Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðinn til að und- irbúa Kristnihátíð SÉRA Bemharður Guðmundsson hefur verið ráðinn til þess að hafa umsjón með verkefnum Biskupsstofu varðandi undirbúning og fram- kvæmd hátíðahalda vegna Kristni- tökuminningar og árþúsundamóta. Hann kom til starfa 1. maí sl. og er ráðinn til tveggja ára en verður ekki í fullu starfí, að því er fram kemur í frétt frá Biskupsstofu. Séra Bemharður verður tengiliður Biskupsstofu gagnvart prófastsdæm- unum og öðmm þeim sem skipu- leggja hátíðahöldin um land allt, en þó sérstaklega gagnvart fram- kvæmdaaðilum Kristnihátíðarinnar á Þingvöllum 1. og 2. júlí 2000 og verð- ur sem slíkur ritari Kristnihátíðar- nefndar. Þá mun hann stýra undir- búningi þeirra verkefna hátíðaársins sem eru alfarið á vegum Biskups- stofu, svo sem hinni alþjóðlegu ráð- stefnu um samleið trúar og vísinda á nýrri öld: Faith in the Future, sem mun væntanlega verða haldin 4,- 8. júlí 2000 og Landsþing kirkjunnar í Reykjavík sem kemur saman á haustdögum það sama ár, að því er fram kemur í fréttinni. Herra Karl Sigurbjömsson biskup sagði í samtali við Morgunblaðið að síðast- liðið haust hefði verið ákveðið að fá sérstakan stai'fsmann á biskups- stofu til þess að halda utan um þau verkefni sem tengdust aldamót- um og Kristnihátíð. í ársbyrjun hefði Kirkju- ráð gengið frá ráðningu séra Bemharðs Guð- mundssonar. Meðal þeirra verkefna sem hann myndi sinna væri að taka að sér hlutverk ritara kristnihátíðar- nefndar, eins og alltaf hefði staðið til, og það sama gilti um margvís- leg verkefni önnur tengd Kristnihá- tíð, sem til þessa hefðu verið á könnu ýmissa starfsmanna á Biskupsstofu. „Hann hefur langan og farsælan starfsferil að baki bæði á Biskups- stofu, í prestsstarfi og hjá Lútherska heimssambandinu. Hann hefur ann- ast um upplýsinga- og fjölmiðlamál og skipulagt fjölmenn heimsþing með miklum sóma og við bindum miklar vonir við störf hans,“ sagði séra Karl. Að loknu guðfræða- prófí og prestsvígslu 1962 þjónaði sr. Bem- harður söfnuðum í Súðavík og í Árnes- þingi, en gerðist æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar árið 1970. Hann starfaði síðan í Afríku um árabil, við útvai'psstöð Lúth- erska heimssambands- ins í Eþíópíu. Að loknu meistaraprófí í fjölmiðl- un var hann ráðinn fréttafulltrúi kirkjunnar 1979 en tók við starfi fræðslustjóra er fræðslu- og þjónustu- deild kirkjunnar var stofnuð 1989. Hann var kallaður öðm sinni til starfa hjá Lútherska heimssam- bandinu (LWF) í Genf árið 1991. Þar stýrði hann ráðgjafarþjónustu þess um upplýsingamiðlun og skipulags- mál og annaðist fjárhagslega umsjón verkefna á þeim sviðum. Hann var einn af skipuleggjendum heimsþings LWF í Hong Kong 1997. Séra Bernharður Guðmundsson Ræðismannsskrifstofan í Winnipeg Akvörðun um opnun fagnað í Kanada Ræðismannsskrifstofa íslands í Winnipeg í Kanada verður form- lega opnuð á föstudaginn kemur, 4. júní, en Svavar Gestsson sendi- herra er aðalræðismaður íslands í Kanada. I frétt frá ríkisstjórninni í Manitoba af þessu tilefni segir Gary Filmon, forsætisráðherra Manitoba, að þeir fagni þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Islands að opna ræðismannsskrifstofu í Winnipeg. Þetta sé sú fyrsta þar frá árinu 1992 og- sýni aukið alþjóðlegt vægi Manitobafylkis, en auk hefðbundinna ræðis- mannsstarfa muni Svavar Gests- son leita nýrra tækifæra á sviði viðskiptalegra og menningarlegra tengsla milli íslands og Manitoba og leggja rækt við þau sem fyrir séu. Forætisráðherra Manitoba seg- ir ennfremur að þeir hlakki til að rækta frekar þau tengsl sem séu milli íslands og fylkisins og hafi alltaf verið stoltir af þeirri stað- reynd að í Manitoba sé mestur fjöldi íslendinga samankominn ut- an Islands. Ársgamalt barn brenndist ÁRSGAMALT bam var flutt á Landspítalann með 2. stigs bruna eftir að heitt vatn hafði helst niður á það í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 17 í gærdag, að sögn Lögreglunnar í Reykjavík. Ekki var unnt að fá upplýs- ingar um líðan bamsins áður en blaðið fór í prentun. Tal hf. gefur heyrnarskertum börnum og foreldrum þeirra GSM-síma Nota texta- skilaboðin TAL hf. gaf nokkrum heyrnar- skertum nemendum við Vestur- hlíðarskóla og foreldrum þeirra GSM-síma við skólaslit í gær, en komið hefur í ljós að símarnir geta verið afar hentug tjáskipta- leið fyrir heymarskerta, þar sem þeir geta nýtt sér svokölluð SMS- skilaboð eða textaskilaboð milli símanna. Það var Þórólfur Árnason, for- stjóri Tals, sem afhenti símana við skólaslitin í gær, en alls fengu 13 börn á aldrinum 9 til 16 ára GSM- síma, sem