Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 46
. 46 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
_______________UMRÆÐAN__________
Svar við röngum fullyrðingum
um sjávarútvegsstefnu ESB
í GREIN sem birtist í Morgun-
blaðinu 30. mars síðastliðinn vísai-
Ragnar Arnalds fyrrum alþingis-
maður til mín með nafni til stuðn-
ings röngum fullyrðingum um
skipulag eftirlits og vemdaraðgerða
í sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins. Ragnar skrifar:
„íslendingar myndu vafalaust
reyna að hafa eftirlit með erlend-
um veiðiskipum með því að senda
eftirlitsmenn um borð [ef Island
yrði aðili að ESB], en úrskurðar-
valdið um brot á reglum yrði ekki
lengur í okkar höndum. Að frum-
kvæði mínu var nýlega spurst fyrir
um þetta atriði hjá Harry Coster,
starfsmanni ESB, sem fer með mál
er varða eftirlit og veiðileyfí hjá
ESB. Hann staðfesti að reglurnar
sem fylgt væri við eftirlit með veið-
um skipa frá ESB-ríkjum kæmu
frá stofnunum ESB. Strandríki
gæti að vísu tekið upp strangari
reglur en ESB hefði sett. En þær
ættu þá einungis við skip strand-
ríkisins en ekki skip annarra aðild-
arríkja. Strandríkið gæti kært
veiðar þeirra til fánaríkisins sem
tæki síðan ákvörðun um sektir eða
önnur viðurlög. Hann staðfesti sem
sagt að endanlegt úrskurðarvald
um ólöglegar veiðar væri ekki í
höndum strandríkisins."
Ég hef ekki rætt við eða átt í
bréfaskriftum við Ragnar Arnalds.
Hann spurði mig ekki álits áður en
hann vísaði til mín í greininni með
nafni (sem hann reyndar stafsetur
vitlaust).
Eftirlit er í höndum
aðildarríkjanna
Spurningin um hver beri ábyrgð
á eftirliti með veiðum er mjög mik-
ilvæg og það væri sannarlega stór-
frétt ef ríki glötuðu fullvalda rétti
sínum til að gæta laga og reglu inn-
an efnhagslögsögu sinnar við að
ganga til liðs við Evrópusamband-
ið. Ragnar Arnalds hefur að sjálf-
sögðu rangt fyrir sér varðandi
þetta atriði. Aðildarríki Evrópu-
sambandsins vinna saman á jafn-
réttisgrundvelli innan skýrt mark-
aðs lagaramma. Hvert og eitt að-
ildarríki gætir þess að viðeigandi
lögum og reglum sé fylgt á sínu
landsvæði og innan sinnar lögsögu.
Framkvæmdavaldið í aðildarríkj-
unum fær heimild til að gæta
reglna frá lýðræðislega kjörnu
Sjávarútvegsstefna
Þegar rangar fullyrð-
ingar eru sagðar koma
frá framkvæmda-
stjórninni, segir Harm
Koster, verður fram-
kvæmdastjórnin að
leiðrétta þær.
þingi viðkomandi ríkis og það beit-
ir þeirri heimild innan síns land-
svæðis og innan sinnar lögsögu.
Þetta felur meðal annars í sér að
viðkomandi stjórnvöld geta tekið
skip til skoðunar, leitað um borð,
tekið fólk haldi, kyrrsett báta og
lagt fram kæru til dómstóla við-
komandi ríkis sem síðan kveða á
um sekt eða sýknu samkvæmt
þeim lögum sem í gildi eru í við-
komandi ríki. Að sjálfsögðu er það
strandríkið sem hefur eftirlit með
veiðum og grípur til nauðsynlegra
ráðstafana ef reglur eru brotnar
innan lögsögu þess, óháð því hvað-
an skip sem þar veiða koma.
Reglur um fískveiðar
Ráðherraráð Evrópusambandsins,
skipað sjávarútvegsráðherrum aðild-
arríkjanna, tekur ákvarðanir sem
varða sameiginlega sjávarútvegs-
stefnu sambandsins að fenginni til-
lögu frá framkvæmdastjóm ESB.
