Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus FALLEGASTI bíllinn að mati áhorfenda, Ford Thunderbird 1955. Fornbílasýning í Laugardalshöll í TILEFNI af 95 ára afmæli bfls- ins á íslandi, hélt Fornbflaklúbb- ur íslands bflasýningu í Laugar- dalshöll um nýliðna helgi. Þar kenndi ýmissa grasa og var hver bfllinn öðrum glæsilegri. Áhorf- endur áttu kost á að velja falleg- asta bflinn og komu án efa marg- ir til greina. Sigurvegarinn varð Ford Thunderbird, árgerð 1956, en í öðru sæti lenti CadiIIac frá 1955. Athyglisverðasti sýningar- gripurinn var Ford Skyiiner frá árinu 1957, en hann er með fell- anlegu stálþaki. I öðru sæti á eft- ir honum kom svo forseta- Packardinn, árgerð 1942, en nú er verið að gera hann upp. Innbrotaalda var á Akranesi um helgina Þjófarnir eltir upp til fjalla INNBROTAALDA reið yfir Akra- nes aðfaranótt laugardags, að sögn lögreglu, en brotist var inn í heimahús, vélsmiðju, verkfæra- geymslu, 6-7 bíla og fyrirtækisbíl stolið. Að sögn lögreglu voru þrír menn viðriðnir málið, og voru þeir handteknir á laugardeginum og hafa verið úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald. Þjófamir brutust inn í íbúðarhús og stálu þaðan skartgripum og fjármunum á meðan íbúamir sváfu. Þá bmtust þeir inn í 6 til 7 bíla og stálu úr þeim útvarpstækj- um og öðm verðmætu. Ekki létu þjófamir þar við sitja heldur bmtust þeir inn í vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar og stálu þaðan nýrri tölvu, prentara, símum o.fl. Þá stálu þeir fyrirtækisbflnum, sem var fullur af verkfæmm, en hann fannst síðan á laugardeginum i Svínadal í grennd við sumarbú- stað, sem þeir höfðu brotist inn í. Granur leikur á að þeir hafi einnig brotist inn í verkfæra- geymslu Hvalfjarðarstranda- hrepps og stolið þaðan verkfæmm, m.a. rafstöð, loftpressu o.fl., en þýfið fannst í fyrirtækisbílnum í Svínadal. Akranes- og Borgameslögregla handtók tvo mannanna í Svínadal, en þurfti að elta þá upp til fjalla, þangað sem þeir höfðu flúið. Þriðji maðurinn hafði verið handtekinn á Akranesi nálægt brotavettvangi um morguninn. Að sögn lögreglu er ekki búið að finna allt þýfið, en mennimir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Forstjóri Baugs um kaupin á 10-11 Ekki áhyggjur af riftun EKKI varð af fundi fulltrúa Baugs og Samkeppnisstofnunar í gær vegna kaupa fyrirtækisins á versl- anakeðjunni 10-11 og verður fund- urinn haldinn fyrir hádegi í dag, en Samkeppnisstofnun hefur kallað eftir upplýsingum um kaupin. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að Samkeppnis- stofnun rifti kaupum Baugs á versl- anakeðjunni. Jón Ásgeir segir að þeir telji að samkeppnisstaða Baugs breytist ekkert við kaupin á 10-11. Baugur hafi haft markaðsráðandi stöðu fyrir kaupin á 10-11 og hefði það einnig eftir kaupin. Að auki myndi Baugur selja verslanir, sem myndi minnka markaðshlutdeidina á móti, þannig að breytingin væri ekki svo mikil. „Við erum bara að upplýsa Sam- keppnisstofnun um stöðu mála. Það er mjög eðlilegt og það höfum við gert áður,“ sagði Jón Ásgeir. Lykilatriði til að ná fram meiri hagræðingu Hann sagði að þeir hefðu bent á það að með því að vera með 10-11 innan sinna vébanda næðu þeir rétt þeirri stærð á innkaupasviðinu sem þeir þyrftu til þess að ná fram auk- inni hagræðingu í matvöminnkaup- um, þ.e.a.s. að