Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 34

Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 I- MORGUNBLAÐIÐ ! í i i Deilt um korter af Gorecki London. Morgunblaðið. PÁFAGARÐUR hefur reitt pólska tónskáldið Henryk Gor- ecki til reiði með því að fara fram á það, að hann stytti tónverk, sem hann hefur samið í tilefni aldamótanna. Gorecki, sem er 65 ára, hefur að sögn The Daily Telegraph unnið að verkinu í fimm ár. Það er samið fyrir kór og hljómsveit - Gleðimessa í til- efni tvö þúsund ára kristni í heiminum. Upphaflega ætluðu menn í Páfagarði að verkið yrði flutt á sérstökum tónleik- um og var tónskáldinu þá sagt að hæfilegt væri að verkið tæki um 50 mínútur í flutningi. Nú hafa menn þar á bæ hins vegar skipt um skoðun og vilja að verkið verði flutt í jóla- messu í Péturskirkjunni. En til þess má það ekki taka lengri tíma en 35 mínútur. The Daily Telegraph hefur eftir umboðs- manni tónskáldsins, að Gor- ecki hafi nær sprungið af reiði, þegar honum voru færð til- mælin um 15 mínútna stytt- ingu á tónverkinu. Segir um- boðsmaðurinn að tónskáldið sé langt komið með verkið. Lausnin gæti falist í því, að hluti verksins, upp á 35 mínút- ur, verði fluttur í jólamessunni en síðan verði verkið flutt í heild á sérstökum tónleikum. Gorecki LISTIR Beckett á einu bretti Beckett London. Morgiinbladiö. ÖLL leikrit Samuel Beckett, níyán talsins, verða sýnd á 18 daga hátíð í Barbicanlistamið- stöðinni i London í sept- ember, en nú eru 10 ár liðin frá láti hans. Verk Beckett voru sýnd með þessum hætti í Gate Theatre í Dublin 1991 og síðar í New York og með sýningunum í London í haust lætur Gate Theatre staðar numið við svo umfangsmikinn flutning á leikrit- um Beckett, að því er segir í frá- sögn The Independent on Sunday. Blaðið segir Michael Colgan, leikhússtjóra The Gate Theatre, manninn á bak við þessa stórsýn- ingu. Hann nefndi hugmynd sína um sýningar á öllum verkunum við skáldið 1987, sem fagnaði henni, en lifði ekki að sjá henni hrundið í framkvæmd. Colgan segist hafa séð að hugmyndin væri vel framkvæmanleg, þegar hann fylgdist með öllum þeim sviðsbúnaði, sem fylgdi tónleik- um frsku hljómsveitarinnar U2, sem vinur hans Paul NcGuinnes sá um framkvæmd á. „Það, sem gerir þetta svo ein- stakt, er að hér um að ræða lífs- starf manns, sem setti svip sinn á öldina. Hann var vinur James Joyce og Alberto Giacometti. Þetta er menning 20stu aldarinn- ar allrar," hefur blaðið eftir Colgan. Becketthátíðin hefst í Barbiean 1. september og verða Beðið eftir Godot, Ljúfír dagar, Endatafl og Síðasta segulband Krapps flutt á sérstökum sýningum, en hin leik- ritin 15 eru flutt á fímm sýning- um; þrjú og þrjú saman. Meðal leikenda verða Barry McGovern og Johnny Murphy, sem báðir hafa tekið þátt í fyrri Becketthá- tíðunum tveimur. Þá verða með leiksýningunum sýndar ljós- myndir af Beckett að störfum í leikhúsinu og fluttar dagskrár um hann og verk hans. Leikrit Becketts, Beðið eftir Godot, var nýlega valið leikrit aldarinnar í könnun brezka þjóð- Ieikhússins. Það hefur þrívegis verið tekið til sýninga á íslandi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1960 og Leikfélagi Akureyrar 1980 í þýðmgu Indriða G. Þorsteinsson- ar. í báðum sýningum fór Ámi Tryggvason með hlutverk Estra- gons. títvarpsleikhúsið flutti Beð- ið eftir Godot 1976. Stúdentaleik- húsið lék svo Beðið eftir Godot