Sjávarútvegsstefnan tekur til
þriggja meginþátta, það er markaðs-
skipulags/sérstakra markaðsaðgerða
(svo sem samstarfs um frjáls við-
skipti með sjávarafurðir), styrkja til
uppbyggingar og nýsköpunar (fjár-
hagsaðstoð sem miðar að hagræð-
ingu, hámai-ksnýtingu auðlindarinn-
ar og stuðningi við svæði þar sem
sjávarútvegur dregst verulega sam-
an) og vemdar fískistofna og eftirlits
með veiðum (kvótakerfi og tæknileg-
ar verndaraðgerðir). Hvað varðar
síðastnefnda þátt sjávarútvegsstefn-
unnar, þá felur hann í sér skýrar
reglur um aðgang að fiskimiðum og
auðlindinni, lokuð svæði, takmörkun
nýtingar, hámarksafla, hámarkssókn
og ýmiskonar tæknilegar vemdarað-
gerðir s.s. um gerð veiðarfæra.
Aðildarríkin samþykkja sameigin-
legar reglur í ráðherraráðinu og
þeim ber skylda til að framíylgja
þeim. Hlutverk framkvæmdastjórn-
ar ESB er að fylgjast með því að að-
ildarríkin ræki þessa skyldu sína.
Innan þessa ramma getur hvert að-
ildarríki fyrir sig sett fram strangari
reglur innan sinnar lögsögu. í því til-
viki þurfa þau að greina fram-
kvæmdastjóminni frá reglunum fyr-
irfram. Reglumar gilda einungis fýr-
ir skip sem era skráð í viðkomandi
ríki eða um alla sem veiða á svæðinu,
ef um staðbundna stofna eða stofna
sem era undir staðbundinni stjóm er
að ræða. Andstætt fullyrðingu
Ragnars geta aðildarríki Evrópu-
sambandsins því sett fram strangari
reglur en sambandið segir til um
sem taka til allra innan lögsögu
þeiiTa, óháð fánaríki.
Að lokum
Starfsfólk framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins getur að sjálf-
sögðu ekki tekið þátt í umræðum
um hugsanlega aðild íslands að
sjávarútvegsstefnu sambandsins og
undir eðlilegum kringumstæðum
hefði ég ekki svarað eða tjáð mig
um greinarskrif um málið. Hins
vegar, þegar rangar fullyrðingar
eru sagðar koma frá framkvæmda-
stjórninni, verður framkvæmda-
stjórnin að leiðrétta þær. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
lítur á það sem skyldu sína að hafa á
boðstólum ítarlegt upplýsingaefni
um störf og stefnur ESB fyrir alla
áhugasama innan ESB og innan
þeirra ríkja sem eiga samskipti við
sambandið. Framkvæmdastjórnin
hefur því gefíð út fjölbreytt upplýs-
ingaefni um stjórn fiskveiða í Evr-
ópusambandinu, meðal annars ný-
legt upplýsingarit á íslensku.
Ahugasamir geta fengið upplýs-
ingaefni sent sér að kostnaðarlausu
frá fastanefnd framkvæmdastjórn-
arinnar fyrir Island og Noreg
(grænt símanúmer 800 8116).
Höfundur er deildarstjóri eftirlits í
stjórnardeild sjávarútvegs (DG
XIV).
RAOAUGLVSINGAR
________MENNTASKÓUNN í KÓPAVOGI___
Ferðamálaskólinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn
Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • ísland
Sími / Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax: 554 3961
Menntaskólinn í Kópavogi
> Innritun
Innritun fyrir haustönn 1999 fer fram í Mennta-
skólanum í Kópavogi 1., 2. og 3. júní frá kl.
10.00-17.00.
Við skólann eru eftirtaldar námsbrautir.
Stúdentsp rófsb rauti r:
Eðlisfræðibraut
Ferðabraut
Málabraut
Tölvubraut
Félagsfræðibraut
Hagfræðibraut
Náttú ruf ræði braut
Tónlistarbraut
Styttri bóknámsbrautir:
Skrifstofubraut — tveggja anna hagnýtt nám
með starfsþjálfun.
> Fornám — Innritun í fornám ferfram að undan-
gengnu viðtali við umsjónarkennarafornáms.
