Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA birtist bók um
Knut Hamsun eftir
Svisslendinginn Walter
Baumgartner. Hún heitir
á norsku Den modemistiske
Hamsun, og það heiti er nokkuð
villandi því þetta er alhliða ævisaga
Hamsuns, stutt (200 bls.), þar sem
þó einkum er lýst ritum hans, og í
stuttu máli hver þeirra séu módem,
á hvern hátt, og þá einnig hvernig
Hamsun stundum hvarf aftur til
hefðbundnari skáldsagnagerðar.
Hamsun náði frægð með skáldsög-
unni Sultur frá 1890, sem hefur
stundum verið kölluð fyrsta nútíma-
lega skáldsagan, vegna þess m.a. að
söguþráður missir mikilvægi, í stað-
inn verður stíll og tákn þýðingar-
mikil. Athyglin beinist að breytilegu
sálarástandi, en það er ekki grein-
andi athugun. Hamsun lærði margt
af virtasta skáldsöguhöfundi sam-
tímans, Dostojevskí, m.a. það að í
stað alviturs sögumanns setti hann
sögumann með takmarkaða þekk-
ingu, jafnvel óáreiðanlegan. Það em
engar skýrar og ótvíræðar túlkanir
atburða í sögunni.
Nýútkomið er einnig úrval af
deiluritum Knuts Hamsuns. Það
spannar óvenjulangt tímabil, tvo
þriðju aldar, frá fýrstu grein Knuts
Hamsuns, 1879, þegar hann var tví-
tugur - gagnrýni á kirkjusönginn í
sóknarkirkju hans! - og til al-
ræmdra eftirmæla hans um Adolf
Hitler, 1945. Þetta safn sjötíu
greina fjallar bæði um stjómmál,
hvers kyns menningarmál og annað
sem efst var á baugi. Hamsun fylgd-
ist vel með blöðunum, og var sífellt
að skrifa í þau, þúsundir lesenda-
bréfa og smágreina. Safnið er mik-
ilsvert af því að það gefur stutta
(tæplega 300 bls.) yfirsýn yfir það
feiknamikla efni, og svarar svo
þeirri spumingu sem bmnnið hefur
á aðdáendum Hamsun áratugum
saman: Var hann i rauninni nasisti,
Islenskir
listamenn
sýna í Umeá
RAGNA Róbertsdóttir og Finnbogi
Pétursson taka þátt í sýningunni
Umedalen skulptur 99 sem David
Elliot, forstöðumaður nútímalista-
safnsins í Stokkhólmi, opnaði sl.
laugardag. Sýningin er á vegum
Galleri Stefan Andersson í Umeá í
Svíþjóð.
A meðal sýnenda em m.a. Tony
Cragg sem mun sýna í gallerí i8 á
Listahátíð í Reykjavík árið 2000,
Gary Hill, Ulf Rollof, Peter Fischli
og David Weiss.
Ragna og Finnbogi hafa verið að
sýna víða undanfarið, m.a. taka þau
þátt í sýningu í gallerí Artek í
Helsinki, þar sem þau sýna með
Kristjáni Guðmundssyni.
Sýningin í Umeá stendur til 5.
september.
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
LISTIR
Brautryðjandi og-
afturhaldsmaður
Nýlega er komin út bók um Knut Hamsun eftir Svisslendinginn
Walter Baumgartner. Örn Olafsson segir að bókin lýsi einkum
ritum Hamsuns, en frægð hans hófst með skáldsögunni Sultur
sem hefur stundum verið kölluð fyrsta nútímalega skáldsagan.
Einnig er vikið að úrvali ádeilurita Hamsuns.
eða var fylgi hans við
þá hreyfingu elliglöp?
Að sjálfsögðu skal hér
ekki dæmt um hvemig
hefur tekist til með
þetta greinaúrval, en
svar bókarinnar er ótví-
rætt: Hamsun hafði alla
tíð í meginatriðum
sömu skoðanir. Það er
því nærtækt að tala um
pólitíska misnotkun á
geðlæknisfræði, þegar
geðlæknar mátu hann
óábyrgan orða sinna og
gerða eftir stríðið.
Þann dóm afsannaði
Hamsun svo eftirminni-
lega með síðustu bók
sinni, uppgjörinu Grón-
ar götur, sem hann skrifaði tæplega
níræður, 1948.
