Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 67

Morgunblaðið - 01.05.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 67 ,. Mývatn, Mývetningar og Steingrímur ÉG HLUSTAÐI á framboðsfund frá VMA um daginn. Meðal umræðu- efna þar var framtíð Kísiliðjunnar við Mývatn enda ekki óeðlilegt, þar sem einn aðalframbjóðandinn, Stein- grímur J. Sigfússon, hafði þá nýskeð lýst því yfir að dagar Kísiliðjunnar væru taldir. I umræðum á fundinum voru rökin fyrir sannfæringu Stein- gríms og umræður um afleiðingar hennar ansi losaraleg. fólki. Það er ekki gott að skítablettur komi á grænu byggðastefnuna með því að flæma 200 manns úr dreifbýl- inu. Hins vegar fylgir kröfunni um „eitthvað" ekki ein einasta hugmynd. Og nú er óhægt um vik. Umhverfis- landverðimii- vilja alls ekki fleiri ferðamenn í Mývatnssveit, enda er ferðamannaþjónusta mest sumar- vinna skólafólks í tíu vikur og ekki margir sem lifað geta af túrisma ein- göngu í Mývatnssveit. Búskap má ekki auka. Það er sama hversu mikið sauðfénu fækkar, alltaf eykst moldrokið á afréttinni og allir eiga að halda að það sé svo til eingöngu kindinni að kenna að landið blæs upp. Ekki er augljóst að nein iðnaðarframleiðsla eigi vel heima í Mý- vatnssveit sem óneitan- lega er fjarri öllum mörkuðum fyrir utan það að flestar iðngreinar menga á einhvem hátt. Svo hræða dæmin af öðrum iðnfyrirtækjum á landsbyggðinni sem far- ið hafa á höfúðið á undanfömum ár- um. Rannsóknir munu væntanlega dragast mikið saman þegar Kisiliðjan hættir að borga eftir að hafa verið dæmd sek og lögð niður. Nokkrir sérfræð- ingar, að vísu að sunn- an, munu missa vinnu sem þeir hafa sumir hverjh' haft í allt að tutt> ugu ár. Fjölskyldur þeirra og vinir munu áreiðanlega sakna góðra sumaríría í sveitinni. Einstaka aukaverk við rannsóknir og aðstoðar- mennska hafa líka fært Mývetningum svolitlar tekjur. Atvinnuvegurinn „eitthvað" er ansi ótryggur og léttur í pyngju. Það hlýt> ur að vera þeirra sem vilja Kísiliðjuna feiga að benda á hvað koma eigi í staðinn, ekki síður en hinna sem vilja að hún haldi áfram. Lokaorð Ég hef talið mig kunnugan Stein- , grími frá Gunnarsstöðum, gott ef við emm ekki lítið eitt skyldir. Hann hef- ur yfirleitt verið trúr sínum skoðun- um svona eftir því sem hægt er í póli- tík. Það urðu mér því mikil vonbrigði að hann skyldi ganga fram fyrir skjöldu með því að vega að undir- stöðu byggðar í Mývatnssveit. Það stendur í stefnuyflrlýsingu U-listans að fjölbreytt atvinnulíf sé undirstaða lífvænlegrai' byggðar og að brýnt sé að bregðast við fólksflótta frá lands- j byggðinni. Lokun Kísiliðjunnar er ekki ráð til þess. Heggur nú sá er hlífa skyldi. Höfundur er frumkvæmdiLstjóri Þróunarsamvinnustofnunarinnar og gamall Mývetningur. Bjöm Dagbjartsson Mývatn - tilraunaverkefni Einu sinni á fundinum spurði Steingrímur með þjósti: Ætlar þú að gera Mývatn að tilraunaverkefni? Mývatn hefur verið tilraunaverkefni Kísiliðjan Það urðu mér mikil vonbrigði, segir Björn Dagbjartsson, að Stein- grímur skyldi ganga fram fyrir skjöldu með því að vega að undir- stöðu byggðar í Mývatnssveit. fyrir votvinnslu kísilgúrs í 30 ár. Og tilraunin hefur tekist