Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 62
62 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
-4----------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORGEIR Þ.
ÞORSTEINSSON
v
+ Þorgeir Þórar-
inn Þorsteins-
son var fæddur á
Mið-Fossum í Anda-
kíl 26. ágúst 1902.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 20.
aprfl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
steinn Pétursson
bóndi á Mið-Foss-
um, f. á Grund í
Skorradal 9. mars
1864 , d. 3. mars
1927, og Kristín
Kristjánsdóttir, f. á
Hrafnseyri við Arnarfjörð 3.
október 1860, d. 29. desember
1951.
Þorgeir stundaði nám við
Hvítárbakkaskólann
1917-1919. Hann átti heima á
Mið-Fossum til ársins 1951, en
vann á ýmsum stöðum í hérað-
inu, meðal annars við vegagerð
og brúarsmíði, auk þess sem
hann vann við bú Péturs bróður
síns á Mið-Fossum.
Þorgeir fluttist að Grund í
Skorradal í maí árið 1951 og
gerðist bústjóri hjá
Guðrúnu Davíðs-
dóttur, ekkju
frænda síns, Péturs
Bjarnasonar, og átti
þar heima til dauða-
dags.
Þorgeir og Guð-
rún eignuðust eina
dóttur, Aslaugu, f.
5. maí 1953. Hún er
gift Ragnari On-
undarsyni og eiga
þau tvo syni, Þoi'-
geir, f. _ 15. júní
1978, og Önund Pál,
f. 27. maí 1982.
Guðrún átti fjögur börn með
eiginmanni sínum, Pétri
Bjarnasyni, Bjarna, f. 30. aprfl
1936, kvæntan Magneu Kol-
brúnu Sigurðardóttur og eiga
þau þijú börn; Guðrúnu, f. 29.
júlí 1937, og á hún einn son; Da-
víð, f. 2. aprfl 1939, kvæntan Jó-
hönnu Guðjónsdóttur og eiga
þau fjögur börn og Jón, f. 3.
mars 1942.
Útför Þorgeirs fer fram frá
Hvanneyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
'' Eftir páska gerði hart vorhret,
eins og oft áður. Okkur hættir til
að láta_ vorhretin koma okkur á
óvart. A sama tímabili átti ég oft
erindi upp á Akranes út af öðru
áhlaupi. Reykurinn úr skorsteini
Sementsverksmiðjunnar var dög-
um saman láréttur undan norð-
austan kalda og bar hornrétt við
strompinn. Rétt horn getur verið
eins konar táknmynd þess sem rétt
er gert, t.d. tákn rétts lífernis.
Þriðjudaginn 20. apríl s.l., snemma
morguns, lést tengdafaðir minn
Þorgeir Þórarinn Þorsteinsson frá
Grund í Skorradal, 96 ára að aldri.
Einmitt þennan morgun lægði
loksins. Það varð svartalogn, eins
og það var stundum kallað í
Skorradalnum þegar vatnið var
spegilslétt og Skarðsheiðin spegl-
aðist kolsvört í því. Hvítur reykur-
inn frá verksmiðjunni steig beint
til himins. Hretinu var lokið og vor
í lofti. Endir sem markaði nýtt
upphaf.
Þorgeir lá síðustu vikurnar á
Sjúkrahúsi Akraness, en heilsa
hans hafði verið slík að þrátt fyrir
háan aldur hafði hann getað dvalist
heima á Grund og haft fótaferð
flesta daga. Heyrnin var farin að
versna, en minnið með öllu óbilað.
Öðru hvoru þurfti hann þó að
leggjast inn síðustu árin, enda orð-
inn háaldraður og mótstaðan að
þverra. Vonir um að einnig að
þessu sinni mætti breyta atburða-
rásinni brugðust, þrátt fyrir frá-
bæra umhyggju og alúð starfsfólks
sjúkrahússins, sem ég held að sé
um flest til fyrirmyndar. Hún er
ekki öfundsverð aðstaðan sem
læknar lenda í, að þurfa að taka af-
stöðu til þess hvort áfram skuli
barist hverju sinni eða ekki. Og
mannlífið er sínum ströngu lögmál-
um háð. Allt er af moldu komið og
allt hverfur aftur til moldar. Ekki
fá læknar því breytt.