Rauði þráðurinn (eða brúni!) í
skoðunum Hamsuns var afturhalds-
stefna. Hún birtist á mörgum svið-
um, andúð á lýðræði og kvenréttind-
um, á friðarhreyfingu og sósíalisma,
á iðnaði, lof um hefðbundinn land-
búnað, andúð á borgar-
lífi með eftirsókn þess
eftir efnislegum gæð-
um, „menningarlífi“
sem einkenndist af yf-
irborðslegum skemmt-
unum og mennta-
mannahjali á kaffistof-
um. Þessu fylgdi samt
verulegur mennta-
mannahroki í Hamsun
sjálfum, og andúð á
vitsmunalegum rök-
ræðum. Segja má að
hann hafi tekið skáld-
lega afstöðu til mál-
efna, svipað og annað
fasískt stórskáld,
Frakkinn Céline.
Hamsun kunngjörði
sannleikann, en var ekki tilbúinn til
neinna rökræðna um sínar skoðanir.
Hamsun trúði á sérstakt „germ-
anskt eðli“ eins og svo margir sam-
tímamenn hans með mismunandi
stjórnmálaskoðanir. En hann fylgdi
ekki kynþáttakenningum nasista,
svo sem að germanir einir væru
menningarskapandi, slavar menn-
ingarberandi, og gyðingar menning-
areyðandi. Enda þótt Hamsun tal-
aði stundum illa um gyðinga, þá tal-
aði hann mun verr um Svisslend:
inga, Englendinga og Norðmenn! I
grein frá 1926 viðurkenndi hann
hiklaust menningarsköpun gyðinga
og mikla hæfileika, og boðaði síon-
isma, að þeir ættu að fá eigið land
undir eigið ríki, svo „hinn hreini
hvíti kjmstofn slyppi við frekari
blóðblöndun". Hamsun þekkti að
sjálfsögðu ekkert' til útrýmingar-
búða nasista, hefði ella sjálfsagt
mótmælt þeim, hann bjargaði gyð-
ingi úr Þýskalandi, rithöfundinum
Max Tau. Víða kemur fram að allar
þessar skoðanir, náttúrudýrkun og
afturhaldssemi, voru Hamsun síður
en svo heilagar í skáldverkum hans.
Þar ríkir oft sjálfsháð og grín, og
jafnan tvíröddun sem er fjarri
greinaskrifunum, þótt ærin sé þar
kímni og gamansemi. Baumgartner
rekur vel hvemig skáldsögur
Hamsuns eru svo margradda í eðli
sínu, að hann kemst ekki hjá því að
Knut Hamsun
skopast að persónum sem bera
einmitt fram skoðanir hans sjálfs.
I greinasafninu eru merkileg
skrif um bókmenntir. Bæði er upp-
reisn gegn dýrkuninni á eldri höfuð-
skáldum Norðmanna, Ibsen og
Bjömson, en einkum finnst mér
merkileg grein um August Strind-
berg frá 1889, þegar hann var rúm-
lega fertugur, en Hamsun þrítugur,
ári áður en hann vann sinn afger-
andi sigur með skáldsögunni Sulti.
Bæði þær aðstæður, og svo hve ítar-
leg könnun þetta er, bendir til list-
ræns uppgjörs höfundar, enda er
svipmót hans við viðfangsefnið slá-
andi. Þetta er þó köld og yfirveguð
könnun. Hamsun rekur margvísleg
sinnaskipti Strindbergs; frá trú til
fegurðardýrkunar, til vísinda, til að
hafna loks öllu þessu og gerast aft-
urhaldsmaður. Það hreif Hamsun,
og ekki síður aðferð Strindbergs, að
grípa lesendur með því að forðast
yfirvegun og rökræður, en vaða
fram með ýkjum og mótsögnum.
Hamsun vænir Strindberg um til-
gerð í afturhaldsseminni, hann setji
hana á svið. En einmitt það var
Hamsun oft sakaður um sjálfur. Þvi
miður virðist þetta greinasafn slá
Noregsmet í prentvillufjölda.
