Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 20

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIE Laurence J. Kotlikoff, prófessor í hagfræði við Boston University, er einn upphafsmanna kynslóðareikninga. Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við hann um byrðar sem velt er yfír á kynslóðir framtíðarinnar. „Ungt fólk verður beinum skaða“ Niðurstöður kynslóðareikn- inga í nokkrum iöndum Nauðsynleg aukning (- lækkun) tekju- skatta í % til að ná kynslóðajafnvægi 175,7 74,0 64,0 „ÞESSI nýja aðferð við mat á fjár- málum hins opinbera, sem nefnist kynslóðareikningar (á ensku „generational accounting"), geng- ur í stuttu máli út á að öðlast skiln- ing á því, hver muni greiða fyrir útgjöld hins opinbera. Einhver, annaðhvort við sjálf, börnin okkar eða barnabörn munu á endanum þurfa að greiða kostnað við rekst- ur ríkisins, og þessi aðferðafræði metur hver muni borga brúsann miðað við núverandi stefnu stjórn- valda.“ Þetta segir Laurence J. Kotlikoff, prófessor í hagfræði við Boston University í Bandaríkjunum og einn upphafsmanna kynslóðareikninga, en hann var einn fyrirlesara á af- mælisráðstefnu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands, sem haldin var um efnahagsstefnu smárra opinna hag- kerfa á tímum alþjóðavæðingar, og fjallaði hann um niðurstöður kyn- slóðareikninga víðsvegar um heim í fyrirlestri sínum. Laurence Kotlikoff útskýrir að kynslóðareikningum tengist hug- takið kynslóðajafnvægi. Samkvæmt hans skilningi gengur kynslóðajafn- vægi út á að sérhver kynslóð greiði sama hlutfall tekna sinna til hins opinbera. í mörgum löndum og þar á meðal Bandaríkjunum sé fyrirsjá- anlegt að nettó skattahlutfall fram- tíðarkynslóða muni verða töluvert miklu hærra en það er í dag. „Þetta er í mínum huga óréttlátt,“ segir Kotlikoff. Þú hefur rætt um „fjárhagslega misnotkun“ á börnum okkar. Get- urðu útskýrt það? „Stjómvöld í Bandaríkjunum og í nokkrum öðrum löndum hafa verið að færa æ stærri fjárhæðir til eldri kynslóða frá hinum yngri. Þetta leiðir til þess að yngra fólk mun þurfa að bera mjög háa skatta í framtíðinni. Þetta skaðar einnig efnahagslíflð því að yngra fólk eðli málsins samkvæmt sparar meira á meðan eldra fólk eyðir. Með því er þjóðhagslegur spamaður minni og fjárfestingar einnig. Fjárfestingar vísa til þess hve mikið þarf af fram- leiðslutækjum í efnahagslífinu, og með því að draga úr fjárfestingum er dregið úr hækkun raunlauna hjá Argentína Brasilía Frakkland Austurríki Japan Hnnland Spánn Svíþjóð Þýskaland Ítalía Bandaríkin Holland Portúgal Belgía Noregur Bretland Ástralía ísland Danmörk Kanada -0,8 -4,1 55,6 013,3 _ s” R| □8,° 1 'n r„s71 I Nýja Sjáland írland Taíland Útgiöld til menntamála eru meöhöndluö sem tilfærslur frá hinu opinbera, dreift niöur á aldursflokka, en ekki sem útgjöld ríkisins Morgunblaðið/Þorkell LAURENCE J. Kotlikoff: Ef þú segir manneskju að þú sért með stjómarstefnu sem muni hjálpa henni en jafnframt koma sér illa fyrir börnin hennar eða barnaböm fjárhagslega, þá býst ég við að þessi persóna myndi hafna slíkri stefnu. Sfjórnmálamenn hafa komist upp með að tala ekki um óæskilegar hliðar þeirrar stefnu sem þeir reka, en tala aðeins um þægilegu hliðarnar. sjóðs, sem eru hagfræðilega merk- ingarlausar að mínu viti. Ef þú spyrð eldri manneskju hverra hag hún ber mest fyrir brjósti, þá er svarið oftast „börnin" eða „barnabörnin“. Ef þú segir þessari manneskju að þú sért með stjórnarstefnu sem muni hjálpa henni en jafnframt koma sér illa fyrir börnin hennar eða barnaböm, þá býst ég við að þessi persóna myndi segja að hún vilji ekki slíka stefnu. Eg held að stjómmála- ungu fólki. Ungt fólk verður því fyr- ir beinum skaða við síhækkandi skatta, og við sköðum efnahagslífið óbeint með þessari „fjárhagslegu misnotkun“. Ekki talað um hagsmuni barnanna Er hægt að segja að það ójafn- vægi sem kynslóðareikningar leiða í ljós sums staðar sé til komið vegna sa mkeppni stjómmálamanna um hylli kjósenda, þar sem boðin séu bestu lífskjörin í samfélaginu næsta kjörtímabilið, en kynslóðir framtíð- arinnar hafi ekki rödd sem heyrist og því engin pólitísk áhrif til að gæta sinna hagsmuna? „Einmitt. Börn framtíðarinnar, sem koma til með að greiða skuldir ríkisins sem verða til í dag, hafa