Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AFP
KONA stendur í geðshræringu í Minsk í Hvíta-Rússlandi eftir að hafa lagt blóm á vett-
vangi harmleiksins í gær, en a.m.k. 54 létust í troðningi á neðanjarðarbrautarstöð í borg-
inni, og um 150 særðust.
Harmleikur í Minsk
Minsk. Reuters.
AÐ MINNSTA KOSTI54 ungmenni létu lífið
og um 150 slösuðust eftir geysilegan troðning
á neðanjarðarjámbrautarstöð í Minsk, höfuð-
borg Hvíta-Rússlands, í gær. Tildrög slyssins
voru þau að mikill fjöldi ungmenna hafði
safnast saman á bjórhátíð í miðborg Minsk á
sunnudagskvöld. Veður tók hamskiptum og
mikill hvirfilvindur, þrumur og eldingar
gengu yfir miðborgina. Við það leitaði fólkið
skjóls í nærliggjandi lestarstöð og var troðn-
ingurinn svo gífurlegur að þeir sem létust eru
flestir taldir hafa troðist undir - meirihlutinn
ungar stúlkur, klæddar háhæluðum skóm
sem urðu afar sleipir í bleytunni.
„Um það bil 300 manneskjur lágu hér hver
ofan á annarri," sagði lögreglumaður á vakt
við Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-
Rússlands, er heimsótti staðinn í gær. „Við
bárum út þá einstaklinga sem lágu efst og
voru þeir enn á lífi. Er að var komið í annað
sinn voru eingöngu látnir og mikið slasaðh-
eftir,“ sagði lögreglumaðurinn. Taldi hann að
flestir hinna látnu hefðu verið stúlkur á aldr-
inum fjórtán til átján ára sem hefðu kafnað
eða troðist undir.
Sjónvarpsstöðvar í Hvíta-Rússlandi sýndu
í gær myndir af skyldfólki ungmennanna þar
sem það reyndi að fá upplýsingar um afdrif
ástvina á sjúkrahúsum borgarinnar.
Embættismenn sögðu að 78 manns væri
enn haldið á sjúkrahúsi og þar af væru 35 enn
í gjörgæslu. Þá hefðu tveir lögreglumenn
týnt lífi á sunnudagskvöld er þeir reyndu að
stöðva ungmennin á leið þeirra inn í lestar-
stöðina.
Lúkasjenkó sagði í gær að atburðurinn
væri mikill harmleikur sem Hvít-Rússar ættu
enn erfitt með að skilja.
Nefnd sett á laggirnar til
að rannsaka slysið
Embættismaður innanríkisráðuneytisins
sagði í gær að talið væri að allt að 2500
manns hefðu verið viðstödd hátíðahöldin í
miðborginni. Aður hafði verið talið að þar
hefðu um 10.000 manns verið saman komin.
„Við slíkar aðstæður er afar erfitt að koma í
veg fyrir harmleik líkt og þann sem gerðist í
gær,“ sagði hann. Taldi hann víst að margh-
hefðu verið undir áhrifum áfengis og að fæst-
ir hinna látnu hefðu verið með auðkennisskír-
teini. I gær var talið að flest ungmennanna
kæmu frá nærliggjandi borgum og bæjum.
Sagt var frá því í hvít-rússneskum fjöl-
miðlum að Vladimir Jermoshin, borgarstjóri
Minsk, hafi sett á laggirnar nefnd er rann-
saka ætti slysið og veita aðstandendum ung-
mennanna aðstoð. Þá hefur Lúkasjénkó sett
sérstaka rannsóknarnefnd á laggirnar sem
kanna á sakhæfi þeirra sem eru ábyrgir.
Frábær sérútbúin fellihýsi fyrir íslenskar aðstæður. Gott rými, yfir-
burða tjalddúkur og sterkt þak og gólf eru atriði sem þú vilt vita af
í góðu horfi þegar ferðast er um ísland. Þægindi og öryggi eru
staðalbúnaður Starcraft Arcticiine.
Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar
endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaidvagni. Ef
allir vagnar eru skoðaðir sést að betri kostur er varla á boðstólum.
gíSLI JÓNSSON ehf
Bíidshöfða 14, 112 Reykjavík, sími 587 6644. Umboðsmenn
á Suðurnesjum, Toyota-salurinn í Njarðvfk, sími 421 4888.
Viðgerðir hafnar í al-
þjóðlegu geimstöðinni
Canaveral-höfða. Reuters.
GEIMFARAR opnuðu alþjóðlegu
geimstöðina á sunnudag til að gera
við ýmis tæki og flytja þangað birgð-
ir fyiir geimfara sem eiga að dvelja í
henni á næsta ári. Aður höfðu geim-
faramir farið í hartnær átta tíma
geimgöngu og lent í erfiðleikum við
að koma einum þeirra, Tamara Jem-
igan, aftur í geimfeijuna Discovery.
Jernigan, sem er bandarísk, og
Rússinn Valerí Tokarev urðu fyrst
til að fara inn í geimstöðina sem var
í um 386 km hæð yfir Norður-
Kyrrahafi austan við Japan.
Geimferjan verður tengd við
geimstöðina þar til á fimmtudag
meðan geimfaramir flytja í hana
1.632 kg af tölvum, súrefnishylkj-
um, sjúkrakassa og aðrar birgðir,
svo sem föt og ruslapoka. Birgðirn-
ar eru ætlaðar geimförum sem eiga
að gista í geimstöðinni í nokkra
mánuði í senn frá næsta ári.
Fyrsta verkefni geimfaranna var
hins vegar að gera við ýmsan bún-
að, m.a. hleðslutæki í rússnesku
geimstöðvareiningunni -Zarja, sem
sér stöðinni fyrir orku. Einnig
þurfti að gera við fjarskiptatæki í
bandarísku einingunni Unity, sem
hefur tekið á móti merkjum frá
jörðu en ekki svarað þeim frá því
um miðjan apríl.
Voru ekki í hættu
Áður höfðu tveir geimfaranna
farið í tæplega átta tíma geimgöngu
til að festa krana á geimstöðina.
Gangan stóð næstum tveimur
klukkustundum lengur en ráðgert
hafði verið og megnið af þeim tíma
voru geimfaramir í þrýstijöfnunar-
klefa Discovery meðan Tamara
Jemigan streittist við að festa líf-
taug við búning sinn. Geimfararnir
gátu ekki þrýstijafnað klefann fyrr
en líftaugin var tengd.
Þótt geimgangan hefði staðið um
einni og hálfri klukkustund lengur
en NASA, geimrannsóknastofnun
Bandaríkjanna, telur æskilegt var
hvorugur geimfaranna í hættu þar
sem búningar þeirra voru hannaðir
fyrir mun lengri geimgöngur.
Þetta er í annað sinn sem Jemig-
an lendir í vandræðum í þrýstijöfn-
unarklefa geimferju. Hún varð að
fresta tveimur geimgöngum árið
1996 þegar ekki var hægt að opna
ytri hlera geimferjunnar Columbia.
Þrátt fyrir vandamálin tókst
geimförunum að færa 95 kg krana
úr farmhluta geimstöðvarinnar og
festa hann utan á Unity. Kraninn
verður notaður til að stækka geim-
stöðina og er með 1,5 m bómu sem
hægt er að lengja í 2,7 metra. Kran-
inn getur lyft hlutum sem em
nokkrum sinnum þyngri en hann
sjálfur.
Einingamar tvær vora tengdar
saman í desember en smíði geim-
stöðvarinnar hefur tafist vegna
vandamála við að Ijúka rússneskri
þjónustueiningu hennar.
Gert er ráð fyrir því að Discovery
snúi aftur til jarðar á sunnudaginn
kemur. Stefnt er að því að fyrsta
áhöfnin sem á að dvelja í geimstöð-
inni verði flutt í hana með rúss-
neskri geimferju i mars á næsta-árir
„I