Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 66
 66 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sala Aburðarverk- smiðjunnar hf. SALA á hlutabréfum ríkisins í Aburðarverk- smiðjunni hf. fór fram í byrjun mars. Vegna umræðna á opinberum vettvangi um málið og á kosningafundum að undanförnu er ástæða til að leiðrétta nokkum misskilning sem þar hefur komið fram. Staðhæft hefur verið að skipt hafi einhverju máli á hvaða tíma ársins salan fór fram. I því sambandi hefur verið nefnt að áburðarbirgðir verksmiðjunnar hafi verið miklar þegar sal- an fór fram eða að verð- mæti u.þ.b. 750 m.kr. Þessar vanga- veltur hafa af mörgum verið túlkað- ar svo að stjómvöld hafi látið plata sig og gert mistök með því að selja á þessum tíma og að verðið sem fékkst fyrir verksmiðjuna hafi verið of lágt. Einnig telja margir að nýir eigendur hafi eignast verðmætt byggingar- ,land fyrir íbúðabyggð. Þennan mál- flutning verður að leiðrétta og í því sambandi vil ég benda á eftirfarandi staðreyndir. Selt á 1.257 m.kr. I fyrsta lagi var verið að selja öll hlutabréf í hlutafélagi sem ríkið átti. Sá sem keypti hlutafélagið eignaðist því allar eigur þess, sem og skuldir og skuldbindingar. Áður en Áburð- arverksmiðjan hf. var auglýst til sölu fór fram mat á virði hennar til að finna hugsanlegt lágmarksverð fyrir ■ hana. Það mat byggðist á því hvað Guðmundur Bjarnason hægt væri að fá fyrir verksmiðjuna með því að leggja starfsemina niður og selja allt sem hægt væri að selja, þ.m.t. allar birgðir. Þau verðmæti sem fengjust við þetta er hið svokall- aða upplausnarvirði og var það metið 1.000 m.kr. Upplausnarvirðið var sú upphæð sem rík- ið áskildi sem lág- marksverð hlutabréf- anna. Söluverð reyndist hins vegar 1.257 m.kr. þ.e. 257 m.kr. umfram það sem eigandinn, rík- ið, hefði fengið ef rekstri hefði verið hætt, verksmiðjunni lokað og allar eignir seldar. Lokun var því miður yfirvof- Einkavæðing Upplausnarvirðið var 1.000 milljónir kr., seg- ir Guðmundur Bjarna- son. Söluvirðið reyndist hins vegar 1.257 millj- ónir. andi ef ekki tækist að bæta rekstur- inn. í öðru lagi, ef reikningar verk- smiðjunar eru skoðaðir sést að til framleiðslunnar hefur ekki þurft að taka afurðalán heldur hefur hún átt fyrir útlögðum kostnaði við að fram- leiða fyrir næstu söluvertíð. Þetta þýðir að upplausnarvirðið hefði orðið það sama í sumar, að því einu breyttu að þá eru nær engar birgðir af áburði, en í staðinn væru komnar viðskiptakröfur og hærri peningaleg eign. Hefði ríkið tekið þessa fjár- muni út úr fyrirtækinu hefði það þurft að taka lán með ærnum vaxta- útgjöldum til að framleiða áburðinn fyrir næsta sölutímabil. Það er því alveg ljóst, miðað við afkomu af áburðarframleiðslunni, að þann við- bótarkostnað hefði verksmiðjan alls ekki getað borið uppi og verulegur halli hefði orðið af rekstrinum. Enda er það fyrst og fremst sterkri eigin- fjárstöðu fyrirtækisins að þakka að rekstrarafkoman hefur verið nokkurn veginn í járnum tvö síðast- liðin ár. I þriðja lagi er rétt að nefna að verðmæti eða raunvirði fasteigna verksmiðjunnar byggist annars veg- ar á því, á hvaða verði einhver er reiðubúinn að kaupa þær, einar og sér, - og hins vegar á notagildi þeirra miðað við þá starfsemi, sem fasteignirnar hýsa og þjóna í nútíð og framtíð. Flestar fasteignir