Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 13
FRÉTTIR
Raforkubændur stofna samtök
Verður samið
við RARIK?
RAFORKUBÆNDUR hafa hafið
undirbúning að stofnun landssam-
taka og kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá þeim að Rafmagnsveitur
ríkisins hafi sýnt því áhuga að
kaupa hluta umframorku, sem þeir
framleiða, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
I tilkynningunni kemur fram að
hagkvæmni smávirkjana hafi vaxið
á undanförnum árum og möguleikar
skapast á raforkuframleiðslu um-
fram eigin not eigenda, sem hafi í
för með sér að bændur hafi aukna
tekjumöguleika á bújörðum sínum.
Að undirbúningi stofnunar sam-
takanna standa Þórarinn Hrafn-
kelsson, Hallgeirsstöðum Norður-
Héraði, og Olafur Eggertsson, Þor-
valdseyri, Austur-Eyjafjallahreppi.
Stofnfundur samtakanna verður í
Reykjavík á föstudag.
Morgunblaðið/Arnaldur
Skokk-
að við
Ægi-
síðuna
ÞAÐ hefur viðrað vel fyrir
skokkara undanfarna daga.
Skokkarinn, sem hér sést, lét sig
ekki muna um að fara út i
stuttbuxum þegar hann lagði í
hann eftir Ægisíðunni á slíkum
hraða að hann vart festist á filmu
Ijósmyndarans.
Reykjavíkurapótek
Innréttingarnar
teknar niður
HÚSAFRIÐUNARNEFND hefur
heimilað nýjum eiganda Reykjavík-
urapóteks að taka niður innrétting-
arnar í apótekinu, en þær eru friðað-
ar, og koma þeim fyrir í geymslu.
Að sögn Karls Steingrímssonar,
framkvæmdastjóra Eignarhaldsfé-
lagsins Kirkjuhvols ehf., eiganda
hússins, verða innréttingarnar flutt-
ar tímabundið í geymslu. „Húsafrið-
unamefnd hefur heimilað flutning-
inn og verða allar framkvæmdir í
samráði við nefndina," sagði hann.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvaða rekstur verður í húsnæðinu.
„Það er aðallega afgreiðsluborðið
sem hefur staðið í vegi fyrir því að
hægt sé að nýta húsnæðið baka til,
en þar eru myndarlegir salir sem fá
þá að njóta sín,“ sagði Karl.
•BJÖRN Zoega varði doktorsritgerð
við Háskólann í Gautaborg 11. des-
ember sl. Heiti ritgerðarinnar er
„Cervical discect-
omy and fusion
with or without
plate fíxation. A
randomized clin-
ical and radio-
graphic study on
outcome and cost
utility."
Aðalleiðbein-
andi Bjöms var Bengt Lind dósent
og aðstoðarleiðbeinandi Johan Karr-
holm, prófessor. Andmælandi við
doktorsvömina var prófessor Steven
Garfin, forseti Norður-amerísku
hryggjarsamtakanna (North Americ-
an Spine Society) en dómnefndina
skipuðu Bjöm Strömquist, dósent í
Lundi, Sven Ekholm, prófessor og
Anders Nordwall, dósent, sem báðir
starfa við Háskólann í Gautaborg.
Ritgerðin fjallar um meðferð á
brjósklosi í hálsi með tvenns konar
skurðaðgerðum. Arangur skurðað-
gerðanna var síðan metinn á mismun-
andi hátt, m.a. með klíniskri skoðun
og sérstakri röntgenskoðun. Reynt
var að finna þá þætti sem höfðu hag-
felldust heildaráhrif á árangur með-
ferðarinnar. Einnig var rannsökuð og
metin hagkvæmni mismunandi að-
gerða og mat lagt á árangur með til-
liti til kostnaðar (cost utility).
Ein meginniðurstaða rannsóknar-
innar er sú að skurðaðgerðir bæta h'tt
og ekki andlega og líkamlega hðan
þeirra sem hlotið hafa brjósklos við
hálshnykk. Hins vegar reynist unnt
að bæta hðan brjósklossjúklinga
verulega með skurðaðgerðum og mið-
að við kostnað við slíkar aðgerðir er
sá bati sem þá næst einn sá besti sem
unnt er að stuðla að með læknisfræði-
legum aðgerðum og meðferð.
Bjöm Zoéga er fæddur í Reykjavík
1964. Foreldrar hans eru Guðrún
Bjömsdóttir og Jón Zoéga, hæsta-
réttarlögmaður. Bjöm lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1984 og embættisprófi í læknis-
fræði frá Háskóla íslands 1990. Bjöm
starfar nú sem yfirlæknir hryggjar-
skurðdeildar bæklunardeildar Sa-
hlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg.
Hann er kvæntur Hörpu Áraadóttur
myndlistarmanni. Þau eiga tvo syni,
Áraa Berg og Jón Gunnar.
■
Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á
hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR-Vrétti ferðafélaginn.
Honda CR- V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög
hagstæðu verði og sameinar bestu kostijeppa og borgarbíls.
.
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1W0 ■ www.honda.is
Akranes: Bílversf.. $tmi 437 19BS. Akurayri: Höldur hf., sími 4613000. Egihstaðir: Bíia- og búvélasalan hf.. stmi 4712011. Keflavík: BG Bllakringlan ehf. simi4211200. Vestmannaeyíar: Bílaverkstæðið Bragginn, sími481 1S3S.