Ég þekkti Þorgeir í 36 ár. Það
var vorið 1963 sem ég kom fyrst til
sumardvalar að Grund, þá á ellefta
ári. Afi minn, Ragnar Ásgeirsson
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is-
lands hafði lagt á ráðin um þetta.
Hann hafði vegna starfa sinna
kynnst fjölmörgum bændum víða
um land, ekki síst sem fararstjóri í
bændaferðum sem þá voru reglu-
legar milli landshluta. Hann var
vinmargur maður og átti víða inn-
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN KRISTINN SVEINBJÖRNSSON
veggfóðrarameistari,
Njarðargötu 45,
verður jarðsunginn frá Hailgrímskirkju mánu-
daginn 3. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Hallgrímskirkju.
Ólína Elínborg Kristleifsdóttir,
Helga Stefánsdóttir, Hrafnkell Þórðarson,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristján Daníelsson,
Sveinbjörn Kr. Stefánsson, Klara Ragnarsdóttir,
Nína Stefánsdóttir, Örn Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÞORSTEINSSON
trésmiður,
, Rauðarárstíg 5,
sem lést sunnudaginn 25. apríl, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
4. maíkl. 15.00.
Ingólfur Einarsson, Þórdís Kr. Öfjörð,
Guðbjörg Einarsdóttir, Finnur Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
komu. Hann var tíður gestur á
Grund og ég veit að það var að vel
athuguðu máli sem hann beitti sér
fyrir því að við þrjú systkinin vor-
um til sumardvalar einmitt á
Grund hvert á eftir öðru. Af þess-
um kynnum leiddi svo síðar að við
Áslaug bundumst nánari böndum,
þannig að ég og fjölskyldan á
Grund höfum átt samleið um lang-
an tíma.
Guðrún Davíðsdóttir, Þorsteins-
sonar frá Arnbjargarlæk, stóð íyrir
búi á Grund. Hún hafði misst mann
sinn, Pétur Bjarnason, rúmlega
þrítug frá fjórum ungum börnum.
En hún hafði ekki látið undan síga.
Árið 1951 kom frændi Péturs, Þor-
geir Þorsteinsson frá Mið-Fossum,
til liðs við hana sem bústjóri. Ás-
laug var fimmta barn hennar, en
hans eina. „Hann var mildur og
réttsýnn maður,“ sagði Andrea Da-
víðsdóttir frá Norðtungu, systir
Rúnu, við mig þegar henni höfðu
verið færð tíðindin, og blikaði tár á
hvarmi. Ég fann að þetta hnitmið-
aða orðalag hitti í mark. Hún lá á
sömu deild og hann. Og einmitt
þegar þessar línur eru ritaðar
berst fregnin um að einnig hún sé
látin, í lok sömu viku. Það er mikill
sjónarsviptir að henni, hún var
óvenju skemmtileg kona.
Á Gnmd runnu leikur og störf
saman í eitt. Ég naut þess í sex
sumur að taka þátt í fjölbreyttum
bústörfum í hópi góðra félaga. Við
öðluðumst svokallað verksvit,
nokkuð sem ekki er lært af bók.
Þorgeir var góður verkstjóri, þolin-
móður, skipti ekki skapi og þurfti
ekki að gefa skipanir. Við strákarn-
ir fylgdum honum bara og reynd-
um að gera eins og hann, vera
sannir sveitamenn. Hver maður
hafði sínar skyldur, bar sína
ábyrgð og var treyst. Vorið 1963
kom Massey Ferguson með
ámoksturstækjum og sláttuvél og
ný vél sem gat bæði snúið og rakað
betur en þær eldri. Þá urðu kafla-
skil og vélvæðingin komst á meiri
skrið. Gamli Farmallinn stóð samt
enn fyrir sínu og dró heyvagninn.
Strákar í sveit þurftu að vera lið-
tækir á vélarnar, kunna að bakka
með vagn og tvíkúpla. Þeir fundu
að þeir gátu skilað drjúgu verki
með aðstoð vélanna og færðust í
aukana við það. Það var mikil upp-
bygging á bændabýlum landsins á
þessum árum og engar tilskipanir
frá EB sem hindruðu okkur í að
taka þátt. Á árunum mínum á
Grund voru byggð ný fjárhús. Odd-
ur á Steinum kom og stjórnaði
verkinu, reiknaði allt hárrétt út í
huganum eða aftan á spýtur, svo
engu munaði. Allir strákar sem
gátu haldið á hamri fengu að vera
með í að slá upp. Við hlustuðum vel
á það sem kallarnir sögðu og sáum
hvernig hæðarpunktar voru teknir
með glærri vatnsslöngu. Þetta voru
góðir og lærdómsríkir tímar. Það
eina sem gat skyggt á var að við
vorum stundum sendir í háttinn áð-
ur en þeir fullorðnu luku verki að
kvöldi.
