Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 68
^68 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ í LOK síðasta árs skilaði samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis af sér skipulagi sem sam- þykkt hefur verið af 34 hlutaðeigandi sveitarfé- lögum og hefur Skipu- lagsstofnun mælt með því við umhverfísráð- herra að skipulagið verði staðfest skv. skipulags- og bygging- arlögum. Umræða á veikum grunni Margir hafa kveðið sér hljóðs um skipu- lagsmál á miðhálendi Islands. Sumt af því sem borið er á borð endur- speglar vanþekkingu á aðstæðum á hálendinu og skipulagsmálum al- mennt. Jafnvel þeir sem telja sig sérfræðinga á sviði skipulagsmála ^ hafa sett fram rangar fullyrðingar um skipulagsvinnuna gegn betri vit- und. Upp á síðkastið hafa viðhorf til þessara mála skerpst á sviði stjórn- málanna. Umræður á hinu háa Al- þingi síðastliðinn vetur voru þinginu til vansa þar sem alið var á sundur- þykkju milli landsbyggðar og suð- vesturhoms landsins. Eitt skýrasta dæmið birtist í afar sérstæðu minni- hlutaáliti umhverfisnefndar Alþing- is á síðustu dögum þingsins. Erfítt er að ímynda sér að þau sjónarmið sem þar koma fram séu borin uppi - ' af stjórnmáiaafli sem á marga full- trúa á Alþingi allra ís- lendinga. Dylgjur og vanþekk- ing í grein í Mbl. þ. 8. mars opinberaði for- ingi Samfylkingar á Reykjanesi viðhorf sín til skipulagsmála á há- lendinu. Þar er m.a. vegið að vinnu sam- vinnunefndar um svæðisskipulag miðhá- lendis Islands án þess víkja að því hvað þing- maðurinn hefur efnis- lega við skipulagið að athuga. Dylgjað er um að alvarlegar athugasemdir hafi verið gerðar við skipulagsgögnin og að stefna stjómvalda hafí verið sniðgengin. Svo virðist sem þing- maðurinn hafí ekki kynnt sér skipu- lagsgögnin. Hið rétta er að skipu- lagsáætlunin byggist á fyrirliggj- andi áætlunum og leitast vai- við að samræma þær með heildarhags- muni að leiðarljósi. Gengið var langt til móts við framkomnar athuga- semdir við lokafrágang skipulags- gagna og þorri hagsmunaaðila telur niðurstöður nefndarinnar ásættan- legar. Náttúran njóti vafans Þekkingargrunnur á hálendinu er takmarkaður og að mestu bundinn framkvæmdasvæðum orkuvinnslu. Þennan grann þarf að styrkja og Miðhálendið Umræður á hinu háa Alþinffl síðastliðinn vet- ur um hálendismálin, segir Gísli Gísiason, voru þinginu til vansa þar sem alið var á sundurþykkju milli landsbyggðar og suð- vesturhorns landsins. sama gildir um grunnkort sem ein- ungis eru til af um helmingi lands- ins. Ef bíða á eftir þessum gögnum má búast við að nýtt samræmt „landskipulag“ líti dagsins ljós eftir 10-20 ár, jafnvel þó það næði ein- göngu til hálendisins. Á meðan þarf að vera fyrir hendi samræmd áætl- un um landnotkun á hálendinu, hvort sem hún felst í algjöru bygg- ingarbanni eða takmörkun á fram- kvæmdum. Fyrirliggjandi svæðis- skipulag gerir ráð fyrir síðari leið- inni, þ.e. að framkvæmdir á næstu 15 áram verði takmarkaðar og stór- framkvæmdir á borð við stofnvegi, orkuframkvæmdir og þjónustumið- stöðvar ferðamanna bundnar við ákveðin mannvirkjabelti. Utan belt- anna era skilgreind stór verndar- svæði af ýmsu tagi, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í öllum tilvikum há- vísindaleg gögn um vemdargildi þeirra, enda er eðlilegt að náttúran njóti vafans. Áhyggjur foringja Samfylkingar Hafa verður hugfast að land er ekki skipulagt í eitt skipti fyrir öll heldur er skipulag endurskoðað með ákveðnu árabili, eins og lög gera ráð fyrir. Fyrirliggjandi skipulag er ekki endanlegt eða al- gott frekar en skipulag annars staðar á landinu. Áhyggjur for- ingja Samfylkingar um að næsta samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis verði að taka tillit til þess skipulags sem fyrri nefnd vann eru því sérkennilegar. Hvað eru menn hræddir við? Er orku- framkvæmdum skorinn