Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
PRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 11
skaðabótalögin hafa í för með sér að
slysatjón hækka um 38% og það
þýðir að nauðsynlegt er að hækka
iðgjöldin um 25% af þeirri einu
ástæðu. Það er líka ljóst, eins og
fram hefur komið í ársskýrslu
Tryggingamiðstöðvarinnar undan-
farin tvö ár, að bílatryggingar hafa
verið reknar með miklu tapi. Ið-
gjöldin voru lækkuð fyrir þremur
árum óháð tryggingalegum for-
sendum. Það hefur því ýmislegt
hjálpast að við að gera þessa grein
ranglega verðsetta. Þessi breyting á
skaðabótalögunum 1. maí gerir svo
að verkum að knýjandi er að hækka
iðgjöldin vegna þess að lögin hafa
veruleg áhrif,“ sagði Gunnar.
Vátryggingafélög ákveða allt að 40% iðgjaldshækkanir vegna bifreiðatrygginga
8.000-11.000 kr. hækkan-
ir á einkabfl í millistærð
FORSVARSME NN tryggingafélag-
anna benda á að nýju skaðabótalög-
in, sem öðluðust gildi 1. maí sl., hafi í
för með sér aukinn tjónakostnað fyr-
ir félögin og segja iðgjaldshækkanir
því óhjákvæmilegar.
35-40% hækkanir
hjá Sjóvá-Almennum
Gjaldskrárhækkanir vegna bif-
reiðatrygginga hækka á morgun, 2.
júní, hjá Sjóvá-AImennum Trygg-
ingum hf. um 35-40%, að sögn Ein-
ars Sveinssonar, _ framkvæmda-
stjóra félagsins. I krónum talið
nemur hækkunin hjá flestum bif-
reiðaeigendum frá 9.000-11.000 kr.
vegna trygginga algengustu einka-
bíla yf millistærð.
„Ástæðan fyrir þessu eru þær
breytingar sem áttu sér stað með
breytingu skaðabótalaga frá 1. maí
síðastliðnum samkvæmt ákvörðun
Alþingis. Þær hækka fyrirsjáanlega
okkar tjónakostnað og okkur er því
nauðugur einn kostur að bregðast
við með því að laga iðgjöldin að
breyttum forsendum,“ sagði Einar.
Hann sagði að þegar bótagrund-
vellinum væri breytt með svo rót-
tækum hætti eins og raun er á væri
óhjákvæmilegt að bregðast við með
þessum hætti. „Lögboðnum öku-
tækjatryggingum er ætlað að borga
skaðabætur þannig að það
er beint samspil þama á
milli,“ sagði Einar. Hann
sagði einnig að úr því að
talið hefði verið rétt að
hækka skaðabætur væri
eina úrræðið, annað en að
hækka iðgjöldin, að fækka
tjónum í umferðinni. „Það er sér-
verkefni út af fyrir sig. Fjöldi tjóna
sem ungir ökumenn lenda í er
einnig mikið áhyggjuefni. Það þarf
að skoða það alveg sérstaklega
Stóru vátryggingafélögin hækka iðgjöld
bifreiðatrygginga nú frá og með mánaða-
mótum og eru hækkanirnar á bilinu
35-40% af algengustu tegundum einkabíla,
sem jafngildir um 8-11 þúsund kr. hækkun
fyrir einkabíla af millistærð, skv. upplýs-
ingum forsvarsmanna félaganna. Fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtakanna gagn-
rýnir hækkanirnar harðlega og fram-
kvæmdastjóri FIB lýsir furðu sinni á þeim.
hvort hægt er að gera þar breyting-
ar á. Löggjafinn ætti að hugleiða
hvort tilefni er orðið til að hækka
lágmarksaldur til að fá ökuréttindi
úr 17 í 18 ár. Það er þó ekki rétt að
ráðast í slíkt nema að vel athuguðu
máli,“ sagði Einar.