árið 1992 í nýrri þýðingu Áma Ibsens. Árni Tryggvason lék ein- leikinn Síðasta segulband Krapps í Þjóðleikhúsinu 1965. Endatafl hefur tvívegis verið sviðsett af ís- lenskum leikhúsum, af Þjóðleik- húsinu l976 og af Gránufélaginu 1987. Önnur leikrit Becketts sem leikin hafa verið á íslandi em Komið og farið, Allir þeir sem við falli er búið, Vögguþula, Ohio Impromptu og Eimir. Flest þess- ara verka er að flnna í bókinni Sögur, leikrit, Ijóð sem er safn þýðinga Árna Ibsen á verkum Samuel Becketts og kom út 1987. 9 9 011 sund lokuð KVIKMYIVDIR Háskólabfó MY NAME IS JOE ★★★ Leikstjórn: Ken Loach. Handrit: Paul Laverty. Aðalhlutverk: Peter Mullan, Louise Goodall, David McKay og Anne-Marie Kennedy. Artisan Pictures 1998. KEN Loach er þekktur fyrir frumlegar kvikmyndir sínar sem sækja efni sitt í dapurlegt þjóðfé- lagsraunsæið. Eftir tvær stórar myndir gerðai' á Spáni og í Suður- Ameríku, heldur hann aftur heim til Bretlands með minna,' en ekki síður heillandi, verkefni um óvirk- an alkóhólista í Glasgow. Joe hefur verið þurr í tíu mán- uði. Hann er fullur af lífskrafti og ákveðinn í að njóta lífsins til hins ýtrasta. Hann býr samt ennþá í gamla hverfinu sínu, og það hefur mikil áhrif á hann að horfa upp á glæpagengi murka lífið úr félögun- um sem skulda því peninga. Og ekki bætir það andlegt ójafnvægið að verða yfír sig ástfanginn af Söru, sem tilheyrir öðrum heimi samfélagsins. Loach og Laverty stilla Joe og Söru upp sem fulltrúum hinna tveggja ólíku heima sem skoskt samfélag byggist aðallega á. Joe kemur úr heimi atvinnuleysis, fá- tæktar og eiturlyfja. Sara er lærð, meðvitandi og hefur, nema hvað, atvinnu af því að hjálpa atvinnu- leysingjunum. Þannig að þó að \ viljinn sé fyrir hendi að sameina t þessa heima, að taka höndum sam- an, þá gengur það ekki. Þeim, sem eru fæddir í heimi atvinnuleysis, eru öll sund lokuð þegar þeir vilja koma sér þaðan, sama af hversu miklum krafti og hversu lengi þeir reyna. Þessi saga af Joe er mjög sorg- leg og áhrifamikil kvikmynd. En j það er sama um hversu ömurlega og niðurdrepandi hluti Loach fjall- ar, alltaf tekst honum að gera myndirnar heillandi fallegar. Persónurnar eru látlausar og mannlegar, en samt svo sterkar og aðlaðandi. Rómantíkin skipar alltaf stóran sess og Loach er lagið að gera ástarsögur svo fallegar og hrífandi en aldrei væmnar. Peter Mullan er bara einfaldlega Joe. Honum tekst frábærlega að túlka þennan góða og kraftmikla mann og alla þá innri baráttu sem p hann á í, bara til að fá að halda því jafnvægi og þeirri hamingju sem honum hefur tekist að öðlast. Da- vid McKay er líka mjög sterkur og sérlega sannfærandi í hlutverki fé- lagans, Liam, sem á í ógnarbasli við allt sitt líf. Louise Goodall er heillandi sem Sara sem kynnist nú veruleiknum ag eigin raun, og Anne-Marie Kennedy sem aumk- unarverður fíkillinn Sabina. Enn hefur Loach sýnt að hann P er með allra bestu kvikmyndagerð- armönnum Evrópu. Hildur Loftsdóttir Aðdragandi að gleðskap er votlendi? KVIKMYIVDIR lláskóla bíó 200 SÍGARETTUR „200 CIGARETTES“ ★ Leikstjóri: Risa Bramon Garcia. Handrit: Shana Larsen. Framleiðandi: Siguijón Sighvatsson o.fl. Aðalhlut- verk: Martha Plimton, Ben Affleck, Cristina Ricci, Casey Affleck, Courtn- ey Love. Paramount/Lightshore Entertainment 1999. í RÓMANTÍSKU gamanmynd- inni 200 sígarettum er fylgst með nokkrum pörum á leið í sama partí- ið