Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þverárfjallsvegur milli Blönduóss
og Sauðárkróks
Verð á bensíni hækkar um 3,40 krónur lítrinn
Olíufélögin undrast
hækkun vegagjalds
Styttir
vegalengd-
ina um 30
kflómetra
SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafíð
athugun á umhverfisáhrifum lagn-
ingar Þverárfjallsvegar frá Skaga-
strandarvegi til Sauðárkróks. Sam-
tals er um 38 kílómetra langa leið að
ræða, en vegurinn styttir vegalengd-
ina milli Blönduóss og Sauðárkróks
um 30 kílómetra og styttist því vega-
lengdin úr 76 km í 46 km.
Að mestu leyti er um að ræða nýtt
vegarstæði og verður vegurinn lagður
bundnu slitlagi. Áætlað er að fram-
kvæmdir við veginn hefjist árið 2000
og er tilgangur þeirra að bæta vega-
samband milli byggðarlaga og auka
umferðaröryggi, að því er fram kemur
í frétt frá Skipulagsstoftiun. Vegurinn
verður án blindhæða með tvíbreiðum
brúm og mest með 7% bratta.
Fram kemur að framkvæmdin
raskar landi níu bújarða og ellefu
eyðibýla og að vegurinn fer yfir tún
og ósnortið gróðurlendi. Frummats-
skýrslan liggur frammi til 2. júlí í ár
og hefur almenningur fímm vikur til
þess að kynna sér framkvæmdina og
leggja fram athugasemdir.
VERÐ á bensíni hækkar um 3,40
krónur í dag og mun lítrinn af 98
oktana bensíni kosta dýrastur um
83,10 krónur eftir hækkun og lítrinn
af 95 oktana bensíni um 78,50 krón-
ur. Forsvarsmenn olíufélaganna
segja að ein meginástæða þess að
bensínið hækkar svo mikið sé hækk-
un á vegagjaldi um 1,35 krónur og
lýsa þeir yfir furðu vegna þess að
hið opinbera velji þennan tíma til að
hækka það.
„Ég skil ekki að ríkið sé að leggj-
ast á vegagjaldið nú, þegar við
bundum vonir við að heimsmarkaðs-
verð tæki að lækka. Vegagjaldið hef-
ur hækkað um 12% síðan 1. ágúst
1997 og við hefðum haldið að skyn-
samlegra væri fyrir fjármálaráðu-
neytið að hækka þegar markaðurinn
gæfi tilefni til lækkunar, en þeir
kjósa að bæta ofan á toppinn,“ segir
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf.
Vildu hækka meira
Hann segir að birgðaverðið hækki
hins vegar af tveimur meginástæð-
um. Annars vegar séu elstu og ódýr-
ustu birgðirnar búnar af skiljanleg-
um ástæðum, og hins vegar hefur
dollarinn hækkað í liðnum mánuði.
„Við hefðum þurft að hækka aðeins
meira en ákváðum að klippa aðeins
ofan af hækkuninni," segir Geir.
Hann segir að ekki megi greina
minni bensínnotkun þrátt fyrir verð-
hækkanir á bensíni, enda komi á
móti mikil fjölgun á bifreiðum.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs hf., tekur í sama streng og
Geir og segir ákvörðun um hækkun
vegagjalds koma á óvart.
„Þessi mikla hækkun er ekki síst
vegna ákvörðunar hins opinbera,"
segir hann en bendir þó á að hækkun
hefði verið óumflýjanleg vegna
hækkunar á heimsmarkaðsverði.
„Verðhækkunin erlendis umfram
verðhækkanir hérlendis frá því um
mánaðamótin nóvember-desember
nemur um 4 krónum og 50 aurum.
Til að ná sama verði og við vorum
með í desember þyrftum við að
hækka um 4,30 krónur.“
Aðspurður segir hann ekki ljóst
hvort olíufélögin hefðu hækkað bens-
ínverðið meira en þau gerðu, hefði
vegagjald ekki hækkað. Hins vegar
verði menn að gera sér grein fyiir
því að ekki megi ofbjóða neytendum.