Það var spennandi þegar smalað
var. Okunnuga féð var skilið frá og
á eftir var farið með kindur að til-
raunabúinu á Hesti, þar sem Einar
á Skörðugili var þá bússtjóri, og
Grundarfé tekið til baka. I fjárhús-
inu á Hesti hittum við kallana úr
Andakíl og Lundarreykjadal, og
þar var Halldór Pálsson jafnan
mættur og heyrðist vel í honum.
Þorgeir naut sín vel á þessum
mannamótum enda mannblendinn
og hafði gaman af umræðuefninu,
sem var mest um búskap, sauðfé
og hesta. Enn meiri viðburður var
þó að fara ríðandi með Geira á
hestamannamót í Faxaborg við
Hvítá, þar sem hann var „ræsir“,
eða í Oddsstaðarétt. Hann átti vini
og kunningja víða um héraðið.
Hann hafði á sínum yngri árum
tekið virkan þátt í tónlistarlífi,
söng í karlakórnum „Bræðrunum"
og átti það til að annast organleik í
Hvanneyrarkirkju.
Sagt hefur verið að innsta kjarna
sjálfstæðisstefnunnar megi fmna í
máltækjunum „sjálfs er höndin
hollust" og „sá veit gjörst hvar
skórinn kreppii' sem ber hann á
fætinum". Þorgeir var ekki yfirlýs-
ingaglaður um stjómmál frekar en
annað, en fylgdi jafnan Sjálfstæðis-
flokknum að málum. Bóndi sem
gengur alla daga ársins til gegn-
inga á ekki erfitt með að sjá sann-
leikskjarna þessara máltækja. Og
nálægð við náttúru og skepnur eílir
skilning á gildi ræktunar. Búskap-
ur verður aldrei byggður á upp-
gripum sem felast í oftöku. Þorgeir
var mótaður af þessum aðstæðum,
vinnusamur, nærgætinn, athugull
og hófsamur í orðum og athöfnum.
Sagði stundum ekki margt en
meinti það sem hann sagði. Jafnan
var hann léttur í lund, ókvartsár,
hláturmildur og orðheppinn og
þessum eiginleikum hélt hann til
þess síðasta. Góður heim að sækja.
Borgarbúar ræða oft um vanda
„landbúnaðarins“ af mikilli innlifun,
en ekki alltaf af sama innsæi.
Stjórnendum samvinnufélaga urðu
vissulega víða á mistök við upp-
byggingu vinnslustöðvanna, en þau
mistök verða ekki tileinkuð bænd-
um sem slíkum. Af þeim mistökum
má læra sitthvað um stjói'nun og
nauðsyn skýrrar ábyrgðar og
beinnar eignaraðildar að fyrirtækj-
um. Þegar hennar nýtur ekki við
vill áherslan á umsvif og stærð
leika lausum hala, offjárfesting og
vannýting era hvarvetna afleiðing
af hégómlegri löngun til að berast
á. Stærðin er nefnilega svo sýnileg.
En stærð lofar ekki forystu. Kaup-
félagið í Borgarnesi hefur bæði orð-
ið að hverfa frá rekstri mjólkurbús
og sláturhúss. Líklega era engin
heimili og engin smáfyrirtæki á Is-
landi betur rekin, upp til hópa, en
bændabýlin. Það er nú öðru nær en
að þetta fólk sé baggi á þjóðfélag-
inu. Mér kemur þetta í hug þegar
ég rifja upp nægjusemi og vinnu-
semi Þorgeirs á Grund og annarra
af sömu kynslóð í Skorradal. Þeir
urðu seint sakaðir um að valda við-
skiptahallanum þeir Haukur á
Horni og Þórður í Haga. Eða
Skarphéðinn í Dagverðarnesi og
bræðurnir á Litlu-Drageyri, Bjöm
og Oddgeir. Allir vora þeir traustir
bændur, minnisstæðir og fjölfróðir
menn sem komu oft á Grand þegar
ég var þar, að finna Rúnu, Geira og
Davíð.