of þröngur stakkur í skipulaginu, eða er sveit- arstjórnarmönnum á landsbyggð- inni ekki treystandi fyi-ir skipu- lagsmálum? Niðurstöður skipulagsvinnunar Svæðisskipulag miðhálendis Is- lands er samræmd áætlun um land- notkun fram til ársins 2015, sem tekur m.a. til náttúruverndar, land- græðslu, orkuvinnslu, vegagerðar, ferðaþjónustu, vatnsverndar og verndar fornminja. Samstarf hefur verið haft við fagstofnanir á öllum sviðum og tekið tillit til fyrirliggj- andi áætlana. Náðst hefur góð sátt um meginniðurstöður þar sem gert er hvort tveggja í senn; að taka frá víðfeðm verndarsvæði af ýmsu tagi, en jafnframt að ganga til móts við hagsmuni orkuvinnslu, vegagerðar og ferðaþjónustu. Hugmyndir um þjóðgarða á hálendinu samrýmast fyrirliggjandi skipulagi og hefur Al- þingi þegar stigið fyrsta skrefíð með samþykkt þingsályktunartil- lögu um stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs. Virkjanir norðan Vatnajökuls Sá málaflokkur sem hefur verið heitastur í umræðunni eru orkumál- in, einkum virkjanir norðan Vatna- jökuls. Samvinnunefndin útilokar engin virkjunaráform stjómvalda en gerir fyrirvara um tilhögun nokkurra virkjana vegna mikilla náttúraverndarhagsmuna. Ein þeirra er Fljótsdalsvirkjun, án þess þó að lagaheimild og virkjunarleyfi séu vefengd. Bent er á að skoða þurfi vandlega möguleika á að virkja saman Jökulsá á Fljótsdal (Fljótsdalsvirkjun) og Jökulsá á Brú (Kárahnjúkavirkjun) þannig að Kárahnjúkalón nýtist sem miðlun fyrir bæði vatnasviðin. Ef einungis verður byggt eitt stórt miðlunarlón hlýtur síðari kosturinn að verða val- inn, enda mun orkugetan verða a.m.k. þrefalt meiri. Vandi dagsins í dag er að þessi tilhögun kallar á stóran orkunotanda strax í byrjun og útfærsla Kárahnjúkavirkjunar er skammt á veg komin. Hér er stórmál á ferðinni sem ekki verður skorið úr um með skipulagsáætlun einni saman. Að lokum Allir ættu að geta fallist á nauð- syn þess að þjóðarsátt takist um landnotkun á hálendinu og við þá viðleitni eru skipulagsáætlanir nauðsynleg tæki. Sú skipulags- nefnd sem nú hefur lokið störfum vann af heilindum og lagði sig fram um að gæta hagsmuna heildarinn- ar. Nefndin starfaði á opinn hátt og hefur almenningur ekki í annan tíma haft eins greiðan aðgang að skipulagsvinnu hérlendis. Flestum er ljóst að hálendið er eitt helsta fjöregg þjóðarinnar og þess vegna ættu menn að fjalla um málefni þess í vel grunduðu máli og án órökstuddra sleggjudóma. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Landmótun ehf. í Kópavogi og for- maður Félags íslenskra landslags- arkitekta. Skipulagsmál á miðhálendi Islands Gísli Gíslason „Lífshamingjan er okkar sameiginlega takmark. Við þurfum tíma og ráðrúm til aö leita hennar og njóta. Þess vegna hafnar Vinstrihreyfingin - grænt framboð hugmyndafræði markaðshyggjunnar. Ég vil stuðla að því að menntun og menning standi öllum til boða, burtséð frá búsetu og efnahag. Ég vil vinna gegn menningarlegri stéttaskiptingu og standa vörð um leitina að raunverulegum lífsgæðum og skapandi, sjálfstæðri hugsun.“ „Markmið okkar eru skýr. Þau grundvallast á sígildum hugmyndum um mannréttindi, jöfnuð og félagsiegt réttlæti, en ekki síður á afdráttarlausum áherslum í umhverfismálum. T þessu landi allsnægtanna hrópa á okkur rangar áherslur, röng forgangsröðun, misrétti kynja, lítilsvirðing í garð þeirra sem höilum fæti standa, lítilsvirðing í garð náttúrunnar sem okkur hefur verið falin í hendur.“ Kristín Halldórsdóttir 1. sæti U-listans á Reykjanesi Atkvæði greidd U-listunum um allt land nýtast tit að tryggja þessum konum þingsæti! Kolbrún Halldórsdóttir 2. sæti U-listans í Reykjavík r / Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaöur Auöbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Jakka- peysu- úrvaíiö er í Gluööanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.