36-38% hækkanir hjá VÍS
Tryggingaiðgjöld algengustu bif-
reiðaflokka af millistærð hækka um
36-38% í hæsta bónusflokki hjá Vá-
tryggingafélagi fslands hf. Frá og
með sama tíma hækkar
hæsti bónus úr 70% í
75% og færast allir í
hæsta bónusflokki sjálf-
krafa í 75% bónus. „Við
gerum tilsvarandi breyt-
ingar á iðgjaldaskránni.
Við gerum þetta í þeim
tilgangi að meiri munur verði á
þeim sem engum tjónum hafa valdið
í langan tíma og hinna sem hafa
valdið tjónum. Það eykst því bilið á
milli þeirra sem voru t.d. með 50%
Forstjóri TM
telur þörf á
25% hækkun
vegna skaða-
bótalaganna
og þeirra sem voru með hæsta bón-
usinn og fara í 75%,“ sagði Axel
Gíslason, forstjóri VÍS.
Hækkunin tekur gildi frá og með
deginum í dag fyrir nýjar trygging-
ar og kemur svo smám saman til
framkvæmda hjá föstum viðskipta-
vinum á gjalddögum við endumýjun
trygginganna á komandi mánuðum.
Hækkunin verður því ekki öll komin
til framkvæmda hjá öllum fyrr en
að ári liðnu, að sögn Axels. Að hans
sögn þýðir þessi hækkun að trygg-
ingaiðgjöld hjá flestum munu
hækka á bilinu 8.000 til 11.000 kr.
„Þetta er afleiðing þess að Alþingi
hefur ákveðið að auka skuli bótarétt
þeirra sem slasast í umferðinni og
annarra þeirra sem fá bætur sam-
kvæmt skaðabótalögum vegna lík-
amstjóna. Okkur er falið að fram-
kvæma þessa breytingu," sagði Axel.
Hann benti á að hækkun bóta væri
veruleg og sú hækkun yrði ekki sótt
annað en með því að hækka iðgjöld
þeirra sem tryggðir eru.
Axel benti á að skaðabótalögin
hefðu í fór með sér verulegar breyt-
ingar á bótafjárhæðum, sem gætu þó
verið mjög breytilegar eftir einstök-
um tilvikum. Nefndi hann þrjú dæmi
því til stuðnings um upphæð bóta
fyrir og eftir breytinguna á lögunum.
Ef um er að ræða 18 ára ungmenni
sem ekld hefur verið á vinnumarkaði
og metið er til 20% varanlegrar ör-
orku hefðu bætur skv. eldri lögum
numið 1.225.800 kr. en verða skv.
nýju lögunum 4.971.969 kr., sem er
296% hækkun, skv. útreikningum
VÍS. I öðru dæmi um 30 ára einstak-
ling með tvær millj. kr. í árslaun
hefði viðkomandi fengið fyrir breyt-
ingu 3.800.000 kr. í bætur vegnar
20% varanlegrar örorku en eftir
breytinguna fengi hann nú 5.125.200
kr., sem jafngildi 35% hækkun bóta.
Sjötugur einstaklingur sem hætt
hefur störfum hefði engai’ bætur
fengið fyrir 20% varanlega örorku
skv. eldri reglum en fengi nú 319.870
kr., skv. upplýsingum Axels.
Hluti hækkunar vegna tap-
rekstrar og launaþróunar
Breytingar verða gerðar á ið-
gjöldum bifreiðatrygginga hjá
Tryggingamiðstöðinni í dag eða á
allra næstu dögum, að sögn Gunn-
ars Felixsonar, forstjóra
TM. Um verður að ræða
nálægt 10.000 kr. hækkun
iðgjalds fyrir algengustu
fjölskyldubíla. Gunnar
segir að um það bil tveir
þriðju hlutar hækkunar-
innar stafi af þeim breyt-
ingum sem gerðar voru á
skaðabótalögunum í vor. „Hluti
hækkunarinnar er líka vegna tap-
rekstrar í greininni og launaþróun-
ar í landinu," sagði Gunnar.
