Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 33

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 33 LISTIR KEPPNIN fer þannig fram að fimm söngvarar keppa fimm kvöld í röð, meðlimir dómnefndarinn- ar raða keppendunum í sæti frá eitt til fimm og sá söngvari sem hlýtur fæst stig er lýstur sigurveg- arinn það kvöldið. Loks eru fimm sem keppa til úrslita sem verða laugardagskvöldið 12. júní þegar sigurvegari keppninnar er valinn og einnig eru veitt ljóðasöngsverð- laun. Síðan munu sigurvegararnir tveir halda tónleika hinn 16. júní í Barbican-listamiðstöðinni í London. Cardiff Singer of the World- keppnin hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1983 og er stefnan sú að gefa ungum atvinnusöngvurum á sviði sígildrar tónlistar tækifæri til að sýna hvers þeir eru megnugir. Keppninni er sjónvarpað um allt Bretland og víðar, fimm sópran- söngvarai-, sex messósópranar, þrír tenórar, átta barítonar, einn barítonbassi og tveh- bassar keppa þessa vikuna í St. David’s Hall í Cardiff. Það er til mikils að vinna, ekki einungis er það heiðurinn og þau tækifæri sem gætu skapast við að vinna keppnina, heldur hlýtur sigurvegarinn einnig tíu þúsund sterlingspund og verðlaunagrip sem hefur verið hannaður af glerlista- konunni Linzi Hodges. Ljóðasöngs- verðlaunin, sem hljóða upp á tvö þúsund sterlingspund, eru ekki síð- ur eftirsóknarverð og gætu leitt til frekari frægðar og frama, það var t.d. velska hetjan Bryn Terfel sem hlaut þau árið 1989. Aðrir sem hafa hlotið verðlaunin eru t.d. Dmitri Hvorostovsky, rússneskur baríton, finnska sópransöngkonan Karita Mattila, sænsld messósópraninn Katarina Kameus og kínverski messósópraninn Guang Yang sem vann keppnina 1997. Verkefni víða Tómas Tómasson lærði söng í Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Elísabetu Erlingsdóttur, útskrifað- ist þaðan 1993 og var síðan næstu Upphefð að vera valinn Cardiff Singer of the World-keppnin er ein virtasta söngvarakeppnin sem um getur. Af þeim fimm hundruð söngvurum sem reyndu fyrir sér 1 ár komust 25 áfram í sjálfa keppnina, þeirra á meðal Tómas Tómasson bassasöngvari. Dagur Gunnarsson náði tali af Tómasi símleiðis þar sem hann var staddur í Wales að búa sig undir keppnina. tvö árin í óperudeild- inni í Royal College of Music í London. Eftir það var hann lausráð- inn í tvö ár og söng víða í Evrópu, þangað til að hann fékk lausan samning við óperu- deildina við Konung- lega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, þar sem hann hefur verið und- anfarin tvö ár. Hann hefur á prjónunum hugsanleg verkefni í Köln, Brussel, Napólí og það eru miklar lík- ur á að hann verði fenginn til að syngja í La Bohéme í Konunglegu óperunni í London á næsta ári. Tómas er sjötti íslendingurinn sem tekur þátt í Cardiff-keppninni, í fyrstu keppninni, árið 1983, tók Sigríður Gröndal þátt, Ingibjörg Guðjónsdóttir keppti árið 1985, Kristinn Sigmundsson árið 1987, Rannveig Fríða Bragadóttir 1989 og árið 1993 var Ólafur Arni Bjarnason ís- lenski þátttakandinn. Það eru umboðsmenn, tónlistarstjómendur og söngstjórar í óp- eruhúsum og hljóm- sveitarstjórar sem senda inn sínar út- nefningar fyrir keppn- ina og svo er það Juli- an Smith, sem er tón- listarstjóri og stjóm- andi við velsku Óperuna, sem ferð- ast um allan hnöttinn á tveimur mánuðum og hlýðir á tæplega fimm hundrað umsækjendur, til að velja síðan þá tuttugu og fimm sem munu keppa til úrslita. „Það var tónlistarstjórinn við Tómas Tómasson Konunglegu ópemna í Kaup- mannahöfn, Elain Tadmore, sem sendi keppninni bréf og tilnefndi okkur Johan Reuter til keppninn- ar,“ sagði Tómas þegar hann var spurður hvernig það vildi til að hann komst í úrslit þessarar keppni. Johan Reuter er baríton- bassi og keppir fyrir hönd Dan- merkur. Tómas heldur áfram: „Flestir þátttakendurnir em fast- ráðnir við óperahús, en þessi keppni er ætluð söngvumm sem era að hefja feril sinn, það er ein- ungis hægt að taka þátt einu sinni og jú, auðvitað er þetta töluvert spennandi. Það er náttúrlega upp- hefð að vera valinn af þeim fimm hundrað söngvuram sem sungu fyrir en það er ekki hægt að gera annað en að sjá til hvernig þetta fer.“ Tómas sagðist hafa valið aríu úr Rakaranum í Sevilla, La Calunia og tvo Ijóðasöngva, annan eftir Ric- hard Strauss, Allra sálnamessu og hinn eftir Rachmaninoff, I þögn hinnar dularfullu nætur, til að flytja í keppninni. Ef hann yrði svo lukkulegur að komast í úrslitin ætl- ar hann að flytja aríu úr I Puritani eftir Bellini, Chinta di furi eða Blómum skrýdd og Nautabana- sönginn úr Carmen eftir Bizet. „Við þurfum að flytja tuttugu mín- útna efnisskrá í fýrstu umferð og svo þurfum við að vera tilbúin með aðra tuttugu mínútna efnisskrá fyrir undanúrslitin og sigurvegar- amir þurfa síðan að endurtaka það í Barbican-menningarmiðstöðinni hinn 16. júní.