Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 44

Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLADIÐ Landssími íslands hf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins og er hlutafélag í samkeppni á markaðiþarsem stöðugar nýjungar eru og verða allsráðandi á komandi árum. Fyrirtækið stefniraðþví að vera áfram ífararbroddi á sínu sviði. Landssíminn leitast við að veita bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu sem völ erá hverju sinni, og rekur eittfullkomnasta fjarskiptakerfi heimsins. GERVITUNGL Landssíminn óskar eftir að ráða áhugasama og duglega VERKFRÆÐINGA, TÆKNIFRÆÐINGA OG RAFEINDAVIRKJA til starfa hjá gervitungla- fjarskiptadeild. Þeir sem verða ráðnir munu hafa aðsetur í jarðstöðinni Skyggni, í fögru umhverfi við rætur Úlfarsfells. Störfin felast í þróun og uppsetningu fjarskiptakerfa á jarðstöðvum Lands- símans og í framhaldi af því, rekstri þeirra og viðhaldi. Við leitum að einstaklingum með tæknimenntun á sviði rafeinda og fjarskipta, sem sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt. Einnig þarf að hafa góða skipulags- og samstarfshæfileika og vilja til að tileinka sér nýjungar. Góð enskukunnátta er áskilin. í boði eru góð laun, áhugaverð og krefjandi verkefni, möguleiki á endur- menntun í starfi og góður starfsandi. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. OFANGREIND STÖRF HENTA JAFNT KONUM SEM KÖRLUM. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir og Herdís Rán Magnúsdóttir frá kl. 9-12 í síma 533-1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 14. júní merktar „Landssíminn - Gervitungl" RÁÐGARÐUR Furugerði 5 • 108 Reykjavík • www.radgardur.is r Laus staða Staða deildarstjóra endurskoðunarsviðs Seðlabanka íslands er hér með auglýst laus til umsóknar. Staðan veitist löggiltum endur- skoðanda eða viðskiptafræðingi með reynslu af endurskoðunarstörfum. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna bank- anna. Vakin skal athygli á því að í Seðlabankanum f er í gildi áætlun í jafnréttismálum. Upplýsingar um stöðuna veitir Lilja Steinþórs- dóttir, aðalendurskoðandi, en umsóknirskulu sendar til starfsmannastjóra fyrir 1. júlí nk. Viltu verða kennari í Kópavogi? Þá ertækifærið núna. Það vantar kennara í Kópavogsskóla næsta vetur. Um er að ræða kennslu á yngsta stigi eða miðstigi. Kópavogsskóli er í grónu hverfi og mjög góð samvinna og samstaða ríkir í kennarahópnum. Skólinn hefurgert samning við Kópavogsbæ um fjárhagslegt sjálfstæði og unnið er að mörgum áhugaverðum þróunarverkefnum í góðri samvinnu við foreldra. Eingöngu kenn- arar með fullgild réttindi koma til greina. Laun skv. kjarasamningi KÍ og HÍK og launa- nefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingargefurskólastjóri, Ólafur Guðmundsson, eða aðstoðarskólastjóri Jóna Möller í síma 554 0475. Umsóknarfrestur til 10. júní. Tvær kennarastöður eru lausar við Brúarásskóla á Norður-Héraði næsta skólaár Æskilegar kennslugreinar eru íþróttir, hand- > mennt og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar veita Ásmundur Þórarinsson, for- maður skólanefndar, í síma 471 1912, Elsa Árnadóttir, skólastjóri, í símum 471 1046 og 471 1047 og Jónas Þór Jóhannsson, sveitar- stjóri, í síma 471 2715. IÐNSKÖUNN f REYKJAVfK Staða kennara Laus ertil umsóknar staða kennara í íslensku. Ráðning erfrá 1. ágúst 1999. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar um starfið veita: kennslustjóri, starfsmannastjóri eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 15. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Rafeindavirki — radíódeild Flugmálastjórn auglýsir starf eftirlitsmanns flugöryggistækja í radíódeild Flugmálastjórnar. Um er að ræða eftirlit og umsjón með flugleið- sögu og fjarskiptabúnaði víðs vegar um landið. Reynsla við rekstur slíkra tækja er æskileg. Umsækjendurskulu hafa lokið námi í rafeinda- virkjun eða sambærilegu námi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Rafiðnað- arsambands íslands. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Flugmálastjórn eigi síðar en 16. júní 1999. Öllum umsóknum verður svarað. Bifvélavirki — Akureyrarflugvelli Flugmálastjórn auglýsir starf bifvélavirkja á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða viðgerðir og viðhald véla og tækjabúnaðar, ásamt vinnu við snjómokstur og fleiri störf. Krafist er rétt- inda meiraprófs bifreiðastjóra og réttinda í stjórnun þungavinnuvéla. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samiðnað- ar — sambands iðnfélaga. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Flugmálastjórn eigi síðar en 16. júní 1999. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um störfin og umsóknar- eyðublöð fást hjá starfsmannahaldi, sími 569 4100. Kennarar Kennara vantar við Grunnskólann í Sandgerði næsta vetur. Við leitum sérstaklega að yngri barna kennara, sem hefur íslenskt táknmál á valdi sínu. Meðal annarra kennslugreina: Sérkennsla, almenn kennsla, íslenska, íþróttir, tónmennt, handmennt, eðlis- og efnafræði. Margháttuð fyrirgreiðsla. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, og Pétur Brynjarsson, aðstoðar- skólastjóri, í síma 423 7439. Sölumaður Tölvur — jaðartæki Tölvuverslun óskar eftir að ráða sölumann til sölu- og afgreiðslustarfa á tölvubúnaði og jað- artækjum. Umsækjandi þarf að hafa góða und- irstöðuþekkingu á PC-tölvum og þarf að geta hafið störf strax eða sem fyrst. Um framtíðar- starf er að ræða. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Mbl.merkt „S — 8117" fyrir 7. júní nk. ROLF JOHANSEN & COMPANY Sölumenn Óskum eftir að ráða sölumenn til starfa sem geta hafið störf strax. Þurfa að hafa einhverja reynslu af sölumennsku. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þór Steinsson í síma 696 6700, Veitingahúsið Perlan á Öskjuhlíð Langar þig að vinna við fjölbreytt og skemmti- legt starf í björtu og fallegu umhverfi? Getum bætt við okkur þjónanemum og/eða aðstoðarfólki í veitingasal. Upplýsingar á staðnum eftir kl. 13.00 í dag og næstu daga eða í síma 562 0200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.