Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lakari verkefnastaða hjá Slippstöðinni hf. 17 manns sagt upp SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur sagt upp 17 starfsmönnum vegna erfiðrar verkefnastöðu undanfarna mánuði. Starfsmennirnir vinna víða í fyrirtækinu en Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar, sagði nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða vegna þeirrar stöðu sem uppi er. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið um 140 talsins en að undan- fömu hefur orðið talsverður sam- dráttur í viðgerðar- og breytinga- verkefnum fyrir fiskiskipaflotann. Að sögn Inga breytist starfsemi þjónustufyrirtækis eins og Slipp- stöðvarinnar óhjákvæmilega í sam- ræmi við sveiflur í útgerðinni. Þessum samdrætti er fyrirtækið nú að bregðast með fækkun starfs- fólks og jafnframt breyttu skipu- lagi, sem tekur gildi um mánaða- mótin júní-júlí og gerir því fært að auka sveigjanleika og mæta betur sveiflum á markaðnum. Ingi sagði að ekki hefði komið til uppsagna í fyrirtækinu í langan tíma. Bátar rákust saman BADDÝ GK-227, um 6 tonna trilla, og Jón Erl- ings GK, um 30 tonna bátur, lentu í árekstri vestur af Stafnesi um klukkan 18 í gærkvöld og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að sækja mann, sem meiddist er óhappið varð. Leki gerði vart við sig hjá Baddý, en dælur höfðu undan þannig að báturinn sigldi til hafn- ar í Sandgerði í fylgd varðskips. Maðurinn sem meiddist var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en að sögn læknis hlaut hann minniháttar meiðsl og var fljótlega útskrifaður. Selma í sjöunda himni TEKIÐ var á móti íslensku Evró- visjón-förunum, sem hrepptu annað sætið í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í Jerúsal- em á laugardagskvöid, með blómum og hamingjuóskum þeg- ar þau komu til landsins seint á sunnudagskvöld. í samtali við Morgunblaðið kvaðst Selma Björnsdóttir í sjöunda himni yfir úrsiitum keppninnar og sagði góðan keppnisanda hafa rikt baksviðs þegar stigin voru talin og íslenska og sænska lagið áttu í sem mestri keppni. Plötusamn- ingur er í sjónmáli og að sögn Steinars Berg hjá Skífunni er ætlunin að byggja upp feril Seimu á markvissan hátt og ekki einungis verið að reyna að mark- aðssetja lagið, sem hún flutti í keppninni, „All Out of Luck“. Sænska lagið stolið? A mánudag birtist í þýska dag- blaðinu Bild frétt þess efnis að sænska sigurlagið í keppninni, „Take Me to Your Heaven“, sem skrifað er á sænska lagahöfund- inn Lars Didrikson væri nákvæm eftirlíking af laginu „Out of the Blue“ eftir þýska lagahöfundinn David Brandes. Hyggst Brandes sækja málið fyrir rétti. Ekki er Brandes sá eini sem viil eigna sér lagið því sænski lagahöfundurinn Hans Lager- holm segir í samtali við sænska blaðið Expressen að hann hafi í félagi við tvo aðra danslagahöf- unda samið vinningslagið undir nafninu 1001 nótt fyrir íjórum árum og dreift til margra sænskra útgefenda og dans- hljómsveita. I samtalinu kemur fram að þeir hyggist leita réttar síns og krefjast skaðabóta. ■ Evróvisjón/69/72-73 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bann við olíuflutningum undir Hvalfjörð tii athugunar Dreifendur undrast hu g- myndirnar OLIUDREIFENDUR segjast undrandi á hugmyndum Spalar hf. um að banna flutninga á olíum og bensíni í gegnum Hvalfjarðargöng nema að næturlagi. Spölur hefur lagt tíllögur þessa efnis fyrir ríkis- lögreglustjóra. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík segir slökkviliðið vanbúið komi upp eldur í göngunum og lýsir einnig óánægju með öryggisbúnað ganganna. Knútur HauksSon, framkvæmda- stjóri Olíudreifingar, sem dreifir eldsneyti fyrir Olíufélagið og Olís, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Spölur hefði ekki haft sam- band við fyrirtækið vegna þessa. „Við þurfum ýmsar útskýringar. Hvaða eldsneyti ætla þeir að banna? Líka svartolíu? Þetta er ekki allt eldfimt eins og bensín og áhættuflokkarnir eru margir,“ sagði Knútur. Hann sagðist hafa beðið Spöl um fund vegna frétta af þess- um óskum fyrirtækisins og kvaðst telja að það væri annað en eldsneyt- isflutningar sem valdið gæti hættu, t.d. akstur