Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 63
OLAFUR
TRYGGVASON
+ Ólafur Tryggva-
son matreiðslu-
meistari fæddist í
Reykjavík hinn 28.
mars 1912. Hann
andaðist á St. Jós-
efsspítala í Hafnar-
flrði hinn 25. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans vora
Jónína Guðjónsdótt-
ir frá Miklaholtshelli
í Hrunamanna-
hreppi, f. 8. október
1890, d. 17. janúar
1967, og Jan Toftvik
frá Stavanger í Nor-
egi. Ólafur var elstur sex
bræðra. Næstur honum var Karl
A. Petersen, f. 8. ágúst 1914, d.
3. nóvember 1993; Níels Krist-
ján Svane, f. 17. maí 1918; Carlo
Wilhelm Svane, f. 28. nóvember
1919, d. 11. nóvember 1923;
Carl Wilhelm Kristinsson, f. 12.
september 1923; Marteinn P.
Kristinsson, f. 9. júní 1928.
Eiginkona Ólafs var Margrét
Jónsdóttir frá Gróf í Hafnar-
firði, f. 26. júlí 1918, d. 30. mars
1990, ein af þrettán börnum
hjónanna Guðfinnu M. Einars-
dóttur, f. 10. nóvember 1888, d.
5. ágúst 1982, og Jóns Jónsson-
ar, f. 12. ágúst 1879, d. 26. októ-
ber 1936. Ólafur og Margrét
giftust hinn 25. aprfl 1942. Börn
þeirra eru: 1) Jóna, f. 6. nóvem-
ber 1936. Börn hennar eru Ró-
bert Ólafur Grétar, f. 9. nóvem-
ber 1954, Magnús, f. 24. janúar
1958, Gyða, f. 5. október 1959,
og Ásdís, f. 15. júní 1963. 2) Erl-
ing, f. 24 desember 1944. Börn
hans eru Guðrún Rut, f. 6. júlí
1963, Örn, f. 2. október 1964,
Björk, f. 9. nóvember 1966, og
Margrét, f. 11. mars 1968, d. 6.
október 1970. 3) Ema, f. 28. maí
1949. Dóttir hennar er Helena
Helma, f. 17. ágúst 1966. 4) Mar-
grét, f. 12. mars 1953. Synir
hennar eru Ólafur Þór, f. 21.
aprfl 1970, Gunnar Már, f. 30.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak.
Enn í dag og alla daga
í þinn náðar faðm mig tak.
Anda þinn lát æ mér stjóma,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Þýð. Stgr. Thorst.)
Elsku besti afi minn. Mig langar
að byi’ja á því að þakka þér fyrir öll
góðu árin sem við áttum saman og
þá sérstaklega undanfarin níu ár.
Eftir að amma dó og ég kynntist Óla
mínum sem var alltaf á sjónum eins
og þú forðum. Það voru viss forrétt-
indi að fá að kynnast þér og þínum
mannkostum. Þú varst alltaf boðinn
og búinn að hjálpa og þjóna. Já, þú
byrjaðir snemma að þjóna og þókn-
ast öðrum. Varstu rétt fermdur þeg-
ar þú fórst fyrst á sjóinn, sem vika-
piltur í káetu, eins og þú hefur skrif-
að í minningabókina þína. Eins og þú
orðaðir það í bókinni, þegar þú barst
það undir þau heima, fannst þeim þú
„einum of ungur“ og þurfti víst að
sækja um undanþágu fyrir þig, en þú
hafðir það „endanlega í gegn að fá að
fara á sjóinn“. Mamma þín var jú
með í þinni fyrstu sjóferð, þar sem
hún var skipsjómfrú á Goðafossi og
var fyriryinna heimilisins öll þín
æskuár. I gömlu sjóferðabókinni
þinni ér vel hægt að sjá hvað þú
vannst þig hratt upp á við á þeim
skipum sem þú varst á. Þú varst ör-
ugglega alltaf forkur til vinnu og
hlífðir þér örugglega aldrei. 1929
varst þú orðinn hjálpármatsveinn,
síðan þjónn yfirmanna á Goðafossi,
aðstoðarmatsveinn 1930 á Súðinni,
búnnaður á Brúarfossi 1932 og síðan
annar matsveinn. Og svona hefur
þetta þá gengið koll af kolli, á Detti-
foss fórstu 1935, og Gullfoss 1937
sem annar matsveinn og síðan átti
Landhelgisgæslan þig þegar þú fórst
aprfl 1971, Erling
Örn, f. 30. aprfl
1971, og Sigurður
Fannar, f. 19. októ-
ber 1980. Barna-
barnabömin em nú
sautján talsins.
Ólafur ólst upp í
Reykjavík hjá
ömmu sinni Guð-
björgu Jónsdóttur
frá Akrakoti á
Álftanesi, f. 9. októ-
ber 1850, d. 21, des-
ember 1928, og
móðursystur Sigríði
Guðjónsdóttur.
