Morgunblaðið - 01.06.1999, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*
*
Hannes Hlífar og
Dagur Arngrímsson
skákmenn ársins
SKAK
SKÁKMENN ÁRSINS 1998
29. maí 1999
HANNES Hlífar Stefánsson
var valinn skákmaður ársins 1998.
Val Hannesar kemur ekki óvart,
enda var árangur hans einstakur
á síðasta ári. Langur afrekalisti
Hannesar var rakinn hér í skák-
þættinum í tengslum við útnefn-
ingu hans sem skákmaður Hellis
1998. Að þessu sinni verður því
einungis minnst á örfá atriði af
þeim lista.
Hannes Hlífar varð einn í efsta
sæti á Lost Boys-skákmótinu í
Antwerpen í Belgíu í júlí með 7Vz
vinning af 9. Mótið var gríðarlega
sterkt og árangur Hannesar var
einn sá besti sem íslenskur skák-
maður hefur náð, mælt í skákstig-
um, en frammistaðan svaraði til
2.744 stiga. I september mætti
Hannes sterkustu skákmönnum
Norðurlanda á svæðismóti Norð-
urlanda, sem haldið var í Dan-
mörku. Hannes sigraði á mótinu
og tryggði sér þar með rétt til
þátttöku í næstu heimsmeistara-
keppni FIDE. í október til nóv-
ember tefldi Hannes í landsliðs-
flokki á Skákþingi Islands og sigr-
aði. Þar með tryggði hann sér í
fyrsta skipti titilinn Skákmeistari
Islands.
Dagur Arngrímsson var valinn
efnilegasti skákmaður ársins
1998. Hann stendur vel undir
þeim titli og er jafnframt einn af
okkar virkustu skákmönnum.
Árangur hans á síðasta ári var
jafn og góður og hann var greini-
lega í mikilli framfór. Hann náði
öðru sæti í barnaflokki á Skák-
þingi Islands. A Islandsmóti
barnaskólasveita tefldi hann á
fyrsta borði fyrir Melaskóla.
Sveitin varð í fyrsta sæti og átti
Dagur drjúgan þátt í þeim sigri
með því að hljóta 8 vinninga af 9.
Hann tók þátt í opnum flokki á
Skákþingi Islands og varð í 5.-6.
sæti. Dagur varð Islandsmeistari í
yngri flokki á landsmótinu í skóla-
skák, fékk 9'A vinning, vann 8
skákir og gerði 3 jafntefli. Sigur
Dags kom nokkuð á óvart, sér-
staklega þar sem hann var aðeins
11 ára og á því tvö ár eftir í yngri
flokki. Norðurlandamót barna-
skólasveita fór fram 28.-30. ágúst.
Melaskóli tók þátt í mótinu fyrir
Islands hönd og hafnaði í 2. sæti.
Dagur Amgrímsson tefldi á fyrsta
borði og fékk 3Vz vinning í 5 um-
ferðum. Aftur kom Dagur á óvart
á haustmóti TR þegar hann sigr-
aði í C-riðli og fékk 8 vinninga af
11. Heimsmeistaramót barna og
unglinga fór fram í Oropesa Del
Mar á Spáni sl. haust. Dagur var
fulltrúi Islands í sínum aldurs-
flokki, fékk 5 vinninga af 11 og
varð í 55.-66. sæti). A bikarmóti
TR náði Dagur mjög góðum ár-
angri og varð í þriðja sæti með 8V2
vinning. Jólamót grunnskóla í
Reykjavík fór fram í desember og
þar var Dagur mættur til leiks
ásamt sterkri sveit Melaskóla.
Sveitin sigraði í yngri flokki og
fékk 22 vinninga af 24 möguleg-
um. Aftur var Dagur lykilmaður í
sigrinum og vann allar sínar skák-
ir, sex að tölu, á fyrsta borði. Dag-
ur batt svo endahnútinn á frábært
skákár með því að sigra í flokki
fæddra 1986-7 á jólapakkaskák-
móti Hellis, en þátttakendur á
mótinu voru um 200.
Aðalfundur
Skáksambandsins
Aðalfundur Skáksambands Is-
lands var haldinn laugardaginn
29. maí. Áskell Örn Kárason var
kjörinn forseti Skáksambandsins,
en stjómin er þannig skipuð að
öðru leyti:
Andri Hrólfsson
Davíð Ólafsson
Helgi Ólafsson
Hannes Hlífar Dagur
Stefánsson Arngrfmsson
Hlíðar Þór Hreinsson
Kristján Öm Elíasson
Sigurbjörn Björnsson
I varastjórn voru kjörnir:
Arngrímur Gunnhallsson
Hrafn Jökulsson
Júlíus Friðjónsson
Sævar Bjarnason
I máli fráfarandi forseta,
Ágústs Sindra Karlssonar, kom
fram að fjárhagur Skáksambands-
ins hefur batnað mjög mikið und-
anfarin tvö ár.