í eigu verk- smiðjunnar eru sérhæfðar bygging- ar fyrir áburðarframleiðslu og hafa margar hverjar eingöngu notagildi sem slíkar. Verðmæti þeirra er því háð því, hvort áburðarframleiðslu verður haldið áfram. Þegar keypt eru hlutabréf í fyrirtæki, sem ætlað er að halda áfram í rekstri, eru ein- stakar eignir sjaldnast metnar til verðs, heldur er svokallað tekjuvirði fjárfestingarinnar lagt til grundvall- ar kaupverði, þ.e. hvaða hagnaði Ellert B. Schram forseti ÍSÍ „ Verstur er þó hlutur öryrkj- anna, sem aldrei hafa beðið um sína örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkurafborðum allsnægt- arinnar." Október 1998. o X „Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur." Desember 1998. Úr forystugrein Morgunblaðsins: „í Ijósi réttsýni og sanngirni ertímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir." Desember 1998. • • A Oryrkjabandolag Islands gert er ráð fyrir, að fjárfestingin skili í framtíðinni. Ekki eignarlóðir I fjórða lagi fylgdi kaupunum að- eins lóðarleigusamningur við Reykjavíkurhöfn, ríkið seldi ekki landið. I samningnum segir: „Lóðin er leigð til þess að reisa á henni og reka verksmiðju til vinnslu áburðar, áburðargeymslu og annarrar starf- semi leigutaka, að meðtalinni versl- un með tilbúinn áburð.“ Breyting á nýtingu lóðar utan þessa ramma er háð samþykki lóðareiganda, þ.e. Reykjavíkurhafnar, og er bundin hafnsækinni starfsemi, sem útilokar m.a. íbúðabyggð. Lóðarleigusamn- ingurinn er tímabundinn og gildir til ársins 2019 og því ljóst að í söluverð- mætinu voru ekki innifaldar verð- mætar lóðir svo sem haldið hefur verið fram. 532 m.kr. hærra verð Ef þessar staðreyndir málsins eru skoðaðar er ég þess fullviss að fleiri eru mér sammála um að gott verð fékkst fyrir Áburðarverksmiðjuna hf., minnugir þess að fyrir um tveim- ur árum var reynt að selja verk- smiðjuna. Komu þá í hana tvö tilboð, 617 og 725 m.kr., sem að sjálfsögðu var hafnað þar sem verðmætið var talið um 1.000 m.kr., þá eins og nú. Verðið sem nú fékkst er því 532 m.kr. hærra en þá var boðið. Það verð sem hún var seld á gefur einnig til kynna að nýir eigendur telja rekstrai'grundvöll fyrir áburðar- framleiðslu hér á landi og er það út af fyrir sig ánægjuefni. Eg hef verið þeirrar skoðunar að það beri að tryggja framleiðslu áburðar á Is- landi eins og frekast er kostur, en með ríkið sem eiganda var ekki nein trygging fyrir því að svo yrði um ókomna tíð frekar en ef verksmiðjan væri í eigu einkaaðila. Einkaréttur Áburðarverksmiðjunnar hf. til áburðarframleiðslu og sölu hefur verið afnuminn og innflutningur á áburði því frjáls. Ríkið getur ekki frekar en einkaaðilar rekið verk- smiðjuna með tapi og eytt þannig upp hennar eigin fé. Telja verður að einkaaðilar geti ekki síður en ríkið, ef ekki enn frekar, tryggt áfram- haldandi rekstur verksmiðjunnar. Að lokum vil ég fullyrða að allur undirbúningur og vinna við sölu verksmiðjunnar var vönduð og sam- viskusamlega unnin. Sjö aðilar sýndu áhuga á að skoða gögn um söl- una og þrír þeirra lögðu inn bindandi tilboð. Hæsta tilboði var tekið og kaupverð hlutabréfanna staðgreitt. Það er því velkomið að láta fara fram opinbera rannsókn á þessu söluferli svo sem formaður Frjálslynda flokksins, Sverrir Hermannsson, hefur talið nauðsynlegt. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Mikilvægustu kosn- ingar í sögu vinstri- hreyfingarinnar SAMFYLKINGIN er sameiginlegt fram- boð þúsunda einstak- linga á vinstri væng ís- lenskra stjómmála. Draumur okkar allra er að Samfylkingin verði að tæki, sem dugi ís- lenskum vinstrimönn- um jafnvel til að hrinda sínum áherslum í fram- kvæmd og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur dugað hægrimönnum. Við er- um að reyna að skapa nýtt heilbrigt lýðræðis- legt mótvægi við hinn stóra hægriflokk, sem ráðið hefur í íslensku þjóðlífi langt umfram kjörfylgi sitt. Ástæðan er fyrst og fremst sundrung vinstriaflanna í marga flokka. Draumur okkar sem stöndum að Samfylkingunni er ekki sá að skapa nýjan fjórflokk, með örlítið breyttum hlutfóllum, heldur sá að Samfylking- in sé það nýja afl sem allir vinstri- menn geti notað með jafngóðum ár- angri og hægrimenn hafa notað Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin er breiðfylking fólks um félagsleg lífs- gildi með sama hætti og Sjálfstæðis- flokkurinn er breiðfylking þeirra sem aðhyllast sérhyggju. Sígildar hugsjónir - ný forgangsröð Samfylkingin snýst ekki einungis um hug- sjónir og lífsgildi, hún snýst einnig um hags- muni. Það segir sig sjálft að stór flokkur þarf að taka tillit til margvíslegra hags- muna, atvinnurekenda, menntafólks, aldraðra, öryrkja, fjölskyldna, barnafjölskyldna. Við viljum að saman fari frelsi einstaklingsins og Jóhanna félagsleg samábyrgð. Sigurðardóttir Það þýðir að við viljum nýja forgangsröð þar sem manneskjan er í öndvegi. Það er kosið um hugsjónir og það er kosið um hagsmuni. Við sem höf- um verið lengi í stjómmálum þekkj- umst af verkum okkar. Og það þarf enginn að velkjast í vafa um fyrir hvaða lífsgildi við stöndum, - lífsgildi jafnaðar, frelsis og félagslegs rétt- lætis. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Enn meiri verðlækkun Dæmi um verð: — Rúm Legaflex 100x200 ..............kr. 3.000 — Skrifborðsstólar barna.............kr. 500 — Borðstofustóll Hwang dökk eik......kr. 8.000 — Sófasett frá..............................kr. 90.000 — Eldhússtólar frá...................kr. 2.500 — Standlampar frá....................kr. 5.000 10% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru á útsölu. Lokað 1. maí. W V$s^: 30ji£^ V Opið: IVlán.—fös. kl. 10- -18, fimmtudag kl. 10- -20, iaugardag ki. 11- -16, sunnudag kl. 13- -16. Kosningar Oft var þörf á samstöðu vinstrimanna, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, en nú er nauðsyn. Þær kosningai- sem nú fara í hönd gætu orðið þær mikilvægustu í sögu íslenskrar vinstrihreyfingar frá því að fyrstu jafnaðarmennirnir vom kosnir á þing. Við höfum tækifæri til að brjóta upp fjórflokkakerfið, sem hefur verið vinstrimönnum afar þungt í skauti alla öldina. Við höfum tækifæri til að búa til nýtt aíl ís- lenskra vinstrimanna sem berst fyrir jöfnuði og réttlæti á Islandi. Við höfum tækifæri til að brjóta niður einveldi Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Það verður aðeins ef vinstrimenn bera gæfu til að leggja Samfylkingunni lið í einvígi hennar við Sjálfstæðisflokkinn. Oft var þörf á samstöðu vinstrimanna en nú er nauðsyn. Það tækifæri sem við höfum, hinn áttunda maí næstkom- andi, kemur kannski aldrei aftur. Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.