kaupa vörana milli- liðalaust til landsins, sem þeir teldu lykilatriði til að ná fram meiri hag- ræðingu í þessari grein. „Við teljum að við megum ekki missa það afl sem 10-11 hefur gefið okkur til að ná þessu fram,“ sagði Jón Ásgeir ennfremur. Fjórir meiddir eftir árekstur HARÐUR árekstur varð með tveim bifreiðum á Suðurlandsvegi rétt vestan við Hellu á sunnudag þegar lítil fólksbifreið hafnaði aftan á kerra, sem dregin var af jeppa. Einn farþegi var í hvorri bifreið og þurftu þeir ásamt ökumönnunum að leita sér læknisaðstoðar vegna hálsmeiðsla. Fólksbifreiðin var óökufær eftir áreksturinn en nokkrar skemmdir urðu á jeppan- um þar sem dráttarbeisli kerrann- ar olli skemmdum á honum er það gekk inn undir hann við höggið. Þjónusta númer eitt! Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Niíryie-r ciff ( nofv?vm t>(h>m! Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 Til sölu Nissan Patrol Diesel SLX, árgerð 1996. Ekinn 72.000 km. 33 tommu dekk. Ásett verð kr. 2.700.000. Nánari upplýs. hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5500. www.bilathmcj.is • www.bilathinq.is • www.bilathinq.is Skipta með sér formennsku í fastanefndum þingsins Sjálfstæðismenn stýra 8 og framsóknarmenn 4 Stjórnarandstaðan fær ekki formennsku nefnda ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks völdu formannsefni flokkanna fyrir fastanefndum Alþingis á fundum í gær. Skv. samkomulagi stjórnar- flokkanna fá sjálfstæðismenn for- mennsku í átta nefndum og fram- sóknarmenn í fjóram. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að stjórnar- andstaðan fái formennsku í nefnd- um þingsins en fulltrúar stjórnar- andstöðunnar stýrðu þremur nefndum á seinasta kjörtímabili. Kosið verður í fastanefndir Al- þingis á morgun, miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum Sigríð- ar Önnu Þórðardóttur, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var sú tillaga samþykkt á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna í gær að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir verði formannsefni flokksins í allsherjarnefnd, Vil- hjálmur Egilsson í efnahags- og viðskiptanefnd, Arnbjörg Sveins- dóttir í félagsmálanefnd, Hjálmar Jónsson í landbúnaðarnefnd, Sig- ríður Anna Þórðardóttir í mennta- málanefnd, Árni Johnsen í sam- göngunefnd, Tómas Ingi Olrich í utanríkisnefnd og Einar K. Guð- finnsson í sjávarútvegsnefnd. Þau Vilhjálmur, Sigríður Anna og Tómas Ingi stýrðu sömu nefndum á seinasta þingi en önnur for- mannsefni eru ný. Þá var Einar Oddur Kristjánsson tilnefndur í embætti varaformanns fjárlaga- nefndar og Guðjón Guðmundsson í embætti varaforseta Alþingis. Á þingflokksfundinum í gær var Ein- ar K. Guðfinnsson kjörinn varafor- maður þingflokksins og Ásta Möll- er ritari. Valgerður endurskoðar hug sinn Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins skipuðust mál þannig að Jón Kristjánsson verður for- mannsefni í fjárlaganefnd, Hjálm- ar Árnason í iðnaðarnefnd, Ölafur Öm Haraldsson í umhverfisnefnd og Valgerður Sverrisdóttir í heil- brigðis- og trygginganefnd. í for- sætisnefnd verður ísólfur Gylfi Pálmason. Valgerður og Hjálmar era nýir nefndaformenn. Þá verð- ur Kristinn H. Gunnarsson for- maður þingflokksins og með- stjórnendur eru Jón Kristjánsson og Hjálmar