Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 68

Morgunblaðið - 01.06.1999, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ 'í 68 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 * d§* ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stórn st/iði Þjóðteikhússins: SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Fvrri svninq: BJARTUR — Landnámsmaður íslands Fös. 4/6 — fös. 11/6. Síðustu sýningar leikársins. Síðari svnina: ÁSTA SÓLLILJA - Lífsblómið 12. sýn. sun. 6/6 — fim. 10/6 — sun. 13/6. Síðustu sýningar leikársins. Gestasýning: KONUNGLEGI DANSKI BALLETTINN mið. 2/6 kl. 20.00. nokkur sæti laus og fim. 3/6 kl. 20.00. Aðeins þessar tvær sýningar. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney Lau. 5/6 — lau. 12/6. Síðustu sýningar leikársins. Sijnt á Litta sUiði kl. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Fim. 3/6 — lau. 5/6 — lau. 12/6. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á SmiðaóerkstœSi kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM - Arnmundur Backman Sýnt í Ólafsvík 2/6 kl. 20.30 — í Hnífsdal 4/6 og 5/6 kl. 20.30 — á Blönduósi 8/6 kl. 20.30 - í Ýdölum 9/6 kl. 20.30 - á Egilsstöðum 11/6 og 12/6 kl. 20.30. Sýnt i Loftkastala: RENT - Skuld — Jonathan Larson Rm. 3/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus — lau. 5/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus — fös. 11/6 miðnætursýning kl. 23.30 — lau. 12/6 kl. 20.30. Miðasalan er opln mánudaga—þrlðjudaga kl. 13—18, miðvikudaqa—sunnudaga kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. sun. 6/6 kl. 14 nokkur sæti laus sun. 13/5 kl. 14 Ósóttar pantanir seldar fyrír sýningu 5 30 30 30 Mðasda opn Iré 12-18 og tram að sýrtngi sýringardaga. OpU frá 11 fyrft’ hádetfsleachúsið HNETAN - drepfyndin geimsápa kl. 20.30. lau 5/6 HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 1200 Nýtt, 1000 eyjasósa mið 9/6 TÓNLEIKARÖÐ ©NÓ kl. 20.00 Caput flytur Örsögur eftir Hafliða Hallgnmsson þri 1/6 uppselt, mið 2/6 TILBOÐ TIL LEIKHÚSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Bonðapantanir í sfma 562 9700. fim. 3/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus, lau. 5/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus, fös. 11/6 kl. 23.30, lau. 12/6 kl. 20.30. Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga Miðapantanir allan sólarhringinn. Búrefiiisvörur Karin Herzog Silhouette Randalín ehf. v/ Kaupvang JOO Egilsstöðum sími 471 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði FÓLK í FRÉTTUM Hafler Trio hittir Pétur Gítarhljómar í tölvunni Morgunblaðið/Jón Svavarsson Andrew McKenzie og Pétur Hallgrímsson í Lhooq eru að vinna saman að plötu. Kristín Björk Krist- jánsdóttir leit inn í tölvuvæddan heim þeirra félaga. ANDREW McKenzie eða Hafler Trio eins og hann heitir í bransan- um og Pétur Hallgrímsson gítar- leikari Lhooq hafa verið að bralla saman nýjustu tækni og vísindi undanfama mánuði. Innan tveggja mánaða kemur út plata með brall- inu þeirra en ekki er enn víst í hvaða formi. Andrew, sem er snilldar tölvugúrú og starfar sem slíkur þegar hann er ekki að gera tónlist, segir að líklegt sé að platan komi út á netinu. Andrew kom fyrst til íslands fjyrir um fimm árum og hefur verið með annan fótinn hér síðan. Aður en hann stofnaði Hafler Trio með Chris Watson var hann m.a. í Cloek DVA, Cabaret Voltaire og eitthvað viðloðandi Psychic Tv. Undanfarin tíu ár hefur hann verið einsamall í Hafler Trio og haft sterk áhrif á Panasonickynslóð