Viðtal skal panta í síma 544 5510.
Löggiltar iðngreinar — samningsbundið
iðnnám:
Bakstur
Framreiðsla
Kjötiðn
Matreiðsla
Verknámsbrautir:
Grunndeild matvælagreina
Heimilisbraut
Hótel- og þjónustubraut
Matartæknanám
Námsráðgjafar verða til viðtals innritunardag-
ana og eru nemendur hvattirtil að notfæra
sér þessa þjónustu. Öllum umsóknum fylgi
staðfest afrit skólaskírteinis auk Ijósmyndar.
Skólameistari.
taekniskólí íslands
Byggingatæknifræði
Iðnaðartæknifræði
Rafmagnstæknifræði
Tœknifræði:}
Vél- og orkutæknifræði
Iðnfræði^
Byggingaiðnfræði
Rafiðnfræði
Véliðnfræði
fÍBÍlbriffðisfræði:} Meinatækni
Röntgentækni
Rekstrardaild:} Iðnrekstrarfræði
Alþjóðamarkaðsfræði
Vörustjórnun
rrmngraina<ffli/</:]undirbúningsnám sem veitir
réttindi til náms á háskólastigi.
Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft hjá LÍN.
Umsðknarfrestur um skólavist rennur út 4. júní.
Eyðublöð fást á skrifstofu Tækniskólans sem er opin frá kl. 8.30 -15.30.
Með umsóknum skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum, vottorð um
starfsreynslu og mynd.
Námsráðgjafi og deildarstjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar
f síma 5771400 eða á skrifstofu skólans að Höfðabakka 9.
Rektor
t tæknisköli íslands ú m t • * n
DULSPEKI
Ertu með rafbylgjuóþol?
Sefur barnið þitt illa eða þú? Ertu
með illskýranleg líkamleg óþæg-
indi eða ryk og ló? Ég býð upp á
mælingar og varanlegar lausnir á
kostnaðarverði í maí og júní.
Einnig heilun og ráðgjöf.
Símar 581 1008 og 898 8808.
Hreiðar Jónsson, læknamiðill.
FÉLAGSLÍF
FERÐAFELAG
© ÍSIANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudaginn 2. júní kl.
20.00. Heiðmörk, skógrækt-
arferð. Ferð f FÍ-reitinn í
Skógar-Hlfðarkrika.
Umsjón Sveinn Ólafsson. Frítt.
í >*
Konur athugið
Fundur verður hjá Aglow í
Kristniboðssalnum, Háaleitis-
braut 58—60 í kvöld kl. 20.00.
Eygló Friðriksdóttir talar. Allar
konur hjartanlega velkomnar.
Landsstjórn Aglow á fslandi.
KENNSLA
Lótum röddina hljóma til
sjálfseflingar og heilunar.
Namskeið haldicí
lau. 12. júní nk.
Kennari: ■§:S
Esther Helga
Guðmundsdóttir, % Æ
söngkennari. P
Sími 699 2676. ........
Kynningarfyrirlestur
Acarya
Pranakrsnananda
Avadhuta heldur
fyrirlestur um
„lífræna sálfræði —
orkustöðvar, jóga
og hugleiðslu".
Pranakrsnananda,
sem oftast er kallaður Dada, þ.e.
andlegur þróðir, mun útskýra
starfsemi sálrænna stjórnstöðva
líkamans. Hann fjaliar um hvern-
ig hægt er að þroska og efla
orkustöðvarnar með réttu matar-
æði, jógaæfingum og hug-
leiðslu. Hann kennir svo hagnýta
notkun hugleiðsluvísindanna.
Fyrirlesturinn fer fram á Hótel
Holti miðvikudaginn 2. júní kl. 20.
f framhaldi af honum verður
haldinn 2 daga fyrirlestur þann 3.
og 4. júní kl. 20 á Lindargötu 14,
Jógamiðstöð Ananda Marga.
Upplýsingar eru veittar í sima
551 2970.
Aðgangur er ókeypis!
Aðsendar greinar á Netinu
mbl.is
-^ALLTA/= e/TTH\#K£> /VÝTT