Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 69r
Hugmynd að flugvelli
í Skerjafírði
NÝR Reykjavíkur-
flugvöllur (REK)? Það
hljómar ekki illa, sér-
staklega fyrir þá sem
þurfa að hossast um
brautirnar og flughlöð-
in eins og nú er. Ann-
ars er hann góður, vel
staðsettur, aðflug og
fráflug lítið yfír byggð
og öll þjónusta stutt
frá.
I Kastljósi fyrir
nokkru sagði Omar
Ragnarsson að
F okker-vél Flugleiða,
sem farið hafði út af
vestur/austur braut-
inni út á Suðurgötu
1986, hefði ekki gert
það hefði brautin verið 300 metrum
lengi-i. Það er rétt, en það eru aðr-
ar orsakir. Flugmennirnir fundu
þungt högg og hættu við flugtak.
Flugbrautirnar á REK eru ósléttar
svo vatn safnast í stóra polla og í
þetta skiptið skvettist mikið vatn
frá hjólunum af afli á vélina. Þetta
var fyrir 13 árum!
Það þarf alltaf einhver að slasast
eða verða fyrir tjóni áður en eitt-
Flugvallarmál
Hvers vegna á að
leggja á farþega að
lengja ferðatíma þeirra,
spyr Matthías Arn-
grímsson, þegar það er
algjör óþarfí?
hvað er að gert. Viðhald snýst ekki
um það hvort hann verður þarna
næstu sextán árin eða ekki, heldur
um flugöryggi. Það tekur of langan
tíma að skipuleggja og byggja nýj-
an fullkominn flugvöll annars stað-
ar svo réttlætanlegt sé að fresta
viðhaldi. í þessar framkvæmdir
verður að ráðast tafarlaust.
Uppdráttur með grein Friðriks
H. Guðmundssonar í Mbl. 25.2. sl.
er óljós. Ekki er gert ráð fyrir flug-
skýlum flugrekenda, slökkvistöð og
öðrum byggingum sem nú eni á
REK. Það er lágmark að gera ráð
fyrir tveimui- 2.000 m brautum. Að-
staða fyrirtækja, einkaaðila og fyr-
ir þjónustu þarf að vera betri en
hún er nú og hana þarf að færa.
Hver á að greiða þann kostnað og
hvaða rými fá þeir aðilar á nýjum
Matthías
Arngrímsson
flugvelli?
Það er merkilegt
hve ódýr „Skerjafjarð-
arvöllur" á að verða.
Hver er áætlaður
heildarkostnaður við
að búa til uppfyllingu,
leggja flugbrautir og
akbrautir, færa bygg-
ingar og skýli, færa og
endumýja aðflugs-
tæki, ljós o.s.frv.?
Þetta er ekki einfalt
mál. Sýna þarf út-
reikninga til að skýra
málið frekar.
Með þessari nýju
flugvallarhugmynd er
kannski möguleiki að
koma fyrir flugskýli og
aðstöðu fyrii' Islenska flugsögufé-
lagið? Flugsagan virðist ekki vera
nógu merkileg til að yfirvöld virði
hana viðlits og sýni henni þá virð-
ingu sem henni ber í varanlegu
húsnæði.
Ekki eru allir sammála um að
reisa 20 þús. manna byggð á núver-
andi svæði REK. Milli 5 og 10 þús.
væri nær lagi til að byggðin falli að
umhverfinu og byggingum á svæð-
inu. E.t.v. mun hægt að gera þetta
að fallegu svæði með vatnsbúskap
Tjarnarinnar og fuglalíf Vatnsmýr-
arinnar að leiðarljósi, en ekki stór-
ar blokkir, takk. Byggingar í ná-
grenni flugvallar í Skerjafirði
mega ekld vera háar. Háar blokkir
við flugvelli valda sviptivindum og
eru flugmönnum þymir í augum.
Miðað við teikningar Friðriks mun
fuglalíf að öllum líkindum lítið ef
nokkuð skaðast og ströndin verður
áfram þeirra. Hins vegar má vitna
til vandræða vegna fugla við
London City flugvöll, sem er á
uppfyllingu.
Einn af kostum þessarar hug-
myndar er þó sá, að óþarft verður
að flytja kennslu- og æfingaflugið
burt. Völlur í Skerjafirði gæti vel
sinnt öllu því flugi sem nú er á
REK. Helsta ástæðan fyrir óskum
um flutning kennslu- og æfinga-
flugs er hávaði. Hann yrði minni.
Af flugvöllum í nágrenni Reykja-
víkur, s.s. við Selfoss, Mosfellsbæ
og á Sandskeiði, er enginn heils-
ársflugvöllur. Til að réttlætanlegt
sé að flytja kennsluflugið til t.d.
