Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ H--------------------- Dagbók Háskóla Islands Dagbók Háskóla fslands 2.-8. maí. - Í Mánudagur 3. maí: Róbert J. Magnús, Raunvísindastofn- un, heldur fjórða fyrirlestur sinn af nokkrum sem nefnast: „Virkjaiðöl, Banach-algebrur og margfeldni." Fyr- irlesturinn verður haídinn í stofu 258 í VR-II og hefst kl. 15.25. Þriðjudagur 4. maí: Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur heldur fyrirlestur á hádegisfundi Sagn- fræðingafélagsins sem hann nefnir: „Félagssaga vinnu og tíma.“ Fundur- inn hefst kl. 12.05 í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Miðvikudagur 5. maí: Susan Tucker, bókasafnsfræðingur ■ og Fulbright-fræðimaður frá Tulane- háskóla í New Orleans, flytur opinber- an fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Islands. Susan Tucker hefur tvo undanfama mánuði stundað rannsóknir við Borg- arskjalasafn. Fyrirlesturinn nefnist: „Varðveisla minninga. Orð og myndir í úrklippubókum amerískra kvenna." Umræða nítjándu og tuttugustu aldar - jafnt hin almenna sem hin fræðilega - hefur skilgreint konur sem kynið sem varðveitir og miðlar fjöl- skylduminningum til framtíðar. Konur hafa í gegnum tíðina haldið tíl haga og varðveitt persónulegar heimildir og fjölskyldualbúm. í upphafi 20. aldar var algengt að bandarískar unglings- K stúlkur og konur notuðu drjúgan tíma í að safha saman skjölum og bókum sem innihéldu minningar af ýmsu tagi, s.s. úrklippubókum, dagbókum, minnis- bókum, myndaalbúmum, o.fl. í fyrir- lestri sínum mun Susan Tucker sýna skyggnur með texta og myndum úr slíkum bókum og fjalla um þessi gögn í Ijósi kenninga um tengsl sjálfsmynda og minninga og með hliðsjón af rann- sóknum hennar hér á landi og í Banda- ríkjunum. Fyrirlesturinn verður í stofú 101 í Odda og hefst kl. 17. Hann er öll- um opinn. * Fimmtudagur 6. rriaí: Verkfræðideild Háskóla íslands og Opin kerfi hf. boða til háskólafyrirlest- urs þar sem Jim Davis, framkvæmda- ’ stjóri LA.-64 þróunardeildar Hewlett- Packard, fjallar um þróun Merced, nýs byltingarkennds örgjörva sem HP og * Intel eru að þróa í sameiningu og mun koma á markað árið 2000. Örgjörvi r þessi byggir á algerlega nýrri 64 bita i tækni sem nefnd hefur verið IA-64 (Intel Architecture 64 bit) en tilkoma hans mun leiða til þess að hægt verður að keyra jafnt UNIX og NT stýrikerfi á einni og sömu tölvunni. Allir stærstu tölvuframleiðendur heims hafa á und- anfömum mánuðum flykkst að baki þessari nýju tækni og því er hér á ferðinni áhugaverður fyrirlestur um þá tækni sem mun að öllum líkindum leiða til fyrstu tölvubyltingar 21. aldar- innar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13 í stofu 101 í Odda. http://www.hp.is/auglbanners/JimDav- is/jimdavis.htm Róbert Amar Stefánsson líffræðing- ur heldur fyrirlestur á málstofu í læknadeild sem nefnist: „Östrógen- hermar í náttúmnni og áhrif þeirra á dýr.“ Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16 með kaföveit- ingum. Námskeið á vegum Endurmenntun- arstofnunar HÍ vikuna 3.-8. maí: 3., 5. og 10. maí kl. 17-19.30. Að skrifa vandaða íslensku. Kennari: Bjami Ólafsson íslenskufræðingur. 3., 5., 7., 10. og 12. maí kl. 16-19. Hraðnámskeið (intensiv) í dönsku fyrir þátttakendur í norrænu samstarfi. Kennarar: Brynhildur A Ragnarsdótt- ir, kennari við VI, og Þórhildur Odds- dóttir, kennari við MK. 3. og 4. maí kl. 8.30-12.30. EKG- túlkun: Lífeðlisfræði, tækni og túlkun. Kennari: Christer Magnússon, hjúkr- unaifræðingur á slysa- og bráðamót/ töku Sjúkrahúss Rvk. 7. maí kl. 13-18. Stjómun breytinga í heilbrigðisþjónustu við síbreytilegar aðstæður „Managing Change“. I sam- starfi við Nomæna heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg. Kennari: Lars Ed- gren, próf. í stjómun heilbrigðisþjón- ustu við Nomæna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. 