„Okkar útreikningar sýna að nýju
„Virðist vera
sameiginleg
ákvörðun
tryggingafé-
laganna“
Fjármálaeftirlitið kalli
eftir skýringum
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, segist undrast mikla iðgjalda-
hækkun tryggingafélaganna, ekki
síst fyrir þá sök að nánast sé um
sömu hækkanir að ræða og á sama
tíma hjá þremur stærstu félögun-
um. FIB hefur verið í samstarfi um
vátryggingar fyrir félagsmenn sjna
hjá Lloyd’s. Runólfur sagði að FÍB-
Tryggingar myndu ekki hækka ið-
gjöld sín nú um mánaðamótin. Talið
væri að einhverra hækkana sé þörf
til að mæta hækkun skaðabóta-
stuðla vegna lagabreytingarinnar
en þær breytingar væru langt í frá
jafn miklar og þær hækkanir sem
tryggingafélögin hafa ákveðið. „Það
er mat manna í vátryggingaheimin-
um að mjög erfitt sé að meta hversu
mikil hækkunarþörfin er og það
muni að einhverju leyti koma í ljós á
næstu árum,“ sagði hann.
„Við lítum á það sem hlutverk
okkar í þessari neytendabaráttu að
geta leitað að besta verði á hverjum
tíma. Það sýnir sig að það þarf að-
hald á markaðinum. Þetta ber keim
af því að menn séu með samráð að
einhverju leyti því hækkanirnar hjá
tryggingafélögunum koma allar
fram núna 1. júní. Það sýnir enn
frekai' þörfina á samkeppni og að
annar valkostur sé til á markaðin-
um,“ sagði Runólfur.
„Við teljum eðlilegt að Fjármála-
eftirlitið kalli eftir skýringum frá fé-
lögunum," sagði hann og benti m.a.
á að nú væra um 17 milljarðar í
bótasjóðum tryggingafélaganna
vegna ábyrgðartryggingar öku-
tækja. Þetta væru sjóðir sem bif-
reiðaeigéndur hefðu myndað hjá fé-
lögunum. „Þeir ættu að njóta þess.
Auðvitað er þarna að einhverju leyti
líka um óuppgert tjón að ræða en
þarna er um gríðarlega fjármuni að
ræða. Fjármagnstekjur félaganna
eru miklar og öll hafa þau verið að
skila dágóðum hagnaði á undanliðn-
um árum,“ sagði hann.
Upplýsingar verði lagðar
á borðið fyrir almenning
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, gagmýnir iðgjaldahækkanir
Tryggingafélaganna harðlega.
„Maður verður orðlaus þegar maður
heyrir svona tölur. Það eru sem bet-
ur fer að lágmarki tíu ár frá því að
svona prósentutölur hafa heyrst,“
sagði Jóhannes og bætti við að þörf
væri á að þar til bær yfirvöld tækju
þessar hækkanir og forsendur
þeirra til skoðunar og upplýsingam-
ar verði lagðar á borðið fyrir al-
menning. „Mig óar við hækkun af
þessu tagi á sama tíma og menn tala
um að verðbólga sé að fara af stað í
landinu," sagði Jóhannes.
„Okkar krafa hlýtur að vera sú,
að þetta verði skoðað mjög vand-
lega. Ég minni á að hér er um að
ræða fákeppnismarkað. Þetta virð-
ist vera sameiginleg ákvörðun
tryggingafélaganna. Mér
finnst að bæði hækkunin
og hvernig staðið er að
henni af hálfu trygginga-
félaganna geri að verkum
að það verður að fara yfir
þetta mál. Menn eru
_______ þarna að stimpla inn
mjög háa tölu. Þarna er
um að ræða fákeppnismarkað og á
fákeppnismarkaði geta menn leyft
sér ýmislegt. Ég veit ekki betur en
að rekstur tryggingafélaga sé bæri-
legur í dag,“ sagði Jóhannes.