Sandskeiðs og gera það að heils-
ársflugvelli, þarf að malbika flug-
brautina þar, byggja flugskýli, hafa
vakt í tumi, slökkvilið o.s.frv. Sama
gildir um Mosfellsbæ. Brautirnar
þar era of stuttar og sérstakar að-
FRAMSÓKN ARFLO KKU RIN N
Vertu með
stæður ráða nokkra um notkun
hans. Selfoss og Keflavík (KEF)
era út úr myndinni vegna fjarlægð-
ar.
Annar kostur er sá að óþarft yrði
að fara út í þær fjárfestingar sem
fylgja nýjum æfingaflugvelli. Einka-
flugið er svo lítið að það þarf ekki að
færa. Einkaflugið á vel heima í
Reykjavík og yfirvöld mættu gera
einkaflugmönnum betur kleift að
veija flugvélai- sínar gegn veðri með
því að leyfa byggingu fleiri lítilla
flugskýla. Með litlum kostnaði væri
hægt að færa hina svokölluðu
„Bása“, norðan við Hótel Loftleiðir,
í Fluggarða og gera þá að vind- og
vatnsheldum skýlum og selja þau
eða leigja.
Farþegaflugið verður í Reykjavík.
Þeir 400 þús. farþegar sem fara um
REK á hverju ári vilja lenda í
Reykjavík. Þangað era þeir að fara.
Það er ekkert vit í að færa innan-
landsflugið til KEF og það er líka
fáheyrt að höfuðborgin hafi ekki
sinn eigin flugvöll. Þá yrði umferðin
mifli REK og KEF margfalt meiri.
Það leiðir til aukinnar slysahættu og
mengunar. Að auki myndu fargjöld
hækka, sem leiddi til færri farþega,
sem leiddi til veni afkomu flugfélag-
anna og það er slæmt fyrir alla. Hún
er nógu slæm fyrir. Myndu Akur-
eyringar ferðast með flugi ef þeir
þyrftu að aka til Húsavíkur fyrst?
Hvers vegna á að leggja á farþega
að lengja ferðatíma þeirra um 45
mín. þegar það er algjör óþarfi?
Það er þjóðhagslega hagkvæmt
að hafa flugvöllinn í Reykjavík.
Margir þættir era óljósir og mikið
þai-f að reikna áður en lengra er
haldið. Þetta snýst að mestu leyti
um peninga sýnist mér, en ég vona
að flugöryggi og tryggar flugsam-
göngur við höfuðborgina verði ofan
á.
Höfundur er flugmaður.
Samfylkingin er
rétta svarið
ALLA þessa öld
hefur stór hópur ís-
lenskra stjómmála-
manna barist fyrir
sjónarmiðum félags-
hyggju og jafnaðar. Sú
barátta hefur vissu-
lega oft á tíðum skilað
miklum árangri, í raun
ótrúlegum miðað við
aðstæður, því hér á
landi, ólíkt því sem
þekkist víða í okkar
heimshluta, er hægri
flokkur sterkasta
stjórnmálaaflið. A
sama tíma hefur bar-
átta félagshyggjufólks
einkennst af sundr-
ungu.
Við eigum nú sögulegt tækifæri
til að láta drauminn um sterkt
Kosningar
Við þurfum að breyta
þjóðfélaginu í takt við
nýja tíma, segir Asgeir
Magnússon, og breyta
því rétt.
mótvægi við hægriöflin rætast.
Samfylkingin er þetta mótvægi.
Við getum byrjað nýja öld með öfl-
ugri samfylkingu sem um leið gef-
ur von um betra þjóðfélag.
Við þurfum að breyta þjóðfélag-
inu í takt við nýja tíma og breyta
því rétt. Við þurfum
að auka fjárfestingu í
mannauði, því í þeirri
fjárfestingu felst upp-
spretta efnahagslegra
framfara á nýrri öld.
Við þurfum að ná sátt
um nýtingu okkar
helstu auðlinda bæði
til lands og sjávar. Við
þurfum að stuðla að
eðlilegri byggðaþróun
í landinu í stað þeirrar
endalausu byggða-
röskunar sem nú á sér
stað sem afleiðing
stjórnvaldsaðgerða.
Við þurfum á öflugri
Samfylkingu að halda.
Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir
Akurcyrarlistann.
Ásgeir
Magnússon
Skrifstofur VÍS eru
opnar frá 8-16 alla
virka daga í sumar.
vir
VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSIANDS HF
- þar sem tryggingar snúast umfólk
Skrifstofur VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornafirði og í Óiafsvík eru opnar frá 9:15-16:00.
Sími 560 5000 í þjónustuveri VÍS er opinn frá 8:00-19:00 alla virka daga.