Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 47

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 47 1 I okkar vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð okkar nú þegar við kveðjum Snorra Svein Friðriksson. Minningin um góðan dreng lifír. Gisli B. Björnsson. Snorri Sveinn var fjölhæfur maður og það er undravert hve mörg ágæt verk liggja eftir hann þegar þess er gætt að hann gekk ekki heill til skóg- ar nema hluta ævi sinnar. I æsku varð hann fyrir slysi sem setti mark sitt á líf hans eftir það. Hinn líkam- legi skaði sem fylgdi í kjölfarið varð aldrei að fullu bættur. En þrátt fyrir áfallið réðst hann í að afla sér bestu menntunar í sjónlistunum, fyrst heima á Sauðárkróki en síðan í Reykjavík og Stokkhólmi þar sem hann útskrifaðist frá Konstfackskol- an 1961. Eldskírn sína hlaut hann hér heima við hönnunarvinnu er nýttist honum afar vel við leik- myndagerð og stjómun hjá Sjón- varpinu allt frá árinu 1970. Þennan þátt í störfum og afrekum Snorra Sveins þekkja allflestir landsmenn, enda var hann borinn uppi af þekk- ingu, vandvirkni og óbilandi trú á að verk af þessu tagi þurfi að lifa sjálf- stæðu lífi en vera ekki einskonar endurómur úr fortíðinni. Vatnslita- myndimar við sögur Halldórs Lax- ness - sem Vaka-Helgafell gaf út - tengjast leikmyndaverkunum og eru minnisstæðar mörgum sem sáu þær þegar þær voru færðar upp á skjá- inn. Mér finnst reyndar að það hafi gerst í gær að glitrandi passíubreið- urnar komu á móti mér í fordyri Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti en síðan er víst liðinn meira en ára- tugur. Ég ætla ekki að tíunda veggskreytingar Snorra á mörgum opinberum byggingum né heldur umhverfisverkið á Eiðistorgi á Sel- tjamamesi. Það munu aðrir gera í fyllingu tímans. Eitt er þó víst að þær bera höfundi sínum fagurt vitni. Ég kynntist Snorra fyrst að nokkru ráði þegar við lentum saman i stjórn FÍM 1974. Hann var rétt- sýnn og úrræðagóður en kunni ekki þá list að ota sínum tota á kostnað annan-a. Við sem störfuðum með honum og þekktum til verka hans munum sakna hans - þótt stundum væri vík milli vina. Hjörleifur Sigurðsson. Ég mun gera þér orð. Ég hef leitað að því í huga mínum í leyndum bak við hurðir allra orða. Ég mun gera þér orð þegaréghef fundið það. (JónúrVör.) Þessi orð skáldsins leita á hugann þegar ég rifja upp minningar um góðvin minn Snorra Svein Friðriks- son, myndlistarmann, sem í dag er lagður til hinstu hvílu. Fráfall hans er mikiil sjónarsviptir og autt skarð eftir sem seint verður uppfyllt. Hann var mér traustur félagi og einlægur vinur, sem orð verða ekki auðfundin til að lýsa fyrir þeim, sem ekki þekktu hann. Snorri Sveinn hneigðist ungur að fræðum guðspeki og viðurkenningu þeirra á bræðralagi manna og sí- felldri viðleitni til endurnýjunar í leit að dýpri sannindum um manninn og tilveruna. Á þeim vettvangi lágu leið- ir okkar upphaflega saman. I sam- fylgd okkar að málefnum guðspeki varð mér ljós siðgæðisþroski hans og manngöfgi. Hæfileikar hans til list- sköpunar opnuðu mér skilning og betri innsýn í dulheima myndlistar- innar. - Við kynni okkar var ofinn þráðurinn, sem batt okkur traustum böndum í sameiginlegri leit þeirra sanninda sem stóðu hjarta okkar næst. Snorri Sveinn bar gott skyn á feg- urð heimsins og lét ekki undir höfuð leggjast að lofa hana í línum og htum. Myndlistin var honum í blóð borin og henni helgaði hann öðru fremur starf sitt í lífinu. Hann bjó yfir djúpu innsæi og fijóum sköpunarhæfileikum. Um það vitna listaverk hans sem víða má finna. í mínum huga ber hæst ljó- mann af þeirri list hans að lifa í fegurð og einfaldleika. Líf hans verður mér því hvatning og minning hans blessuð. Hann var vitur maður, góðgjam og hæverskur að eðlisfari. Hann talaði hljóðlátri rödd sem á var hlýtt. Hana mun ég áfram heyra í lifandi minn- ingu um boðbera listar í lífi og starfi. Góðra vina skal með gleði minnast og hinna bestu með mestum fognuði. Ég þakka Snorra Sveini samfylgd- ina og með ljóði vinar okkar Sigvalda Hjálmarssonar, „Lág rödd“, kveð ég hann hinstu kveðju. Leyfmér aðgista í garði þínum þvíég nae ekki háttum hjá sumamóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lágarödd ítijánum Dagnýju eiginkonu Snorra Sveins, börnum þeirra, bamabörnum