Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 96
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Stjórnendur IS grípa til aðgerða og selja húseignir
Leita samstarfs um
rekstur verksmiðja
STJÓRN íslenskra sjávarafurða hf.
kynnti í gær margháttaðar aðgerðir
í rekstri til að styrkja afkomu fyrir-
tækisins. Eru stjórnendur félagsins
að kanna möguleika á að fá fyrir-
tæki til samstarfs um rekstur físk-
réttaverksmiðja ÍS erlendis. Staða
aðstoðarforstjóra IS verður lögð
niður og láta aðstoðarforstjóri og
framkvæmdastjóri sölu- og mark-
aðsmála fyrii’tækisins af störfum nú
um mánaðamótin. Þá verður hús-
ríæði Þróunarseturs á Kirkjusandi
og Vöruhúss á Höfðabakka selt.
„Við höfum fundið fyrir áhuga hjá
aðilum og við munum kanna þau
mál á næstu vikum. Það eru nokkrir
aðilar sem koma til greina í því
sambandi og ég geri ráð fyrir því að
það verði teknar upp viðræður við
einhvern aðila fljótlega um þessi
mál,“ segir Finnbogi Jónsson, for-
stjóri ÍS, um fyrirhugað samstarf
um rekstur fiskréttaverksmiðja er-
lendis.
ÍS hefur glímt við mikla erfíð-
leika og taprekstur sem að mestu
hefur verið rakið til erfiðleika í
rekstri Iceland Seafood Cor-
poration í Bandaríkjunum. Að sögn
Finnboga er verið að vinna að upp-
gjöri fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa
árs en niðurstöður liggja ekki fyrir.
Reksturinn í Bandaríkjunum
hefur snúist til betri vegar
„Við sjáum þó að reksturinn í
Bandaríkjunum hefur verið jákvæð-
ur fyrstu þrjá mánuði ársins. Þó að
við séum ekki að tala um stóra tölu,
þá erum við þó réttum megin við
strikið. Það er veruleg breyting frá
því sem var í fyrra. Það er hins veg-
ar jafn ljóst að nú fer í hönd erfiðari
tími á næstu mánuðum,“ sagði
hann.
Gera á breytingar á skipulagi ÍS
þar sem gert er ráð fyrir að fjallað
verði um tiltekna þætti starfsem-
innar á sameiginlegum vettvangi
samstæðunnar, svo sem fjármögn-
un og íjárstýringu, hi-áefnisöflun og
flutningamál. Áfram er þó gert ráð
fyrir sjálfstæðum rekstri dótturfé-
laga.
„Það er hins vegar alveg ljóst að
stjórnunin, til dæmis á fyrirtækinu í
Bandaríkjunum, var algerlega í
molum og við teljum að móðurfyrir-
tækið þurfi að hafa meira eftirlit
með rekstrinum á hverjum tíma,
þannig að ef eitthvað kemur upp, þá
komi það mönnum ekki algerlega í
opna skjöldu mörgum mánuðum
eða heilu ári síðar. Við viljum því
efla fjármálaeftirlitið og fjárstýr-
inguna,“ sagði Finnbogi.
■ Selja á húsnæði/49
Morgunblaðið/RAX
Björgun á
Djúpavogi
ÞAÐ er ekki alltaf auðvelt að
vera lítill skógarþröstur og
margt er að varast, en að
þessu sinni fór allt vel. Björk
Guðlaugsdóttir sá þröstinn fljúga
á glugga á heimili hennar á
Djúpavogi í gær og brást við
þegar í stað. Hún hlynnti að hálf-
rotuðum fuglinum og fyrr en
varði var hann tilbúinn að fljúga
út í vorið á ný.
Gert við
rækjutrollið
1. MAÍ, baráttudagur verkafólks,
er í dag og samkomur launafólks
haldnar víða um land. Einar V.
Einarsson, Aðalsteinn Guðmunds-
son og Arngrímur Gíslason í
Netagerðinni Höfða á Húsavík
litu vart upp frá vinnunni er ljós-
myndari kom þar við í vikunni.
Fyrsti ársfjórðungur
Hagnaður FBA 362
milljónir króna
HAGNAÐUR af rekstri Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins nam 362
milljónum króna fyrir skatta fyrstu
þrjá mánuði ársins, samkvæmt
óendurskoðuðu árshlutauppgjöri.
