Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 29

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 29 220 Pak- istanar sagðir hafa fallið INDVERJAR sögðu í gær að 220 pakistanskir hermenn hefðu fallið í árásum indverska hersins í Kasmír og að skæru- liðar, sem réðust inn á yfir- ráðasvæði Indverja, hefðu ver- ið hraktir í átt að markalínu Indlands og Pakistans. Ekki er vitað hversu margir skæruliðar hafa beðið bana í árásunum. Indverjar sögðu að 60 indverskir hermenn hefðu fallið, 21 særst og 14 væri saknað. Þegar árásir Indverja hófust fyrir tveim vikum voru skæruliðarnir um sjö km innan við landamærin en að sögn indverska hersins eru þeir nú um 3,5 km frá markalínunni sem skiptir Kasmír í tvennt. Spænska stjórnin ræðir við ETA SPÆNSKA stjómin og að- skilnaðarhreyfíng Baska, ETA, hafa haldið fyrstu beinu viðræðumar frá því hreyfingin lýsti yfir vopnahléi í septem- ber. Jose Maria Aznar forsæt- isráðherra skýrði frá viðræð- unum eftir að dagblaðið E1 Mundo greindi frá því að full- trúar stjómarinnar og ETA hefðu komið saman á leynileg- um stað í Evrópu utan Spánar fyrir þrem vikum. Viðræðum- ar hefðu þó ekki borið árang- ur. Lockerbie- réttarhöldum frestað SKOSKUR dómstóll ákvað í gær að fresta réttarhöldum yf- ir tveimur Líbýumönnum, er hafa verið ákærðir vegna sprengjutilræðisins yfir Lockerbie sem varð 270 manns að bana árið 1988. Réttarhöld- in eiga nú að hefjast 4. febrúar á næsta ári. 800 kg af kókaíni fínnast FRANSKA lögreglan kvaðst í gær hafa fundið 804 kg af kókaíni í íbúð í einu úthverfa Parísar og er þetta einn mesti kókaínfundur Frakklands. Tíu manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins, m.a. Frakki sem hafði áður verið handtek- inn fyrir eiturlyfjasmygl og Kólumbíumaður sem er talinn hafa komið til Frakklands frá Spáni. Hörð átök í Nígeríu NÍGERÍSKUM hermönnum var í gær skipað að skjóta á alla þá sem hunsa útgöngu- bann í olíuborginni Warri sem sett var vegna fjögurra daga átaka þjóðflokka í borginni. Að minnsta kosti 18 hafa beðið bana í átökunum og kveikt hef- ur verið í mörgum byggingum í borginni. Ehud Barak lofar að stöðva landnám gyðinga Jersúsalem. Reuters. NÝKJÖRINN forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, hét því í gær að hann myndi stöðva landnám gyð- inga á Vesturbakkanum og endur- skoða ákvarðanir fráfarandi ríkis- stjómar Benjamins Netanyahus um landnám. í kosningabaráttunni lofaði Barak því að hefja friðarviðræður við Palestínumenn. Hann sagði í viðtali við ísraelska útvarpið í gær að ríkisstjórn undir sinni forystu væri ólíkleg til að „halda áfram landnámi í hæðunum umhverfis Na- blus“, borg sem er undir stjóm Pa- lestínumanna. Palestínskir embættismenn fógn- uðu yfirlýsingum Baraks. „Þetta er skref í þá átt að endurheimta það traust sem glataðist í tíð fyrrver- andi ríkisstjómar Israels, vegna harðlínustefnu hennar,“ sagði Nabil Abu Rdainah, aðstoðarmaður Yass- ers Arafats, forseta heimastjómar Palestínumanna. Um 170 þúsund Israelar búa í landnámsbyggðum innan um hátt í þrjár milljónir Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza, en ísra- elar hertóku þau svæði í sexdaga- stríðinu 1967. Palestínumenn segja landnámið ólöglegt og brot á gerðum bráða- birgðasamningum. Yfir 20 land- námsbyggðir hafa risið á hæðum á Vesturbakkanum slðan í október, að því er ísraelsku friðarsamtökin Peace Now greindu frá. Reuters EHUD Barak, nýkjörinn for- sætisráðherra ísraels, við setn- ingu þingsins í gær. Nú getur þú greitt fyrir aksturinn með öllum greiðslukortum í Hreyfilsbílum. Tölvukerfið hefur einnig góða sýn yfir staðsetningu bílaflotans og metur álag eftir hverfum, þannig að auðvelt er að stýra þjónustunni hverju sinni. -Bíll fyrir þig, -hvar sem er, Nýtt tölvukerfi Hreyfils er spennandi kostur fyrir neytendur. hvenær sem er. XHREVFiU/ -handan vW hornW7 5 88 55 22 Bílar fyrír 4-8farþega og bílar fyrir hjólastóla Styttri tími, betri þjónusta, -betri Hreyfill, ánægöari viðskiptavinir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.