Ekki náðist í forsvarsmenn Olíu-
verslunar Islands, Olís, en sam-
kvæmt upplýsingum frá bensín-
stöðvum félagsins var gert ráð fyrir
bensínhækkun á miðnætti í nótt.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjamadðttir
Lagarfljótsormurinn bíður á bryggju
Reyðarfirði. Morgunblaðið.
FARÞEGAFERJAN Lagar-
fljótsormurinn bíður þess nú á
hafnarbakkanum á Reyðarfirði
að verða dregin yfir Fagradal.
Króatíska skipið Plitvice lagðist
að bryggju á Reyðarfirði á föstu-
dag með Lagarfijótsorminn inn-
anborðs og tókst vel til við að
hífa ferjuna frá borði.
Ferjan er á þar til gerðum
flutningavagni og verður hún
dregin á honum til Egilsstaða
þar sem hún verður notuð til far-
þegaflutninga á Lagarfljóti. Hún
vegur um 100 tonn með vagnin-
um og mun þurfa að gera ýmsar
ráðstafanir á þeirri leið sem hún
verður dregin, m.a. breikka
gatnamót og taka niður
Ijósastaura.
Fyrsta ferð verður farin á
Fljótinu 17. júní en áætlunarferð-
ir hefjast 18. júní. Um 130 manns
rúmast í Lagarfljótsorminum.
Góð aðstaða er fyrir veitingar og
dans og ekki að efa að vinsælt
verður að hafa þar árshátíðir,
brúðkaup, afmælisveislur og ann-
að það sem fólk vill gera sér til
gamans.
Kaupmannasamtökin vara við starf-
semi svissnesks fyrirtækis
Sagt stunda svik-
samlegt athæfí
KAUPMANNASAMTOK Islands
hafa sent frá sér aðvörun vegna til-
rauna svissneska fyrirtækisins IT&T
AG til að hafa fé út úr íslenskum fyr-
irtækjum með því að senda til þeirra
reikninga fyrir skráningar í faxskrá
þess þótt ekki hafi verið óskað eftir
slíkri skráningu né haft samband við
fyrirtæki á Islandi. Upphæð reikn-
ings er tæplega eitt þúsund sviss-
neskir frankar eða um 47.000 krónur.
Jón H. Snorrason, saksóknari hjá
embætti ríkislögreglustjóra, segir að
þetta athæfi hafi ekki verið kært til
embættisins, en hins vegar hafi skyld
tilvik komið til kasta lögregluyfir-
valda hérlendis. „Því miður er það
nokkuð algengt úti í hinum stóra
heimi að aðilar reyni að hafa fé út úr
náunganum með þessum eða svipuð-
um hætti. Okkur er t.d. kunnugt um
að aðilar ytra hafi haft samband við
íslensk fyrirtæki og sagst vera að
gefa út ferðabæklinga um Island,
símaskrár og annað þess háttar, og
hafi íslenska fyrirtækið samþykkt
þátttöku er því sendur reikningur, en
aldrei birtist neinn bæklingur. Þarna
er um að ræða viðskiptahætti til þess
fallna að valda blekkingum," segir
hann.
Kaupmannasamtök íslands fengu
nýlega reikning frá IT&T AG í Sviss
og er upphæðin sú sama og í fyrri til-
raunum fyrirtækisins. Sigurður
Jónsson, framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtaka Islands, segir að á
síðastliðnu ári hafi mikil umfjöllun
verið um samskonar fjársvikatilraun-
ir þessa fyrirtækis í fjölmiðlum í
Danmörku eftir að dönsku kaup-
mannasamtökin, DSK, og rannsókn-
arlögreglan þar höfðu vakið athygli á
þessu athæfi svissneska fyrirtækis-
ins.
„Þar kom fram að fyrirtækið sendi
þessa reikninga í sumarbyrjun, þeg-
ar sumarleyfi og afleysingar eru að
hefjast, ef til vill í trausti þess að þá
væru meiri líkur til að reikningamir
yrðu greiddir í þeirri trú að um þjón-
ustuna hafi verið beðið en reikning-
arnir líta út eins og reikningar í
venjulegum viðskiptum," segir hann.