“ - Hvernig lýst þér svo á sam- keppnina? „Jú, það segir sig sjálft að sam- keppnin er mjög hörð, þetta era allt duglegir ki-akkar.“ Tómas sagðist ekki hafa sungið í Wales áður og hann hefði ekki haft neinn tíma til að líta í kringum sig, en hann þekkti að sjálfsögðu til þeirra fallegu karlakórahefðar sem- væri næstum því í sama gæðaflokki og heima á Islandi og að lokum vildi hann senda kveðjur heim. SPOR í sandinn eftir Sigurjón Ólafsson frá árinu 1982. Spor í sandinn 1 Listasafni Sigurjóns í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafs- sonar í Laugamesi hefur verið opnuð sumarsýning á völdum verkum eftir Sigurjón. Sýningin heitir Spor í sandinn og vísar í síðasta verkið frá hendi lista- mannsins. Myndin verður til sýn- is í safninu ásamt 23 öðmm verk- um Siguijóns frá ólíkum tímabil- uin í listsköpun hans. I sumar verður safnið opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. mbl.is Tónlist, hafín yf- ir tískur og tíma TOIVLIST Salurinn PÍANÓTÓNLEIKAR György Sebök flutti verk eftir Moz- art, Beethoven og Schubert. Sunnu- dagurinn 6. júní 1999. NOKKUÐ hefur það vafist fyr- ir fólki og oft verið reynt að skil- greina hvers vegna nútíminn hafi lagt tiltölulega lítið til með píanó- inu, þrátt fyrir að enn læri fleiri á píanó en nokkurt annað hljóðfæri og það njóti enn mikillar vinsælda sem konserthljóðfæri. Svo virðist sem hljómborðið og leiktækni á það sé ekki lengur viðfangsefni tónskálda og skýringin hugsan- lega sú, að píanóleikur sé bundinn í ákveðnar tækniviðjar og sem tóngjafi, sé píanóið síður fallið til tilrauna með hljóð og blæbrigði en önnur hljóðfæri. Mozart og Beet- hoven voru afburða pianóleikarar en sagt er, að Schubert hafi ekki getað leikið t.d. Wanderer- fantasíuna, sem var síðasta við- fangsefnið á tónleikum György Sebök, sem haldnir voru í salnum sl. sunnudagskvöld. Tónleikarnir hófust á sónötu í c- moll, K 457, eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, sem var að mörgu leyti mjög fallega flutt, þó ekki væri ávallt farið nákvæmlega eftir „textanum", sem einnig átti við í öðru viðfangsefni tónleikanna, Appasionata-sónötunni, op. 57, eftir Ludwig van Beethoven, þar sem við lok framsögunnar, sem ekki á að endurtaka, heyrðust sér- kennileg tóntegundaskipti og framsagan síðan endurtekin en þó ekki frá upphafí. Eitt af því sem einkennir leik Sebök, er syngjandi laglína og létt hljóman undirradd- anna, sem naut sín sérlega vel í Mozart sónötunni, en var helst til um of í sónötunni eftir Beethoven, vegna þess að undirraddirnar hjá Beethoven búa oft yfir sterkum mótoriskum krafti. í heild var leikur Sebök klassískur, sérlega hreinn í Mozart, yfirvegaður í Beethoven og vantaði því þau átök, sem margir vilja heyra í þessu tilfinningaþrungna skáld- verki. Tilbrigðin fögru, annar þátturinn, var einum of hraður, þótt margt væri sérlega fallega „sungið" í þessu sérkennilega meistaraverki, sem þarf að vera algjör andstæða við hinn hams- lausa lokaþátt verksins. Wanderer-fantasían eftir Schubert var vel leikin en með létt- ara yfirbragði en oft gerist að heyra. Hægi kaflinn væri heldur of hraður, en yfirskrift hans er Adagio. Hvað sem þessu líður er Gyorgy Sebök frábær píanisti og undurfagur og tær leikur hans blómstraði í tveimur aukalögum, Transcription, eftir Franz Liszt, á sönglaginu, Du bist die Ruh, eftir Schubert og báðum menúettunum og Gikknum, úr fyrstu partítunni, eftir J.S. Bach. Þegar menn hafa leikið á píanó í sjötíu og tvö ár, frá fimm ára aldri, eins og Sebök, verður lærdómur og það sem menn geta þjálfað með sér í túlkun og glæsilegum tilþrifum, ekki það mikilvægasta, heldur tónlistin sjálf, að hún lifi, án þess að hlust- anda komi til hugar að það sé flytj- andinn sem býr hana til með glæsi- legri tækni sinni. Það sem hlust- endur heyrðu á tónleikum György Sebök, var tónlist eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Liszt og J.S.Bach, tónlist, sem er hafin yfir tískur og tíma, lifandi list. Jón Asgeirsson Sumar- tilboð Salemi með setn og handlaug á fæti á aðeins 14.800 kr f> 1 . HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 Kvennahlaup ÍSÍ Um land allt, laugardaginn 19. júní 1990 &) 1999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.