og stytti henni stund- ir. Fyrir sex árum gengum við Mar- grét saman til liðs við Soroptimista- hreyfinguna. 011 markmið þeirrar hreyfingar eni eins og lýsing á lífs- stefnu Margrétar: „Að gera háar kröfur til siðgæðis. Að vinna að mannréttindum, einkum kvenna. Að efla vináttu og einingu. Að auka hjálpsemi og skilning." I klúbbnum okkar höfum við átt margar góðar stundir saman og minnist ég allra yndislegu fundanna á Löngumýri, samvera í Munaðarnesi og síðast en ekki síst síðastliðins vetrar, þeg- ar við unnum saman að undirbún- ingi landsfundar Soroptimista, sem við héldum hér í Skagafirði, aðeins viku fyrir andlát okkar elskulegu systur Margrétar. Ekki gi-unaði mig, þegar ég kvaddi hana í Ljós- heimum aðfaranótt 18. apríl sl. og þakkaði henni samstarfið, að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Við leiðarlok þakka ég Margréti margra ára samfylgd. Blessuð sé minning mætrar konu. Megi hún hvíla í friði. Kristbjörg Guðbrandsdóttir. • Fleiri minningargreinar uni Margréti Katrínu Jónsdóttur bíða biriingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURRÓS ÁRNADÓTTIR, Grundargerði 28, Reykjavík, andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 20. apríl á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna veikinda, andláts og útfarar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Rvk. á deild B6, B7 og B4. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Kjartansdóttir, Sigurbergur Hansson, Auður Kjartansdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Gunnar Sævar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RÓSA DÓRA HELGADÓTTIR, Heiðarlundi 6B, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 28. apríl. Pétur Jósefsson, Helgi Pétursson, Lísa María Pétursson, Halldór Pétursson, Kristín Höskuldsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Óliver J. Kentish, Hólmfríður Pétursdóttir, Tryggvi Pálmason, Arnkell Logi Pétursson, Þorkell Máni Pétursson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir og afi, KARL ÓLAFUR GUÐLAUGSSON, Suðurvangi 15, Hafnarfirði, áður til heimilis á Garðaflöt 1, Garðabæ, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 22. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurdís Halldóra Eriendsdóttir, Guðlaugur Kristinn Karlsson, Elísabet Sigvaldadóttir, Erlendur Páll Karlsson, Helga S. Sveinsdóttir, Gísli Karl Karlsson, Linda Björk Karlsdóttir, Marcelo Eguiluz og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SABÍNA SIGURÐARDÓTTIR frá Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 29. apríl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför SVÖVU ÁRNADÓTTUR, Bólstaðarhlíð 41. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðarbæjar og Landakots á deild L-1. Óskar Emilsson, Birgir L. Blöndal, Áslaug Steingrímsdóttir, Hafdís Óskarsdóttir, Hlynur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, HENRÝ NÍELS LAXDAL, Lakeland, Flórída, lést á heimili sinu að kvöldi fimmtudagsins 29. apríl. Bálför hans fer fram frá Lakeland Funeralhome Memorial Garden 3. maí kl. 14.00 að íslenskum tíma. Minningarathöfn um hinn látna verður haldin í Svalbarðseyrarkirkju og verður auglýst síðar. Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Kristín Laxdal. + Elskuleg móðir okkar, FANNEY JÓSEFSDÓTTIR frá Ytri-Hrafnabjörgum, Dalabyggð, lést föstudaginn 23. apríl á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Garðvangi, Garði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Finnsson, Þorfinnur Steinar Finnsson. + Faðir okkar, VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON frá Sæbóli í Aðalvík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, að morgni föstu- dagsins 30. april. Ásgeir Vilhjálmsson, Geir Viðar Vilhjálmsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Ingi H. Vilhjálmsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Guðrún S. Vilhjálmsdóttir. + Elskulega systir okkar, mágkona og frænka, MARGRÉT KATRÍN JÓNSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu föstudaginn 23. apríl, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. maí kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kapellusjóð Löngumýrar, Búnaðarbanka ís- lands, Varmahlíð, reikn. nr. 650929, eða líknar- stofnanir. Karin Jónsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Guttormur Jónsson, Laufey Jörgensdóttir, Sverrir Jörgensson, Sigmar Jörgensson, Helgi Jörgensson, Hjalti Jörgensson, Flosi Jörgensson, Jónína Sigríður Jörgensdóttir, systkinabörn og Jón Þorvarðarson, Jóhannes Ingibjartsson, Emilía Petrea Árnadóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Jónheiður Bjömsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, Anna Birna Sigurðardóttir, Helga Ólafsdóttir, fjölskyldur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS SIGURGEIR HELGASON vélvirki, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 4. maí kl. 10.30. Helga Jóhanna Kristjánsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Egill Jónsson, Erla Magnúsdóttir, Helgi Marinó Magnússon, Ingunn G. Björnsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Hjörleifur L. Hitmarsson, Jóna Björg Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Regína Hjaltadóttir, barnaböm og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.