Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR TÖIVLIST Öperan FIÐLA OG PÍANÓ Sigrún Eðvaldsdóttir og James Lisn- ey fluttu verk eftir J.S. Bach, Debus- sy, Stravinskij og Busoni. Sunnudag kl. 17.00. SIGRÚN Eðvaldsdóttir var^ í sviðsljósinu á tónleikurn FIT og Is- lensku óperunnar í Operunni á sunnudaginn. Meðleikari hennar á tónleikunum var enski píanóleikar- inn James Lisney, sem einnig lék eitt einleiksverk. Verkin á efnis- skránni voru Partíta númer 3 í E- dúr fyrir einleiksfiðlu eftir Bach; Estampes fyrir píanó eftir Claude Debussy, Suite Italienne eftir Igor Stravinskíj í útsetningu fyrir fiðlu og píanó, og loks Sónata op. 36a nr. 2 í e-moll eftir Ferrucio Busoni. Einleiksverk Bachs fyrir fiðlu eru standardar á efnisskrá allra fiðlu- leikara. Partítan sem Sigrún lék er meðal þekktari verka Bachs, og stakir þættir hennar, eins og Ga- vottan og Prelúdían lifa sjálfstæðu lífi utan verksins sjálfs og heyrast oft einir sér. Sigrún lék partítuna músíkalskt, leikurinn var lifandi og ör. Gagnrýnandi saknaði þó meiri yfirvegunar og fágunar, sem eflaust hefði hafið veridð í enn hærri hæðir. Enski píanóleikarinn James Lisn- ey er íslenskum tónlistarunnendum ekki með öllu ókunnugur. Fyrir nokkrum árum lék hann inn á geisladisk með sönglögum og fleiri verkum eftir Ái'na Björnsson, þar með talið Píanósónötu eftir Arna. James Lisney er feiknar góður pí- anóleikari, og lék verk Debussys frábærlega. Þrír þættir þess heita mjög myndrænum nöfnum: Pagóð- urnar, Kvöldskemmtun í Granada og Garðar í rigningu. Lisney tókst vel að laða fram stemmningu hvers þáttar um sig með ótrúlega blæ- brigðaríkum leik. Mjúkur og þýður ásláttur í gagnsæjum Pagóðunum var nánast sem annars heims, eins og strengir píanósins væru slegnir með dún en ekki með hömram. Eins var stakkató leikurinn í Görðum í rigningu svo skýr og stökkur að það var hægt að skynja að þetta vora stórir og þungir regndropar í heitu útlendu regni, en enginn venjulegur hérlenskur suddi. Suite Italienne, ítölsk svíta eftir Igor Stravinskíj, á sér sögu. Svítan er sett saman úr þáttum ballettsins Púlsinella, sem Stravinskíj samdi fyrir vin sinn Sergei Dhiagilev í Rússneska ballettinum í París. En Púlsinella var þó ekki að öllu leyti framsmíð Stravinskíjs, því verkið er byggt á stefjum úr verkum ítalska barokktónskáldsins Gianbattista Pergolesi. í ballettinum er sögð sag- an af Púlsinella sem allar stúlkur þráðu. Stravinskíj samdi fyrst svítu fyrir strengjasveit upp úr ballettin- um, - þá svítu fyrir selló og píanó, og loks svítu fyrir fiðlu og píanó í sam- vinnu við vin sinn Dushkin. Þetta er gleðimúsík í sex þáttum, í anda ítalska gleðileiksins. Það er skemmst frá því að segja að leikur þeirra Sig- Morgunblaðið/Jón Svavarsson „TÓNLEIKAR Sigrúnar Eðvaldsdóttur og James Lisneys voru einstaklega glæsilegir og mikill listviðburður," segir í dómnum. rúnar og Lisneys var afbragðsgóður; framúrskarandi músíkalskur og fal- legur. Þessi gerð svítunnar er ekki síðri en upphaflega gerðin fyrir strengjasveit. Hlýr og ör stfll Sig- rúnar átti sérlega vel við þessa tón- list; samleikur þeirra Lisneys var mjög góður, og heildarsvipur verks- ins stflhreinn og þokkafullur. Lokaverkið á efnisskránni var Sónata ópus 36 nr. 2 í e-moll eftir Busoni. Busoni var píanóvirtúós og ferðaðist víða og hélt tónleika. Tón- list Bachs og Mendelssohns var í miklu uppáhaldi hjá honum og fyrstu tónsmíðar hans sjálfs bera merki áhrifa þessara tónskálda á hann. Árið 1908 sagði Busoni að hann hefði þá fyrst orðið að tón- skáldi er hann samdi fiðlusónötu sína nr. 2 árið 1898, og taldi tón- smíðar sínar samdar fyrir þann tíma lítils verðar. Um það leyti var hann líka að kynnast tónlist sam- tímamanna sinna, eins og Schön- bergs, Bartóks og Varéses. Fiðlu- sónatan sú arna er líka heljarinnar tónsmíð