vel. Efhahags- leg afkoma þessarar vinnslu hefur alla tíð verið ágæt og áreiðanlega fá fyrirtæki sem geta státað af svo jafn- góðri afkomu í 30 ár. Gæði afurðanna em meiri en víðast hvar í heiminum. Kísiliðjan ein stendur undir 200 manna samfélagi. Félagslíf og mann- líf allt í Mývatnssveit er fjölbreyttara og viðburðaríkara en ella. Og síðast en ekki síst: Engar sannanir em fyr- ir óæskilegum áhrifum af kísilgúr- námi á lífríki vatnsins eða umhverfís þess. Engar sannanir liggja fyrir um að auknar sveiflur í viðgangi mýflugna og þar með anda og silungs séu tengdar kísilnáminu. Þvert á móti væm stórir hlutar Ytri-flóa nú orðnir að illa lyktandi foraði ef ekki hefði komið til dýpkun. Og Stein- grímur hefur fylgst ánægður með þessu tilraunaverkefni a.m.k. í 16 ár stundum sem ráðherra. Rauð-græn litblinda Steingrímur hefur átt býsna marga pólitíska stuðningsmenn í Mývatns- sveit. Mikill vandi fyrir hann hefur verið að þeir hafa skipst í tvö hom, ýmist svamir andstæðingar eða ein- dregnir stuðningsmenn Kísiliðjunnar. Steingrímur hefur ömgglega þurft að beita nokkuð öðm tungutaki í viðræð- um við Starra heitinn í Garði og Sig- urð Rúnar fyrrverandi sveitarstjóra. Og svo að passa sig að slá nógu mikið úr og í þegar málið bar á góma opin- berlega. „Hann talaði og malaði og hjalaði og falaði" segir í ljóðinu um kaupmanninn á hominu. En hvað er nú breytt hjá Stein- grími? Jú sumir harðir stuðnings- menn hans og Kísiliðjunnar em farn- ir eða styðja Samfylkinguna nema hvorttveggja sé. Það gera hins vegar ekki gömlu bændakommarnii' suður í sveit. Meira að segja er von í nokkr- um framsóknaratkvæðum og jafnvel einu og einu frá sjálfstæðismönnum til talsmanns þess að sveitin yrði hreinsuð af kísiliðjustarfsmönnum. Litblindir menn sjá nefnilega grænan lit við hliðina á rauðu þó að aðiir sjái þar grátt eða blágrátt. Atvinnuvegurinn „eitthvað" En Steingrímur flýtti sér þó að taka fram að hann vildi ekki láta flæma starfsmenn Kísiliðjunnar úr sveitinni. Stjómvöld ættu að finna eitthvað handa þeim að gera. Þessu verður sjálfsagt haldið fram eftir kosningar nema ef Steingrímur fer í ríkisstjóm. Þá verða eflaust búnir til styrkir og byggðalán handa þessu Við ætlum að vinna fyrir þig Bætt Iffskjör 10-15 milljarðar Með skynsamlegri hagstjórn og skipulagðri stefnu í atvinnumálum getum við skilað 3-4% hagvexti á ári. Þannig getum við haldið áfram að bæta Iffsgæði og lífskjör þjóðarinnar. Vímuef navandi * með soiume €1! I w Við viljum ráðstafa 1.000 milljónum króna til viðbótar þvf sem nú er gert til baráttunnar gegn vímuefnum. Menntun Lykill að (jffs æðum Við viljum ráðstafa 2.000 milljónum króna til viðbótar við það sem nú er gert til menntamála. Fólk í fyrirrúmi Fjöiskyldan er hornsteinn Velferð Þiónusta ífremstu Við viljum ráðstafa 4.000-5.000 milljónum króna til viðbótar við það sem nú er gert til Iffskjarajöfnunar til að tryggja réttlátari tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Við viljum ráðstafa 2.000-3.000 milljónum krónatil viðbótarvið það sem nú er gert til heilbrigðis-, trygginga- og annarra velferðarmála. fyrirrumi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.