á gamlárskvöld árið 1981, þegar diskóið var enn á lífi. Næstum eng- an langar í þennan gleðskap en það er gamlárskvöld og allir að skemmta sér svo það er um að gera að vera með. Þar á meðal eru gaml- ir vinir, maður og kona, sem fínna allt í einu þörfina til að sofa saman. Einnig fólk sem er að byrja að kynnast en konan er einstaklega Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík klaufaleg og maðurinn lítið spennt- ur. Tvær unglingsstúlkur flækjast inn í myndina og leiðast inn í skuggahverfi stórborgarinnar. Skoskættað ungmenni, sem stend- ur sig illa í rúminu, tvær gellur í leit að glæsimenni, leigubílstjóri sem hefur hlustað of mikið á diskó- ið og barþjónn sem hefur óþolandi álit á sjálfum sér. Og þá er ónefnd- ur partíhaldarinn sem líður ömur- lega því það er eins og enginn ætli að mæta til hennar. Líklega líður þó engum verr en áhorfendum sem þurfa að hafa sig í gegnum myndina. Hún er vita óspennandi og ófyndin og uppfull af óþolandi karakterum sem hafa gersamlega ekkert fram að færa, hvorki um samband karls og konu né neitt annað. Skipt er á milli þessa fólks þar sem það þvælist um í gamlársnóttinni og er sjálfu sér og öðrum til sárra leiðinda. Skotinn er kannski sá eini sem eitthvert lágmarkslíf er í, en aðrar persónur eru litlausar með öllu, samtölin þeirra á milli flöt og leiðinleg og leikurinn þannig að maður fær ekki samúð með nokkrum einasta manni í allri myndinni. Leikhópurinn er stór og má finna kunn nöfn inni á milli, eins og Courtney Love, Martha Plimpton, Ben Affleck og Cristina Ricci, en honum tekst ekki að kveikja líf með myndinni. Hún á eflaust að fjalla á öran og lifandi og kómískan hátt um ástina og ástarsambönd og leit að skyndikynnum á dögunum fyrir alnæmisuppgötvunina, þess vegna er líklega ártalið 1981 valið, en henni tekst ekki ætlunarverk sitt. Og munar miklu. Arnaldur Indriðason Hvað BÆKUR Náttúrufræðirit ÍSLENSK VOTLENDI - VERNDUN OG NÝTING Ritstjóri Jón S. Ólafsson. 283 bls. Háskólaútgáfan 1998. FYRIR fimm árum héldu Fugla- vemdarfélag íslands og Líffræði- félag íslands ráðstefnu um vernd og nýtingu votlendis á íslandi. Er- indin eru nú komin út á bók, sum hver endurrituð og fáein hafa bætzt við. Mörgum kann að koma á óvart, að orðið votlendi táknar hér ekki aðeins mýrlendi heldur er einnig látið ná yfir ár, vötn, jarðhitasvæði, fjörur og grannsævi að 6 metra dýpi. Er það eftir fjölþjóða skil- greiningu og hliðstæðum orðum í ýmsum öðram málum, og nær langt út fyrir það, sem menn kalla votlendi. Það er því brýnt umhugs- unarefni, hvort ekki sé til víð- tækara orð og betra; sumir höfund- ar nota votlendi aðeins í fram- merkingu og oft er vandséð hver merkingin á að vera. Hlýzt af þessu nokkur vandræðagangur. Mætti til dæmis velta fyrir sér orð- inu bleytur (blautlendi) eða búa hreinlega til nýtt orð eins og til dæmis vatnslendi. í ritinu era 25 gi-einir eftir 28 höfunda og er þeim skipt í þrjá flokka: a) Yfirlit yfir votlendi (6), b) rannsóknir (12) og c) vernd og nýt- ing (7). Allar hafa greinimar nokk- uð til síns ágætis, en ekki era þær allar að sama skapi jafn árennileg- ar fyrir hinn almenna lesanda, því að víða era langar og þurrar upp- talningar á tegundum. Mikill kostur þessarar bókar er sá, að hér er að mestu dregið sam- an það, sem skrifað hefur verið um lífríki í bleytum hin síðari ár. í yfir- liti yfir þetta fjölbreytta