Hann gekk í Miðbæjarskólann í
Reykjavík og naut þar hand-
leiðslu hins þjóðkunna kennara
Helga Hjörvar. Ólafur var ein-
ungis fimmtán ára að aldri þeg-
ar hann hóf sjómannsferil sinn
sem vikapiltur á Goðafossi.
Hann var til sjós næstu áratug-
ina á skipum Eimskipafélagsins,
Ríkisskipa og Landhelgisgæsl-
unnar. Hann lærði ungur að ár-
um matreiðslustörf um borð í
ms. Esju hjá Viggó Eggertssyni
yfirmatsveini og síðar hjá öðr-
um matreiðslumönnum. Árið
1956 kom Ólafur endanlega í
land og hóf störf um tíma við
matreiðslu í versluninni Sfld og
fiski í Austurstræti. Síðar hafði
hann umsjón, ásamt eiginkonu
sinni, með veitingarekstri Skál-
ans í Hafnarfirði frá 1959-61.
Þá starfaði hann einnig við hót-
elveitingarekstur á Selfossi og í
Borgarnesi um skeið. Árið 1966
hóf Ólafur langan feril sinn sem
matreiðslumaður hjá Loftleið-
um, síðar Flugleiðum á Kefla-
víkurflugvelli sem lauk árið
1988 þegar hann var 76 ára að
aldri. Fyrir störf sín var Ólafur
gerður að heiðursfélaga í Félagi
matreiðslumanna árið 1987.
títför Ólafs fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði mánu-
daginn 3. maí og liefst athöfnin
klukkan 13.30.
yfir á Ægi 1939 og Óðin þar á eftir
sem fyrsti matsveinn. Svo kemur þú
loksins í land 1956 og þar með lauk
sjómennsku þinni.
Afi minn, þú sagðir alltaf svo
skemmtilega frá og varst manni góð-
ur sögukennari! Mér er t.d. minnis-
stætt þegar við vorum saman í
Þjórsárdalnum um árið, þá var
Gaukur á Stöng ljóslifandi fyrir
framan bílinn hjá okkur þegar við
keyrðum inn dalinn og þú rifjaðir
upp söguna af honum. Það sem var
svo skemmtilegt við þig var að þú
varst svo hreinskilinn og umbúða-
laus, en og það átti einnig við um
góða hluti eins og það stóð ekki á
hrósyrðum þegar þau áttu við. Það
þurfti ekki að vera neitt merkilegt,
eins og þegar þú varst að hrósa mér
fyrir að hugsa vel um hjólið mitt.
Eða bara núna nýlega hrósaðir þú
mér fyrir hvað stutta hárið mitt
klæddi mig vel. Þú áttir svo mikið af
þessari fínu tilfinningu. Þú varst
mjög hrifnæmur maður og hafðir
gaman af að hafa fallegt og snyrti-
legt í kringum þig. En verst þótti
mér að fara með þér út að borða
þegar við vorum ekki heppin með
matinn. Þá varð Ólafur Tryggvason
fyrir miklum vonbrigðum með
hvernig það var hægt að skemma
svona matinn. Þú sagðir líka oft:
„Það er ekki hægt að gera góðan
mat úr vondu hráefni." Og það er
líka mikið tU í því. En þegar þú
varðst ánægður stóð heldur ekki á
hrósinu hjá þér og þú fórst jafnvel
inn í eldhús og lést hrifningu þína í
ljós við kokkana.
Þú lagðir oft hart að þér tU að sjá
fyrir stórri fjölskyldu, og ef fasta
vinnan dugaði ekki varstu kominn
áður en þú vissir af í Kaupfélagið í
úrbeiningar eða Fjarðarkaup seinna
meir í aukavinnu. Þú varst jú þekkt-
ur fyrir létta lund og sprell meðal
samstarfsfélaga þinna hjá Flugleið-
um. Og lái ég þér það ekki þótt þú
hafir dregið þig í hlé þegar heim var
komið, með bók í hönd inni í her-
bergi, þreyttur og búinn að vera.
Að keyra út á Álftanes vai’ þinn
uppáhalds hringur og eftir að strák-
arnir hennar Grétu urðu stórir, fékk
Svana frænka úr Gróf að njóta bflt-
úranna með þér. Maður gleymir því
ekki hvað var notalegt að hafa ykkur
ömmu „uppi“. Það var alltaf notalegt
að finna hvað maður var velkominn,
sama hvort mann langaði að spjalla
eða annað. Afi minn, það var líka
gaman að fara með ykkur ömmu í
sumarfrí. Þið vorað ávallt í essinu
ykkai’ og eignuðust marga góða vini
úr þeim ferðum. Eg veit, afi minn, að
þú varst orðinn langþreyttur og
sjálfsagt hvfldinni feginn. Ög þakka
þér fyrir að þú hafðir þig í að koma
með mér í bfltúrinn á föstudaginn
langa að skoða nýja heimilið mitt,
sem var okkar síðasta stund saman í
þessu jarðlífi. Vonandi hittumst við
aftur. Mér þótti svo vænt um þig. Eg
sé þig ennþá fyrir mér í baksýnis-
speglinum arka af stað í göngutúrinn
þinn sem þú ætlaðir í þegar við
kvöddumst. Veifandi, brosmildur,
ánægður, að geta enn gengið. Hvfldu
í friði. Hafðu þökk fyrir að vera til.
