Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 80

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 80
80 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Smáfólk m ' charlie brown? \ I MAPPENEP TO BE UJAlKINö BY.AND I 5AW THI5 KITE ALL TAN6LEP UP IN THIS BI6 BU5H, ANP I LUAS JU5T VWONDERINö KALLI BjarnaT Það vildi svo til að ég átti EKKI spyrja leið hjá og sá þennan flugdreka alla flæktan í þessum stóra runna. Og ég var að velta því fyrir mér hvernig ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Stríðs- hörmungar Frá Björgvini Björgvinssyni: NU ER í gangi alþjóðleg myndlist- arsamkeppni bama og unglinga frá 7 löndum, eða frá ítah'u, Austurríki, Lúxemborg, Frakklandi, Þýska- landi, Sviss og Finnlandi. Þetta er í 29. skiptið sem þessi samkeppni er haldin. Að þessu sinni er unga fólkið beðið að lýsa framtíðinni og framtíð- arheiminum. I þessari samkeppni hefur komið í ljós að unga fólkið er mjög meðvitað um niðurrifsstarf- semi hinna fullorðnu. Enda sýna margar myndanna framtíðarheiminn á heljarþröm, þar sem maðurinn hef- ur svo til útrýmt öllu lífi á jörðinni, og nánast lagt jörðina í rúst, með öll- um sínum gereyðingartólum. Þessi framtíðarsýn unga fólksins er rök- rétt afleiðing af því sem nú er að gerast, þ.e.a.s. virðingarleysi manns- ins fyrir náttúrunni sem engu hlífir, hvorki náttúrunni sjálfri eða dýralíf- inu (en nærtækt dæmi sem tengist dýralífinu eru fyrirhugaðar hvalveið- ar íslenskra stjórnvalda). En verst er þó tortíming mannsins á sjálfu mannfólkinu í hinum fjölmörgu styrjöldum um heimsbyggðina, þar sem engu er hlíft, og jafnvel beitt eitur og efnavopnum gegn eigin fólki, eins og dæmin sýna frá írak. Auk þess sem lönd eins og Irak eiga í fórum sínum mikið magn af sýkla- vopnum. Og nú er algjört hörmung- arástand í Kosovo og Júgóslavíu. Kosovo-AIbanar hafa orðið að flýja svo hundruðum þúsunda skiptir til nágrannalandamæranna, undan hrottafengnu ofbeldi og morðum Serba. Loftárásir Nato á Júgóslavíu og Kosovo er líka mjög dapurlegt að horfa up á. Hvað gagnar það Kosovo-Albönum að leggja Jú- góslavíu og Kosovo í rúst? En það er dæmigert fyrir Bandaríkjamenn að viija sýna hemaðarlegan mátt sinn, og auðvitað alltaf utan Bandaríkj- anna. En hvemig getur heimurinn treyst dómgreind og forystu Banda- ríkjanna í Nato, eftir að hafa horft upp á þann skrípaleik sem átti sér stað meðal bandarískra stjórnmála- manna allt síðasthðið ár, þar sem öll heimsins vandamál hurfu í skuggann af fáránlegu hneykslismáli? Og hvemig er hægt að treysta Nato þar sem Tyrkland er bandalagsþjóð, þar sem mannréttindi eru fótum troðin, auk þess sem Kúrdar sæta miklum ofsóknum af hendi Tyrkja? Kúrdar eru sárþjáð margra milljóna þjóð á vergangi: En það hentar greinilega ekki hagsmunum Bandaríkjanna og Nato að hjálpa þeim. Nú þegar þetta er skrifað falla Natósprengjumar látlaust á Jú- góslavíu og höfuðborgina Belgrad. Það færir mann óneitanlega nær þessu öllu saman að hafa kynnst per- sónulega fólki og staðháttum í Jú- góslavíu fyrir mörgum árum, eða þegar ég stundaði framhaldsnám við listaakademíuna í Belgrad 1981-1982. Ég kynntist á þeim ámm mörgum Serbum, sérstaklega ungu fólki í listaakademíunni. Allt var þetta ósköp venjulegt og friðsælt fólk sem ég get ekki alveg séð fyrir mér sem þátttakendur í hrotta- skapnum í Kosovo. En dæmin sanna þó að oft breytist mannfólkið í mis- kunnarlausar skepnur í styrjöldum. Abyrgðin á stríðsástandinu í Kosovo og Júgóslavíu verður fyrst og fremst að skrifast á forseta Jú- góslavíu, Slobodan Milesevic, sem neitaði að skrifa undir Parísarfriðar- samninginn. Ég er viss um að Astþór Magnússon, stofnandi hinna ágætu friðarsamtaka, Friður 2000, geti ver- ið sammála um sök Júgóslavíufor- seta, þó svo honum hafi láðst að nefna það í lesendabréfi sínu í Morg- unblaðinu 28.3. sl. þar sem hann gagnrýndi sprengjuárásir Nato. Ég er sammála Astþóri að aflétta þurfi viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Irak sem bitna verst á saklausum konum og bömum. En um leið má alls ekki hlifa þeim einræðisherrum sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á hörmungum millj- óna manna, hvort sem það er Saddam Hussein eða Slobodan Milosevic. En mitt í öllum þessum stríðs- hörmungum er vonarneisti sem er hinn mikli fjöldi fólks víða um heim, t.d. frá öllum Norðurlandaþjóðunum, sem er tilbúinn til að rétta hinum stríðshrjáðu hjálparhönd. En miðað við allar þær stríðshörmungar sem mannfólkið kemur sér í, er þá nokk- ur furða að unga fólkið, sem nefnt er í byrjun greinarinnar, sé í töluverð- um vafa um bjarta framtíð heims- byggðarinnar. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Reisn eða forsjá landsfeðranna Frá Steinari Steinssyni: REISN og sjálfsákvörðun er hverj- um manni nauðsyn, en af hverju er þá forsjá troðið upp á fólk? Gefum okkur lítið dæmi svo sem að byggð eða hérað hefði kvóta, t.d. 4.000 tonn, til útleigu. Sagt er að vel reiknaðar útgerðir, svo sem minni skip og bátar, greiði nú fyrir hvert leigt kíló 80 kr. til 110 kr. til ein- hvers X. Fengi viðkomandi byggð hinsvegar 40 kr. á kg væri það 160 milljónir kr. Væri slík greiðsla sett í framkvæmdasjóð sveitarinnar hefðu heimamenn val um ráðstöfun sjóðsins. Sjóðinn mætti nota til at- vinnumála og félagslegra mála. Renna mætti stoðum undir nýjan og fjölbreyttari iðnað, og/eða bæta aðstöðu fyrir unglinga, og/eða koma á fót tölvuveri með leiðbeinanda og tengsl við sérskóla og háskóla, og/eða bæta aðstöðu aldraðra, og/eða byggja betri vegi, og/eða reisa menningarhús. Er einhverjum í nöp við slíka reisn og frelsi? Þetta gæti vissulega raskað gleði þeirra sem telja forsjána sitt verksvið, en það er bara ekki hægt að gera öll- um til geðs. Spurningin er; hverjum á að þjóna, þessum X, eða forsjár- fullum landsfeðrum eða bara fólk- inu? STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.