Baumgartner hefur lokaorð um
Grónar götur, sem draga saman
megineinkenni helstu skáldsagna
Hamsuns: (bls. 184):
Textinn er opinn á þann hátt sem
krefst hugsandi lesanda, sem beitir
sér gegn textanum, þegar þurfa
þykir. Þetta gerir bókina að
módemum texta: bókmenntir sem
eru ekki uppbyggilegar og leiðbein-
ing um aðgerðir, heldur örvun til
umhugsunar. Skáldsögur hans eru
módemískar augnabliksmyndir. Sé
sannleikur í þeim, þá glimtir í hann
milli þess sem hann hverfur í
stöðugri hreyfingu. Hér fyrst lokast
hringurinn í harmsögulegri, sigur-
sælli einingu listar og lífs.
HJARTAÐ
ER HÆRRA
KVIKMYJVPIR
Rcgnboginn
A DESTINY OF HER OWN
★★
Leikstjdrn: Marshall Herskovitz.
Handrit: Jeannine Dominy, eftir bók
Margaretar Rosenthals; The Honest
Courtesan. Aðalhlutverk: Catherine
McCormack, Rufus Sewell, Fred
Ward, Moira Kelly og Jacqueline Bis-
set. 20th Century Fox 1998.
ÞESSI kvikmynd er byggð á
sannri sögu Veronicu Franco, sem
uppi var á 16. öld í Feneyjum. Þegar
hún fékk ekki að eiga sinn
heittelskaða gerðist hún gleðikona
aðalsins og varð virt sem ljóðskáld.
Þessi saga er mjög forvitileg og
fræðandi; hvemig gleðikonur þessa
tíma vom einu konurnar sem fengu
að lifa mannsæmandi h'fi. Hvernig
þær fengu að vera þær sjálfar og
njóta sín, og vom auk þess virtar fyr-
ir það. Hversu mikið kynferðislegt
vald konur hafa yfir karlmönnum.
Hin merkilegu gullaldarár Fen-
eyja em endursköpuð af vandvirkni,
þar sem ekkert er til sparað við að
gera leikmyndina sem glæsilegasta
og mest sannfærandi.
Veronica Franco hefur augljóslega
verið mjög sérstök manneskja og
áhugaverð; glimrandi vel gefin, snjöll
og með hjartað á réttum stað.
Catherine McCormack tekst að end-
urskapa hana skemmtilega og af
sannfæringu. Það hefði bara verið
skemmtilegra fyrir hana að fá að
njóta sín undir almennilegri leik-
stjóm.
Þessi mynd er nefnilega alls ekki
nógu góð, þótt hún hafi ótal þætti að
bera til þess. Hana vantar einhvem
karakter, fmmlegheit, handbragð
leikstjóra með stil, pól í hæðina. Hér
er allt hvorki né. Og sérstaklega er
eins og leikstjórinn geri sér ekki
grein fyrir, eða sé ekki búinn að
ákveða, hvað sögu hann er að segja.
Og það er náttúmlega býsna hvim-
leitt.
Ég hef enga trú á að sú ákvörðun
að gerast gleðikona sé jafn sársauka-
laus, og eiginlega rómantísk, og í
þessari mynd. Og heldur ekki að ung
stúlka fái fullnægingu við afmeyjun,
framkvæmda af ókunnugum karl-
durgi sem hún hefur engan áhuga á.
(Samt er handritið skrifað af konu.)
Þannig er efni sem hefði geta orðið
mjög áhugavert út frá sálfræðilegu
og samfélagslegu tilliti, vegna
skemmtilegrar tvíbendni þess, sveip-
að rósrauðum ljóma óraunsæis og
fyrirgerir þannig allri mögulegri
dýpt.
Góðir leikarar og fallegir, glæsileg-
ir búningar og sviðsmynd, umlykja
stóra sögu sem kremst og verður að
engu undir öllu saman.
Hildur Loftsdóttir
-----------------
Bjarni Jóns-
son sýnir
á Miðbakka
Á SJÓMANNADAGINN var opnuð
málverkasýning Bjama Jónssonar
listmálara, íslenskir árabátar, á Mið-
bakkanum í Reykjavík.
í 27 ár vann Bjami með Lúðvík
Kristjánssyni rithöfundi að gerð rit-
verksins íslenskir sjávarhættir.
