Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ er vissara að binda tvo hnúta, góða, það er alltaf svolítið sprikl í þeim til að byrja með.
Laxinn dreifður í Kjarrá
AÐ minnsta kosti fimm laxar
voru komnir á land úr Kjarrá á
hádeg'i í gær að sögn Jóns Ólafs-
sonar, eins leigutaka árinnar, en
áin var opnuð í gærmorgun.
„Þetta veiddist bæði fyrir ofan
og neðan hús og mjög dreift.
Veiðistaðir sem ég heyrði nefnda
voru t.d. Selsstrengir, M84 og
Grænhylur. Það fréttist ekki af
þeim sem fóru efst f ána fyrr en í
kvöld,“ sagði Jón.
Veiði hefur verið afar góð í
Blöndu sem var opnuð til veiða á
laugardagsmorgun. Þá veiddust
18 stórlaxar og sjö til viðbótar á
síðdegisvaktinni. Á sunnudaginn
veiddust sfðan 18 laxar að sögn
Karls Fr. Magnússonar, eins
leigutaka árinnar og voru þá
komnir 43 laxar á Iand. Karl
hafði ekki haft spurnir af mönn-
JÓN Ólafsson með 20 punda
hænginn úr Kirkjustreng í Þverá.
um við ána í gærmorgun, en
sagði líkurnar á góðri veiði
þeirra góðar, því mikið virtist
vera af laxi á ferðinni. „Það er
MorgunblaðiVJón Sigurðsson
JÓN Marteinn Jónsson með 16
punda lax úr Blöndu.
vert að geta þess, að þó áin sé
vatnsmikil þá veiddust tíu laxar á
flugu á Iaugardaginn,“ bætti
Karl við.
Full búð af nýjum vörum
Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn,
Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn.
Tilbúnir felldir stofutaukappar
frá kr. 1.790 metrinn.
Nýkomið mikið úrval af vaxdúkum.
Einnig undirlagsdúkur í metratali.
Z-brautir & gluggatjöld,
Faxafeni 14,
símar 533 5333/533 5334.
Ráðstefna um geymslu matvæla
Kæling
og frysting
Föstudaginn nk.
verður haldin í
Reykjavík ráð-
stefna um rannsóknir á
kælingu og frystingu á
matvælum. Ráðstefna
þessi er haldin á vegum
FLEIR FLOW EUR-
OPE, sem miðlar upplýs-
ingum um matvælarann-
sóknir sem fram fara
íyrir tilstilli Evrópusam-
bandsins. Á ráðstefhunni
hér, sem haldin er á
Hótel Loftleiðum, tala
þrír vísindamenn frá
Evrópu. Guðjón Þorkels-
son hefur tekið þátt í að
undirbúa þessa ráð-
stefnu. Hann var spurð-
ur hvort þama kæmu
fram einhverja nýjungar
í geymslu á matvælum?
„Þama verður fjallað um allt ►Guðjón Þorkelsson er fæddur
Guðjón Þorkelsson
það nýjasta sem er að gerst í
sambandi við pökkun, geymslu
og dreifingu á kældum matvæl-
um. Sérstaklega er fjallað um
framleiðslu á tilbúnum matvæl-
um. Ráðstefna þessi er sérstak-
lega ætluð matvælafyrirtækjum
og framsetning á ráðstefnunni
verður miðuð við það.“
- Hafa orðið miklar framfarir í
kælingu matvæla á síðari árum?
„Já, það hafa orðið framfarir í
tækjabúnaði, en ekki síður í
þekkingu á þeim breytingum
sem verða á matvælum við
geymslu í kulda. Hætta er til
dæmis á að ef ekki er staðið rétt
að málum þá rými frosin mat-
væli og bragðgæði þeirra minnki
í geymslunni. Þar fyrir utan
kemur stundum fyrir að matvæli
skemmist í geymslu og það hef-
ur stundum valdið milljóna tjóni.
Rýmun er stórmál fyrir þau fyr-
irtæki sem selja frosin matvæli,
ef varan léttist til muna minnkar
ágóði fyrirtækisins. Ef bragð-
gæðin minnka þá vifja neytend-
ur ekki kaupa vömna.“
- Er hætt við að matvæli verði
eitruð í kælingu eða frosti?
