Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNB L AÐIÐ ERLENT Kosningarnar á Indónesíu taldar hafa farið heiðarlega fram Otti um óeirðir reyndist ástæðulaus Reuters MEGAWATI Sukarnoputri greiðir atkvæði í gær. Jakarta, Dili á Austur-Tímor. Reuters, AP. KJÖRFUNDI á Indónesíu lauk í gær án þess að fregn- ir bærust af alvarlegum óeirðum, en ekki er búist við að endanleg úrslit í þingkosningunum liggi fyr- ir fyrr en í kvöld. Þetta voru íyrstu frjálsu kosning- amar í landinu í 44 ár. Full- trúar eins helsta stjómar- andstöðuflokksins segjast hafa unnið stórsigur. Kjörfundi lauk klukkan tvö síðdegis að staðartíma, eða klukkan sjö í gærmorg- un að íslenskum tíma. Ails vora um 130 milljónir á kjörskrá, og kosið var um 462 sæti af 500 á þinginu. Þrjátíu og átta sæti era frá- tekin fyrir fulltrúa hersins, og hafa fréttaskýrendur sagt líklegt að herinn muni ráða miklu um hver tekur við stj ómartaumunum. Astralskur ráðgjafi yfir- kjörstjómar, Ross Mackay, tjáði fréttastofu Reuters í gær að fyrstu tölur yrðu kunnar þá um kvöldið, en þær dygðu ekki til að gefa trúverðuga mynd af endan- legum niðurstöðum. Hverfandi stuðningur við Golkar Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að helstu stjómarand- stöðuflokkamir, Indónesíska lýð- ræðisflokksbaráttan (PDI-P) og Þjóðaramboðsflokkurinn (PAN), muni fá flest atkvæði, en stjómar- flokkurinn, Golkar, sem var flokkur fyrrverandi forseta, Suhartos, fái hverfandi stuðning kjósenda. Leiðtogi PDI-P er Megawati Sukamoputri, dóttir fyrrverandi leiðtoga landsins, Sukamos. Fulltrúi flokksins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að fyrstu tölur frá austustu héraðum landsins bentu til stórsigurs flokksins, allt að 70% atkvæða. Fréttaskýrendur sögðu fyrir kosningamar að flokkurinn yrði að lfldndum einn fárra flokka, af þeim 48 sem byðu fram, sem fengju um 10% atkvæða. Fulltrúi PAN sagði í gær að alltof snemmt væri að segja til um endan- leg úrslit, en kvaðst telja líklegt að flokkamir tveir hefðu mjög svipað fylgi- Staða indónesíska gjaldmiðilsins styrktist á mörkuðum í gær þegar í ljós kom að spár um miklar óeirðir á kjördag reyndust rangar. „Menn era ánægðir á kjörstöðum og kosning- amar virðast hafa farið heiðarlega fram, enn sem komið er,“ sagði Hartmut Schauerte, þýskur þing- maður og einn fulltrúa Evrópusam- bandsins er fylgdust með framgangi kosninganna. „Fólk hefur tekið þetta mjög al- varlega. Þetta hefur verið einna lík- ast helgiathöfn. Spumingin er sú hvort þessi von rætist,“ sagði Schauerte. Akib, 25 ára atvinnulaus íbúi í fá- tækrahverfi í Jakarta, sagði and- rúmsloftið lýðræðislegt og kvaðst bjartsýnn. Þegar hann var spurður hvem hann hefði kosið sagði hann: „Það er leyndarmál.“ Haft var eftir öðram kjós- anda að einhverjir hefðu boðið fólki að borga því 25 þúsund íúpíur ef það greiddi Golkar atkvæði. „En það höfnuðu allir því boði. Þótt ég sé skuldum vafinn og lífið sé erfitt hugsaði ég aldrei um peninga, heldur um frelsið. Samviska fólksins hér er ekki til sölu.“ Áhugaleysi á A-Tímor Kosningamar gengu vel fyrir sig á Austur-Tímor sem annars staðar, en fréttaskýrendur segja þó flesta íbúa héraðsins ekki mjög áhugasama um kosn- ingar til indónesíska þings- ins. Ibúamir hafi mun meiri áhuga á kosningunum sem fram fara 8. nóvember er þeir kjósa um sjálfstæði frá Indónesíu. Indónesía réðst inn í Austur-Tímor 1975 og lagði héraðið undir sig ári síðar. Sameinuðu þjóðimar, sem hafa ekki viðurkennt forráð Indónesa í héraðinu, munu standa að kosningunum í nóvember. Fréttaskýrendur segja lfldegt að sjáÍFstæðis- sinnar verði ofan á. Hlógu að Suharto Nágrannar Suhartos, fyrrverandi forseta, snera baki við honum í gær. Tæplega 300 íbúar í