til- raunatónlistarfólks. Presley þeirra Litháa Auk samstarfsins við Pétur hef- ur Andrew undanfarið verið að endurhljóðblanda nokkur laga Stilluppsteypu, föndra við Hafler Trio-margmiðlunardisk, stjórna upptökum dönsku Ghanapopp- grúppunnar Joy Morgan, auk þess að undirbúa endurútgáfu á öllu efni Hafler Trio. Hann er nýkominn heim frá Litháen þar sem hann spilaði á tvennum tónleikum fyrir fullu húsi, enda hálfgerður Presley í augum Litháa. Hann nýtur slíkra vinsælda þar að um þessar mundir stendur yfír námskeið um Hafler Trio og plötumar hans í Compos- ers College í Vilnius sem er höfuð- borg Litháen. Annan júlí verður svo frumflutt í risastórri kirkju þar strengjaútsetning á einu laga Andrews eftir litháískt tónskáld. Hvernig skyldi hann hafa farið að því að verða svona mikið númer í Litháen? Litlar melódíur smjtígainn „Ég bara fór þangað og spilaði fyrir nokkrum árum,“ segir Andrew sem gerir gott betur en að sveifla sér í tökkunum á sviði. „Ég fékk nektardansmær til að dansa fyrir framan litskyggnur á meðan ég spilaði. Hún stóð sig mjög vel,“ segir Andrew um nýafstaðna tón- leika sína í Litháen. Hann virðist hafa fengið nóg af hefðbundnu tón- leikahaldi í gegnum tíðina því nú- orðið spilar hann yfirleitt ekki nema aðstæður séu algerlega að hans skapi og hann hefur efni á sérviskunni, því það er fullt af fólki tilbúið til að uppfylla óskir hans bara ef hann er til í að spila. „Það er búið að bóka mig í hella í Los Angeles þar sem við munum spila á Bandaríkjatúr Hafler Trio í júlí,“ segir Andrew. „Þessi tónlist á ör- ugglega eftir að njóta sín vel í því umhverfí," bætir Pétur við. Pétur skautar nú með gítarana milli Dip, Bikarmeistaranna, Lhooq og hljómsveitar Tenu Pal- mer auk þess að vera að bralla plötu með eigin efni sem hann býst við að hefja upptökur á um mán- aðamótin. En hvemig tónlist skyldi þetta vera sem hann og Andrew eru að búa til? „Kylie Minogue áhrifin heyrast ekki,“ glottir Pétur sem spilaði með poppsöngkonunni sætu þegar hann bjó í London fyrir tveimur árum. „Öll hljóðin sem við notum eru úr gíturunum hjá Pétri, bæði kjöltustáli og rafmagnsgítar. Ég tek svo hljóðin og vinn með þau í tölvunni," segir Andrew. - Erþetta melódískt? „Yfírleitt ekki, en það smjúga jú stundum inn litlar melódíur,“ segir Pétur. „En það er enginn taktur nema þá mjög hægur ef hann er. Platan verður hrá og ekld mikið föndrað við hana í tölvunni eftir að hún er tilbúin,“ bætir Andrew við. Það má sem sagt búast við ein- hverju hressandi frá strákunum með skallana á næstunni. Þeir kunna þetta. BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson /Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Rushmore ickir Mistæk, undarleg en oftast fyndin og frumleg mynd um allsérstæðan nemanda í ástar- og tilvistarkreppu. Bill Murray og nýliðinn Jason Schwartzman eru stórskemmtilegir. Message In a Bottle ick Ótrúverðug klútamynd, tilgerðar- legt og vont, yfirmáta dramatískt handrit vefst fyrir leikurunum. Paul Newman stendur upp úr. One True Thing krkk Endurskoðun þeirrar ímyndar sem við búum til af foreldrum okkar í bemsku og endist flestum til ævi- loka. Simon Birch irkk Ágætismynd um þroskasögu tveggja persóna. Mulan ickk'h Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. KRINGLUBÍÓ Belly ★ Líf og örlög blakkra dópkrimma, undir rapptónlist, endar í gamla viU undarboðskapnum. Ómerkilegt og auðgleymt. True Crime kick Eastwood í fínu formi sem blaða- maður í leit að sannleikanum. Góð afþreying. Permanent Midnight ickk Raunsæ og skemmtileg lýsing á eit- urlyfjafíkli, byggð á sannri sögu handritahöfundar í Hollywood. Ben Stiller sannar endanlega að hann er frábær leikari. Jack Frost ick'h Skemmtileg mynd um Kalla sem huggar sig við lifandi snjókarl eftir að pabbi hans deyr. Pöddulíf irkk Ágætlega heppnuð tölvuteiknimynd frá höfundum Leikfangasögu; fjörug, litrík og skemmtileg. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA She’s all thatirk Varsity Blues krk'h Unglingamynd um sveitalúða í hornaboltaliði með góðan og hollan boðskap. John Voight er óhuggu- lega ógeðfelldur. Jóki björn krk Jóki björn og Búbú lenda í ævintýr- um er þau bjarga Sindí úr vonda sirkusinum. 8MM kkk Nicolas Cage leikur venjulegan einkaspæjara sem kemst í óvenju- legri og óhugnanlegri sóðamál en hann óraði fyrir. Ljót og hráslaga- leg en ekki móralslaus og spenn- andi. Payback krkk Ágætlega vel heppnuð endurgerð Point Blank, með sama groddayfir- bragðinu, en meiri húmor. Toppaf- þreying. Mighty Joe Youngkk Ágætlega unnin en ófrumleg og gamaldags kvikmynd um vináttu apa og stúlku. Babe: Pig In the City krk Afturfór í flesta staði frá fyrri myndinni að öpunum undanskild- um. Tölvuvinnan fín. Pöddulíf krkk Ágætlega heppnuð tölvuteiknimynd frá höfundum Leikfangasögu; fjörug, litrík og skemmtileg. HÁSKÓLABÍÓ Ég heiti Joekick Raunsæ, falleg og áhrifarfk kvik- mynd um alkann Joe sem vill breyta lífí sínu. Ken Loach klikkar ekki, og Peter Mullan er frábær í aðalhlutverkinu. Gamlárskvöld 1981 k Hópur af fólki stefnir í partí á gamlárskvöld. Er það aumur gleð- skapur með leiðindakrákum. Náttúruöflin k Mislukkuð gamanmynd um leiðin- legar persónur á löngu ferðalagi. Arlington Road kick Ágætlega gerður spennutryllir um hugsanlega hryðjuverkamenn í næsta nágrenni. Jeff Bridges og Tim Robbins eru góðir. Deep end Of the Ocean krk Ágætlega unnin kvikmynd með fín- um leikurum. Er þó full tíðindalítil og fyrirsjáanleg. Ágætis kennslu- stund í tillitssemi. Fávitarnir krkk'/s Sláandi kvikmynd von Triers um ungt fólk sem leikur sig vangefið, sem er í raun um það að þora að vera maður sjálfur. Ferskleikinn, hugdirfskan, næmið og dýptin skilja mann agndofa eftir. Að vekja Ned kick Skínandi skemmtileg og vel leikin írsk mynd um mannlega bresti í broslegu Ijósi. Firna vel leikin. LAUGARÁSBÍÓ Grín í beinni ickk Satíra um (ó)menningu sjónvarps- gláps og -framleiðslu. Gerist reynd- ar rómantísk gamanmynd. Fín, vel leikin skemmtun. At First Sight krk Grafalvarlegt umfjöllunarefni tekið hálfgerðum vettlingatökum. Á góð- an sprett um miðbikið og leikararn- ir standa sig sómasamlega. Free Money k Aulafyndni á það lágu plani að hún verður óvænt þolanleg, jafnvel stöku sinnum brosleg. REGNBOGINN She’s all thatick Býsna sæt og fyndin unglingamynd, en full brokkótt og fyrirsjáanleg. Taktu lagið, Lóa ickk I alla staði fagmannleg og vel heppnuð kvikmyndagerð leiksviðs- verksins. Tragikómísk og leiftrandi vel leikin. Facultykk Nokkuð lunkinn gamanhrollur sem bæði stælir og tekur til fyrirmyndar Invasion Of the Body Snatchers. STJÖRNUBÍÓ Who Am I? irk Vondur leikur, undurfurðulegt plott, góð hasar- og áhættuatriði. 8MM kkk Nicolas Cage leikur venjulegan einkaspæjara sem kemst í óvenju- legri og óhugnanlegri sóðamál en hann óraði fyrir. Ljót og hráslaga- leg en ekki móralslaus og spenn- andi. Airbud: Golden Retriever ick Bætir litlu við fyrri myndina, en hentar vel smáfólkinu með mein- leysislegum góðvilja í garð besta vinar mannsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.