Skáksambandið hefur farið
mjög sparlega með útnefningar á
heiðursfélögum Skáksambands-
ins og því er það mikill heiður að
komast í hóp þeirra sem þá viður-
kenningu hljóta. Á aðalfundinum
var Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrverandi forseti Skáksam-
bandsins, útnefndur heiðursfé-
lagi. Guðmundur á þessa útnefn-
ingu fyllilega skilið, þó ekki væri
nema vegna þess stóra hlutverks
sem hann gegndi í kringum
heimsmeistaraeinvígi þeirra
Fischers og Spasskys í Reykjavík
1972.
Þeir Birgir Sigurðsson og Ein-
ar H. Guðmundsson voru heiðrað-
ir sérstaklega fyrir störf sín við
tímaritið Skák og skákhreyfmg-
una.
Nýtt taflfélag, Grand-Rokk,
gerðist aðili að Skáksambandinu á
aðalfundinum.
Opna Kaupmannahafnar-
mótið 1999
Opna Kaupmannahafnarmótið
er eitt vinsælasta erlenda skák-
mótið meðal íslenskra skák-
manna. Þetta á bæði við um okkar
sterkustu meistara og eins yngri
skákmennina, sem eru að taka
þátt í sínum fyrstu alþjóðlegum
mótum.
Opna Kaupmannahafnarmótið,
eða „Politiken Cup“ eins og það er
einnig kallað, fer fram í 21. skipti í
sumar. Mótið, sem er öllum opið,
verður haldið 3.-14. júlí á Egmont
Kollegiet í Kaupmannahöfn.
Tefldar verða ellefu umferðir í
einum opnum flokki. Föstudagur-
inn 9. júlí er frídagur. Tímamörk-
in eru 40 leikir á 2 klst., síðan 20
leikir á 1 klst. og að lokum 30 mín-
útur til að ljúka skákinni.
Skráning á mótið er þegar hafin
og hafa 50 skákmenn skráð sig til
leiks. Þar á meðal eru tveir ís-
lenskir skákmenn, þeir Þröstur
Þórhallsson og Róbert Harðarson.
Þess má geta að í fyrra tóku
hvorki fleiri né færri en 17 íslend-
ingar þátt í keppninni. Þá sigraði
Hannes Hlífar Stefánsson á mót-
inu, en fjölmargir hinna yngri
skákmanna náðu mjög góðum ár-
angri.
Nánari upplýsingar um mótið
má finna á heimasíðu Taflfélags-
ins Hellis: www.simnet.is/hellir.
Skákmót
á næstunni
Tilkynningar um skákmót og
aðra viðburði sendist til umsjónar-
manna skákþáttar Morgunblaðs-
ins. Tölvupóstfangið er
dadi@vks.is. Einnig má senda
annað efni og athugasemdir við
skákþættina á sama póstfang.
4.6. Skákþing Hafnarfjarðar
7.6. Hellir. Atkvöld
9.6. Boðsmót TR
16.6. Guðmundar Arnlaugss.-mótið
25.6. Hellir. Jónsmessumót (kl. 22)
Daði Orn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
í DAG
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Flug hugans
OFT þegar við erum úti í
náttúrunni, þá talar fegurð
náttúrunnar til okkar á
sinn sérstaka hátt. Við
finnum fyrir kyrrðinni,
þögninni. En svo erum við
aftur fóst í viðjum vanans
og förum að festa okkur og
hugann í því sem við erum
að gera í það og það sinnið.
Svo erum við búin að
vera lengi föst í vananum,
þá þurfum við aftur að
losna úr viðjum hans og
hvar annars staðar en á
okkar uppáhalds nátt-
úruperlu okkar fagra
lands? Og við látum hug-
ann reika um slétturnar
eða fjöllin.
Þá leitar oftar en ekki á
hugann að það hlýtur að
vera eitthvað annað til en
þetta vanalega sem við öll
búum við dags daglega.
Því í draumum okkar er
til fagurt og betra líf held-
ur en þetta daglega. En
þá er komið að þessari
nýju hugsun um drauma,
því að ég hef kynnst vís-
indum sem segja okkur að
þegar okkur dreymi, þá sé
það til annarrar plánetu
þar sem allir okkar
draumar rætast. En til að
skilja hvað átt er við þeg-
ar okkur dreymir, þá er-
um við samskynja þeirri
persónu sem er að lifa og
framkvæma það sem okk-
ur er að dreyma um í það
og það skiptið. Þannig er
það líka þegar við fáum
hugmyndir til að bæta
okkar hag og annarra í
samfélagi, eins og það að
við getumflogið í flugvél-
um sem við fengum hug-
boðið um hvernig smíða
átti á sínum tíma. En að fá
hugboð um það að ferðast
með hugann til annarrar
plánetu og skoða mannlíf-
ið þar sem allt er miklu
fullkomnara, sem er eins
og að upplifa sinn uppá-
haldsdraum í raunveru-
leikanum með því að nota
hugsunina eina saman,
það er vísindalegt afrek út
af fyrir sig. En á vísinda-
máli kallast það lífgeislun
hnatta á milli.