Þegar fréttir bárust um þetta frá
Danmörku gerðu Kaupmannasamtök
íslands könnun meðal verslunarfyr-
irtækja hér á landi á því hvort þetta
svissneska fyrirtæki eða önnur hafi
reynt að hafa fé út úr íslenskum fyr-
irtækjum. I ljós kom að svissneska
fyrirtækið hafði sent allmörgum ís-
lenskum fyrirtækjum reikninga sem
þau kváðust ekki hafa greitt. Kaup-
mannasamtök íslands sendu á sl ári
út viðvörun um þetta til fyrirtækja,
til að reyna að koma í veg fyrir fjár-
svik af þessu tagi.
Þjónusta númer eitt!
ni sölu VW Passat 1800
Comfortiine árg. 1997, ekinn
44.000 km. Sjálfskiptur,
nýskráður 2. april 1997. Ásett
verð kr. 1.890.000. Nánari
upplýsingar hjá Bílaþingi
Heklu í síma 569 5500.
Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8
laugardagar kl. 12-16 .
BÍLAÞING HEKLU
A/wvirr t'-ÍH f ftotvPuM bflvMl
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500
www.bilathmg.is • v/ww.bilathing.is • www.bilathing.is
Mál og menning greiði
bætur vegna vanefnda
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi Mál og menningu hf. í gær til
að greiða eignarhaldsfélaginu Fjall-
konunni rúmar tvær milljónir króna
auk 400 þúsund króna í málskostnað
vegna ætlaðra vanefnda Máls og
menningar hf. á samningi sem bóka-
útgáfan og Fjallkonan ehf. gerðu með
sér um prentun bóka í árslok 1993, að
því er ætla má, samkvæmt dóminum.
Kvað samkomulagið á um að Fjall-
konan ehf. tæki að sér prentun bóka
fyrir Mál og menningu hf., þar sem
prenthluturinn næmi tiltekinni lág-
marksfjárhæð og skilaði af sér bókum
af sömu gerðum og sambærilegar
bækur sem Mál og menning hafi
fengið hjá öðrum prentsmiðjum, þ.e.
hvað varði pappírsgæði, prentgæði,
bókband og stærð bóka.
Samkvæmt samkomulaginu skyldi
„prenthluti" viðskiptaaðila vera að
fjárhæð 6 milljónir króna en aðila
greindi á um hvað fælist í orðinu
„prenthluti".
í dómsniðurstöðu segir að þegar
litið er tii orðalags samkomulagsins
megi ráða að með orðavahnu „prent-
hluti“ sé verið að vísa til þess að ein-
hveijir hlutar prentunarinnar væru
þar undanskildir og ekki væri þar átt
við allt sem tilheyrði bókagerð. Með
hliðsjón af því og yfirlýsingum ýmissa
manna sem fást við viðskipti sem
þessi varð samkomulag aðila túlkað
svo að undanskilið hafi verið bók-
band, þ.e. sá kostnaður við gerð bók-
ar, sem kemur til eftir að bók hefur
verið prentuð í prentsmiðju. Sam-
kvæmt þeirri túlkun og framlögðum
gögnum prentaði Fjallkona ehf. fyrir
Mál og menningu hf. fyrir 1.965.700
krónur, þar af var pappírskostnaður
854.450 krónur. Því varð Fjallkonan
ehf. af prentvinnu fyrir rúmar fjórar
milljónir króna.
Stykkishólmur
Bæjar-
stjórinn
lætur af
störfum
ÓLAFUR Hilmar Sverrisson,
bæjarstjóri í Stykkishólmi, baðst
á fundi bæjarstjórnarinnar, sem
haldinn var í gær, lausnar frá
störfum. A fundinum kom fram
hjá Ólafi að hann segði upp af
persónulegum ástæðum og
myndu hann og fjölskylda hans
hakla til Reykjavíkur í haust.
Ólafur Hilmar hefur verið
bæjarstjóri í Stykkishólmi í átta
ár. Bæjarstjórnin samþykkti að
auglýsa starf bæjarstjóra sem
fyrst.