4. og 5. maí kl. 16-19. Arangurs- stjómun í rekstri fyrirtækja. Umsjón: Ágúst Hrafnkelsson forstöðumapur ár- angursstýringar Landsbanka Islands hf. 4., 11., 18., 25. maí og 1. júní kl. 17-19. Aðlögun hefðbundinnar kennslu að nýrri tækni. Netið, fjarfundabúnað- ur o.fl. Umsjón: Sigrún Gunnarsdóttir tölvunarfræðingur hjá Landssímanum hf. 6. maí kl. 8:15-16 og 7. maí kl. 8.15-15.45. Prófun hugbúnaðar. Kenn- ari: Hans Schaefer tölvunarfr., prófún- arstjóri í „Norwegian Telecom Year 2000 project". 6. og 7. maí kl. 9-16. „Intranet“: Þró- un og uppbygging. Kennari: Mats Tall- ving frá Svíþjóð. 7. maí kl. 13-18. Stjómun breytinga í heilbrigðisþjónustu við síbrejdilegar aðstæður „Managing Change“. I sam- starfi við Nomæna heilbrigðisháskól- ann í Gautaborg. Kennari: Lars Ed- gren, próf. í stjómun heilbrigðisþjón- ustu við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. 7. maí kl. 9-16 og 8. maí kl. 9-13. Sjálfsvígsfræði með sérstöku tilliti til sjálfsvíga ungs fólks. Kennarar: Wil- helm Norðfjörð og Hugo Þórisson sál- fræðingur. Sýningar Stofhun Áma Magnússonar, Áma- garði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 14-16. Unnt er að panta sýn- ingu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöíh Öllum er heimill aðgangur að eftir- töldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla íslands og stofnana hans. Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfii í sérgrein- um: http://www.ismal.hLis/ob/ Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http//www.bok.hi.is/gegnir.html Gagnasafn Orðabókar Háskólans: http//www.lexis.hi.is Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niður- stöður rannsókna- og þróunarstarfs: httpú/www.ris.is * Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í Hreyfilshúsinu við Grensásveg sunnudaginn 2. maí kl. 15.00. Margir spilarar koma fram. Allir eru velkomnir. Skemmtinefnd. ★ 20.30 Barnatónleikar ★ 21.15 Hátíðartónleikar 23.30 - 03.oo Harmonikuball ársins Miðaverð: Kr. 1.500 á tónleika og dansleik og kr. 800 á dansleik - Snyrtilegur klæðnaður -sjá nánari upplýsingar í föstudagsblaði Mbl. í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ekki sammála ÞANN 15. aprfl sl. skrifaði kona í Velvakanda um Pál Óskar á Mono 87,7. Sagði hún að þátturinn væri sóðalegur og gengi yfir allt. Ég er ekki alveg sam- mála henni. Ég vil benda þessari konu á það, að kannski er þátturinn ekki eins slæmur og hún held- ur. Unglingar hringja í Palla og tala um vandamál sín við hann. Hann hlustar á þau sem hringja og gefur þeim ráð, hvort sem þau fara eftir þeim eða ekki. Unglingunum finnst þeir vera að tala við kunningja sinn, þau líta upp til hans. Þarna í þáttunum getur unglingur rætt hvað sem er, sem hann getur ekki rætt annars staðar. Svo vil ég líka segja að Páll Óskar leggur áherslu á öruggt kynlíf. Unglingur. Léleg gæsla! AÐFARANÓTT miðviku- dagsins 28. apríl, kvöldið eftir að samræmdu próf- unum lauk, var eins og vænta mátti þó nokkuð af unglingum í miðbænum. Því var það að ég og unnusti minn ákváðum að fara með bróður unnusta mins niður í bæ, en hann var einmitt að klára sam- ræmdu prófin. Ég sjálf kláraði þau fyrir nokkrum árum og man hve gaman það var að hitta jafnald- rana niðri í bæ. I miðbæn- um löbbuðum við nokkra hringi og spjölluðum við fólk. Þar sem það var vinnudgur daginn eftir vildum við ekki vera lengi og ákváðum að fara heim. En þegai- við erum að ganga í burtu kemur strákur hlaupandi, öskr- andi á hjálp, með a.m.k. sex stráka á eftir sér sem ætluðu að lemja hann. Greyið strákurinn hljóp að næsta bíl og grátbað um hjálp, þá voru árásarvarg- arnir byrjaðir að slá og sparka í hann. Það er auð- vitað hræðilegt að sjá sex ráðast á einn, svo að unnusti minn stekkur til og biður þá um að stoppa og slaka á, í von um að þeir myndu ekki drepa strák- greyið. En þeir létu sér ekki segjast og réðust þess í stað á kærastann minn. Þá stóð þar hjá fólk frá foreldragæslunni og einnig fólk frá ITR, en það gerði ekkert til að stöðva ólætin. Þar sem kærastinn minn, fullorðinn maður, vildi auð- vitað ekki fara að lemja einhverja smápatta í 10. bekk, töldum við eina ráðið að forða okkur burt frá meiri vitleysu, kærastinn minn þá þegar búinn að fá högg í andlitið. Það sem vekur furðu mína er að hvernig í