Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 81 BRÉF TIL BLAÐSINS Leðurblakan Frá Stefáni Edelstein: NOKKUR orð um sýningu á Leð- urblökunni eftir Johann Strauss í Islensku óperunni, föstudaginn 23. aprfl sl. Sumir segja að það eigi aldrei að lesa gagmýni áður en farið er á óperusýningu, aðrir segja að það ætti yfirleitt aldrei að lesa gagn- rýnþ hvorki fyrir sýningu né á eft- ir. Eg las umfjöllun gagnrýnenda um Leðurblökuna í íslensku óper- unni áður en ég fór á sýninguna 23. apiíl sl. og var með ýmsar efa- semdir. Bæði er það, að ég er eng- inn sérstakur aðdáandi óperettu- tónlistar þótt ég verði að viður- kenna að tónlistin í Leðurblökunni er mjög hrífandi. Hitt var, að lýs- ing gagnrýnenda á lífsstflnum í Grafarvogi vakti ekki beint já- kvæðar væntingar. íslenska óperan flutti Cosi fan tutte í fyrra og Leðurblökuna í ár. Leikstjórinn David Freeman varð fyrir valinu til að leikstýra báðum þessum uppfærslum. Hann hefur kosið að velja óhefðbundnar leiðir sem mér fannst skemmtilegar og nútímalegar. Leikstjórinn lætur Leðurblökuna gerast á okkar tíma í stað þess að velja tíðarand- ann sem ríkti 1874 í Vínaborg þegar Leðurblakan var samin. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mörgum finnst e.t.v. að ekki megi hrófla við hinum hefð- bundnu uppfærslum. David Freeman segir í leikskránni „að það sem er komið úr tísku er komið úr tísku og spurningin sé í hverju misræmið milli uppruna og endurflutnings liggur“. Það eru orð að sönnu. Eg skemmti mér konunglega. Sýningin var drífandi og hnyttin, vel staðsett í nútímanum og ekkert fn-rtari en við mátti búast. Það truflaði mig ekki að allskonar út- lendingar bjuggu í Grafarvoginum. Er ekki fullt af útlendingum í flestum borgai'hverfum? Svolítið útfríkað partý með öllu tilheyrandi í flugskýlinu var nú ekkert hneykslanlegi’a en tilþrifm í Vetr- argarðinum í Vatnsmýrinni í gamla daga (nema þó nokkuð nú- tímalegra). Að sjálfsögðu var sýningin ekki fullkomin. Annar þátturinn varð helst til langdreginn, of mikið um endurtekningar á sömu hugmynd- um t.d. þegar valsað var um með spjöldin og einnig snjöll hugmynd, videoupptaka af sviðinu sem síðan var varpað á tjald. Báðar hug- myndirnar skemmtilegar og myndrænar en ofnotaðar. Engu síður, í heild var þetta skemmtileg sýning. Leikurinn var oft verulega skemmtilegur. Að öll- um ólöstuðum er Þorgeir J. Andrésson mér eftirminnilegastur. Mér fannst hann ná veiulega góð- um tökum á sínum „karakter“. Ekki má gleyma eyranu. Mjög góð frammistaða söngvara, enginn verulega veikur hlekkur, frábær óperukór og jafnari og betri hljóm- sveitarhljóm hef ég sjaldan heyrt í íslensku óperunni. Röggsöm, mús- íkölsk og dynamísk hljómsveitar- stjórnun hjá Garðari Cortes. Áheyrendur klöppuðu listamönn- unum óspart lof í lófa og var ánægjulegt að sjá að óperettan virtist ná til allra aldurshópa. Mik- ið var af ungu fólki sem virtist skemmta sér hið besta. Eg vona að sem flestii' fari á þessa sýningu, þeir verða ekki sviknir. Ekki gleyma að kaupa leikskrána. Tímaritið Séð og heyrt er líflaust plagg miðað við Satt og hulið. Þarna er settur fram einstaklega skemmtilegur „fróðleikur" um ná- ungann sem flestir ættu að kynna sér. STEFÁN EDELSTEIN, Laugateigi 18, Reykjavík. Frá Díivíð Magnússyni: FYRIR fáeinum dögum var maður nokkur að sinna sínum vanalegu störfum hjá ríkissjónvarpinu. Hann hlakkaði eflaust til að vakt- inni lyki svo að hann kæmist heim til fjölskyldunnar. Enda hafði hann verið látinn vinna óvenju mikið undanfarnar vikur. Um- ræddur maður komst aldrei heim, því þetta kvöld sprakk gífurlega öflug sprengja í húsinu með þeim afleiðingum að 16 manns létu lífið og fjöldi annarra slasaðist. Ástæðan var sú að NATO taldi að það gæti komið sér vel að stöðva útsendingar serbneska íTk- issjónvarpsins og sprengdi því húsið með manni og mús. ísland er sem kunnugt er aðili að NATO og ber ásamt öðrum að- ildarlöndum ábyrgð á gjörðum þess. Eg ætla ekki að lýsa yfir and- stöðu við að gi’ipið skuli hafa verið til hernaðaraðgerða gegn Serbíu þai- eð ég get ekki sýnt fram á aðra lausn. Oneitanlega finnst manni þó að það hljóti að hafa verið hægt að fara betri leið, en til að meta það skortir mig upplýsingar. Hins vegar get ég ekki annað en lýst yfir megnri andúð á því hvern- ig að þessum aðgerðum hefur ver- ið staðið. Því var í upphafi átakanna lýst yfir að beita ætti öllum tiltækum ráðum til að komast hjá því að skaða almenning í árásunum. En svo hart hefur verið gengið fram við að sprengja að