Fyrir ekki margt löngu var
Skorradalshreppur dálítið í frétt-
um. Það er erfitt að vera í fréttum
af því að tímabundnir fréttamenn
blása stundum upp mál, og gefa sér
ekki tíma til að reyna að skilja þau
fyrst til hlítar sjálflr og miðla síðan
réttum og gagnlegum upplýsing-
um. Þeir ná ekki alltaf að vara sig á
slúðrinu, blessaðir. Það var skondið
að heyra þá fjalla um oddvitann
sem meirihlutinn fékk ekkert við
ráðið. Hvílíkur meirihluti! Síðan
hafa verið kosningar og íbúarnir
hafa tekið málin í sínar hendur og
tryggt algjöra samstöðu í hrepps-
nefndinni. En það er víst ekki frétt.
Afkomendur og arftakar þessara
gömlu bænda sem áður voru nefnd-
ir búa í litlu sveitarfélagi og hafa
haldið þannig á málum að það er
fjárhagslega sjálfstætt. Sjálfs er
höndin hollust. Það er ekki einsýnt
að hagstætt sé að sameinast öðru
stærra sem hefur meira umleikis
og skuldar. Stærð lofar nefnilega
ekki forystu heldur í sveitarstjórn-
aimálum. Það kynni að íþyngja íbú-
unum þegar fram í sækir að rísa
undir vaxtabyrðinni. Eftir að Þor-
geir á Grund og Þórður í Haga eru
fallnir frá era íbúarnir í Skorradal
53 talsins. Þeir era því áfram frjáls-
ir að því að ákveða sjálfir hvort
þeirra litla sveitarfélag sameinast
öðram. Sá veit gjörst hvar skórinn
kreppir sem ber hann á fætinum.
Síðustu 20 árin gekk Þorgeir
undir nafninu „afi á Grand“ á mínu
heimili. „Hann eyddi ekki orðum að
hlutum sem engu máli skiptu. Hann
var alltaf þolinmóður og ég sá hann
aldrei reiðast," sagði nafni hans í
vikunni. „Hann hafði gott skopskyn
og var jákvæður til hins síðasta.
Allar minningar um hann ei'u góðar
minningar," sagði sá yngri. Ég varð
aldrei var við að hann glímdi við
nein vandamál, aðeins úrlausnar-
efni. Og hann var án efa óeigin-
gjarnasti maður sem ég hefi
kynnst. Samheldni hefur jafnan
verið mikil innan fjölskyldunnar á
Grand. Vafalaust hefur þungbær
sorg Rúnu er hún varð ekkja á ung-
um aldri styrkt böndin. Nú er mér
hlutur Þorgeirs tengdaföður míns
ofarlega í huga. Hann varð fastur
punktur í lífi Rúnu og tryggði bú-
skapinn með vinnuframlagi sínu.
En seinni árin hafa Davíð og Jó-
hanna haldið merkinu á lofti. Þeim
verður seint fullþökkuð sú umönn-
un sem Geiri hlaut. Það er einstakt
að ná svo háum aldri við svo góða
heilsu og það er einstakt að geta
verið heima svo lengi. Hann fékk
ósk sína uppfyllta og hélt sinni
reisn.
Nú er komið að leiðarlokum. Sér-
hver endir markar þó alltaf nýtt
upphaf. Þó mannlegri skynjun og
skilningi séu sett mörk vítum við
þetta. Minningin um Þorgeir Þor-
steinsson á Grand mun lifa í hugum
ættmenna hans og vina. Blessuð sé
minning hans.
Ragnar Onundarson.
• Fleiri minningargreiniir um
Þorgeir Þ. Þorsteinsson bíða birt-
ingar og riiiiiiu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓSEF SIGURÐSSON,
Hjaltabakka 8,
verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju mánu-
daginn 3. maí kl. 13.30.
Aðatheiður Helgadóttir,
Harpa Jósefsdóttir Amin, Vigfús Amin,
Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, Torfi Karl Antonsson,
Díana Jósefsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem hafið sýnt
mér samúð og vinarhug, á einn eða annan
hátt, við andlát og útför ástkærrar móður
minnar,
MARGRÉTAR DÓRÓTHEU
BETÚELSDÓTTUR
sjúkraliða,
frá Görðum, Sæbóli, Aðalvík,
Bergþórugötu 33,
Reykjavík.
Enn og aftur alúðarþakkir.
Birna Jóhannesdóttir.