Ámason. Valgerður Sverrisdóttir sagðist hafa endurskoðað hug sinn varð- andi embætti þingflokksformanns en þegar tilkynnt var um val flokksins á ráðherram var gengið út frá því að hún yrði áfram for- maður þingflokksins og látið að þvi liggja að hún tæki síðar við ráð- herraembætti. „Fyrsta hugmyndin var sú að ég yrði áfram formaður þingflokksins, en þegar ég fór að hugsa málið betur sá ég að það var skynsamlegra að hætta nú með nýju kjörtímabili." Valgerður kvaðst ekki vilja svara því hvort þessi ákvörðun þýddi að koma myndi að þvi fyrr en seinna að hún tæki við embætti ráðherra, það yrði að koma í ljós. Steingrímur J. Sigfússon Harma þessa ákvörðun „MÉR fannst það virðingarverð viðleitni til þess að efla sjálfstæði þingsins og harma því þessa ákvörðun nú,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar - Græns framboðs, er hann var spurð- ur um þá afstöðu stjómarflokkanna að enginn úr stjórnarandstöðu gegndi formannsembætti í nefndum Alþingis. „Það styrkir þingið og er til þess fallið að efla sjálf- stæði þess að sýna að ekki þyrfti allt að ráðast af meirihluta og minnihluta þegar verkum væri skipt. Ég harma þetta sem ákveðið afturhvarf til eldri tíma og fráhvarf frá því að líta á þingið sem sjálfstæða stofn- un,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst líka harma hvemig að þessari ákvörð- un er staðið. „Mér finnst leiðinlegt að stjómarflokk- amir skuli ekki hafa fyrir því að tilkynna stjómarand- stöðunni þessa ákvörðun eða ræða hana við okkur áður en hún kemur í fjölmiðlum. Þetta er svipað framsetn- ingunni á því þegar þjóðinni var tilkynnt að ónefndur maður yrði forseti Alþingis, sem ég hélt að þingið ætti sjálft að kjósa sér. Það hefði í það minnsta verið skemmtilegra að segja að um þetta yrði gerð tillaga. Þetta er kannski ekki stórmál en mér finnst þetta ekki nógu góð byrjun á þessum samskiptum.“ Margrét Frímannsdóttir Finnst þetta frekar afturför „MÉR fannst það framfaraskref á síðasta þingi og af hinu góða að stjórnarandstaðan hafði formennsku í þremur nefndum og því finnst mér það frekar afturfór nú að svo skuli ekki vera lengur," sagði Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hún var innt álits á þvi að ekki væri gert ráð fyrir að fulltrúar stjórnarandstöð- unnar sætu sem formenn nefnda Alþingis. „En þessi ákvörðun kemur mér ekki á óvart miðað við það hvemig stjórnarhættir stjómarflokkanna hafa verið og mér fannst ég stundum greina óþolinmæði frá þeim vegna þessa fyrirkomulags á síðasta þingi,“ sagði Mar- grét ennfremur. Hún sagði að sér virtist sem verið væn að hygla á vissan hátt þeim þingmönnum sem ekki kæmust að sem ráðherrar eða forsetar þingsins. „Þetta lítur nú þannig út að hver einasti þingmaður Framsókn- arilokksins hafí einhver aukalaun, annaðhvort fyrir þing- formennsku, þingflokksformennsku eða setu í forsætis- nefnd. Það verður fróðlegt að sjá hveraig skipast af þeirra hálfu í þær nefndir og ráð utan þingsins sem eru launuð," sagði hún ennfremur. „Ég hefði viljað sjá stjórnarandstöðuna fá formennsku í þremur nefndum eins og síðast, mér fannst það gefast vel, þeir sem sinntu formennskunni gerðu það mjög vel og hvergi bar skugga á að mínu viti. Það hefðu verið eðli- leg vinnubrögð að halda þessu áfram.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.