Hlutverk Bjama var að teikna hina
ýmsu muni sem tengjast sjónum og
einnig að túlka lífskjör og atvinnu-
hætti með myndum. Sú 21 mynd sem
sýnd er á Miðbakkanum er hluti af 50
mynda röð af íslenskum árabátum,
sem Bjarni telur vera fyrsta atvinnu-
tæki Islendinga. Hver mynd er sér-
stæð og lýsir ýmist lagi bátsins eða
ákveðnum atburði s.s. sjóferðabæn.
Sýningin stendur til loka ágúst-
mánaðar.
Gin og skoti
KVIKMYNDIR
Regnbuginn,
SAMbfóin, ilfa-
bakka, Nýja Bfó
Keflavfk, Ilorgarbfó
Akureyri
SVIKAMYLLA-
(„ENTRAPMENT") iHrk
Leikstjóri Jon Amiel. Handrits-
höfundar Ron Brass og William
Broyles. Kvikmyndatökustjóri
Phil Meheux. Tónskáld
Christopher Young. Aðalleikend-
ur Sean Connery, Catherine Zeta
Jones, Ving Rhames, Will Patton,
Maury Chaykin, Terry O’NeilI.
112 mín. Bandarísk. 20th Century
Fox, 1999.
BÍRÆFNIR þjófar, millj-
arða ránsfengur og meistaraá-
ætlanir eru vel þekkt uppskrift
að góðum spennumyndum. Þar
er ekki fengist við jaðarsmælki,
ómerkilega smákrimma, líkt og
vinsælt hefur verið á undan-
fómum árum. Meistaraþjófar
eru snillingar í sínu fagi, gáfað-
ir og glæsilegir. Það er stfll yfir
þeim, öfugt við skiptimyntar-
bísana. Og það er stfll yfir
Svikamyllu. Enda myndin gerð
af Regency Pictures, sem jafn-
an hefur vakið aðdáun manns
fyrir einstaklega vönduð vinnu-
brögð hvað snertir útlit og um-
gjörð, tónlist, leikaraval, töku-
staðir valdir af smekkvísi, og
nánast allt annað sem máli
skiptir í kvikmyndagerð. Mest-
ur stíllinn er þó yfir aðalleikur-
unum. Illmögulegt er að sjá
fyrir sér glæstara leikarapar í
kvikmyndum samtímans en
gamla sjarmörinn Sean Conn-
ery og stórkostlegustu upp-
götvun seinni ára hvað snertir
kvenleikara, bresku gæða-
leikkonuna og bombuna
Catherine Zeta Jones. Þau eru
ómengað sprengiefni. Connery
batnar með hverri hrukku og
gráu hári, Zeta Jones minnir,
einkum augnsvipurinn, á sjálfa
Brigitte Bardot, á sínu blóma-
skeiði. Kattliðug, með dýrslegt
aðdráttarafl.
Söguþráður ránsmynda er
jafnan með ólíkindum, við vit-
um það fyrir og eins gott að
hafa það á hreinu áður en mað-
ur kaupir pakkann. Svikamylla
er fjarri því að heyra til undan-
tekninga. Við skulum segja að
framvindan sé með ólíkindum.
Aðalpersónumar eru Virginia
„Gin“ Baker (Zeta Jones),
rannsóknarmaður á sviði lista-
verkastulda og Skotinn Robert
„Mac“ McDougal (Sean Conn-
ery), fáskiptinn, forríkur
heimsmaður, sem rannsóknar-
aðilana, með Cruz (Will Patton)
í fararbroddi, grunar að sé
potturinn og pannan í óvenju
forhertum stórránum að und-
anförnu. Nú á að beita Gin fyr-
ir skotann.
I gegnum árin höfum við
fengið nokkrar góðar spennu-
myndir á svipuðum nótum,
Topkapi og Hitchcockmyndin
To Catch a Thief, líklega minn-
isstæðastar. Þar studdust
menn við lítið annað en sokk-
leistana sína, í samanburði við
þá margvíslegu hátækni sem
þjófamir í Svikamyllu hafa yfir
að ráða. En þegar allt kemur til
alls er hún ekkert svo ólík sín-
um forverum utan að vera barn
síns tíma. Því hún er fyrst og
fremst þaulhugsuð, vandvirkn-
isleg afþreying og rómantísk
gamanmynd, sem heldur manni
ágætlega spenntum og skilur
við mann tiltölulega sáttan. Allt
vel smurt og fagmannlegt.
Gaman.
Sæbjörn Valdimarsson