í þremur þáttum, þar sem lokaþátturinn er í sjálfu sér marg- þátta bálkur. Þetta er expressívt verk og tjáningarríkt með ótal fal- legum stefbrotum sem stirnir á í þéttum tónvefnum. Myrkur inn- gangur fyrsta þáttar er stemmn- ingsfullur og var mjög áhrifaríkur í flutningi Sigrúnar og Lisneys. And- stæðan við dulúðina og hægðina op- inberaðist í brjáluðum öðram þætt- inum, þar sem allt var upp á líf og dauða og gríðarlega vel spilað. Lokaþátturinn var leikinn af mikilli tilfinningu og heitur og syngjandi leikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur og James Lisneys hóf verkið í annað veldi. Þetta var aldeilis frábær flutningur á verki sem allt of sjald- an heyrist. Tónleikar Sigrúnar Eðvaldsdótt- ur og James Lisneys vora einstak- lega glæsilegir og mikill listviðburð- ur, og súrt að pkki skuli hafa verið troðfullt hús í Operunni. Bergþóra Jónsdóttir Sungið á fíðlu Sjónvarpsmenning og meðaljón Bláa kirkjan, sumartónleikar á Seyðisfírði Sópranrödd og orgelleikur á fyrstu tónleikum KVIKMYNPIR La ugarásbíó GRÍN ÍBEINNI - (,,Edtv“) ★★★ Leikstjóri Ron Howard. Handritshöf- undar Lowell Ganz og Babaloo Mand- el. Kvikmyndatökustjóri John Schwartzman. Tónskáld Randy Edelman. Aðalleikendur Matthew McConaughey, Woody Harrelson, Jenna Elfman, Sally Kirkland, Martin Landau, Ellen DeGeneres, Dennis Hopper, Elizabeth Hurley. 122 mín. Bandarísk. Universal, 199. LEIKSTJÓRINN Ron Howard er ágætur fagmaður, sem hefur átt stórgóðar myndir (Apollo 13), en hrapað á milli niður í ásjáleg mistök (Backdraft, The Paper). Flestar mynda hans sigla sléttan sjó þarna á milli. Þeirra á meðal Grín í beinni, sem er þó í metnaðarfyllri kantin- um, byggð á óvenjulegu og stundum hnyttnu, vel skrifuðu handriti, en leikhópurinn er stærsti kosturinn. Sölustjóri (Ellen DeGeneres) hjá fjárvana og áhorfslausri sjónvarps- kapalstöð í Los Angeles fær þá hug- mynd til að laga stöðuna hjá at- vinnuveitandanum (Rob Reiner) að finna heppilegan jón jónsson. Síðan verði sjónvarpsupptökuvélar í stöð- ugum gangi í kringum þessa per- sónu ásamt hljóðmönnum og öðra tækniliði. Kauði verði semsagt í beinni útsendingu nótt sem nýtan dag og svali hnýsiþörf áhorfenda. Eftir mikla leit detta sjónvarps- menn niður á Ed nokkurn Pekumy (Matthew McConaughey), sem virð- ist hafa flest til að bera sem æski- legt telst í slíkt hlutverk, og úr verður þátturinn „Edtv“. Slíkur þáttur á sér ekki langra lífdaga auðið ef efnið reynist óspennandi en til allrar lukku upp- hefst óvænt drama hjá Pekurny- fjölskyldunni. Ed hefur haft hægt um sig í lífsbaráttunni, dundað í myndbandaleigu og drakkið sinn bjór. Ray bróðir hans (Woody Harrelson) reynir þó að ná í sinn skerf af kökunni þótt það gangi brösuglega. Hann á kærustuna Shari (Janni Elfman), sem í raun- inni er skotin í Ed og óvænt ástar- samband milli þeirra hresssir upp á áhorfið. Þegar síðan koma til sög- unnar fleiri litríkar hversdags- mannverur úr ættinni; mamman Jeanette (Sally Kirkland), fóstrinn A1 (Martin Landau) o.fl. undarlegt fólk taka vinsældir „Edtv“ risa- stökk upp á við og allir una glaðir við sitt, eða hvað? Eðli myndarinnar liggur ekki al- veg ljóst fyrir. Leggur upp með þá áætlun sjálfsagt að verða satíra á sjónvarpsmenninguna þegar mynd- in er orðin stór. En þrátt fyrir ýmsa ágæta burði nær hún eigin- lega ekki fullorðinsaldri. Lengst af gerir hún hressilegt grín að sjón- varpsómenningunni, skýtur þá jafnt á áhorfendur, ólma í að leggj- ast á gægjugatið, og strípiþörf um- fjöllunarefnisins. Menningarvita eða -fávita, miskunnarleysi áhorf- enda jafnt sem framleiðenda. Undir lokin fer Grín í beinni að taka sig fullalvarlega svo niðurstaðan er svosem ekkert merkileg. En skemmtunin er góð, það skiptir öllu máli. Framvindan er lítið marktæk, oftast fjarri grundvallarhugmynd- inni. Aðalpersónan, tilbúin