ósköpunum dettur lög- reglu í hug að hafa ekki betri gæslu á svona stundu, smá gæsla væri betri en engin! Ég hélt líka að foreldragæslan og ITR væri þarna í þeim tilgangi að 10. bekkingar færu sér ekki að voða, en sú er ekki raunin. Mér líður illa að vita að það er ekki lengur óhætt að ganga einn í miðbænum að kvöldi til, án þess að eiga það á hættu að vera laminn og það er engin gæsla sem stöðvar ólæti. Reykjavík er ekki lengur borg sem mig langar að ala börnin mín upp í. Reykvíkingur. Hópefli GUÐNI Ágústsson, al- þingismaður, hefur farið í „hópefli" og færist allur í aukana og jafnar sér við Gunnar á Hlíðarenda. Fyrr meir kölluðu hreppa- menn Guðna flibbanaut. Skaut hann þá Karla- Magnúsi ref fyrir rass, en um hann var ort: aldrei hann fyrir aftan kýr/ orr- ustu háði neina. Guðni háði þær margar og lét aldrei deigan síga. J.Á.G. Fyrirspurn til frambjóðenda KÆRI Velvakandi! Nú eru kosningar í nánd og er öllum stjórnmálamönnum mjög svo tíðrætt um fjöl- skylduna. Þó hefur enginn þeirra minnst einu orði á eftirfarandi atriði og undra ég mig mjög á því. Sjálfræðisaldur barna var hækkaður í 18 ár. Barnabætur, umönnunar- bætur með börnum og ef- laust einhverjar fleiri bæt- ur falla niður þegar þau verða 16 ára. Skatta verða þau líka að greiða 16 ára. Alls staðar annars staðar í Evrópu helst þetta í hend- ur, þ.e.a.s. sjálfræði, bætur og skattur. Hvers vegna ekki hér á landi? Hvað hyggjast þessar elskur sem vilja á þing gera til að lagfæra þetta? Og hvenær? Þetta eru spurningar sem brenna á vörum margra og væri gott ef greinargóð svör fengjust fyrir kosningar. Ekki neinn útúrsnúning, takk. Kær kveðja. Ein sem veit ekki hvað hún á að kjósa. Morgunblaðið/Sverrir Víkveiji skrifar... VÍKVERJI telur sig ekki vera hættulega langt undir meðal- tali hvað gáfnafar snertir en verður þó að viðurkenna að hann er löngu hættur að skilja þær reglur sem gilda um vöruúrval í verslunum ATVR. Það er löngu liðin tíð að sama úr- val sé að finna í öllum verslunum nkisins en lengi vel var þó hægt að skilja í hverju munurinn lá. í gangi var fyrirbæri sem kallað var reynslulisti og fólst í því að í fjórum verslunum gátu nýjar tegundir spreytt um nokkurra mánaða skeið og færst síðan yfir í aðalúi-valið í öllum verslunum ef þær náðu til- tekinni lágmarkssölu á reynslutím- anum. Þetta gat þó stundum valdið ruglingi og ekki síst var gagnrýnis- vert hversu erfitt var fyrir áhuga- sama viðskiptavini að fylgjast með nýjungum. Verðskrá er einungis gefin út nokkrum sinnum á ári og hún tekur því ekki mið af þessum mánaðarlegu breytingum. Hvergi er því að finna yfirlit yfir það nýja sem í boði er. xxx Á HEFUR þetta kerfi nú verið gert enn flóknara. Las Víkverji í einni verðskránni að í stað eins reynslulista hafi reynslukerfinu nú verið skipt niður í fjóra flokka og tilheyrir ákveðinn hópur verslana hverjum flokki, sem auðkenndar eru með bókstöfum. Víkverji á erfitt með að átta sig á tilgangi þessa nema þá ef vera skyldi að gera eigi kerfið algjörlega óskiljanlegt fyrir okkur vesalings viðskiptavinina. Þá virðist kerfi þetta allt saman vera hannað með þeim fyrirvara að þrátt fyrir að stöðugt komi nýjar tegundir inn skuli úrval í verslunum ÁTVR ekki batna. Það er þeim teg- undum sem í boði eru virðist lítið fjölga með árunum. Líklega er það of mikið vesen fyrir ríkisbatteríið að vera að þjónusta viðskiptavini með óþarflega fjölbreyttu úrvali. Eflaust ruglar það fólk bara í ríminu. Þannig eru líklega fáar vínbúðir eða hverfisverslanir í nágrannaríkj- um okkar jafnt austan hafs sem vestan það aumar að þær bjóði ekki uppi á fjölbreyttara úrval en ÁTVR. XXX Á LES Víkverji ávallt með at- hygli fréttir af því þegar nýjar vínbúðir eru opnaðar utan höfuð- borgarsvæðisins. Oftar en ekki eru þær reknar af einkaaðilum og þá yfirleitt samhliða einhvem annarri starfsemi. Og þá hlýtur maður að spyrja: Fyrst þetta er hægt utan Reykjavíkur af hverju þá ekki um landið allt? Hver er eiginlega orð- inn tilgangur þess að ríkið haldi ut- an um rekstur af þessu tagi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.