og foreldrar þeirra. Auk þess sem hægt er að senda textaskilaboð úr síma í síma er einnig mögulegt að senda slík skilaboð með tölvupósti, en skila- boðin birtast á skjá símanna og geta verið allt að 160 stafir. Á markað eru komnir símar sem láta notandann vita af nýjum skilaboðum með því að titra og koma því heyrnarskertum að fullu gagni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞÓRÓLFUR Árnason, forstjóri Tals hf., afhenti 13 nemendum Vesturhlíðarskóla og foreldrum þeirra GSM- síma í gær. Komið hefur í Ijós að textaskilaboð GSM-síma nýtast heyrnarskertum vel. Brúartorg í Borgarnesi Munu ræða við Kaup- félagið BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar samþykkti á aukafundi í íyrrakvöld að ganga til viðræðna við Kaupfélag Borgfirðinga um byggingarsvæði sunnan Brúartorgs í Borgarnesi samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipu- lagstillögu um það svæði og með fyr- irvara um nauðsynlegan kynningar- feril samkvæmt skipulagslögum. Þessi ákvörðun var tekin með at- kvæðum átta bæjarstjórnarfulltrúa en einn sat hjá. Jafnframt var sam- þykkt að unnið verði að áframhald- andi skipulagi byggingarsvæða fyrir aðra þá aðila sem sótt hafa um lóð á þessu svæði, en það eru Baugur, Skeljungur, sem sótt hefur um stækkun á lóð, Borgarverk og hópur rekstraraðila í Borgarnesi. Að sögn Eiríks ðlafssonar, bæjar- ritara og starfandi bæjai-stjóra, hafa ekki verið sett ákveðin tímamörk í viðræðunum við Kaupfélag Borgfirð- inga en hann kvaðst aðspurður gera ráð fyrir að bygging yrði risin á um- ræddu svæði á fyrri hluta næsta árs. 300 síðna handbók um EES-samninginn komin út Lftill bæklingnr sem vatt upp á sig Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið er án efa sá viðamesti og mikilvæg- asti sem Island hefur gert á seinni árum. Sigurrós Þorgrímsdottir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, hefur tekið saman handbók um samninginn. NÚ FIMM árum eftir gildistöku samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið er komin út handbók, EES handbókin, þeim til hægðar- auka sem þurfa að vinna eftir hon- um. Bókin er gefin út að frumkvæði einstaklings og er útgáfan í höndum Bóka- og biaðaútgáfunnar sf. Hún er tímabær þar sem þessi mikilvægi samningur er afar viðamikill og flókinn. Sigurrós Þorgrímsdóttir fékk hugmyndina að handbókinni og vann að henni upp á eigin spýtur. Hún er stjórnmála- og fjölmiðla- fræðingur að mennt en vinnur um þessar mundir að meistararitgerð í stjórnsýslufræðum frá Háskóla ís- lands. Hún situr nú í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég var að vinna á upplýsinga- miðstöð Evrópusambandsins í London um skeið og sá þar ýmsar hentugar handbækur. Þegar ég kom síðan heim fór ég að huga að þessu en fór ekki á fullt fyrr en um ári síðar,“ segir Sigurrós. ítarleg handbók um flókið efni Bókin er nær 300 blaðsíður að lengd og skiptist í 5 meginkafla, skrá yfir gagnlegar heimasíður, heimildaskrá og atriðaorðaskrá. „Þetta átti í upphafi að verða lítil handbók en svo vatt þetta upp á sig,“ segir Sigurrós. „Það eru rúm þrjú ár síðan ég byrjaði að viða að mér efni í bókina. Ég vann hana að mestu í hjáverkum til að byrja með en síðasta árið eða svo hef ég ein- beitt mér að henni.“ Sigurrós segist hafa stuðst við erlendar hand- bækur um svipað efni. „Meginuppi- staðan er EES- samningurinn en bókin er hugsuð sem uppflettirit. I því er að finna upplýsingar um stofnanir EFTA, ESB og EES. Inngangurinn fjallar t.d. um mark- mið ESB, Maastricht-sáttmálann og efnahags- og myntbandalagið. Þá er mikið vísað í viðauka og bókanir við hverja grein samnings- ins. „Ég lét líka íylgja með íslensk lög og reglugerðir," segir Sigurrós. í handbókinni er líka umfjöllun um samninginn. „Ég tek íynr stefnumið og hvernig eftirliti með framkvæmdum er háttað. Svo fjalla ég meðal annars einnig um við- skiptasamninga við önnur ríki. Þá er í lokakaflanum fjallað um aðstoð við fyrirtæki en samningurinn veitir íslenskum fyrirtækjum aðgang að margháttuðum upplýsingum og verkefnum." Megináhersla á viðskipti Handbókin er víðtæk en aðalá- herslan er þó á þann hluta EES- samningsins, ákvæða og viðauka sem lúta að viðskiptum. „Stærsti kaflinn er um frjálsa vöruflutninga. Það er eitt atriða í „fjórfrelsissamn- ingnum" svokallaða en ég fjalla ekki hin þrjú atriðin sem varða frjálsa þjónustusamninga, fjármagnsflutn- inga og fólksfiutninga. Handbókin er því fyrst og fremst ætluð fyrir- tækjum og stofnunum til að auð- velda þeim að sjá hvernig samning- urinn virkar.“ Sigurrós Þorgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.