og öðmm ástvinum votta ég hluttekn- ingu mína og konu minnar. Sigurlaugur Þorkelsson. Mönnum gengur misvel að halda ró sinni í dagsins önn þar sem hvert áreitið öðru verra dynur á skilningar- vitunum. Á stómm vinnustað, fjöl- miðh sem tengist flestum þáttrnn þjóðlífsins, er jafnan mikih erih og iðulega reynir á stöðuglyndi og lagni í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að þeir sem veljast til stjómunar- starfa á slíkum vinnustöðum hafi hæfileika til að geta unnið skipulega undir miklu álagi, geti laðað fram það besta í fólki, hvatt til dáða, leyst úr deilumáliun, verið samstarfsfólki sínu traustur félagi hvað sem á gengur. Alla þessa kosti hafði Snorri Sveinn Friðriksson í ríkum mæli. Hann var því óumdeildur leiðtogi sinna manna sem deildarstjóri leikmyndadeildar Sjónvarpsins. Ég er einn af þeim sem vom svo lánsamir að fá að starfa með Snorra Sveini í nær 30 ár og fyrir það er ég almættinu þakklátur. Snorri Sveinn var að mörgu leyti óvenjulegur maður, hár vexti, ljós yf- irhtum, virðulegur með höfðinglegt svipmót. Hann var vitur maður og skhningur hans ekki ahur þessa heims. Áhugamál hans vom á andlega sviðinu, guðspeki, fagurfræði og leit að þeim sannleika sem er öhu æðri. Lífssýn hans birtist í verkum hans, myndlist sem var fuh af dulúð og feg- urð. Á síðari árum málaði hann aðal- lega vatnshtamyndir, unnar á hand- unninn úi’valspappír, myndir sem vom algerlega lausar við thgerð og sýndarmennsku, verk fullnuma lista- manns sem af kunnáttusemi dregur hverja línu hárrétt, myndbygging og htir vinna saman í fuhkomnu jafn- vægi. En einhvers staðar á myndflet- inum er komið fyrir örhtlum óróa sem breytir ahri myndinni í ólgandi tóna- flóð. Ef th vih hafði Snorri Sveinn numið leyndardóm myndhstarinnar. Ógleymanlegar verða þær stundir, einkum á síðari árum, sem ég fékk tækifæri th að ræða við hann um myndlist. Og ógleymanlegur verður maðurinn Snorri Sveinn Friðriksson. Eftirlifandi eiginkonu hans og böm- um votta ég dýpstu samúð. Rúnar Gunnarsson. Snorri Sveinn Friðriksson er ekki lengur í hinni daglegu sviðsmynd hjá Sjónvarpinu. Hans er saknað eftir farsælt starf í þágu Ríkisútvarpsins í nærfellt 30 ár. Samstarfsmenn kveðja góðan dreng sem nú er allur eftir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Sem for- stöðumaður leikmyndadeildar Sjón- varpsins var Snorri Sveinn einn af frumheijunum í gerð íslenzkra sjón- varpsþátta og kvikmynda. Umgjörð hinna margvíslegu dagskráratriða og leikinna mynda Sjónvarpsins var ým- ist hugverk Snorra Sveins sjálfs eða unnin undir verkstjóm hans og leið- sögn. Aht er laut að gerð sviðsmynd- anna og útliti þeirra og leikenda var á verksviði leikmyndadehdarinnar und- ir stjóm Snorra Sveins - teiknun, smíði, málun, búningasaumur og fórðun. Á tímum hins svart/hvita sjónvarps var ekki litadýrðinni fyrir að fara á málningarverkstæðinu. Þá var afskaplega mikið málað í gráu. Litrófið var býsna þröngt í þann tíð. En svo kom litasjónvarp, sem gjör- breytti öhu, og það kom í hlut Snorra Sveins að glæða sjónvarpsmyndina eðhlegum htum. Það má nærri geta að litvæðingin boðaði byltingu í sjón- varpstækninni og þá ekki sízt í öhu sem snerti sviðsmyndagerð og önnur úthtsatriði. Frá löngum starfsferli liggur eftir Snorra Svein ótrúlegur fjöldi af leik- myndum sem urðu th og hurfu jafn- óðum úr sjónvarpssalnum en em varðveittar á myndbandi eða filmu í safni Sjónvarpsins. Þessar sögulegu heimildir sýna öra framþróun og margs konar tækniframfarir í gerð leikmynda og andhtsgerva. Þar eru starfsmenn Sjónvarpsins í ffemstu röð. Það vekur þó ekki sízt athygli hve hugkvæmnin hefur verið mikh í úrlausnum verkefna við þær afar þröngu aðstæður sem búið er við í sjónvarpssalnum á Laugavegi 176. Þar hafa sjónvarpsáhorfendur á öll- um aldri verið leiddir inn í ævintýra- heima. Leikmynd Snorra Sveins fyr- ir sjónvarpsuppfærslu á Guhna hhð- inu hafði sérstöðu. Tímamótaverk var þar á ferðinni. Notuð var ný myndblöndunartækni sem gerði kleift að hafa vatnshtamyndir eftir Snorra Svein að baksviði hinna ýmsu atriða leikritisins. Sjálfir leikaramir komu fram fyrir myndavélamar á auðu sviði. Þessi glæshega frumsmíð sýndarveruleikans í íslenzku sjón- varpi verður í minnum höfð. Nú prýða vatnshtamyndimar úr Guhna