Morgunblaðið - 01.06.1999, Page 47
UMRÆÐAN
i
MORGUNBLAÐIÐ
Vatnavísindi Grenlækj-
ar og Tungulækjar
í MORGUNBLAÐINU 12. maí
sl var á baksíðu smáfréttaklausa.
„Grenlækur og Tungulækur, að-
gerðir vegna vatnsskorts."
I fréttaklausunni stóð að koma
ætti fyrir í stíflugarði þremur rör-
um sem stýra eigi
vatni Arkvísla til að
jafna og takmarka
vatnsrennsli úr Skaftá
út á Eldhraun sérstak-
lega á sumarmánuð-
um. Yfir sumarmánuði
á að loka einu röri en
hafa öll rörin opin yfir
vetrarmánuði til að
halda jafnri vatnsstöðu
í Eldhrauni. Hér er um
að ræða stórkostlegt
afrek í vísindum og
myndi vekja verðuga
athygli varðandi vatns-
búskap í Eldhrauni ef
þetta heppnaðist, sem
er afar ólíklegt. Eitt
atriði væri rétt að
skoða betur áður en ráðist er í 5,8
milljóna byrjunarframkvæmd. Vís-
indi geta stundum orðið brosleg og
Vatnasvæði
Það eru umhverfís-
spjöll, segír Helgi
Valdimarsson, að veita
Skaftá frá Eldhrauni.
allt að því hlægileg. Ég get ekki
betur séð, ef þessir ágætu vísinda-
menn ætla sér að halda jafnri
vatnsstöðu frá sumri í Eldhrauni
yfir vetrarmánuðina, verði þeir að
keyra vatnið að í Eldhraunið, því
það næst ekkert vatn úr Skaftá út á
hraunið að vetri til, jafnframt yrðu
rörin í stíflugarði í Arkvíslum
vatnslaus. Væri þetta ekki ólíkt
þeim tilfæringum sem ónefndir
bræður notuðu forðum daga til
þess að koma sólarljósi inn í
gluggalaust hús. Ef á að halda vatni
í Greniæk og Tungulæk verður
vatn úr Skaftá að renna út á Eld-
hraun óhindrað og með náttúruleg-
um hætti yfir sumarmánuðina til að
safna vatnsforða til vetrar í hraun-
ið. Ágætu snillingar, látið Skaftá og
Eldhraun í friði og lagið þegar í
stað, það sem skemmt hefur verið í
Eldhrauni.
Fyrir ókunnuga er fróðlegt að
vita á hvaða forsendum fréttaklaus-
an í Morgunblaðinu 12. maí sl.
byggðist á. Það vatns-
magn sem á að halda
jafnri vatnsstöðu að
vetri frá sumri í Eld-
hrauni, Grenlæk og
Tungulæk er í vatns-
magni eins og htið
sumarvatn í Korpu.
Það sjá allir að þessar
aðgerðir eru gagnslitl-
ar að vetri en gætu
jafnframt orðið vatna-
svæðinu hættulegt
vegna takmörkunar á
sumarvatni úr Skaftá
út á Eldhraun. Á þessu
svæði er Skaftá að
vetri nánast þurr, en
að sumarlagi með
stærri vatnsföllum
landsins. Fyrir ókunnuga er einnig
fróðlegt að vita að það er lítið að
marka vetrarvatn í Skaftá við
Skaftárskála því það bætist talsvert
lindarvatn úr ám og lækjum í
Skaftá á leiðinni að Skaftárskála.
Einnig er fróðlegt til nánari skoð-
unar, að heyrst hefur að Skaftár-
nefnd sé í sífelldum málamiðlunum
við vísindamenn pólitíkusanna. Af
hverju er Eldhraun og vatnasvæði
Skaftár orðið pólitískt svæði? Það
mun vera í undirbúningi að hnupla
Skaftá til virkjunar í öðrum lands-
hluta og þar með taka frá byggðar-
laginu lífæð svæðisins, hér er sjá-
anlega verið að fara á svig við
vatnalög. Ef Skaftá hefði ekki
dreift sér út á Eldhraun eftir Skaft-
ái'elda hefði umrætt landsvæði orð-
ið óbyggilegt. Það hefði t.d ekkert
vatn orðið í högum fyrir skepnur og
svæðið orðið örfoka eyðimörk.
Skaftá safnar nægu vatni í hraunið
yfir sumarið til vetrar í Grenlæk og
Tungulæk sé áin látin í friði. Það
eru umhverfisspjöll að veita Skaftá
frá Eldhrauni, einnig skal bent á að
það er yfir 200 ára hefð á vatni
Skaftár í Eldhrauni. Á það skal
minnt að Vegagerð ríkisins hefur
valdið þessum vandræðum, sem nú
eru á vatnasvæðinu í Eldhrauni,
Grenlæk og Tungulæk með van-
hugsuðum aðgerðum í vegagerð í
Helgi
Valdimarsson
OPIÐ8-20
MÁNUDAGA
-FÖSTUDAGA
OPIÐ10-16
LAUGAR-
DAGA
Bílavarahlutaverslun
& bflaverkstæði
• Bremsuklossar • Bremsudælur • Kúplingar • Kerti
• Bremsuborðar •Stýrisendar • Drifliðshosur • Síur
• Bremsudiskar •Spindilkúlur •Kertaþræðir • Perur
HYUNDAI - MITSUBISHI - NISSAN - SUBARU - T0Y0TA - VOLKSWAGEN
Eldhrauni. Það er augljóst að verði
þessu vatnasvæði öllu ekki komið
aftur nú þegar í náttúrulegt horf
verður á næstu 5 til 10 árum um-
hverfisslys í Eldhrauni og Skaftá
sem komandi kynslóðir munu
standa agndofa yfir og spyrja hvar
voru heimamenn og náttúruvernd-
arsamtök. Við aðflutta heimamenn,
pólitíkusa og fréttamenn segi ég,
kynnið ykkur sögu þessa byggðar-
lags frá landnámi til þessa dags. Þá
er ég viss um að sú stórfenglega
náttúra og náttúruöfl sem eru á
þessu svæði mun koma ykkur á
óvart, þá er víst að þið vinnið að því
að Eldhraun og Skaftá verði látin í
friði.
Höfundur er frá Hólmi íLandbroti,
Vestur-Skaftafellssýslu.
DÓSA-
PRESSA
Fyrir 33 cl og 50 cl dósir
• Stórsparar geymslurýmið
• Mjög auðveld í rmtkun
SUMARFATNADUR
6 i æ s I B Æ
Dilbert á Netinu
alain mikli 4. og 5. júní.
i
f