að bjóða öllum inn í sitt auma líf, hlýtur í eðli sínu að vera frekar lágkúrulegur náungi. Svo er ekki, því Ed er nátt- úrlega ekki alls varnað þegar á reynir. Myndin verður því fyrirsjá- anleg og virkar best á sprettum. Sumir drepfyndnir, einkum mý- grútur smáatriða sem krydda frá- sögnina frekar en stjórna henni. Leikurinn er bestur. Enginn kemur jafn mikið á óvart og McConaug- hey, sem kom með dálitlum krafti inn í kvikmyndaheiminn en koðnaði svo niður í ábúðarmiklum, inni- haldslausum hlutverkum og mynd- um. Eftir að hafa séð hann í jafn dáðlausum glansmyndum og Time to Kill og The Newton Boys hélt ég satt að segja að stjörnudagar hans væru taldir. Aldeilis ekki. Hann er bestur allra í Grín í beinni, nær að gera trúverðugan og einkar geðug- an náunga úr hlutverki sem er snú- ið og alltaf í brennidepli. Harrelson er firna góður að venju, sem og þau Reiner, DeGeneres og Jenna Efman. Jafnvel hin stórglæsilega Elizabeth Hurley sleppur fyrir horn, þótt hún virðist greinilega ekki hafa af jafn miklu að státa þegar hæfileikar era annars vegar. Einkar ánægjulegt er að sjá til hinnar sjaldséðu Sally Kirkland og Dennis Hopper, að maður tali ekki um Martin Landau, sem heillar mann upp úr skónum sem fatlaða góðmennið, stjúpinn. Gott ef hann fær ekki Oskarstilnefningu. Grín í beinni fer inn á svipaða hluti og The Truman Show, því ekki óeðli- legt að bera þær saman og þar fer sú fyrrnefnda talsvert halloka. Þetta eru gjörólíkar myndir með frábrugðin markmið. Báðar ágætar á sinn hátt, hvor í sínum vigtar- flokknum. Sæbjörn Valdimarsson Tónleikaröðin Bláa kirkjan, sumartónleikar á Seyðisfirði, byrjar nú sitt annað ár og verða alls haldnir 14 tón- leikar í sumar. Fyrstu tónleik- arnir verða í Seyðisfjarðar- kirkju á miðvikudag, kl. 20.30. Það eru Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Björn Steinar Sólbergsson organisti sem flylja fslenska tónlist frá ýmsum túnurn. Meðal verka eru bæði kirkju- leg og veraldleg lög, allt frá einu elsta lagi á fslandi, Lilju, til nýrra verka Jónasar Tómasson- ar, Atla Heimis Sveinssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar. Þjóð- lagaútsetningar eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og rammíslensk kirkjulög Jóns Leifs. Margrét Bóasdóttir stundaði söngnám hjá Elísabetu Erlings- dóttur við Tónlistarskóla Kópa- vogs og lauk þaðan burtfarar- prófi. Sama ár lauk hún tón- menntakennaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám í ein- söngskennaradeild, óperu- og konsertdeild Tónlistarháskólans í Heidelberg-Mannheim hjá Edith Jaeger og lauk þaðan prófum ár- ið 1981. Margrét stundaði nám í Ijóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart. hjá Konrad Richter og naut einka- kennslu Eriku Schmidt-Va- lentin og Friedrich Eckard. Björn Steinar Sólbergsson lauk stúdents- prófi frá Fjöl- brautaskólanum á Akranesi og sama ár lauk hann 8. stigi í org- elleik frá Tónskóla þjóðkirkjunn- ar þar sem Haukur Guðlaugsson var aðalkennari hans. Fram- haldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Goettsche. Þaðan lá leiðin í Tónlistarháskólann í Rue il Malmaison þaðan sem hann lauk einleikaraprófi í orgelleik árið 1986. Hann tók við stöðu organista og kórstjóra við Akur- eyrakirkju haustið 1986 og kenn- ir jafnframt orgelleik við Tónlist- arskólann á Akureyri. Hann er formaður Listvinafé- lags Akureyrakirkju og einn af frumkvöðlum Sumartónleika á Norðurlandi. Margrét og Björn Steinar hafa unnið saman frá árinu 1987, en þá stofnuðu þau Sumartónleika á Norðurlandi. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika og nýverið kom út geislaplata þeirra með ís- lenskri kirkjutónlist fyrir söng- rödd og orgel sem Islensk tón- verkamiðstöð gefur út. Björn Steinar Sólbergsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.