enn ekki fæðst. Og jafnvel böm sem em þegar fædd hafa ekki rödd sem hlustað er á, auk þess sem þau gera sér ekki grein fyrir því sem er að gerast. Stjómmálamennimir em ekki hreinskilnir við hina eldri sem era foreldrar, afar og ömmur. Með kyn- slóðareikningum er reynt að knýja stjórnmálamennina til hreinskilni, því við getum ekki stungið höfðinu í sandinn; það emm annaðhvort við sem greiðum reikninga hins opin- bera í dag, eða að bömin okkar þurfa að greiða þá. Þess vegna fá kynslóðareikningar nú aukinn hljómgmnn um allan heim, og að stóram hluta meðal op- inberra stofnana. En það verkefni er enn eftir á mörgum stöðum að fá stjórnmálamenn til að veita þessu athygli. Þeir era enn margir hverjir fastir í þessum hefðbundnu aðferð- um til að meta fjármál ríkisins, með áherslu á halla eða afgang ríkis- Gylfi Magnússon, sérfræðing- ur hjá Hagfræðistofnun HÍ Líklega jafnvægi í fjármálum hins opinbera V Windows, Word og Excel V Windows 95/98 V Outlook, tímareiöa og póstur V Word ritvinnsla V Word fyrir lengra komna V Excel töflureiknirinn V Excel framhaldsnámskeiö V PowerPoint glærugerö V Internetiö V Vefsíöugerö V Access gagnagrunnurinn V Vefsíöugerö fyrir kennara V Námsefnisgerö fyrir kennara V Netumsjón í skólum V Námskeiö fyrir 9-15 ára I V Námskeiö fyrir 9-15 ára II V Windows NT netumsjón V Fjarnám Námskeið í allt sumar! Tölvunámskeið Itarlegar upplýsingar á vefnum 77 námskeið í boði á tímabilinu júní til ágúst (sjá lista til hliðar). http://www.tv.is/skoli/ Tilboð og fréttir í Netklúbbi TV Skráðu þig í netklúbbinn okkar og fáðu send reglulega tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. http://www.tv.is/netklubbur/ Yftr 3000 manns sóttu námskeið hjá okkur 1998 Námskeiðspunktar veita aukinn afslátt 30 daga símaþjónusta innifalin Góð staðsetning næg bflastæði Skiptistöð strætisvagna rétt hjá Höfum boðið námskeið fyrir böm og unglinga í 11 ár, lengur en nokkur annar Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 • Reykjavík • sími 520 9000 m £ jsj' £ £ TALAN 8%, sem birt- ist fyrir Island í töflu yfir kynslóðareikn- inga, er meðaltalstala fyrir árin 1994-1996 og sýnir að tekjuskatt- ar hefðu þurft að vera 8% hærri til að jafn- vægi væri á fjármálum opinberra aðila hér á landi gagnvart kyn- slóðum framtíðarinn- ar. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Islands, sem vann að kynslóða- reikningunum segir hins vegar að niður- Gylfi Magnússon staðan hafí ekki verið sú sama fyr- ir hvert áranna þriggja. „Við sáum að þróunin var sú að árið 1994 var talan talsvert hærri, 1995 var hún um það bil 8%, en ár- ið 1996 miðað við ástandið þá, að þá hefði hún verið neikvæð. Það hefði því mátt lækka tekjuskatta þá, og ég á von á því að það hafi snúist enn frekar í þá áttina á ár- unum 1997 og 1998,“ segir Gylfi Magnússon. Gylfi segir að á þessu séu ýmsar skýringar. íslendingar t.a.m. séu enn tiltölulega ungir og fijósemi sé mikil, þannig að það stefhi ekki f að vandi vegna skulda hins opin- bera verði jafn ískyggilegur hér eins og í sumum öðrum löndum. „Annað er að n'kisfjármálin eru ekki í svo slæmum skorðum hér á landi. Það er nokkum veginn jöfnuður á gjöldum og tekjum, og ekkert útlit fyrir að það stefni í óefni,“ segir Gylfi. Gylfi segir að mikl- ar fjárfestingar hafi verið í samgöngukerfi og öðmm grunnþátt- um samfélagsins, og séu líkur á að þær geti minnkað f framtíðinni þegar mestu þörfum í þeim efnum hafi verið fullnægt. Hann bætir einnig við að góðærið í efnahagsmálum hafi einnig sitt að segja, þar sem það hafi leitt til hærri skatttekna rfkisins og annarra opinberra aðila vegna aukinnar veltu í samfélaginu, án þess að skatthlutföll hafi verið hækkuð. Aðspurður segir Gylfi að staðan myndi vissulega breytast ef yrði samdráttur í efnahagslífinu. En þeir geri reyndar ráð fyrir 1,5% hagvexti til framtíðar í kyn- slóðareikningunum, þó slíkar spár séu alltaf erfiðleikum háðar, en það sé talsvert minna en sá 5% hagvöxtur sem verið hafi hér á undanfömum ámm. „Þetta er það sem við rákumst á þegar við fómm að gera þessa kynslóðareikninga fyrir Island, sem benti til þess að myndin fyrir Island væri bara nokkuð góð, mið- að við óbreytta stefnu,“ segir Gylfi Magnússon dósent.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.