Menteng-hverfi efnafólks í Jakarta, þar sem Suharto og nokkur bama hans búa, greiddu flestir atkvæði með flokki Megawati, sem fékk um 33% atkvæða, en Golk- ar um 10%. Úrslitin voru gerð heyrinkunn að viðstöddu nokkra fjölmenni og að sögn fréttamanna fóru margir að hlæja er þau vora tilkynnt. Margir Indónesar hafa aldrei áður kosið í eiginlegum, frjálsum kosning- um. Niðurstöðum þeirra kosninga er haldnar hafa verið undanfarin 44 ár hefur verið stýrt til þess að tryggja að frambjóðendur Golkar næðu kjöri. „En ef Golkar sigrar núna þá fer allt á annan endann,“ sagði Muswantoro, 55 ára enskukennari í Jakarta, í samtali við AP. Hollenskur ráðherra segir af sér vegna eiturefnahneyksiis Fleiri lönd banna matvæli frá ESB Brussel, París, Prag, Sofia, Washington, Reuters. STÖÐUGT fleiri lönd hafa bannað innflutning á landbúnaðarafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins, vegna díoxín-mengunarinnar í mat- vælum sem uppvíst varð um í Belgíu fyrir rúmri viku. Landbúnaðarráð- herra Hollands, Hayo Apotheker, sagði af sér í gær vegna málsins, en hann hefur sætt mikilli gagnrýni eft- ir að í ljós kom að belgísk stjómvöld létu hann vita af vandanum 12. maí sl., án þess að hann hefðist nokkuð að til að koma í veg fyrir dreifingu mengaðra matvæla. Mörg lönd, þar á meðal Bandarík- in, stöðvuðu í síðustu viku innflutn- ing á matvælum frá Belgíu og öðr- um ríkjum Evrópusambandsins. Nú hafa Asíulönd einnig hvert af öðru stöðvað innflutning á landbúnaðar- afurðum frá Evrópu, þar á meðal Hong Kong, Malasía, Singapúr, Suður-Kórea og Tafland. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Saudí-Arabía, ísrael og Alsír bæst í hópinn, auk Búlgaríu, Kýpur og Tékklands í gær. Þúsund ramleiðendur Belgísk stjómvöld bönnuðu í gær sölu á innlendu smjöri, og hefur því enn fækkað þeim matvælategund- um sem Belgar geta lagt sér til munns. Ríkisstjómin sat á neyðar- fundi vegna málsins í gær, fjórða daginn í röð. Hundruð kjötkaup- manna og bakara hafa neyðst til að loka verslunum sínum, enda hefur öll sala á belgísku fuglakjöti, nauta- kjöti, svínakjöti og mjólkurvörum verið bönnuð, sem og sala á vörum sem innihalda þessi hráefni. Samtök matvælaframleiðenda í Belgíu telja að hneykslið hafi þegar kostað. framleiðendur um 40 milljarða ís- lenskra króna. Grunaðir látnir lausir Forsætisráðherra Belgíu, Jean- Luc Dehaene, staðfesti í gær að tala bóndabæja sem notað hefðu meng- að dýrafóður væri nokkuð yfir eitt þúsund. Vonast er til að nú, þegar ljóst er hvaða framleiðendur áttu í hlut, verði hægt að rekja slóð meng- aðra afurða frá þeim. Belgíska stjómin átti í gær viðræður við full- trúa framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins um hvort þessar upp- Ný staða æðsta yfirmanns utanríkis- og varnarmála hjá Evrópusambandinu Aðildarríki binda vonir við Javier Solana London, The Daily Telegraph. SKIPUN Javiers Solana, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), í nýja stöðu æðsta yfirmanns utanrflds- og vamarmála hjá Evrópusambandinu hefur vakið vonir um að staða sambandsins sem afls á alþjóðavettvangi styrkist. Bíð- ur Solanas það verkefni að sam- ræma stefnu ESB á sviði utanríkis- og vamarmála, og mun hann koma fram fyrir hönd sambandsins í sam- skiptum við önnur rfld. . I Maastricht-sáttmálanum er kveðið á um að Evrópusambandið hafi sameiginlega stefnu í utanrflds- og vamarmálum, en lítið hefur reynt á það hingað til. Þykir það hafa háð sambandinu að enginn fastur emb- ættismaður hefur komið fram sem fulltrúi þess í samskiptum við erlend ríki. Ekki hefur þótt ýkja traust- vekjandi að utanrfldsráðherrar smá- ríkja innan ESB fari með stjóm ut- anríkismála sambandsins, auk þess sem hlutverkin færast