Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 54
i£4 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
GÍNA frá Auðsholtshjáleign er enn einn gullmolinn úr ræktun Gunn-
ars Arnarssonar, sem situr hryssuna.
MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson
ÓSKAR frá Litladal kemur vel undan vetri hjá Sigurbirni Bárðarsyni
og hefur nú betur í viðureigninni við Hrafn frá Garðabæ.
Héraðssýning> í Kjalarnesþingi
Góð útkoma en
_ fáar stjörnur
HEILDARÚTKOMA héraðssýning-
ar kynbótahrossa í Víðidal var að
sögn Víkings Gunnarssonar for-
manns dómnefndar í ríflega góðu
meðallagi en lítið um atkvæðamikla
skörunga. Þá komu heldur færri
hross til dóms en verið hefur undan-
farin ár. Þeir sem hæst fetuðu sig
upp dómskalann voru stóðhestamir
Óskar frá Litladal og Hrafn frá
Garðabæ sem báðir eru fimm vetra.
Þetta mun í þriðja skipti sem þeir
koma fram saman á sýningu og hafði
Óskar nú betur í fyrsta skipti. Hefur
verið skemmtileg stígandi í þessum
hesti hjá Sigurbimi Bárðarsyni og
þótt hann sé nú heldur lægri fyrir
■%<köpulag en í fyrra þá er hann að
bæta sig í hæfileikum. Skeiðið er að
koma í rólegheitum en skeiðhryssan
Ósk frá Litladal er sem kunnugt er
alsystir hans og bíða menn með önd-
ina hálsinum eftir afkastavekurð í
litla bróður. En styrkur Óskars ligg-
ur ekki síst í því hversu jafn hann er
í öllum atriðum og það sem gerir
hann kannski öðmm betri er að hann
fær gott fyrir öll atriði byggingar,
líka fætur!
Hrafn er efni í skrefamikinn gæð-
ing, en dómnefndarformaðurinn var
eitthvað að hnýta í grófleika brokks-
ins og sagði eitthvað á þá leið að það
væri aðeins fyrir atvinnumenn að
sitja svona hest svo vel færi. Hrafn
^jfær einnig gott fyrir byggingu þótt
örlítið sé hálsinn þykkur eins og á
mörgum Orraafkvæmum. Hér er
sannarlega á ferðinni mjög álitlegur
kynbótahestur og sorglegt að hann
skuli vera á leiðinni vestur um haf.
Þar mun hann væntanlega gera sitt
gagn í ræktun íslenskra hesta en það
er mikilvægt að menn geri sér grein
fyrir því að mikilvægt er að ræktuð
séu góð íslensk hross víðar en á ís-
landi. Það er bót í máli að til er al-
bróðir Hrafns sem kemur væntan-
lega fram á næsta ári.
Baldvin Ari kom með efnilegan
fjögurra vetra hest undan Óði og
Kviku frá Brún, Ósloga frá Rauða-
læk, og þykir efnilegur töltari. Fór
hann vel hjá Baldvini Ara og er góð
vísbending um að Óður gefí mjög
sterkt tölt. Að síðustu er vert að
minnast á frammistöðu hrossanna
frá Auðsholtshjáleigu þar sem Gunn-
ar Arnarsson og Kristbjörg Evinds-
dóttir stunda hrossarækt af kappi.
Þama voru þau með hryssur í
fremstu röð og skemmst er að minn-
ast frammistöðu stóðhestsins Garps
á stóðhestastöðinni í vor. Ekki þarf
glöggan mann til að sjá að þau hjón
eru á réttri leið í hrossaræktinni þar
sem Orri er aðalhesturinn og Hektor
frá Akureyri skilar þeim einnig góð-
um gripum, sem sjá má í dómsniður-
stöðum hér á hestasíðunni.
Valdimar Kristinsson
I M W ' 'ÍM w
- 5 jf ■ JR ■ M |W 1 lii
MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson
ORMIJR frá Dallandi lengst til hægri er um margt undraskepna, fótaburður og fas með miklum ágætum.
Gott dæmi um góða uppbyggingu gæðings hjá Atla Guðmundssyni sem hér hampar verðlaunum ásamt keppi-
nautum í A-flokki.
Gæðingakeppni Fáks
Ormurinn hinn öruggi
sigurvegari í A-flokki
Þrjú gæðingamót voru
haldin um helgina á
höfuðborgarsvæðinu
auk héraðssýningar
kynbótahrossa og sjón-
varpskappreiða Fáks.
Það var því í mörg
hornin að líta hjá
Valdimar Kristinssyni
sem kíkti á alla þessa
viðburði hestamanna.
FÁKUR heldur uppteknum hætti og
gengur fram fyrir skjöldu og galopn-
ar mót sitt fyrir hestamönnum úr
öðrum félögum. Eru margir þeirrar
skoðunar að opna beri öll mót eftir
að áhugamannaflokkarnir komu til
sögunnar.
Keppni A-flokks gæðinga hjá Fáki
var ekki mjög spennandi hvað keppn-
ina varðar en eigi að síður gaman að
sjá svo marga góða hesta sem þar
komu fram. Ormur frá Dallandi sem
Atli Guðmundsson sat sigraði eins og
reiknað var með og hafði nokkra yfir-
burði. Það er fyrst og fremst óvenju
mikill fótaburður sem piýðir þennan
hest og hátt fær hann fyrir fegurð í
reið. Sömuleiðis er bæði brokk og
tölt tilkomumikið en skeiðið síðra
þótt gott sé. Þá kom Steingrímur
Sigurðsson fram með ungan og efni-
legan hest, Þyt frá Kálfhóli, sem þaut
beint í 8,70 í sinni frumraun í gæð-
ingakeppni, en hann er undan Kveik
frá Miðsitju. Vignir Jónasson kom
HM-kandídat sínum, Klakki frá
Búlandi, í þriðja sætið með góðum
skeiðsprettum í úrslitum.
í B-flokki urðu úrslit frekar óvænt
ÞYTUR frá Kálfhóli vakti verðskuldaða athygli, aðeins sex vetra flýg-
ur hann í háar einkunnir hjá góðum knapa, Steingrími Sigurðssyni.
VERÐLAUNAHAFAR í B-flokki hjá Andvara, Siguroddur og Hvatning
sem sigruðu, Guðmundur og Grettir, Jón og Glitnir og Arni og Bersir.
þegar Sigurbjöm Bárðarson reið
Djákna frá Dunhaga til sigurs.
Djákni hefur komið víða við og staðið
sig með sóma en aldrei komist á
toppinn í harðri keppni en alltaf ver-
ið við hann. Nú sneri Sigurbjörn
blaðinu við eftir að hafa verið í öðru
sæti eftir forkeppni en það eru ár og
Nú er tækifærid,
ekki missa af
þessul
véR é ótrúlegu verði!
Vinnuhesturinn
• 15“ skjár
• 266 Mhz Intel Pentium II Klamath
• 32 MB innra minni
• 6,4 GB Fujitsu diskur
• 8 MB Matrox Productiva skjákort
• 36 x Creative geisladrif
• 64 bita Soundblaster hljóðkort
• 80 W Creative hátalarar
• 33,6 KB mótald
• 2ja mánaða internetáskrift
• Lyklaborð og Microsoft mús
• Windows 98 uppsett og á CD
BT • Skeifunni 11 • Rvk • S: 550 4444 • BT • Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • S: 550 4020