hvert „slysið? hefur rekið annað. Síðast var ákveðið að sprengja sjónvarpshús- ið á meðan þar var að störfum fjöldi fólks sem getur ekki talist tfl annars en óbreyttra borgara. Nema ef vera skyldi að þar hefðu líka verið einn eða tveir fulltrúar stjórnvalda að gæta þess að starfs- menn sjónvarpsins færu að fyrir- mælum stjórnarinnar. Tilgang árásarinnar sögðu þeh’ sem að henni stóðu hafa verið þann að stöðva þann áróður sem sýndur er á umræddri sjónvarps- Er fjöl- miðlafólk rétt- dræpt? stöð og hefði óæskileg áhrif á al- menningsálitið. Enn og aftur kemur í ljós hversu illa mönnum gengur að læra af sögunni. Það að ráðast á borgir og almenning dregur ekki úr baráttuþreki þjóða eða gerir leiðtoga þeirra óvinsælli og eykur sannarlega ekki á vinsældir árás- araðilans eða málstaðar hans. Hverju töldu menn að þetta mundi áorka? Héldu þeir að þegar Serbar hefðu ekki séð ríkissjón- varpið í nokkra daga, vegna þess að það var sprengt í loft upp og starfsmenn þess drepnir, og af þeim sökum þurft að láta sér nægja útvarp og dagblöð (og aðrar sjónvarpsstöðvar), mundu þeir leggja saman tvo og tvo og átta sig á því að líklega væri Milosevic hinn versti skúrkur og NATO hefði vísast rétt fyrir sér? Síðan árásin var gerð hafa full- trúar NATO statt og stöðugt haldið því fram að hún sé réttlætanleg. Sé það réttlætanlegt að sprengja stýriflaug í miðri stórborg til að stöðva útsendingar lélegrar sjón- varpsstöðvar í 6 klukkutíma, er samt ekkert sem mælir gegn því að vara fyrst við árásinni eins og þykir góður siður þegar sprengja á sprengjur á almanna færi. Slíkt hefði engan veginn gert Serbum kleift að koma í veg fyrir framtakið. Ekki eru þetta einu afglöp NATO því að í sprengjuæðinu hef- ur m.a. verið sprengd farþegalest vegna þess að öllum að óvörum fór lest yfir lestarbrúna sem átti að eyða. Einnig voru sprengdir a.m.k. tugir flóttamanna því að þeir voru í þílum sem úr 3.000 feta hæð á 1 1.000 km hraða svipaði til herflutn- ingabfla (þótt eftir á að hyggja sé hægt að benda á að þama hafi ver- ið dráttarvélar með kerrur). Ekki voru menn að velta því fyr- ir sér að þótt um herbfla hefði ver- iðað ræða hefðu þeir e.t.v. verið að flytja Albana nauðuga frá heima- bæjum sínum. Og jafnvel þó að að- eins hefðu verið á ferð óbreyttir hermenn er það óneitanlega óhugnanlegt að verið sé að varpa sprengjum á hópa fólks með það að markmiði að drepa það. Vissulega á að refsa þrjótum fyrir misgjörðir þeh’ra og beita engum vettlingatökum í þeim efn- um. En það er því miður ekki hægt að meta og hafa stjórn á aðstæðum í Kosovo með orustuþotum og stýriflaugum. Sem aðilar að NATO höfum við vald til taka þátt í mótun þeirrar stefnu sem fylgt er. En því fylgir líka ábyrgð á gjörðum bandalags- ins. íslensk stjórnvöld mega því ekki láta hluti af því tagi sem nefndir eru hér að framan við- gangast athugasemdalaust. Því með því eru íslendingar að taka á sig meðábyrgð á drápum á v óbreyttum boi’guram í Júgóslavíu. Ljóst er að ekki var hægt að láta Serbíustjóm halda áfram grimmd- arverkum í Kosovo óáreitta. Það er meðal þess sem við getum lært af sögunni og því að Hitler var lát- inn í friði í von um að halda friðinn. En það hvernig að málum er staðið hefur orðið til þess að nú er svo komið að Milosevic sem rændi á sínum tíma völdum og átti marga andstæðinga er orðinn alráður með þjóðina að baki sér. Kunnug- ^ legar aðstæður? DAVÍÐ MAGNÚSSON, Þverárseli 20, Reykjavík. sem skilar árcmgri Tölvunám fyrir byrjendur (48 klst.) NcBstu námskeið byrja 1 7. mcú Skrrfstofu- og tölvunám (192 klst.) Auglýsingatcekni (io9kIst.) Forritun og kerfisfrceði (397 klst.) 3D StudioMax (1 20 klst.) Tölvu og sölunám (i92klst.) Skráríing fyrir Viuustið er ríafin Uppiýsingar og innritun í símum 555 4980 og 55 4984 Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfiröi - Simi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Helmasiöa: www.ntv.is Stjörnuspá á Netinu d) mbl.is ^ALLTAT eiTTH\SA0 NÝTT % Á Merki öldrunar hverfa eins og hendi sé veifað RENERGIE Tvöföld virkni, styrkir og vinnur gegn hrukkum. Satínmjúkt krem sem styrkir og þéttir húðina ó andliti og hólsi. Hrukkur verða minna sýnilegar og myndast síður. Jafnframt verða andlitsdrættirnir jafnari og fallegri. 3 vörur, en þú borgar aðeins í boði LANCÖME eru þrjár gerðir tilboða: Rénergie, Primardiale og Vitabolic. Hver askja inniheldur 3 vörutegundir. Pú borgar aðeins eina. Velkomin á næsta LANCÖME útsölustað. "S. *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.