búsvæði kemur fram, að flestar athuganir hafa verið gerðar í fjöram og vötn- um og fuglum er þokkalega sinnt. Við lauslega eftirgrennslun virðist sem hlutur grasafræðinnar í grunnrannsóknum sé minnstur. I fyrsta hluta er einnig yfirlit yfir ár og vötn, sjávarfitjar, vatnafræði votlendis, flokkim mýra og jarð- hitasvæði. Allir era þessir kaflar vel unnir og læsilegir, og ekki kæmi það á óvart, að lengi verði til þeirra vitnað, því að bagalegur skortur hefur verið á þessu efni. Mikill fengur er að greinum þessum. I öðram hluta bókar er sagt frá ýmsum athugunum, sem enn standa yfir eða er nýlokið. Af tólf greinum fjalla sex um fugla, ein um smáliðdýr í mýri eftir sinubrana, tvær um gróður og þrjár almennt um votlendi á ákveðnum stöðum. Öll era verkefnin forvitnileg, hvert á sínu sviði, og án efa mikilvægt framlag til áframhaldandi athug- ana. Þriðji og síðasti hluti bókarinnar er um vernd votlendis, hættur, sem vofa yfir, nýtingu þess, endurheimt og alþjóðlegar skuldbindingar og samninga. Hér hefur fljótt verið farið yfir sögu og ekki staldrað við margvís- legan fróðleik eins og vert væri. Hins vegar leynir það sér ekki, hvað mikið er ógert í rannsóknum þessum, og í því efni stöndum við langt að baki öðram þjóðum. All- margt í lífríkinu verður út undan í ritinu og má þar til dæmis nefna mosa, sem varla er minnzt á, en þeir era nær alls staðar í mýram. Enn er því mikið starf óunnið við athuganir á lífveram, háttum þeirra og kjörlendi. Á meðan svo er skortir flesta skilning til þess að umgangast lífríkið af tilhlýðilegri ræktarsemi. Rétt er að geta þess, að sumir höfunda vanda mál og stíl en aðrir hafa ekki sinnt því sem skyldi. AIl- víða era misbrestir. Ritstjóri hefði mátt samræma yfirbragð greina, latnesk tegundaheiti, fræðiorð og heimildaskrár; viðumafn á hálm- gresi er ýmist neglecta eða stricta og til að mynda í stutta heimilda- skrá (bls. 141) vantar að tilgreina ívitnað rit, ártölum í meginmáli og þ skrá ber ekki saman og Björn heit- fy inn Jóhannesson jarðvegsfræðing- f ur er rangt feðraður. Ósanngjamt er að skella allri skuld á ritstjóra, því að gera verður kröfur til höf- unda um að þeir vandi frágang greina; leitt er að sjá slæmar beyg- ingarvillur (t.d. bls. 137 neðst) og ljótar slettur (t.d. í feltinu bls. 154). Örðalag er víða ófagurt:... mæling- ar unnu.....landslagsverndarrök- um er beitt..., ... notendur nátt- úra... og mýrlendi er þáttur í landslagi, svo að fátt sé nefnt. Þá hafa smáorð fallið niður sums stað- ar, raglast er á sögnunum heyra e- m til og heyra til e-s og margt smá- legt annað hefði mátt laga. Þó að hér hafi verið fundið að einstökum atriðum er skylt að árétta, að engu að síður er Islensk votlendi þarft rit til þess að minna á mikilvægi þessa einstaka bú- svæðis, stuðla að frekari athugun um og hvetja til aukinnar aðgæslu. Því miður hefur viðhorf okkar gagnvart gróðri og dýralífi ein- kennzt af fádæma skammsýni í aldanna rás. Enn er víða pottur brotinn, enda er almennri þekk- ingu á náttúra landsins í mörgu mjög ábótavant. Sem kunnugt er hefur vatnslendi verið raskað mik- ið síðastliðna hálfa öld með fram- ræslu votlendis og uppfyllingum L með ströndum. Nú er kominn tími fí til að þessari herför gegn láði og legi linni og væntanlega verður rit p þetta lóð í þá vogarskál. Ágúst H. Bjarnason i :

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.