Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SKRIÐUKLAUSTUR
Hermannssyni, og skiptu ráðuneyti
landbúnaðar og menntamála á sig
kostnaði við að endurbæta lóð og hús
á staðnum og sáum við hjón um allar
þær framkvæmdh- í umboði ráðu-
neytanna og sérstakrar stjómskip-
aðrar „afmælisnefndar".
Strax árið 1989 hófst starfræksla
gestaíbúðar íyrir fræði- og lista-
menn í húsinu og upp úr því að til-
raunastöðin lagðist af var meðal
annars komið á fót námskeiðahaldi í
húsinu á vegum bændaskólanna
sem undirritaður sá um. Síðan hafa
ýmis önnur námskeið verið haldin
hér ásamt gestamóttöku af ýmsum
toga. Má þar nefna fólk af ýmsu
þjóðemi í skipulögðum hestaferð-
um, hópferðafólk og einstaklinga.
Þá hafa verið haldnar sérstakar
sumarlangar sýningar í húsinu,
þegar hægt hefm’ verið, vegna
framkvæmda og annarra aðstæðna.
Haldnir hafa verið gestafyrirlestr-
ar, m.a. um Gunnar Gunnarsson og
verk hans. Ævinlega hefur verið
kappkostað að taka sem best á móti
fólki, eftir því, sem hægt hefur ver-
ið, leiða það um staðinn og fræða
um sögu hans og næsta nágrennis.
Starfsemi þessi virðist hafa mælst
vel fyrir, enda hefur hún vaxið mjög
með ámnum. í öllu þessu starfí hef-
ur tekist ágæt samvinna við þá, sem
að málum hafa komið með okkur
hér, svo sem eins og viðkomandi
ráðuneyti, Safnastofnun Austur-
lands, Gunnarsstofnun og aðra
heimamenn. Þá má geta þess að í
tíð núverandi menntamálaráðherra,
Björns Bjamasonar, hefur mjög
mikið áunnist í að halda áfram end-
urbótum hér í húsinu sem og um-
hugsun og áhuga á framtíðarhlut-
verki staðarins. Ef rekja ætti á ein-
hvern tæmandi hátt störf okkar í
þágu staðarins eftir hartnær 15 ára
samfellda búsetu er hætt við að þær
greinar gætu orðið margar í Mogg-
anum og að nafngiftin „hústöku-
fólk“ í því sambandi yrði jafnvel
harðsvímðustu heimildarmönnum
Morgunblaðsins um Klausturmál
fjarlægari er á þá frásögn liði.
Þá er komið að því að þakka höf-
undi forystugreinar Mbl. þriðjudag-
inn 27. apríl sl. fyrir að taka málefni
Skriðuklausturs þar svo myndar-
lega fyrir. Ætla má að þegar þunga-
vigtarmaður (hvort sem hann heitir
Matthías eða Styrmir) í þungavigt-
arblaði fjallar um mál í forystugrein
verði það umsvifalaust flokkað með-
al borgaranna sem þungavigtarmál.
Meti ritstjórinn það svo að það auki
gildi umfjöllunar sinnar að færa sig
niður á það lágkúruplan, sem vitnað
er til hér að framan úr grein starfs-
manns síns, þá hann um það. Hvað
er svo sem mannorð einnar fjöl-
skyldu og áhyggjur aðstandenda og
vina í samanburði við gloríuna! Hins
vegar hefur ekki staðið á upphring-
ingum vina og vandamanna yfir
þessum ósköpum. Hvað hinir hugsa
sem frétt hafa af illgirninni er ekki
vitað, en vonast til að hið sanna í
málinu verði þeim ljósara nú, þótt
hinir ósnertanlegu kæri sig kollótta
í sínum fílabeinsturni.
En hvað um það, Mogginn, nú
með ritstjórann í broddi fylkingar,
er búinn að koma málefnum
Skriðuklausturs í brennidepil og
væri undirritaður síðastur manna til
að lasta það í sjálfu sér. Þvert á
móti fer það saman við óskir hans
og væntingar um að koma staðnum
á kortið. Það er bara aðferðafræðin
sem fer fyrir brjóstið á þeim sem
hér skrifar, en hún virðist byggjast
á því að til að upphefja eitt þurfi að
niðurlægja annað. Vonandi verður
hægt að vinna að málum á upp-
byggilegri hátt í framtíðinni.
Höfundur er ráðunautur.
Aths. ritsfj.
Það hefur aldrei verið ásetningm-
Morgunblaðsins eða starfsmanna
þess að amast við Þórarni Lárus-
syni og störfum hans á
Skriðuklaustri, heldur hefur blaðið
einungis bent á þá staðreynd, að ís-
lenzka ríkinu ber skylda til að fram-
fylgja óskum gefenda þegar það á
annað borð þiggur gjafir þeirra.
Þetta hefur ekki verið gert og er
það ámælisvert - og kemur störfum
Þórarins ekki við að öðru leyti.
finndu frelsið í fordfiesta
á aðeins milljón og tólf
www.brimborg.is
IMOKiA
gsm sími og talfrelsi í kaupbæti brimborg
Bildshöföa 6* Simi 515 7010
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 73
----------------------
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu
nýrra blóðgjafa í Reykjanesbæ þrlðjudaginn 4. maí
kl. 10-18 í húsi Björgunarsveitarinnar, Holtsgötu 51.
Blóðgjöf er lífgjöf!
CéJ BLÓÐBANKININ
^ - gefðu með hjartanu!
Fréttgetraun á Netinu ^mbl.is /KLL.TAÍ= eiTTH\SA£D NÝTl
FENDI
Öndvegi hefur nú tekið að sér umboð fýrir
hið heimsfræga ítalska merki FENDI.
Hótískúhönnun og geýsilegá vönduð smfði
FENDI hefur farið sigurfór um heimiám
Þú þarft aðeins að líta einu s/nn,
FENDI til að sjá sérstöðu þes:
Síðumúia 20, sími S68 8799
Hafnarstraeti 22 Akureyri, sími 461 IIIS'.
Lokað I augardag og sunnudag en gluggarnir
okkar bjóða þér forsmekkinn af FENDI-fegurðinni
Raðgreiðslur til
allt að 36 mán.
i i
í ‘ i • '’
1 Wm. \ ik
m mHm’ mm-'Mr
\