hliðinu húsakynni RDdsútvarpsins. Snorri Sveinn var hstmálari og verk hans má sjá víða utan vettvangs Sjónvarpsins. Hann var smekkmaður sem við treystum vel th að inna af hendi úthtsteikningar á ýmsum gögnum Rhdsútvarpsins sem fyrir al- menningssjónir ber. Hönnun bréfs- efna, auglýsinga og útht bifreiða stofnunarinnar voru verkefni sem Snorri Sveinn skilaði með miklum sóma. Að leiðarlokum skulu honum færðar þakkir fyrir góða viðkynn- ingu, trúmennsku og fagmannleg vinnubrögð í þágu Ríkisútvarpsins. Markús Örn Antonsson. Veistu aðvoninertil húnvex inn í dimmu gili og eigir þú leið þarum þá leitaðu íurðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja h'til og veikbyggð vetrarblómin h'til og veikbyggð einsogvonin. (Þ-G.) Já, víst var hún bæði hth og veik- byggð vonin, okkar eina haldreipi undanfarna daga. Vonin um það, Snorri minn, að góður Guð gæfi þér fleiri daga hér á þessari jörð. Það er erfitt að sætta sig við að svo gat ekki orðið. Án fyrirvara ert þú nú horfinn héðan og við sem eftir stöndum erum fátækari en áður. í hjörtum okkar er- um við þó rík. Rík á þann hátt að hafa fengið að þekkja þig og njóta ahs þess sem þú hafðir fram að færa í lífinu. Lífsviðhorf þín og mannkostir, innri fegurð og hlý nærvera þín, gleymist aldrei þeim sem þig þekktu. Lista- maður varst þú af Guðs náð og víst er um það að fahegri vinnu og vitnisburð um líf sitt skilja fáir eftir sig. Mynd- imar þínar og verkin þín eru órjúfan- legur hluti af þér sjálfum og segja um leið meira um persónuna Snorra Svein en nokkur orð. Bjart yfirbragð. Mildir en geislandi litir. Geislandi eins og persóna þín. Þegar ég sit hér og skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð th þín, Snorri minn, koma aftur og aftur fram í huga mér myndimar þín- ar úr Guhna hliðinu. Hvhík fegurð og sýn á hið óþekkta. Og nú þegar þú sjálfur gengur inn um hið Guhna hhð, inn í óendanlega fegurð þinna eigin mynda, veit ég að yfir þér er ró, feg- urð og friður því að þannig varst þú. Elsku Dagný, Hjömý, Orri, Styrmir og fjölskyldur. Systkin Snorra og fjölskyldur. Ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, kæri frændi, og þökk fyrir samfylgdina á þessari jörð. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Öldugötu 18, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi sunnudaginn 6. júní. Útförin verður auglýst slðar. Trausti Ó. Lárusson, Elín Sigurðardóttir, Steinunn Lárusdóttir, Halldór Steinsen, Svala Lámsdóttir, David L.C. Pitt. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRHILDUR BJÖRG JÓNASDÓTTIR, Kirkjubraut 16 Innri-Njarðvík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi sunnudagsins 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Eyjólfur Kr. Snælaugsson. t Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu, systur og mág- konu, HÖNNU BJARNADÓTTUR söngkonu, Austurbrún 19, Reykjavík, fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Há- túni 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. júní kl. 15.00. Þórarinn Jónsson, Bjarni Marteinn Jónsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Ólafur Óskar Jakobsson, Þórarinn Jóhannes Ólafsson, Jakob Óskar Ólafsson, Sigurður Anton Ólafsson, Hanna Lísa Ólafsdóttir, Pétur Jóhann Ólafsson, Frosti Bjarnason, Katla Ólafsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR ODDSSON, Hlíðargerði 23, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 9. júni kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Um- sjónarfélag einhverfra, sími 562 1590. Guðmunda Kristbjörg Þorgeirsdóttir, Grétar Eiríksson, Elín Hilmarsdóttir, Oddur Eiríksson, Alda Steingrímsdóttir, Guðbjörg Eiríksdóttir, Bjami Brynjólfsson og barnabörn. t Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ESTHERAR MAGNÚSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Hofteigi 38, ferfram frá Háteigskirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Gunnar Haugen, Axel Haugen, Sigurður Magnússon, Hrefna María Magnúsdóttir, Svavar Berg Gunnarsson, Birkir Gunnarsson. Svanhildur Svavarsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, RÓSMARY VILH JÁLMSDÓTTUR, Lyngási 3, Holtum. Þórir Sveinbjörnsson, börn og barnabörn. I Kristín Fjóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.