með gaskúta og slíkt. Hann sagði að auðvitað mundi kostnaðarauki fylgja því íyrir fyrir- tækið að aka fyrir Hvalfjörðinn. Þórir Haraldsson, framkvæmda- stjóri dreifingar hjá Skeljungi, sagðist ekki geta gert sér nákvæma grein fyrir þeim hugmyndum sem uppi eru hvað þetta varðar. Hann sagði einnig að það sama gæti ekki gilt um flutninga á svartolíu og gasi. „Ef við skoðum hvað það er sem hefur valdið óhöppum erlendis, þá eru það ekki eldsneytisflutningar, heldur til dæmis málning. Við telj- um okkur vera að flytja eldsneyti á mjög auðveldan hátt. Þeir hljóta að missa talsverðan spón úr aski sínum með þessum reglum,“ sagði Þórir. „Það verður ódýrara fyrir okkur að aka fyrir fjörðinn en að nota menn á næturvinnukaupi til að flytja olíu í gegnum göngin.“ ■ Á borgin eða Spölur/12 Hugbúnaðarfyrirtæki ákært fyrir brot á höfundalögum Afritaði Windows 95 og dreifði ókeypis eða stórfelldu gáleysi og varða þau sektum eða allt að tveggja ára fang- elsi. Það brot sem um ræðir í þessu tilviki eru aðgerðir sem brjóta í bága við einkarétt höfundar. Allt að 80% ólögmætar Jón H. Snorrason bendir á að samtök rétthafa hugbúnaðarfram- leiðenda, BSA, telji að miðað við tölvueign og -notkun og borið sam- an við sölutölur, hafi raunin verið sú að allt að 80% af hugbúnaði í notkun hérlendis væru ólögmæt og afhent án greiðslu eða gegn óveru- legri greiðslu. „Við leggjum ekki mat á þessa tölu og einbeitum okk- ur að hverju máli fyrir sig, en það er ljóst að við töldum tilefni til ákæru í þessu tiltekna máli og telj- um ekki um einstakt tilfelli að ræða. Þarna er um að ræða við- skiptahætti sem geta átt sér stað hvar sem er, þ.e. að þeir sem sejja tölvur láta hugbúnað fylgja með ókeypis. Ef það er gert í miklum mæli er um skuggalegt umfang að ræða,“ segir Jón. Hann segir að fleiri samsvarandi mál séu til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, en þau séu á mismunandi stigi og ótímabært að tjá sig um eðli þeirra eða umfang. EMBÆTTI ríkislögreglustjóra gaf í gær út ákæru á hendur hugbúnað- arfyrirtæki í Reykjavík og stjómar- formanni og framkvæmdastjóra þess vegna brota á höfundalögum. „Þetta mál er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að það er hið fyrsta sinnar tegundar þar sem þessi rétt- indi eru fótum troðin. Aður hafa komið upp mál þar sem t.d. kvik- myndir hafa verið fjölfaldaðar á myndböndum með ólögmætum hætti, en þetta er annar hluti rétt- indamála," segir Jón H. Snorrason, saksóknari embættis ríkislögreglu- stjóra. „Rétthafarnir hafa lengi haft grunsemdir um að hugbúnaði væri dreift hérlendis ólöglega í mjög miklum mæli og það væm mjög gróf brot þar sem mikil réttindi og miklir fjármunir færa forgörðum," segir Jón. Fyrirtækinu og framkvæmda- stjóranum er gefið að sök að hafa á tímabilinu 15. janúar til 10. septem- ber 1997, afritað stýrikerfið Windows 95 inn á harða drifið í tölv- um og látið fylgja með í sölu á þeim til að minnsta kosti 30 einstaklinga án sérstaks endurgjalds. Var þetta gert án leyfis Microsoft Cor- poration, sem á höfundarrétt að stýrikerfinu. Hróbjartur Jónatansson hæsta- réttarlögmaður gerir þá kröfu fyrir hönd Microsofts að hinn ákærði greiði ríflega 1,3 milljónir króna í skaðabætur, auk miskabóta. Krefst embætti ríkislögreglu- stjóra að ákærðu verði dæmdir til refsingar fyrir brot sem varða m.a. við höfundalög þar sem segir að höfundur hafi einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri; í þýðingu og öðrum aðlög- unum. I kafla laganna um refsiá- kvæði er bent á að refsing skuli háð því að brotin séu framin af ásetningi Sérblöð í dag www.inbf.is sjsiim Heimili ►VERÐ á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið • að hækka. í Fasteignablaðinu er fjallað um cinbýlishúsa- . markaðinn og lýst nokkrum húsum, sem nú eru til sölu. • Fylgzt er með lagningu hringtorga í Fornalundi við Breið- . höfða. • Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Skrípa- myndum, „Myndasögu- klúbbur íslands“. íslenska liðið í handknattleik kom inn úr kuldanum / B8 ••••••••••••••••••••••••••••••• Sundmenn sigursælir á Smá- þjóðaleikum í Liechtenstein / B6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.