Er þetta meiri hagnaður en varð
fyrstu sex mánuði síðasta árs en
FBA birtir nú ársfjórðungstölur úr
rekstrinum í fyrsta sinn.
Bjami Armannsson, forstjóri
FBA, segir að fyrsti ársfjórðungur
komi mun betur út en gert var ráð
fyrir í byrjun ársins. Rekja megi
hagnaðinn bæði til ytri skilyrða og
þess að nú sé bankinn að uppskera
það sem sáð hafi verið til.
■ FBA með/24
Morgunblaðið/Kristján
Bankamenn ræða
skammtímasamning
HUGSANLEGT er að banka-
menn -og viðsemjendur komi sér
saman um skammtímasamning
en samningar bankamanna eru
lausir 1. september næstkom-
andi. Friðbert Traustason, for-
maður Sambands íslenskra
bankamanna, tjáði Morgunblað-
inu í gær að samningsaðilar virt-
ust hlynntir þeirri hugmynd.
Formaðurinn sagði samninga
1 bankamanna hafa verið til styttri
tíma en margra annarra stétta
þar sem talið var hugsanlegt að
ýmsar breytingar og sameining-
ar banka og sparisjóða væru
fyrirhugaðar og því hefðu menn
ekki viljað binda samninga of
lengi.
r Friðbert segir formlegar við-
ræður ekki hafnar en í gærmorg-
un hittust formenn aðildarfélaga
og samninganefnd SÍB. Varpað
hafi verið fram ýmsum hug-
myndum, m.á. þessari um
skammtímasamning en einnig
því að samið yrði út árið 2000.
Friðbert sagði að þrjár at-
vinnugreinar öðrum fremur
væru viðkvæmar fyrir árinu
2000, flugumferðarstjóm, heil-
brigðiskerfið og fjármálaheimur-
inn. Sagði hann því hugsanlegt
að samningur myndi ná út árið
2000 ef aðilum þætti ótryggt að
vera með lausa samninga á því
ári.
„Við myndum hafa áhuga á því
ef bankamir vilja greiða eitthvað
fyrir það,“ sagði Friðbert.
Aukin samvinna Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur
Miðstöð æðaskurð-
lækninga verður á SHR
MEÐAL breytinga sem framundan
em í rekstri Landspítala og Sjúkra-
húss Reykjavíkur er að miðstöð
æðaskurðlækninga verður á SHR,
teknar verða upp ákveðnar bein-
mergsaðgerðir í haust en miðstöð
þeirra verður á Landspítala. Þá-
verður rekstur rannsóknastofanna
aðskilinn frá öðrum rekstri spítal-
anna.
Magnús Pétursson, forstjóri
sjúkrahúsanna, segir að þessar
breytingar hafi verið ákveðnar í
kjölfar samnings um að ríkið beri
frá síðustu áramótum ábyrgð á
rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Samvinnunefnd spítalanna hefur
undirbúið þær ásamt forstjóranum
en nefndin var skipuð í framhaldi af
samningnum um aukið samstarf
spítalanna. Magnús segir að æða-
skurðlækningar séu mjög sérhæfð-
ar og því væri talið eðlilegt að
byggja upp slíka sérgrein á aðeins
öðrum spítalanum og eftir athugan-
ir og álit ráðgjafa hefði verið ákveð-
ið að velja þeim stað á SHR.
Þá verður endurhæfing flutt frá
Landspítalanum og í húsnæði spít-
alans í Kópavogi og rekstur endur-
hæfingardeildar og taugadeildar
SHR verður aðskilinn og endurhæf-
ing beggja spítalanna færð undir
eina stjóm.
Læknaráð Landspítala
óánægt
Læknaráð Landspítalans sam-
þykkti á aðalfundi sínum í gær
ályktun þar sem lýst er óánægju
með hvemig staðið hefur verið að
ákvörðunum um flutning deilda.
Telur ráðið að faglega umræðu hafi
vantað og hvetur stjóm spítalans til
að gæta að henni áður en flutningur
deilda verður ákveðinn.
■ Deildir sameinaðar/12