Þín
Ásdfs.
Nú ertu fallinn frá, afi minn.
Manstu þegar ég var lítill krógi og
vildi fá að reykja pípu eins og afi?
Beinar pípur, mislangar, en mínar
uppáhalds voru þessar bognu. Þær
voru virðulegastar og gerðu mig sem
líkastan þér þegar þú varst að
kveikja upp í. Manstu þegar þú varst
að úrbeina kjöt inni í þvottahúsi og
ég fylgdist með handbrögðunum af
óskoraðri athygli? Manstu að þú
verðlaunaðir mig með „góðum bita“
öðru hverju? Manstu eftir sögubók-
unum þínum sem ég drakk í mig?
Manstu eftir spurningunum sem ég
þurfti að fá svar við: Af hverju voru
Rómverjar með svona skrítið hár,
hverjar voru þessar harmsögur
Grikkja til foma, hvað voru brynjur
riddai’anna þykkar og svo framveg-
is? Manstu þegar þú varst að segja
mér frá stríðinu? Eg vildi fá að vita
allt um flugvélar Þjóðverja og
Bandamanna, skriðdrekana og ann-
að í þeim dúr. Manstu eftir sögum
þínum af skotárásinni á Súðina, þeg-
ar þú sérð þetta ferlíki bera við him-
in og heldur að það sé vinavél í
fyrstu og síðan skothríðin? Líklega
hlffðirðu mér við smáatriðunum.
Manstu eftir öllum gönguferðunum
okkar uppi á Holti, þú varst óþreyt-
andi og ég átti fullt í fangi með að
fylgja þér eftir? Við gengum niður
að slipp, út að golfvelli, hjá Sædýi’a-
safninu og í gegnum iðnaðarhverfið
fyrii’ neðan Holtið.
Manstu eftir öllum bflferðunum
okkar út á Álftanes? Trom trom við
hliðið á Bessastöðum, Jesús á kross-
inum í kirkjunni og einstaka labbitúr
niður í fjöru. Manstu að við stoppuð-
um oftast í bakaríinu á leiðinni heim
og fengum okkur sætabrauð með
ömmu eftir þessi stuttu/löngu ferða-
lög? Manstu eftir því hvað mér þótti
það flott þegar þú tókst af stað á
Benzanum, settir snöggt í gír og
steigst bensínið í botn? Líkast til
máttirðu teljast heppinn að lögregl-
an var ekki mikið að þvælast um á
Móabarðinu. Manstu eftir því þegar
ég hælbrotnaði og fékk að fara með
ykkur ömmu til Spánar?
Manstu þegar við spiluðum
minigolf saman og þegar við spókuð-
um okkur saman við sundlaugar-
bakkann í heimspekilegum umræð-
um. Ég man þetta allt.
Nú ert þú kominn til hennar
ömmu, þangað sem þú talaðir oft um
að best væri nú að fara. Ég þakka
þér allt sem þú hefur gert fyrir mig
og lofa þér að þau gildi sem ég lærði
hjá þér og ömmu á Holtinu verði
mér að leiðarljósi í framtíðinni.
Hvflið þið í friði.
Ólafur Þór Magnússon.
r 3lómafc>wðirv >
Öa^ðsKom
k v/ Trossvogsl<i»Al<ji49íÁ>*ð a
X^Símis 554 0500
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR GUÐJÓNSSON
hárskerameistarí,
Lautasmára 20,
er lést á Landspítalanum föstudaginn 23. apríl,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 4. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameins-
félagsins.
C
Díana l'ris Þórðardóttir,
fris Gunnarsdóttir, Guðmundur Örn Jóhannsson,
Díana fris Guðmundsdóttir,
Jóhann Berg Guðmundsson.
+
UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 31,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 4. maí kl. 13.30.
Gunnar Friðriksson,
Friðrik Gunnarsson, Sheena Gunnarsson,
Rúnar Gunnarsson, Hildur Jónsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Kristján Georgsson,
Gunnar H. Kristjánsson.
+
Elsku drengurinn okkar, ástkær bróðir okkar
og barnabarn,
VILHJÁLMUR GÍSLASON,
Súiunesi 25,
lést á Landspítalanum mánudaginn 26. apríl.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 3. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Barnaspítala Hringsins.
Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson,
Anna Ýr Gísladóttir,
Sindri Freyr Gíslason,
Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason,
Nanna Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gfslason.
+
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
ÓLAFUR TRYGGVASON
matreiðslumeistari,
Klausturhvammi 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 3. maí kl. 13.30.
Börn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
MARfU ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
frá Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Kristín Hartmannsdóttir, Guðbrandur Sæmundsson,
Halldóra Hartmannsdóttir,
Ásta Hartmannsdóttir, Bragi Jónsson,
Guðrún Hartmannsdóttir, Ásgeir Jónsson,
Adda Hartmannsdóttir, Halldór Ólafsson,
Erna Hartmannsdóttir, Anton Þórjónsson,
Ásdís Hartmanns,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.