reglulega milli aðildarlanda. ESB fái aukið vægi Forystumönnum annarra ríkja hefur því ekki alltaf verið ljóst við hvem ætti að ræða í Brassel, þegar mikið hefur legið við, sem vitaskuld hefur þótt afar bagalegt. Einnig hef- ur sýnt sig, meðal annars í Kosovo- deilunni, að Evrópurfldn era enn háð Bandaríkjunum í öryggismál- um, bæði hvað varðar pólitískt frumkvæði og hemaðarlegan mátt. Eitt meginmarkmið Amsterdam- sáttmálans, sem aðildarríkin undir- rituðu í júní 1997 og tók gildí 1. maí sl., var að auka vægi Evrópusam- bandsins á alþjóðavettvangi með því að skipa þungavigtarmann sem full- trúa þess gagnvart öðram ríkjum. Þar var kveðið á um að stofnað skyldi embætti yfirmanns utanrflds- mála sambandsins. Auk þess að koma fram fyrir hönd ESB þegar þess er þörf mun hann hafa umsjón með eftirlitsstöð sambandsins í Brassel, en hlutverk hennar er að rannsaka, segja fyrir um og búa að- ildarrfldn undir hugsanleg átök er snerta kunni Evrópuríki. Innan ESB er þess vænst að þeg- ar yfirmaður utanríkismála hefur tekið til starfa muni þörfin minnka á að kalla til sérstaka sendimenn, eins og t.d. Bandaríkjamanninn Richard Holbrooke, til að leysa deilumál í álfunni. Þá er vonast til að með fleiri skrefum í átt til sameiginlegrar vamarstefnu verði Evrópusamband- ið óháðara Bandaríkjunum í hemað- arlegu tilliti. Solana uppfyllir allar kröfur Leiðtogar aðildarríkja ESB sam- þykktu skipun Solanas á fundi sín- um í Köln sl. föstudag. Hann hafði verið talinn eiga mikla möguleika á að hljóta embættið, en þó töldu sum- ir að ekki væri heppilegt að hann léti af störfum hjá NATO á meðan bandalagið ætti í sínu fyrsta stríði, auk þess sem rætt var um að hlut- laus rfld innan ESB hefðu nokkrar efasemdir um hann. Þessar raddir hljóðnuðu fljótt á fimmtudag, þegar óvæntir friðarsamningar við Milos- evic Júgóslavíuforseta virtust í aug- sýn. Solana, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri NATO síðan árið 1996, þykir uppfylla allar kröfur til að takast embættið á hendur. Hann var áður prófessor í eðlisfræði, og hefur gefið út yfir 30 fræðirit á því sviði. I stöðu sinni hjá NATO hefur hann getið sér gott orð í Washington og meðal rfldsstjórna aðildarríkja ESB, ekki síst fyrir framgöngu sína í Kosovo-deilunni, en einnig þykir hann hafa tekið vel á málum er varða stækkun Atlantshafsbanda- lagsins. Þá er talið að reynslan af því að miðla málum með 19 aðildar- ríkjum NATO komi honum að góð- um notum er hann tekur til við að samræma utanrfldsstefnu ESB-ríkj- anna fimmtán. Solana lýsti því yfir eftir skipun- ina að sér væri heiður að því að taka við embættinu, en að hann hefði þó hugann allann við þróun mála í Kosovo þessa dagana. Ekki er ljóst hvenær hann tekur við hinni nýju stöðu, en hann hefur gefið í skyn að hann vilji sitja út skipunartíma sinn hjá NATO, sem lýkur 19. desember næstkomandi. Reuters STARFSMAÐUR kjúklingabús í Liege í Belgíu við hlið veggmyndar, þar sem kjúklingi eru lögð þessi orð í munn: „Lengi lifi bannið, því lengur lifi ég“. lýsingar nægðu til að þess að bænd- ur, sem ekki hefur fundist mengun hjá, geti farið að selja afurðir sínar áný. Akveðið var í gær að skipa sér- staka rannsóknamefnd til að kanna hvemig svo hættulegt eiturefni sem díoxín gat komist í stóran hluta af belgískum landbúnaðaafurðum á skömmum tíma. Heilbrigisráðherra Belgíu kvað eftirlit skorta með framleiðslu dýrafóðurs. Talið er að mengunina megi rekja til verksmiðju í eigu fjölskyldu að nafni Verkest, þar sem framleiddar eru olíur sem notaðar era í dýrafóð- ur. Lögregluyfirvöld í Belgíu létu í gær lausa tvo starfsmenn verk- smiðjunnar, en þeir höfðu verið grunaðir um skjalafals.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.