„Mörg þessara matvæla sem
koma kæld í verslanir em
svokölluð viðkvæm matvæh, sér-
staklega tilbúnir réttir. Allt
gæðaeftirlit með þeim miðast
við að tryggja öryggi þeirra, að
þau skemmist ekki. Til þess þarf
að standa rétt að verki á öllum
stigum framleiðslunnar. Þar á
ég við hitun matarins í verk-
smiðjunum og kælingu þeirra í
dreifingu og sölu. Þriðja atriðið
er að umbúðir umræddra mat-
væla séu það góðar að ekki sé
hætta á að þau mengist af um-
hverfi sínu og til komi svokölluð
krossmengun. Hins vegar er
sáralítil hætta á að frosin mat-
væli verðir hættuleg vegna ör-
veimskemmda.“
- Hvað ætla útlendingarnir
þrír að tala um á ráðstefnunni á
föstudag?
„Sá fyrsti þeirra heitir Ronan
Gormley frá Natíonal
Food Centre í Dublin
í írlandi, hann mun
fjalla um kæld mat-
væli, gæði þeirra og
öryggi, og niðurstöð-
ur rannsókna á þeim í Evrópu
síðustu árin. Sá næsti heitir Cris
Kennedy frá háskólanum í
Leeds, hann fjallar um hvemig
eigi að frysta og pakka matvæl-
um til þess að ná sem mestum
og bestum gæðum. Sá þriðji,
sem er Dani og heitir Leif Bogh-
29. júlí 1953 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjömina 1973,
BS-prófi í líffræði frá Háskóla
íslands 1977 og mastersprófi
frá háskólanum í Leeds 1981 í
matvælafræði. Hann hefúr
starfað á Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og verið í
hlutastarfi við matyæla-
fræðiskor Háskóla íslands og
er nú sérfræðingur á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins.
Hann er kvæntur Helgu Sigur-
mundsdóttur sérkennara og
eiga þau þijá syni.
Áfram
í fremstu
röð
Sorensen, fjallar um hvaða áhrif
röng skilyrði hafa á geymsluþol
frosinna matvæla. Allir þessir
menn hafa mikla reynslu og hafa
skrifað kennslubækur um fræði
sín og hafa af miklu að miðla.
Það er einstakt tækifæri að fá
þá alla hingað saman einn eftir-
miðdag til þess að hlusta á þá og
fá að skiptast á skoðunum við
þá.“
- Eru Islendingar framarlega
íþessum fræðum?
- Já, við höfum lifað meira og
minna á frosnum matvælum og
höfum alltaf verið í fremstu röð
við að tileinka okkur nýjustu
tækni á þessu sviði. Við höfum
líka tekið þátt í fjölda verkefna
sem tengjast gæðum og öryggi
kældra og frosinna matvæla og
við höfum verið þátttakendur í
sumum þeirra Evrópuverkefna
sem sagt verður frá á fundinum.
Þessi Evrópusamvinna hefur
opnað margar leiðir til þess að
tengjast vísindamönnum í öðr-
um löndum Evrópu. Islenskir
vísindamenn hafa notíð góðs af
þessari samvinnu og hafa sjálfir
lagt margt af mörkum til henn-
ar. Okkar sérstaða er sú að
vegna smæðar hafa framleið-
endur náin tengsl við vísinda-
menn sem em að rannsaka þessi
mál.“
- Skiptir efhi ráðstefhunnar
miklu máli fyrir íslenskan mat-
vælaiðnað?
„Já, bæði fyrir fyr-
irtæki sem em að
framleiða fyrir innan-
_____ landsmarkað og til
útflutnings. Fram-
leiðsla og neysla á tilbúnum
réttum, bæði kældum og frosn-
um, er að aukast mjög mikið og
íslensk fyrirtæki verða að fylgj-
ast mjög vel með því sem er að
gerast í rannsóknum á þessu
sviði til að vera áfram í fremstu
röð á þessum vettvangi."