Um leið og skilningur er
kominn á þessu, þá mun
þróunin verða mjög svo ör
á öllum stigum mannkyns,
að fljúga með flugvél er
bara leikur, því að þegar
við höfum kynnst flugi
hugans, þá viljum við ekk-
ert annað.
Jón Trausti Halldórsson,
áhugamaður um
flug hugans.
Gosi er ennþá týndur
GOSI er átta ára ljósgul-
bröndóttur köttur, yndisleg-
ur og loðinn. Hann er eyma-
merktur RIH245. Ef ein-
hver veit eitthvað um ferðir
hans vinsamlega hafið sam-
band við okkur, hann gæti
verið villtur. Við söknum
hans afskaplega mikið og
bíðum eftir að fá hann heim.
Síminn okkar er 561 0652 og
897 4368. Gerða og Fjölnir.
ÞESSIR duglegu strákar söfnuðu dósum og gáfu Rauða
krossi íslands afraksturinn, kr. 3.550. Þeir heita Óðinn Örn
Arnþórsson og Ingi Davíð Ragnarsson.
COSPER
-1
-
n 1 M
r^lpfli1" vjj' ■
COSPER £21
ÉG sagði að þú skyldir ekki halia þér út um gluggann,
lestin væri að fara af stað.
Ég hef áhuga á að heyra sjúkdómsgreiningu þína á
sjúkdómnum sem ég fékk greiningu á í læknis-
horninu 1' Húsfreyjunni.
Sjávarútsýnið er óviðjafnanlegt.
Víkverji skrifar...
OFBELDI í alls kyns mynd er
því miður fylgifiskur mann-
skepnunnar. Það er stundum sagt
að ekkert dýr jarðarinnar sé jafn-
grimmt og mannskepnan. Að fólk
skuli geta misþyrmt börnunum
sínum og selt syni og dætur í
ánauð og vændi er Víkverja ill-
skiljanlegt. í Morgunblaðinu síð-
astliðinn föstudag var greint frá
því að filippeyskar konur séu seld-
ar í vændi eða hjónaband fyrir 200
til 350 þúsund krónur hver. Fórn-
arlömbin eru seld í vændishús í
Suður-Asíu og Austur- og Mið-
Evrópu og hjónabönd í arabaríkj-
unum, Bandaríkjunum og Þýzka-
landi. Mikil er lágkúra mann-
skepnunnar.
Mikið er fjallað um ofbeldi gegn
bömum um þessar mundir og virð-
ist full ástæða til. Fram hefur komið
að börn hér á landi hafi látizt eftir
misþyrmingar foreldra sinna og
mörg böm bera þess merki, líkam-
leg og andleg, alla sína ævi að þeim
hafi verið misþyrmt af foreldmm
sínum. Þeir, sem kynnt hafa þessar
hryllilegu staðreyndir í fjölmiðlum
að undanfömu, hafa lagt á það
áherzlu að fólki sitji ekki aðgerðar-
laust hjá, verði það á einhvem hátt
þess áskynja að börnum sé mis-
þyrmt. Víkverji tekur undir það.
Við verðum að vera á verði gegn
villimennsku af þessu tagi.
XXX
BANDARÍKJAFORSETI hefur
hvatt til aðgerða gegn ofbeldi í
þvísa landi og er ekki vanþörf á eins
og nýleg dæmi um morð í skólum
sanna. Leitað hefur verið orsaka
vaxandi ofbeldis að undanförnu og
beinast spjótin mjög að kvikmynd-
um, einkum bandarískum, og tölvu-
leikjum, sem byggjast á því að
drepa til að halda lífi. Víkverji er
sannfærður um að þama sé or-
sakanna að einhverju leyti að leita.
Sú mynd, sem birtist í mörgum
þessara kvikmynda, er fjarri öllum
raunveruleika og til þess eins fallin
að brengla vemleikaskyn ungling-
anna. Boðskapurinn er sá að sjálf-
sagt sé að beita ofbeldi af versta
tagi. Það sé jafnvel eina rétta leiðin
að settu marki.
Víkverji telur að þarna sé nauð-
synlegt að grípa í taumana. Ofbeldi
er smánarblettur á mannskepnunni.
Gera verður allt sem unnt er til að
má þann blett af. Ofbeldi í kvik-
myndum og tölvuleikjum er ekki
rétta leiðin til þess.
XXX
VÍKVERJA rak í rogastanz þeg-
ar hann sá fyrir nokkmm dög-
um auglýsingu um íslenzkan gos-
drykk eða orkudrykk. Auglýsingin
sýndi mikil slagsmál, að því er virtist
um unga stúlku. Sá, sem sturtaði í
sig umræddum orkudrykk, lúbarði
keppinautana og aulýgsingunni lauk
með myndskeiði af kyrrstæðum, am-
erískum bíl sem dúaði og var þannig
gefið í skyn að slagsmálahundurinn
væri nú að njóta ávaxtanna af of-
beldinu, sem nærðist á orkudrykkn-
um „góða“. Skilaboðin virtust aug-
ljós: Ef þú drekkur orkudrykkinn
getur þú lúbarið alla og náð þér í lag-
lega stelpu! Hvar endar þetta?